Morgunblaðið - 19.04.2013, Side 36

Morgunblaðið - 19.04.2013, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 ✝ Sigurður Leifs-son fæddist að Ketilsstöðum í Hvammshrepp í Dalasýslu 1. apríl 1926. Hann lést á heimili sínu 7. apríl 2013. Foreldrar hans voru Leifur Gríms- son, f. 1896, d. 1983, og Hólm- fríður Sigurð- ardóttir, f. 1892, d. 1968. Systk- ini Sigurðar: Jóhannes, f. 1920, Ásgerður, f. 1921, Sigmundur, f. 1923, d. 1995, Ingiríður Helga, f. 1928, Hákon, f. 1931, d. 1994 og Grímur, f. 1936. Fyrri eiginkona Sigurðar var Jóhanna S. Guðjónsdóttir. Þeirra börn: 1) Sigríður, f. 1953. Börn hennar Agnes G. Agnars- dóttir, Jón Agnarsson, Þorvald- ur Ragnarsson og Sigurvin F. Hermannsson. Hún á fjögur barnabörn. 2) Guðjón Leifur, f. 1955. Maki Louisa Aradóttir. Þeirra börn: stúlka, f. 1976, d. 1976, Jóhanna Erla og Ásgerð- ur. Þau eiga tvö barnabörn. 3) Hólmfríður, f. 1956. Maki Egg- ert Ólafsson. Þeirra börn: Ólaf- ur, Óttar, Óðinn, Sigurður og Sandra Ósk. Þau eiga sex barna- börn. 4) Kolbrún Alda, f. 1959. Fyrrv. maki Harald H. Isaksen. Seyðisfirði á árunum 1958 til 1965 en þá flutti hann til Reykja- víkur. 1968 stofnaði hann raf- verktakafyrirtækið Myllan hf. sem kom að fjölda verka, s.s. Tollstöðinni við Tryggvagötu, Sjálfsbjörgu við Hátún og áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi. 1978 stofnaði hann ásamt fleirum fyrirtækið Orkuvirki í kringum verkefni á Grund- artanga og síðar við Blöndu- virkjun. Hann starfaði um árabil með Sveinbirni Sigurðssyni og kom m.a. að byggingu Borg- arleikhússins. 1986 stofnaði hann fyrirtækið Harald og Sig- urður hf. en síðustu árin sinnti hann aðallega viðhaldi fyrir Iðn- tæknistofnun og Sjálfsbjörgu þar til hann var 78 ára en þá dró hann sig að mestu í hlé. Sigurður og María byggðu sér hús að Lækjarseli 13 1984 þar sem þau hafa búið síðan og fjárfestu nýlega í íbúð í Árskóg- um þangað sem þau ætluðu að flytja. Sigurður gekk í Frímúr- araregluna 1970 og starfaði með henni um árabil. Hugðarefni Sigurðar sneru að starfinu og ýmiskonar viðskiptum sem hann lifði og hrærðist með allt fram að síðustu stundu. Síðustu árin notaði hann til að hlúa að sjálf- um sér og fjölskyldu sinni og fór daglega í gönguferðir um hverf- ið hvernig sem viðraði. Sigurður verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag, 19. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Þeirra börn: Þóra Gunnur og Salbjörg Tinna. Þau eiga fimm barnabörn. 5) Gunnar, f. 1960. Maki Halldóra Mar- grét Svavarsdóttir. Þeirra börn: Sig- urður Svavar, Jó- hanna Eva og Halla Sólrún. Þau eiga eitt barnabarn. 6) Kristín Svala, f. 1970. Fyrrv. maki Haukur Ingi- marsson. Þeirra börn eru Erla Sylvía, Kristófer Rafn og Hauk- ur Karel. Núverandi eiginkona Sigurðar er María Helga Guð- mundsdóttir, f. 1933, en þau hófu sambúð árið 1979 og gift- ust 1984. Hennar börn og stjúp- börn Sigurðar eru: 1) Kristín Guðmundsdóttir, f. 1956. Börn hennar Hallur, María Helga, Jón Þór og Brynjar Hróarsbörn. Hún á fjögur barnabörn. 2) Þor- lákur Guðmundsson, f. 1957, d. 2002. Hans börn Aðalbjörg Jó- hanna og Anna Heiður. Hann á tvö barnabörn. 