Morgunblaðið - 19.04.2013, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.04.2013, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 Gott úrval af brauðum sem höndluð eru af alúð af meisturum okkar, tertur af öllum stærðum og gerðum, konfekt unnið úr frábærum hráefnum sem koma frá öllum heimshornum, kaffi, te, sultur, ostar, álegg, olíur og ýmislegt annað skemmtilegt fyrir alla sælkera. Handverksbak arí fyrir sælkera Einstök gæði á góðu verði og vaxtalaus greiðsludreifing í 12 mánuði Eldhúsinnréttingar Þín veröld X E IN N IX 13 04 00 6 Innréttingar Skrifstofuhúsgögn BoConcept Ung stétt hefur hasl- að sér völl og er búin að sanna að hún er komin til að vera. Félag ís- lenskra félagsliða er orðið 10 ára, tíminn er fljótur að líða og það virðist skammur tími síðan fyrstu fé- lagsliðarnir voru út- skrifaðir frá Borg- arholtsskóla, úr námi sem unnið hafði verið að eftir danskri fyrirmynd. Ný starfsstétt var að verða til sem vissulega var mikil þörf á en það hef- ur þurft mikinn dugnað og kjark til að skapa sér svigrúm og verða alvör- ustarfsstétt. Stofnun félagsins var stórt skref í þá átt en það var stofn- að í apríl 2003. Félagsliðar eru stétt, sem spratt upp af þörf fyrir menntað fólk í að styrkja og efla einstaklinga til sjálfshjálpar. Félagsliðar veita fötluðum, öldruðum og öðrum sem þurfa þjón- ustu á heimilum, vinnu- stöðum, í tómstundum og í skólum. Metnaður og fróð- leiksfýsn hefur ein- kennt það góða fólk sem streymt hefur í nám félagsliða, það þekki ég best úr mínu starfi í Borgarholts- skóla. Þar hafa ungir og eldri, reyndir og óreyndir sest á skóla- bekk lagt sig fram við að öðlast þekkingu, leikni og hæfni í að mæta margbreytilegum þörfum fólks fyrir þjónustu. Til að verða flinkur fagmaður í að mæta fólki af virðingu og styrkja það til sjálfs- hjálpar þarf þekkingu og hæfileika sem ekki eru öllum gefnir, hæfileika til að lesa í þarfir annarra, setja sig í spor þeirra og vinna lausnarmiðað. Þetta er hin sterka hlið félagsliða og það er geysilega mikilvægt fyrir okkar samfélag að þessi stétt stækki og styrkist. Félagsliðar lögðu fljótt í það verkefni að stofna félaga, setja sér siðareglur og annan tilheyrandi ramma til að stéttin nái að dafna. Félagsliðar eru áhugasamir um end- urmenntun ýmiss konar og þar með talið viðbótarnám félagsliða og slíkt ætti að styrkja stéttina og víkka starfssvið hennar enn frekar. Ég óska félaginu alls hins besta í framtíðinni og veit að eljusemi og dugnaður félagsmanna skilar sér í betra fagfólki og meiri viðurkenn- ingu stéttarinnar í samfélaginu. Til hamingju félagsliðar Eftir Þórkötlu Þórisdóttur »Félagsliðar er stétt, sem spratt upp af þörf fyrir menntað fólk í að styrkja og efla einstak- linga til sjálfshjálpar. Þórkatla Aðalsteins- dóttir sálfræðingur Höfundur er kennari og félagsráðgjafi. Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbamein á Íslandi og eitt algengasta banameinið af þeim. Með skipulagðri lýð- grundaðri leit að rist- ilkrabbameinum og forstigum þess hjá einkennalausum ein- staklingum yfir fimm- tugu er unnt að koma í veg fyrir þjáningar og veikindi og lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins. Þá liggur fyrir að vegna mikils kostnaðar við meðferð sjúklinga er nú hag- kvæmt fyrir samfélagið að hefja þessa leit. Hjá embætti landlæknis liggja fyrir