Morgunblaðið - 19.04.2013, Side 26

Morgunblaðið - 19.04.2013, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁrsskýrslaHagstof-unnar fyr- ir árið 2012 er at- hyglisverður vitnisburður um aðlögun íslenska stjórnkerfisins að Evrópusambandinu, þvert á fullyrðingar núverandi stjórnvalda og stjórnarliða. Í ársskýrslunni er eins og gengur fjallað um verkefni liðins árs og þar er afar fyr- irferðarmikil umfjöllunin um áhrif aðildarumsóknarinnar á starfsemi stofnunarinnar. Ársskýrslan byrjar á inn- gangi hagstofustjóra sem hefst á þessum orðum: „Verulegar breytingar urðu á rekstri Hagstofunnar árið 2012 og jukust umsvif tals- vert vegna innleiðingar á verkefnum, sem eru í að- gerðaráætlun með samn- ingsafstöðu Íslands í við- ræðum um aðild að Evrópusambandinu.“ Í innganginum segir enn- fremur: „Samningsafstaða Íslands um hagskýrslugerð var kynnt fyrir utanrík- ismálanefnd í desember 2011. Afstaðan var sam- þykkt í ríkisstjórn 4. janúar 2012 og var send samdægurs til framkvæmdastjórn- arinnar. Nokkur dráttur varð á því að kaflinn yrði opnaður og var það ekki gert fyrr en á ríkjaráðstefnu 24. október 2012. Ástæður taf- anna voru þær að gerðar voru kröfur um svonefnd lokunarákvæði, en þau fela í sér kröfur um að tilteknum umbótum í þjóðhagsreikn- ingum verði lokið áður en gengið verður frá sam- komulagi um kaflann.“ Evr- ópusambandið neitaði sem sagt að opna kaflann fyrr en fyrir lægi að kröfum um breytingar á þjóðhagsreikn- ingum Íslands hefði verið mætt. Eins og við var að bú- ast af núverandi stjórn- arflokkum var orðið við þessum kröfum og aðlögunin á umræddu sviði hófst fyrir alvöru. Skýrsla yfirstjórnar í árs- skýrslunni hefst á þessum orðum: „Eins og á síðasta ári mótaðist starfsemi Hagstof- unnar af umsókn Íslands um aðild að Evrópusamband- inu.“ Svo er lýst auknum um- svifum og fjölgun starfsfólks vegna nokkurra nýrra verk- efna á sviði Evrópumála. Ennfremur er upplýst að stofn- að hafi verið nýtt svið, fyrirtækja- svið, sem hafi hangið saman við IPA-styrkveit- ingar, en IPA- styrkir eru sem kunnugt er aðlögunarstyrkir Evrópu- sambandsins. Fyrirtækja- sviðið er meðal annars stofn- að í þeim tilgangi að halda utan um landbúnaðartöl- fræði að hætti aðildarríkja Evrópusambandsins og er því hluti af aðlöguninni. Í ársskýrslunni er einnig upplýst að aukið hafi verið við húsnæði Hagstofunnar til að mæta auknum um- svifum og það hafi í fyrra kostað ríkissjóð um þrjátíu milljónir króna. Ríkissjóður hafi svo lagt fram svipaða fjárhæð til viðbótar, meðal annars vegna kostnaðar við að mæta kröfum um land- búnaðartölfræði Evrópu- sambandsins. Áður hefur verið rætt hér um aðrar stofnanir sem farið hafa í sams konar aðlög- unarvinnu og Hagstofan upplýsir um í ársskýrslu sinni að hafi átt sér stað þar. Þessi aðlögun stjórnkerf- isins að Evrópusambandinu er grafalvarlegt mál, ekki síst vegna þess að stjórnvöld og þeir sem leiða aðlög- unarviðræðurnar hafa ítrek- að neitað að nokkur aðlögun eigi sér stað. En aðlögunin er vitaskuld einnig alvarlegt mál vegna þess að Alþingi hefur enga heimild veitt fyr- ir því að aðlaga Ísland að Evrópusambandinu. Ráð- herrar sem gefið hafa fyr- irmæli um aðlögun vinna því í trássi við samþykktir þingsins, sem aftur skýrir hvers vegna þeir ganga svo langt í að mótmæla aðlög- uninni sem blasir við hverj- um manni. En þó að skortur á heimild til aðlögunar skýri ósannindin réttlætir hún hvorki þau né aðlögunina og enn síður gerir hún ráðherra ábyrgðarlausa af gjörðum sínum. Í aðdraganda kosninganna