Morgunblaðið - 03.04.2013, Side 22

Morgunblaðið - 03.04.2013, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Efnahags-legt áfallKýpur hefur orðið ýms- um fréttaskýr- endum tilefni til að horfa á ný til Ís- lands. Sumum þeirra, jafnvel víðfrægum pistlahöfundum, hefur skjöplast nokkuð þegar þeir bera saman þessar tvær fjarlægu eyjar, eðli atburð- anna, afleiðingar þeirra og viðbrögð við þeim. Íslenskum fréttaskýrendum hefur einnig orðið á. Þess er auðvitað að gæta að ekki eru öllu kurl enn komin til grafar á Kýpur og rann- sóknir þeirra þar á feilskotum fortíðar eru rétt að hefjast. Hvernig svo sem þær munu takast breytir það ekki því, að fleira er ólíkt en líkt, þegar horft er til eyjanna tveggja og áfalla þeirra. Á Kýpur var fjármögnun með innstæðum mun veigameiri þáttur en lánsfjáröflun frá erlendum aðilum, sem var á hinn bóginn yfirgnæfandi hjá íslensku bönkunum. Eftir fall íslensku bankanna kom í ljós að endurskoðaðir reikningar þeirra voru fjarri því að gefa rétta mynd af eignastöðu þeirra, láns- fjárlínur þeirra voru ekki þær sem fullyrt var eða háðar slík- um skilmálum að þær voru hreint sýndaröryggi. Bæði þessi atriði voru hluti af blekkingarleik gagnvart ytra sem innra umhverfi íslensku bankanna. Við það bættist margt fleira, svo sem að ein- stakir stórskuldarar voru um alla meginbankana þrjá og höfðu fengið óhemjulegt fé lánað í nafni fjölmargra fé- laga, sem allar lutu einu ákvörðunarvaldi eða voru á könnu sömu aðila. Loks komu til meintir yfirgengilegir til- burðir í sýndarviðskiptum í kauphöllum til að halda uppi verði bankanna, en þau mál eru nú til meðferðar fyrir dómstólum. Í umfjöllun um viðbrögð yf- irvalda og samanburði á milli Íslands og Kýpur hafa margir farið illa út af sporinu. Marg- endurtekið er að sett hafi ver- ið gjaldeyrishöft á Kýpur í anda þess sem gerðist á Ís- landi. Þar er mjög ólíku saman að jafna. Kýpur býr við evru. Hún er þjóðarmynt eyjar- innar. Höft sem sett hafa verið þar bera svip af því og eru miklu víðtækari og meira lam- andi en gjaldeyrishöft ein mundu vera. Innstæðueigend- ur fá aðeins að taka út lágar upphæðir í evrum, landsmynt- inni sinni. Í fyrstunni er talað um upphæðir í evrum sem svara til tæpra 50 þús- und íslenskra króna. Netbanka- viðskipti eru tak- mörkuð og bannað er að gefa út ávísanir. Miklar hömlur eru á notkun kredit- korta innanlands og þar fram eftir götunum. Hér er því ekki um gjaldeyrishöft að ræða heldur almenn efnahagsleg höft, sem aldrei þurftu að koma til á Íslandi þar sem landið ræður yfir sinni eigin mynt. Bankaviðskipti og kortaviðskipti lágu ekki niðri einn einasta dag á Íslandi. Þá er gjarnan talað um ákvarðanir yfirvalda á Kýpur annars vegar og íslenskar ákvarðanir hins vegar. Þær ákvarðanir sem eru taldar vera innlendra yfirvalda á Kýpur sneru „að útvegun“ á rúmlega 5 milljörðum evra til að mæta lánsfjárframlagi þríeykisins, því eina hjálp ESB og AGS var í formi láns. Engin önnur aðstoð fékkst frá þessum aðilum, þótt svo sé lát- ið í veðri vaka. Yfirvöld á Kýp- ur fengu „tillögur“ að því frá þríeykinu hvernig þau skyldu leysa sinn þátt málsins. Þeim tillögum var hafnað í Nikósíu. Yfirvöld þar vildu fara aðra leið, sem fólst m.a. í sjóðs- stofnun, sem myndast skyldi með sölu eigna, yfirfærslu líf- eyriseigna og fleira þess hátt- ar. Þríeykið blés á allt slíkt og tilkynnti að aðeins „tillögur“ þeirra sjálfra kæmu til greina. Yfirbuguð yfirvöld á Kýpur féllust loks á „tillögurnar“. Ísland fór sína eigin leið, sem undirbúin var og ákveðin um og upp úr mánaðamótum september og október árið 2008. Carl Bildt, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, benti Kýpverjum á, að eyjan sú hefði farið betur út úr sínum erfiðleikum en Ísland, því Ís- landi hefði ekki staðið til boða lán eins og þeim. Ísland þurfti ekki á neinu slíku láni að halda. AGS krafðist þess að Ísland leysti til sín slíkt lán og