leiðbeiningar um hvernig hagi megi leitinni, en hún uppfyllir öll skilyrði til hópleitar sem venjulega er tekið mið af. Þakkir þeim, sem þakka ber Tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020 hefur nú verið í undirbúningi í velferðarráðuneyt- inu um nokkurt skeið. Þetta er metnaðarfull stefna og unnin í samráði við þá sem gerst þekkja til málaflokksins. Enda þótt við hjá Krabbameinsfélaginu hefðum að sjálfsögðu viljað sjá fleiri og stærri skref til hagsbóta fyrir sjúklinga, er þó rétt og sjálfsagt að meta það sem vel er gert. Í áætluninni er gert ráð fyrir að hafinn verði undirbúningur að hópleit að æxlum í ristli árið 2014. Þingsályktunartillagan hefur verið til umræðu á Alþingi. Velferð- arnefnd þingsins hefur nú lagt fram breytingartillögu sem felur í sér að í stað þess að fyrir árslok 2014 eigi að „undirbúa að koma á skimun fyrir ristilkrabbameini“ standi „undirbúa og koma á skim- un fyrir ristilkrabbameini“. Við viljum því þakka það sem þakka ber og erum fullviss um að þeir þingmenn, sem nú fá þingsálykt- unartillöguna til umfjöllunar, muni tryggja að ekki verði hróflað við þessu ákvæði um hópleit að rist- ilkrabbameini. Við fögnum því einnig að í áætluninni stendur að Krabbameinsfélag Íslands og sér- fræðingar eigi að vera samstarfs- aðilar velferðarráðuneytisins við þetta verkefni. Stöndum saman Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess, sérstaklega Ristilfélagið, Stómasamtökin og Krabbameinsfélag Reykjavíkur, hafa um árabil beitt sér fyrir því að hópleit verði hafin að rist- ilkrabbameini og hafa unnið með læknum og öðrum að fræðslu um málefnið. Jafnframt hafa félögin staðið fyr- ir margvíslegri fræðslu og forvörnum á þessu sviði. Við er- um að sjálfsögðu reiðubúin að leggja þessu máli allt það lið sem við getum. Karlmenn fyrstir? Íslenskum konum stendur til boða að koma til leitar að krabbameini í brjóst- um og leghálsi og forstigum þess á vegum Leitarstöðvar Krabba- meinsfélags Íslands. Því miður er enn ekki unnt að bjóða skipulagða lýðgrundaða hópleit að krabba- meinum sem sérstaklega hrjá karla. Meðan svo er ekki, má velta fyrir sér hvort ekki megi hefja undirbúning hópleitar að krabba- meini í ristli hér á landi með því að beina fræðslu og hvatningu fyrst að körlum. Krabbamein í ristli eru heldur algengari meðal karla en kvenna (árlega greinast 74 karlar og 60 konur) og dánartíðni einnig heldur hærri (29 karlar og 23 kon- ur). Danir, sem nú undirbúa hóp- leit að ristilkrabbameini þar í landi, hafa ákveðið að fara þessa leið, þ.e. beina fræðslu fyrst og fremst að körlum, þar til skipuleg leit hjá báðum kynjum hefst hjá þeim í byrjun árs 2014 . Forsvars- menn danska krabbameinsfélags- ins telja að þetta sé réttlætismál, og hafa ekki orðið varir við gagn- rýni vegna þessara áforma. Ættum við ekki að gera þetta líka, hvetja fyrst íslenska karla til að huga að heilsu sinni og fræða þá um einkenni krabbameina í ristli og svo síðar að beina fræðslu og hvatningu jafnt til kvenna og karla? Þingmenn stíga framfaraskref Eftir Ragnheiði Haraldsdóttur Ragnheiður Haraldsdóttir » Þetta er metn- aðarfull stefna og unnin í samráði við þá sem gerst þekkja til málaflokksins. Höfundur er forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. - með morgunkaffinu Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.