er augljóst að stjórnarliðar og fylgiflokkar þeirra ætla að halda áfram blekkingunni um aðlögunina. Jafn augljóst er að nýrrar ríkisstjórnar bíður það verkefni að stöðva aðlögunarviðræðurnar og vinda ofan af aðlöguninni. Ársskýrsla Hagstof- unnar veitir enn eina staðfestinguna fyrir aðlöguninni sem á sér stað hér á landi} Ársskýrsla um aðlögun í stjórnkerfinu A lltaf er nú gaman þegar ein- hverjum tekst að setja met. Það gerðist til dæmis á fundi borg- arstjórnar Reykjavíkur fyrr í vikunni, þegar tíu af þeim fimmtán borgarfulltrúum sem sátu fundinn voru konur. Að sögn kunnugra hefur þetta aldrei gerst áður í sögu borgarstjórnar, ástæða þótti til fagnaðar og einhverjir fjöl- miðlar kölluðu þetta kvennamet. Aftur á móti hefur það líklega býsna oft gerst að borgarstjórnarfundirnir hafi ein- ungis verið setnir körlum, eða að þeir hafi verið þar í miklum meirihluta. En það þykir ekki fréttnæmt. Annað met var slegið í vikunni. Fyrsta fyrirtækið, þar sem kona er í forstjórastóli, var skráð hjá Kauphöll Íslands eftir hrun. Aðeins eitt annað fyrirtæki undir stjórn konu hefur verið skráð í Kauphöllina öll þau ár sem hún hefur ver- ið starfrækt. Það var fyrir 15 árum, árið 1998. Öllum hinum fyrirtækjunum, sem skráð hafa verið hjá Kaup- höllinni og skipta væntanlega hundruðum, var sem sagt stýrt af körlum. En það er ekki fréttnæmt. Líklega vegna þess að það er svo algengt. Fréttnæmt er nefnilega það sem er sérstakt, það sem gerist sjaldan og heyrir til und- antekninga. Nú eru áhöld um hvort það skipti yfirhöfuð ein- hverju máli hvort fólk af báðum kynjum sitji í borg- arstjórn eða hvort konur, til jafns við karla, stýri fyr- irtækjum. Líklega skiptir þetta engu máli í huga þeirra sem halda á lofti staðhæfingum á borð við að kyn skipti engu máli og segja kynjakvóta óþarfa. Þeir sömu hafa væntanlega skynsamlegar skýringar á reiðum höndum á launamuni kynjanna, en í vikunni var greint frá enn einni launakönnuninni sem sýnir að karlar fá hærri laun en konur. Reyndar fer það að hætta að teljast fréttnæmt, því hver einasta könnun og rannsókn sem gerð hefur verið undanfarna áratugi á þessu sviði sýnir sömu niðurstöðu; vinnuveitendur greiða körlum meira fyrir vinnu sína en konum. Ekki eru nema 30 ár síðan hlutfall kvenna í þingmannahóp fór yfir 10% og í síðustu kosningum varð hlutfallið tæp 43%. Verði niðurstöður kosninganna hinn 27. apríl eitt- hvað í líkingu við nýjustu skoðanakannanir verður hlutfall kvenna um og yfir 40%. Kannski er ekki langt í að það hætti að vera frétt- næmt þegar kökunni er skipt hér um bil jafnt á milli karla og kvenna. Sjálfsagðir atburðir eru nefnilega ekkert sérlega fréttnæmir. Annars þarf svo hver og einn að gera það upp við sig hvort er betri kostur; stjórnmálaflokkar sem segja að kyn skipti ekki máli eða flokkar sem segjast ætla að setja jafnréttismál í öndvegi, lofa að gera allt sem þeir geta til þess að jafna hlut kynjanna og gera svo ekki nokkurn skapaðan hlut. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Þegar metin falla STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þ rjár nýjar virkjanir koma til með að rísa á veitu- leið Blöndustöðvar ef áform Landsvirkjunar verða að veruleika. Fyrirtækið hefur gefið út matsáætl- un vegna mats á umhverfisáhrifum virkjananna. Samkvæmt áætluninni verður frummatsskýrslu skilað til Skipulagsstofnunar í júní og end- anlegri skýrslu í september. Álit Skipulagsstofnunar verði svo birt í október á þessu ári. Virkjanirnar þrjár eiga að vera á milli Blöndulóns