Morgunblaðið - 19.04.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.04.2013, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 Vorboði Lóan sveimaði yfir Álftanesi í gær en hún er seinna á ferðinni nú en í venjulegu ári. Án efa vona flestir landsmenn að hún muni kveða burt snjóinn enda menn farið að lengja eftir sumri. Ómar Á kosningavori heyr- ast úr ýmsum áttum fögur fyrirheit um batnandi lífskjör, auk- inn kaupmátt, bætta þjónustu hins opinbera, stóraukin framlög til margra mikilvægra málaflokka og leiðrétt- ingu alls kyns órétt- lætis. Flest þessara há- leitu og virðingarverðu markmiða eiga það sameiginlegt, að til þess að unnt verði að efna þau til lengri og skemmri tíma verður að auka hér fjárfestingu og verðmæta- sköpun, framleiðni og framleiðslu, afla meiri útflutningstekna og stuðla að auknum hagvexti, sem byggist á varanlegum grunni. Öflugra atvinnu- líf er með öðrum orðum forsenda þess að hér verði til framtíðar hægt að bjóða upp lífskjör, sem standast samanburð við nágrannalöndin. Nýlegar upplýsingar frá Hagstof- unni um hagvöxt á síðasta ári og spár fyrir þetta ár gefa því miður ekkert sérstakt tilefni til bjartsýni. Nið- urstöðurnar sýna að vísu nokkurn hagvöxt en þó varla nægan til að skapa störf fyrir þá árganga, sem nú eru að koma út á vinnumarkaðinn, hvað þá að vöxturinn dugi til að end- urheimta þær þúsundir starfa, sem tapast hafa á undanförnum fjórum árum. Spár stofnunarinnar fyrir 2014 og 2015 eru að sönnu nokkuð já- kvæðari, en þá ber að hafa í huga að spár til lengri tíma hafa á und- anförnum misserum að jafnaði verið talsvert of háar og munar þar mest um sífellda frestun ýmissa stór- framkvæmda og annarra verkefna á sviði orkuöflunar og orkufreks iðn- aðar. Þá hefur almenn atvinnuvega- fjárfesting alls ekki tekið við sér og skammvinn aukning einkaneyslu vegna útgreiðslu séreignarsparn- aðar, niðurstöðu dómstóla í gengis- lánamálum og fleiri tímabundinna eða einskiptisaðgerða virðist að mestu gengin til baka. Þess er ekki að vænta að horf- urnar batni verði áfram fylgt óbreyttri stefnu við stjórn landsins. Stefna, sem byggist á tíðum og jafnvel tilvilj- unarkenndum skatta- hækkunum hefur að sjálfsögðu letjandi áhrif á atvinnulífið en ekki hvetjandi. Laga- og reglugerðabreyt- ingar, sem þrengja að svigrúmi fyrirtækja, verka með sama hætti. Beinn fjandskapur í orði og verki í garð mikilvægra atvinnu- greina hjálpar heldur ekki til. Við- varandi gjaldeyrishöft hafa skaðleg áhrif með bæði beinum og óbeinum hætti og óljós og þokukennd stefnu- mörkun varðandi afnám þeirra skað- ar fjárfestingu og uppbyggingu al- þjóðlegra fyrirtækja hér innanlands. Ríkisstjórn og meirihluti á þingi, sem lítur á atvinnulífið sem andstæð- ing en ekki bandamann, mun aldrei ná nokkrum árangri við að bæta úr stöðunni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á það fyrir þessar kosningar að brýn nauðsyn sé á breyttri efnahags- og atvinnu- málastefnu. Frambjóðendur flokks- ins um allt land hafa lagt sitt af mörkum til að draga þetta fram og hið sama birtist í kosningaáherslum og landsfundarályktunum flokksins. Flestir aðrir flokkar og framboð boða ýmist áframhald sömu stefnu og ríkt hefur í tíð núverandi rík- isstjórnar eða þegja þunnu hljóði um þessi mikilvægu málefni. Vonandi munu þeir ekki komast upp með að skila auðu í þeim efnum nú á loka- spretti kosningabaráttunnar. Eftir Birgi Ármannsson »Ríkisstjórnarmeiri- hluti á þingi, sem lít- ur á atvinnulífið sem andstæðing en ekki bandamann, mun aldrei ná nokkrum árangri við að bæta úr stöðunni. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Öflugra atvinnulíf – allra hagur Fangelsisbygging á Hólmsheiði er nú komin af stað. Nú er lokið fimm áratuga ferli um vangaveltur, athuganir, skýrslur og úttektir án þess að nokkuð annað hafi gerst. Nú er komið að framkvæmdum og við sjáum fram á gjör- breytingu í fangels- ismálum á Íslandi þegar nýja byggingin verður komin í gagnið. Hún markar tímamót í sögu fang- elsismála. Fátt er um mikla eða merkilega áfanga í sögu fangelsismála á Ís- landi síðustu áratugina. Vissulega hefur aðstaða fanga og starfs- manna verið endurbætt. Einnig hefur refsivist dæmdra manna breyst á þann veg að þeim er hjálpað til að endurmeta stöðu sína og komast út í þjóðfélagið aftur. Einnig hefur föngum í vissum til- vikum verið gert