hefur sú óþarfa „fyrir- greiðsla“ kostað þjóðina tugi milljarða króna í vexti. Ekki væri úr vegi að sænski utan- ríkisráðherrann léti fara yfir hve óvinsamlega afstöðu sum- ir norrænir frændur tóku gagnvart Íslandi innan AGS og víðar og kíkti á hvers konar kjör þeir buðu frændþjóð sinni. Kýpur á ekki „sína leið“ út úr ógöngunum og verður því illa löskuð um langa hríð. Hið sama gildir ekki um Ísland. Evran forðaði ekki Kýpur frá voða en flækist fyrir þeim í erfiðleikunum} Íslendingar betur settir H vort sem fyrirhugaðar fríverzl- unarviðræður á milli Evrópu- sambandsins og Bandaríkjanna skila tilætluðum árangri eða ekki er það vitaskuld mjög ánægjulegt hafi John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekið vel í þá hugmynd að ræða um fríverzlun við Ísland samhliða þeim við- ræðum. Verði sú raunin er hins vegar mik- ilvægt að um verði að ræða viðræður um sér- stakan fríverzlunarsamning við Ísland óháð mögulegum samningi við Evrópusambandið. Fyrir þessu eru einkum tvær ástæður. Fyrir það fyrsta er alls óvíst að það takist að landa fríverzlunarsamningi á milli Evrópusambands- ins og Bandaríkjanna. Þegar eru ýmsar blikur á lofti í þeim efnum þrátt fyrir að formlegar viðræður séu ekki enn hafnar en stefnt er að því að þær hefjist í júní í sumar. Þrátt fyrir að einkum bandarísk stjórnvöld leggi mikla áherzlu á að viðræðurnar gangi hratt og vel fyrir sig og ljúki í síðasta lagi í lok næsta árs eru ekki allir á sömu skoðun. Þannig hafa franskir ráðamenn lýst því yfir nýverið að of snemmt sé að hefja viðræðurnar í sumar og ennfremur að þær eigi eftir að taka langan tíma. Hugsanlega nokkur ár. Frakkar setja sömuleiðis ýmsa fyrirvara við fríverzl- unarviðræðurnar. Bæði varðandi viðskipti tengd menn- ingarmálum, sem þeir vilja halda fyrir utan viðræðurnar, og landbúnaðarmál. Þýzkir bændur hafa að sama skapi kallað eftir því að takmarkanir verði settar á innflutning á landbúnaðarvörum frá Bandaríkjunum náist samningar. Er þar ekki sízt horft til erfða- breyttra matvæla og kjötvara sem meðhöndl- aðar hafa verið með hormónum. Bandaríkja- menn hafa hins vegar vísað þessu á bug. Talið er mjög ólíklegt að ráðamenn í Wash- ington séu reiðubúnir að sýna Evrópusam- bandinu mikla þolinmæði ef ríki sambandsins reynast ekki samstiga í fríverzlunarviðræð- unum og setji fram kröfur um að undanskilja ákveðna málaflokka frá þeim. Einkum þar sem fyrri tilraunir til slíkra viðræðna runnu út í sandinn af sömu ástæðum. Viðræðurnar gætu þannig hæglega strandað á málum sem við Ís- lendingar teldum ekki standa í vegi fyrir sam- komulagi um fríverzlun. Ef slíkar aðstæður kæmu upp væri þannig mikilvægt að tryggja að það kæmi ekki í veg fyrir að viðræður á milli Íslands og Bandaríkjanna gætu eftir sem áður haldið áfram óháð því. Hin ástæðan er sú að takist fríverzlunarsamningar á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á einhverjum tímapunkti með aðkomu Íslands þýddi það að fríverzlun okkar við Bandaríkin væri háð því að samskiptin á milli Brussel og Washington væru í lagi og ekki kæmi til við- skiptastríða eða annarra deilna um hagsmuni sem hefðu ekkert með okkur Íslendinga að gera, líkt og stál-, flug- véla- og bifreiðaframleiðslu, en gætu hins vegar hæglega sett fríverzlun okkar við Bandaríkin í uppnám. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Fríverzlun á eigin forsendum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Netarall sex báta á hrygn-ingarsvæði þorsks hófst ígær er fyrstu bátarnirfóru út. Síðustu ár hefur fengist mokafli í rallinu, sem hefur endurspeglað hátt hlutfall af eldri fiski og stækkandi hrygningarstofn. Netarallið tekur frá átta dögum upp í um hálfan mánuð eftir veðri og vindum og stærð svæða sem hver bátur kannar. Á sama tíma er að hefjast árlegt veiðistopp á grunnslóð vegna hrygningarinnar, svokallað „fæðingarorlof“ þorsksins. Tíma- setning orlofsins er