Morgunblaðið - 03.04.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 03.04.2013, Síða 11
Gleði Berglind á fullri ferð með nemendum sínum en á námskeiðið mæta foreldar með börnum sínum. „Ég leyfi sköpunargleði barn- anna að njóta sín sem mest, t.d. með því að búa til söng í kringum stein sem þau finna í fjörunni eða annað álíka,“ segir Berglind. Miðað er við að hópurinn gefi sér góðan tíma í gönguna og fái sér jafnvel nesti und- ir húsvegg en náttúruöflin munu stjórna því hvenær hægt er að ganga út í Gróttu, enda verður líka að vera hægt að ná til lands áður en flæðir að. Saman í eitt Berglind hefur haldið fjölmörg tónlistarnámskeið fyrir börn og kennara síðastliðin 15 ár, m.a. í Kramhúsinu og í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Hún vinnur eftir kenn- ingum Carls Orffs um að ekki sé hægt að aðskilja leik, söng og dans heldur falli slík tjáning í raun undir einn og sama hattinn. Berglind er einnig barnakór- stjóri og kennir tónlist og skapandi hreyfingu á leikskólum. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að vinna með börnum og börnin á leikskólanum hafa spurt hvenær ég fari eiginlega í vinnuna! Þeim finnst ég alltaf vera að leika mér,“ segir Berglind í léttum dúr. Fyrir áhugasama er hægt að skrá börn á námskeiðið á netfangið barnakor@gmail.com með nafni barns, fæðingardegi, nafni foreldris og farsíma ásamt netfangi. Nám- skeiðið hefst næstkomandi laug- ardag, 6. apríl, og fara tímarnir fram í Tóney en þar kennir Berglind einn- ig svipað námskeið fyrir fjögurra og fimm ára börn. Það námskeið hefst fimmtudaginn 4. apríl. Á því nám- skeiði mæta börnin ein og sér en for- eldrar fá að slást með í för í Gróttu- ferð sem er einnig hluti af námskeiðinu. Náttúran er tvinnuð inn í námskeiðið og læra börnin um íslenska fugla og fjöruna í gegn- um söng, dans, mark- vissa hlustun og hljóð- færaslátt. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013 100%made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar Sjötta myndlistarsýning Sig- urðar Sævars Magnúsarsonar opnar í ART67 hinn sjötta apríl næstkomandi klukkan 14. Sig- urður er fæddur 15. september 1997 og er nemandi í 10. bekk í Hagaskóla. Hann hefur haldið þrjár einkasýningar og tvær sam- sýningar en fyrsta sýning hans var haldin sumarið 2011 í sam- starfi við Simma og Jóa, eig- endur Íslensku hamborg- arafabrikkunnar, í garðskála Höfðatorgs. Sýningar Sigurðar hafa vakið athygli og þá sér- staklega sýning hans sem haldin var á Menningarnótt 2012 en þá sýndi Sigurður í sama sal og myndlistarmennirnir Sigurður Þórir og Sigurður Örlygsson í Saltfélaginu, Grandagarði. Auk þess að mála safnar Sig- urður einnig myndlist og á t.d. myndverk eftir Kristján Davíðsson, Tolla, Braga Ásgeirsson, Hjalta parelius, Sigurjón Jóhannsson og Rudolf Weissauer. Ungur listamaður Sigurður Sævar Magnúsarson með sýningu Morgunblaðið/Ómar Myndlistarmaður Sigurður Sævar er hér með nokkur verka sinna. Málar og safnar málverkum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.