kleift að stunda samfélagsþjónustu og hefur það gefið góða raun. Fangar geta stundað vinnu og nám og refsivist- in hefur ekki aðeins þann tilgang að útiloka menn um skeið frá þjóð- félaginu vegna misgjörða heldur einnig að gera þeim kleift að tak- ast á við vandamál sín og verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Með góðri aðstöðu og sérhæfðri hjálp tekst það þegar best lætur þótt vissu- lega séu dæmi um undantekningar þar sem eru til dæmis síbrota- menn. Í meira en fimm áratugi hefur staðið til að reisa fangelsi á höf- uðborgarsvæðinu en fyrstu athug- anir fóru fram árið 1960 þegar Valdimar Stefánssyni yfirsaka- dómara var falið að leggja fram til- lögur. Þá var horft til svæðis við Úlfarsá. Eftir hinar fjölmörgu at- huganir síðustu áratuga varð nið- urstaðan lóð á Hólmsheiði ekki langt frá miðborg Reykjavíkur. Staðurinn er talinn henta vel og með því að vera nær miðborginni fæst hagræðing og tímasparnaður vegna samskipta við gæsluvarðhaldsfanga. Enn má nefna í sambandi við bygg- inguna að efnt hefur verið til hugmynda- samkeppni um list- skreytingu en sam- kvæmt lögum ber að verja 1% af bygging- arkostnaði opinberra bygginga til listskreyt- inga. Var valin sú leið að efna til opinnar samkeppni og er skila- frestur til 17. maí. Er óskað eftir tillögum að listaverkum á lóð fang- elsisins, í útigarði og innigarði, alls þremur verkum. Starfsemi í úreltum byggingum lögð niður En lítum aðeins á söguna. Við getum ekki verið stolt af því að nota ennþá Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík sem fangelsi, hús sem reist var árið 1874. Það er löngu orðið úrelt sem fangelsi og þar sem stór hluti húss- ins er friðaður er erfitt að bæta að- stöðu þar. Síðustu árin hafa fangar verið vistaðir þar í stuttan tíma og hefur það aðallega verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga sem eru að hefja afplánun refsingar. Það verður aflagt sem fangelsi þeg- ar hið nýja fangelsi á Hólmsheiði verður tilbúið. Í því sambandi má geta þess að ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu mína um að efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíðarnotkun hússins og verður blásið til hennar á allra næstu dög- um. Fangelsið í Kópavogi var tekið í notkun sem slíkt árið 1979 en þar var áður unglingaheimili ríkisins. Þar eru kvenfangar vistaðir en þar sem konur eru yfirleitt fáar hefur fangelsinu verið skipt í kvennagang og karlagang. Aðstaða til að af- plána þar margra ára refsivist er ekki talin viðunandi lengur. Þetta fangelsi verður einnig lagt niður með tilkomu nýja fangelsisins. Fangelsið að Litla-Hrauni var tekið í notkun árið 1929 eftir breyt- ingar en það var byggt sem sjúkra- hús en aldrei notað sem slíkt. Það hefur í áratugi verið aðalgæslu- varðhalds- og afplánunarfangelsi landsins. Fangelsið hefur yfir að ráða 9 byggingum fyrir hina ýmsu starfsemi og er aðstaða þar skap- leg. Með tilkomu nýja fangelsisins verður gæsluvarðhaldsdeildin á Litla-Hrauni lögð niður og aðstaða hennar tekin fyrir afplánun. Gefur það um leið tækifæri til nokkurra umbóta. Önnur fangelsi landsins eru á Akureyri, Kvíabryggju og Sogni og má segja að aðstaðan á þeim stöð- um sé með ágætum. Með tilkomu fangelsis á Hólms- heiði verður unnt að leggja niður starfsemi í úreltum byggingum sem geta ekki lengur þjónað mark- miðum starfseminnar. Á Litla-Hrauni verður áfram þungamiðjan í fangelsiskerfinu og er nauðsynlegt að ráðast þar í end- urnýjun á húsnæði og uppbyggingu á komandi árum eins og fangels- ismálastjóri hefur margoft bent á. Gjörbreyting Nýtt fangelsi á Hólmsheiði getur tekið 56 fanga. Þar verður sérdeild fyrir konur og hugað sérstaklega að þörfum þeirra. Aðstaða og að- búnaður verður þannig að unnt verður að tryggja föngum örugga og vel skipulagða afplánun. Þar verða mannleg og virðingarverð samskipti látin sitja í fyrirrúmi og þar verður skapað umhverfi sem hvetur fanga til að takast á við vandamál sín. Fangelsisdómur er harkaleg aðgerð og þvingun stjórn- valds til að koma hinum dæmda á réttan veg. Eftir Ögmund Jónasson »Með góðum aðbún- aði, sérhæfðu starfs- fólki og stuðningi er leit- ast við að refsivist nái þeim tilgangi sínum að snúa föngum til betri vegar. Ögmundur Jónasson Höfundur er innanríkisráðherra. Tímamót með fangelsi á Hólmsheiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.