mismunandi eftir svæðum, en lýkur á síðasta svæðinu rétt fyrir lok mánaðarins. Í netaralli er safnað mikilvæg- um upplýsingum um hrygningu þorsks, hrygningarstöðvar og þróun í samsetningu hrygningarstofnsins. Niðurstöður þess eru hafðar til hlið- sjónar við fiskveiðiráðgjöf. Stofn- mæling Hafrannsóknastofnunar á botnfiskum að haustlagi, svokallað haustrall, og mælingar togara og rannsóknaskipa í marsmánuði, vor- rall, eru hins vegar helsti grundvöll- ur ráðgjafarinnar. Í samræmi við aðgerðir Niðurstaðna togararallsins er að vænta eftir nokkra daga, en það hef- ur verið framkvæmt með sambæri- legum hætti á hverju ári síðan 1985. Í netarallið var hins vegar fyrst farið árið 1996 og hefur það skilað mikils- verðum upplýsingum um þróun hrygningarstofnsins. Hafrannsókna- stofnun leggur til netin í rallinu, en um 300 netatrossur eru lagðar á helstu hrygningarsvæði þorsks og eru fjórar möskvastærðir notaðar. Bátarnir eru valdir eftir útboð og í ár kannar áhöfnin á Saxhamri SH svæði í Breiðafirði, Magnús SH rannsakar Faxaflóa, Friðrik Sigurðs- son ÁR Selvogsbanka, Ársæll ÁR svæðið í kringum Vestmannaeyjar og kantinn austur af Eyjum, Hvan- ney SF fer á suðaustursvæðið og Þorleifur EA rannsakar hrygning- arstöðvar fyrir Norðurlandi. Um borð í hverju skipi verða 3-5 rann- sóknamenn. Síðustu ár hefur veiðst mikið af þorski á hrygningarstöðvunum og segir Valur Bogason, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun í Vest- mannaeyjum, að það sé í samræmi við aðgerðir síðustu ár til að byggja þorskstofninn upp. „Það væri í raun óeðlilegt ef það fengist ekki góður afli á þessum stöðum á aðalhrygningar- tímanum,“ segir Valur. „Afar góður afli hefur fengist í netarallinu tvö síðustu ár og hlutfall stærri fisks hefur aukist mjög, sem er í samræmi við það sem við höfum bú- ist við. Stofnvísitala hefur aldrei verið hærri en í togararallinu í fyrra frá því að það hófst og ég hef enga ástæðu til að ætla að hún verði lægri í ár, þó að of snemmt sé að fullyrða um það,“ segir Valur. Hann segir að eina undantekn- ingin á hrygningarstöðvunum sé kanturinn austan við Vestmanna- eyjar. Þar hafi afli verið lélegur síð- ustu fjögur árin og skýri hann þessa breyttu hegðan helst með því að þorskurinn gangi nú fyrr og meira upp á grunnið en áður. Sex bátar í netarall í „fæðingarorlofinu“ Ljósmynd/Alfons Á netum Í rallinu eru um 300 netatrossur lagðar á helstu hrygningarsvæði þorsks við landið og síðustu ár hafa netin oft verið bunkuð af fiski. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er væntan- leg í byrjun júní. Í formála að síð- ustu ástandsskýrslu kom m.a. fram hjá Jóhanni Sigurjónssyni, for- stjóra, að horfur væru á að stofninn myndi áfram styrkjast ef nýting hans yrði með sama hætti, þrátt fyrir að árgangur 2010 virtist léleg- ur. „Eins og fram kemur í þessari skýrslu hefur veiðidánartala þorsks lækkað úr 0.75 árið 2000 í 0.28 ár- ið 2011 og veiðihlutfallið (hlutfall afla af stærð viðmiðunarstofns) hefur á sama tíma lækkað úr 35- 40% í um 20%. Þessi þróun hefur haft í för með sér að árgangar end- ast betur í stofninum og hann fer nú vaxandi. Bæði viðmiðunarstofn og hrygningarstofn þorsks hafa vaxið hratt á undanförnum árum og er hrygningarstofninn nú meira en tvöfalt stærri en hann var lengst af síðustu áratugina og hefur ekki ver- ið stærri síðan á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Hlutdeild eldri fisks í afla hefur aukist þrátt fyrir að frekar lélegir árgangar séu uppistaða veiðistofns nú. Áhrifa þessa gætir í verulega auknum afla á sóknareiningu og meiri hag- kvæmni við að ná í úthlutaðar afla- heimildir. Segja má að þetta séu dæmigerð einkenni þess að stjórn veiðanna og ástand stofnsins séu að færast í gott horf,“ sagði í for- mála forstjórans. Hraður vöxtur stofnsins STJÓRN VEIÐA OG ÁSTAND STOFNSINS FÆRAST Í GOTT HORF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.