Morgunblaðið - 03.04.2013, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013
Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23
Þú hringir
Við bökum
Þú sækir
Miðvikudags-
PIZZA-TILBOÐ
12“ PIZZA, 3 áleggstegundir
og 1l Coke
1.290 kr.
VIÐTAL
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hægt hefði verið að ganga lengra
þegar breytingar voru gerðar á
ákvæðum laga sem mæla fyrir um
endurupptöku sakamála til þess að
rýmka möguleikann á því að mál séu
tekin upp að nýju. Þetta er mat Arn-
dísar Soffíu Sigurðardóttur, for-
manns starfshóps um Guðmundar-
og Geirfinnsmálið.
Með breytingunum á lögunum
sem tóku gildi í febrúar var sett á fót
sérstök endurupptökunefnd sem
tekur ákvarðanir um hvort mál skuli
tekin upp aftur en fyrirmynd nefnd-
arinnar kemur frá Noregi. Tók hún
við því valdi af Hæstarétti.
„Í greinargerð með frumvarpinu
segir að það sé að norskri fyrirmynd
en það eina sem er þaðan er að þetta
vald er tekið af Hæstarétti og fært
til þessarar nefndar. Engu öðru
virðist breytt. Við bendum á að sama
nefnd í Noregi hefur mun víðtækari
heimildir en þessi sem á að starfa
hér á Íslandi,“ segir Arndís Soffía.
Heimild til gagnaöflunar
Þannig hefur norska nefndin
heimildir til að afla gagna og hefur
til þess aðgang að teymi lögfræðinga
og fólks með reynslu af lögreglu-
störfum til að rannsaka þætti mála
sem koma á borð hennar. Hér á
landi fær nefndin ekki slíka heimild
og því hvílir það á þeim sem sækist
eftir endurupptöku að sýna fram á
að skilyrði fyrir því séu uppfyllt.
„Það getur verið þungur róður
fyrir þann sem óskar eftir endur-
upptöku, til dæmis bara það að skila
rökstuddri greinargerð til endur-
upptökunefndarinnar, sérstaklega í
flóknum og viðamiklum sakamálum.
Grundvallarþáttur eins og gagnaöfl-
un getur verið flókinn.“
Rýmri heimildir
Þá bendir Arndís Soffía á að í
Noregi séu fleiri atriði sem koma til
greina þegar ákveðið er hvort heim-
ilt sé að taka mál upp aftur. Þar er
heimilt að taka upp mál ef niður-
staða þess stríðir gegn alþjóðlegum
skuldbindingum og ætla má að nið-
urstaðan yrði önnur með nýrri með-
ferð fyrir dómi og ef málsmeðferðin
sem liggur til grundvall-
ar niðurstöðunni stang-
ast á við alþjóðlegar
skuldbindingar ríkis-
ins.
„Aftur bendum við á
að ef norska kerfið á að
vera til fyrirmyndar
þá þyrfti að ganga
lengra hér,“ segir
hún.
Víðtækari heimildir í Noregi
Nýstofnuð endurupptökunefnd fær ekki eins rúmar heimildir og norska fyrirmyndin Stendur upp
á þann sem sækist eftir endurupptöku að afla gagna Færri atriði sem veita tilefni til endurupptöku
Morgunblaðið/Golli
Hæstiréttur Ákvarðanir um hvort mál væru tekin upp að nýju voru áður teknar af Hæstarétti. Nú hefur hins vegar
verið stofnuð sérstök endurupptökunefnd sem fjallar um hvort ástæða sé til þess að taka dómsmál upp á ný.
Eftir breytingar á lögum um
dómstóla sem samþykktar
voru í febrúar tekur sérstök
endurupptökunefnd, sem er
sjálfstæð stjórnsýslustofnun,
við ákvörðunarvaldi um hvort
heimila skuli endurupptöku
dómsmála sem dæmt hefur
verið í í héraði eða Hæsta-
rétti. Áður ákvað Hæstiréttur
hvort mál væru tekin upp aft-
ur.
Þrír fulltrúar eiga sæti í
nefndinni, einn tilnefndur af
Hæstarétti, annar af dómstól-
aráði og sá þriðji kjörinn af
Alþingi. Ragna Árnadóttir,
fyrrverandi dómsmálaráð-
herra, var kjörin fulltrúi Al-
þingis.
Ákvarðanir eru teknar með
meirihluta atkvæða fulltrú-
anna. Úrskurðir nefndarinnar
eru endanlegir og verður
ekki skotið til dómstóla. Þeir
verða birtir opinberlega eftir
að þeir hafa verið kynntir
málsaðilum.
Úrskurðirnir
endanlegir
ENDURUPPTÖKUNEFND
Arndís Soffía
Sigurðardóttir