og Gilsárlóns, inn- takslóns Blöndustöðvar, til þess að fullnýta allt að 68 metra fall á veitu- leiðinni til orkuöflunar. Uppsett afl yrði um 30 MW og heildarorkugeta þeirra er áætluð um 182 gígavatt- stundir á ári ef miðað er við hagkvæmustu tilhögun. Ljúki hönnun á þessu ári Fyrsta virkjunin yrði við Kolku- stíflu, önnur milli Smalatjarnar og Austara-Friðmundarvatns og sú þriðja á milli vatnsins og Gilsárlóns. Þær hafa hlotið vinnuheitin Kolku- virkjun, Friðmundarvirkjun og Þramarvirkjun. Af þeim þremur á Þramarvirkjun að vera hagkvæmust með orkugetu upp á 70 gígavattstundir á ári. Frið- mundarvirkjun gæti skilað 67 gíga- vöttum og Kolkuvirkjun 45 gígavött- um á ári. Stefnt er að því að verkhönnun virkjananna ljúki á þessu ári svo að útboðshönnun geti hafist á næsta ári. Í áætluninni segir þó að tíma- ramminn sé meðal annars háður styrkingu byggðalínu sem Landsnet hefur hafið undirbúning að. Um 200-250 ársverk Framkvæmdirnar fela í sér að reist verði stöðvarhús og grafnir verði veituskurðir að og frá mann- virkjunum. Ein stífla verður reist og lítið lón myndað á veituleiðinni auk þess að lagður verður jarðstrengur milli Blöndustíflu og Kolkustíflu að því er segir í matsáætluninni. Þaðan verður lagður jarðstrengur að tengi- virki við Blöndustöð sem nýju virkj- anirnar tengjast inn á. Gróflega áætlað verður mannafla- þörfin við framkvæmdirnar 200-250 ársverk að því er segir í matsáætl- uninni. Sé gert ráð fyrir að virkj- anirnar verði allar byggðar á sama tíma er reiknað með að fram- kvæmdatími verði um tvö til þrjú ár. Of snemmt að segja um kostnað Í svari Landsvirkjunar við fyrir- spurn Morgunblaðsins kemur fram að á þessu stigi sé of snemmt að gefa upp hugsanlegan kostnað við framkvæmdirnar. Unnið sé að verk- hönnun þar sem kostnaður sé greindur. Þá sé of snemmt að tala um tímasetningu útboða og fram- kvæmda, ef af þeim verður, þar sem þær séu háðar mörgum þáttum eins og mati á umhverfisáhrifum, mark- aðsaðstæðum, eftirspurn eftir raf- orku og kostnaði auk tilheyrandi leyfa og flutningsgetu raforku- kerfisins. Auk virkjunarleyfis frá Orku- stofnun og starfsleyfis frá Heil- brigðiseftirliti Norðurlands vestra er framkvæmdin háð því að fram- kvæmda- og byggingarleyfi fáist frá Húnavatnshreppi. Þá þarf leyfi frá Fiskistofu til mannvirkjagerðar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði. Tillagan að matsáætlun um virkj- anirnar liggur nú fyrir hjá Skipu- lagsstofnun þar sem almenningur og hagsmunaaðilar geta kynnt sér hana og gert athugasemdir. Hægt er að skila þeim til loka þessa mánaðar. Markmiðið að full- nýta aflið á leiðinni Fyrirhugaðar virkjanir í Blöndu Loftmyndir ehf. Blöndustöð (stöðvarhús) Kjalvegur Blöndulón Gilsárstífla Fyrirhugað stöðvarhús Ný veita, skurður Núverandi veita Ný stífla Nýtt lón Blöndustífla Þramarvirkjun Friðmundarvirkjun Inntakslón (Gilsárlón) Kolkuvirkjun Austara Friðmundarvatn Þrístikla Áin Blanda var stífluð við Ref- tjarnarbungu á árunum 1989 til 1991 auk þess sem stífla var byggð við upptök Kolkukvíslar. Þar með varð Blöndulón til. Sjálf Blönduvirkjun var tekin í notkun árið 1991 og var hún fyrsta vatnsaflsvirkjunin sem Íslendingar hönnuðu í einu og öllu. Hún er 150 MW. Frá Kolkustíflu er vatni veitt 25 km leið að Gilsárlóni og það er á þeirri leið sem áætlað er að þrjár nýjar virkjanir rísi til þess að fullnýta fallhæðina á leiðinni til orkuöflunar. Hönnuð af Íslendingum BLÖNDUVIRKJUN Lón Blöndulón á Auðkúluheiði. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.