Morgunblaðið - 19.04.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 19.04.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 Vilhjálmur Egilsson er með hug-ann við „Endurreisn- arskýrslu“ sem hann sá um að færð var í letur, á örskömmum tíma, og það áður en Rannsókn- arnefnd Alþingis hóf sitt tímafreka starf um sama efni. Skýrslan var með innbyggðan sjálfseyðingarbúnað og gufaði upp hjálparlaust og hef- ur ekki heyrst af henni síðan.Vil- hjálmur lýsir aðför- unum við skýrslu- gerðina svona:    Fjölmennur hópur mætti áfyrsta kynningarfundinn en 80 einstaklingar störfuðu allan tímann og skrifuðu sig fyrir verk- inu. Um 200 manns komu að því, mismikið, en ætla má að a.m.k. 100 einstaklingar hafi verið þokkalega virkir í starfinu.    Fjórir vinnuhópar störfuðu semfjölluðu um uppgjör og lær- dóm, hagvöxt framtíðarinnar, at- vinnulíf og fjölskyldur og sam- keppnishæfni.    Innan hvers hóps voru fjölmargirsettir til verka til að gera upp- köst að ákveðnum hlutum skýrsl- unnar og á fundum vinnuhópanna var farið yfir málin. Drög að ein- stökum hlutum skýrslunnar voru sett jafnóðum á heimasíðu nefnd- arinnar þannig að vinnan var gal- opin og öllum aðgengileg allan tímann.    Þannig voru sjö uppköst birtfyrir hópinn um uppgjör og lærdóm, 11 uppköst fyrir hópinn um hagvöxt framtíðarinnar, 15 uppköst um atvinnulíf og heimili og 29 uppköst um samkeppn- ishæfni.“    Er skrítið að flökurleika hafigætt á landsfundi eftir öll þessi uppköst? Vilhjálmur Egilsson Uppsölumenn að STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.4., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 0 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 léttskýjað Vestmannaeyjar 3 heiðskírt Nuuk -6 snjókoma Þórshöfn 3 skýjað Ósló 7 alskýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 7 skúrir Lúxemborg 15 léttskýjað Brussel 15 heiðskírt Dublin 11 skýjað Glasgow 11 skýjað London 10 léttskýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 16 heiðskírt Berlín 20 léttskýjað Vín 24 skýjað Moskva 13 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 heiðskírt Róm 22 heiðskírt Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -1 heiðskírt Montreal 7 skúrir New York 14 alskýjað Chicago 12 skúrir Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:41 21:14 ÍSAFJÖRÐUR 5:35 21:30 SIGLUFJÖRÐUR 5:18 21:13 DJÚPIVOGUR 5:07 20:46 Lögreglan á Selfossi hefur lokið rannsókn á láti fanga á Litla-Hrauni sem lést í klefa sínum 17. maí í fyrra og hefur ríkissaksóknari nú fengið málið til meðferðar. Tveir menn, þeir Annþór Kristján Karlsson og Börk- ur Birgisson, eru grunaðir um að hafa veitt manninum áverka sem leiddu hann til dauða, en upptaka úr öryggismyndavél fangelsisins sýnir að mennirnir fóru inn í klefa hins látna skömmu áður en hann kenndi sér meins og lést í kjölfarið. Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi kemur fram að rannsóknin hefur um margt verið flókin og frá upphafi hefur verið ljóst að ekki yrði að vænta samvinnu þeirra tveggja sakborninga sem grunaðir eru um að hafa valdið áverkum sem leiddu manninn til dauða. Báru vitni undir nafnleynd Í þágu rannsóknarinnar hefur ver- ið leitað til ýmissa sérfræðinga um úrlausn tiltekinna atriða. Dóm- kvaddur var réttarmeinafræðingur til að fara yfir þau gögn sem urðu til við krufningu líksins auk annarra þátta sem varða áverka þá er leiddu til dauða mannsins. Þá voru tveir prófessorar í sálfræði dómkvaddir til að greina atferli fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. Prófessor í verkfræði var fenginn til að rann- saka þá krafta sem þarf til að valda þeim áverkum sem voru á líkinu. Nákvæm eftirlíking fangaklefans var byggð í fullri stærð í húsnæði Lögregluskóla ríkisins þar sem Tæknideild Lögreglu höfuðborgar- svæðisins sviðsetti mögulega at- burðarás auk þess sem grunuðum var gefinn kostur á að lýsa atvikum í klefanum þar. Ótiltekinn fjöldi vitna hefur nú þegar verið leiddur fyrir dóm og bor- ið þar vitni undir nafnleynd en vitnin hafa talið að framburður þeirra um málavexti gæti sett þau í hættu á að þeim yrði unnið mein vegna hans, segir m.a. í frétt lögreglunnar. Flókinni rannsókn á láti fanga lokið  Ríkissaksóknari með málið til meðferðar  Nákvæm eftirlíking af fangaklefa Vorheftið komið út Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og menningu — hefur nú komið út í níu ár í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári — vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr. Áskriftarsími: 698-9140.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.