3) Rósa Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1966. Maki Rúnar H. Sigurðsson. Þeirra börn Katla, Jökull og Signý. Þau eiga eitt barnabarn. Sigurður lærði rafvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson og var rafveitustjóri hjá RARIK á Elsku pabbi minn, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem pabba, betri pabba var ekki hægt að hugsa sér, þú varst alltaf svo glaður, bjartsýnn og bjart yfir þér. Þú lýstir upp allt í kringum þig með jákvæðni og gleði. Þú gast verið stríðinn og hafðir gam- an af að segja okkur sögur og hlóst svo að öllu saman. Þú varst svo sannur, fallegur að utan sem innan, það var bara einfalt, þú hafðir svo fallegt hjarta, þú kenndir mér að allir væru jafnir, sama hvaða litarhátt, útlit, fátæk- ir, heilbrigðir eða veikir, það væru allir jafnir og að það ætti alltaf að koma vel fram við hvern og einn því allir væru einstakir. Það er svo margt sem þú kenndir okkur og alltaf varstu tilbúinn að hjálpa ef einhver átti erfitt, þú máttir ekkert aumt sjá, þú varst kominn á staðinn ef einhver þurfti á aðstoð að halda, og þú lagðir mikla áherslu á að spara og helst að eiga fyrir því sem átti að kaupa, ekki taka lán, heldur að fara vel með peningana. Alltaf voru nammiskálarnar fylltar þeg- ar við komum, og ef nammið var ekki búið áður en við fórum, þá var restin látin í poka og við látin taka með heim. Ég gæti sagt svo margt um þig, elsku pabbi minn, en efst í huga mér er hversu þakklát ég er að hafa átt svona yndislegan og sannan pabba, sem elskaði okkur skilyrðislaust og var alltaf, alltaf tilbúinn ef við þurftum á honum að halda, hvort sem var í gleði eða sorg. Ég kveð þig nú, elsku pabbi minn, með þeirri vissu að þú munir verða okkar verndarengill, og ég mun líta til himins og sjá, að skærasta stjarnan ert þú. Pabbi þú kenndir mér að þrátt fyrir breyskleika, þá væri hver og einn sérstakur á sinn hátt. Pabbi þú kenndir mér að þekkja ótta og hræðslu, en á þeirri stundu þyrfti ég að vera hugrökk. Pabbi þú kenndir mér að hver dagstund væri dýrmæt, og eyða tíma með öðrum sem eru mér kærir. Það sem þú kenndir mér, mun ég ávallt muna, Eins og ég mun geyma alla þá ást, sem þú mér gafst. Ég veit er lít ég til himins, að skærasta stjarnan, ert þú, Góða ferð, elsku pabbi minn. Ég elska þig. (Kristín Svala.) Góða ferð, elsku pabbi minn, þar til við hittumst á ný. Ég mun alltaf geyma þig í hjarta mínu, þín elskandi dóttir, Kristín Svala (Kidda). Elsku pabbi minn, núna ertu farinn á vit nýrra ævintýra og nýtt verkefni bíður þín. Ég á eftir að sakna þín mikið. Það var svo margt að gerast hjá okkur, þú og María að flytja og ég líka. Þú fórst með mér á flakk að skoða íbúðir og hafðir jafn gaman af því og ég, og saman fundum við íbúðina mína. Það er mér mikils virði hvað þú varst ánægður með íbúðina og að við skyldum hafa fundið hana saman. Margar góðar og fallegar minningar á ég um þig, pabbi minn. Má þar nefna Taílands- ferðina þar sem við Halli nutum þeirra forréttinda að fara með ykkur Maríu árið 2000, sérstak- lega þar sem það var óskadraum- urinn þinn. Það var bæði eftir- minnileg og yndisleg ferð. Má þar nefna ferðalögin á „tutu“ skutlunni, fílareið, fótanuddið og flottu hvítu jakkafötin sem þú lést sauma á þig. Við töluðum mikið saman um þessa ferð og þú ljómaðir eins og sólin við endur- minningarnar. Það eru forréttindi að hafa fengið að hafa þig í nærri 54 ár og þú varst ávall kletturinn í lífi mínu. Ég mun endalaust segja barnabörnum mínum sögur af þér, elsku pabbi minn, og því sem við gerðum saman. Ég veit að þú tekur á móti mér þegar minn tími kemur. Minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okk- ar. Englarnir vaki yfir þér um alla eilífð. Elsku María mín, Guð og engl- arnir styrki þig í sorg þinni og vaki yfir þér. Kolbrún Alda Sigurðardóttir. Pabbi var Dalamaður í húð og hár og var stoltur af því að vera af brúneygður af Ormsætt. Hann hafði yfir sér suðrænt yfirbragð og oft fannst mér ég sjá pabba bregða fyrir þegar ég ferðaðist á þeim slóðum. Skólaganga pabba var ekki löng og hans barnaskóli var einn vetur á bæ í Melasveit þegar hann bjó í Galtarvík á Hvalfjarð- arströnd. Þangað voru 17 km sem hann þurfti að fara einsamall á mánudagsmorgnum og heim seinni part föstudags, 10 ára gamall. Hann var myrkfælinn og hljóp alltaf þessa leið eins og hann ætti lífið að leysa. Þetta mótaði örugglega hans viðhorf til skólagöngu en hann tók síðar sveinspróf í rafvirkjun, að mestu utanskóla, og þótti nóg komið. Réttlætiskennd pabba var rík þegar það sneri að yfirvöldum og honum þótti þau koma illa fram við þá sem minna máttu sín. Sem rafveitustjóri á Seyðisfirði á síld- arárunum lokaði hann jafnt fyrir rafmagnið hjá Gunnu í næsta húsi eins og hjá Síldarverksmiðju ríkisins ef þau borguðu ekki þrátt fyrir ítrekanir. Þetta skapaði honum ekki vinsældir hjá yfir- völdum en hann gat ekki hugsað sér að gera mannamun í inn- heimtuaðgerðum. Á árdögum út- boða voru rafverktakar skikkaðir til að senda tilboð sín í gegnum meistarafélagið svo það gæti lagt blessun sína yfir þau. Pabbi neit- aði slíku ofríki og sendi sín tilboð án íhlutunar meistarafélagsins og fékk fjölda verka. Pabbi var mikill keppnismaður en það sneri ekki að íþróttum og hann skildi raunar aldrei hvernig við gátum eytt tíma í eitthvað sem ekki skilaði fjármunum í kassann. Hans keppnisskap byggðist á að vinna hratt og gera hlutina vel þannig að leitað yrði til hans aftur. Hann sýndi stund- um mikla hörku og mér er minn- isstætt einu sinni þegar ég var 15 ára og þurfti að bora gat í gegn- um steinvegg í einu verkinu og lenti alltaf í járni þannig að ég gafst upp. Þá kom pabbi og skildi ekkert í þessum „aumingjaskap“, réðist á borinn, tókst á loft og snerist einn hring í loftinu, lenti síðan á hörðu steingólfinu og braut á sér löppina. Daginn eftir kom hann í gifsinu og kláraði gat- ið. Pabbi fékk hjartaáfall árið 1989 og fór í hjartaaðgerð í Lond- on. Sú lífsreynsla breytti honum og það urðu kaflaskil í lífi hans. Þessi mikli baráttujaxl var orðinn mjúkur og sýndi ekki sömu hörku gagnvart sjálfum sér og öðrum eins og hann gerði áður. Hann var ekki alltaf auðveldur í sam- búð og fór sínu fram en kröfurnar snerust alltaf um að standa sig og standa á eigin fótum til að þurfa ekki að skulda neinum neitt. Pabbi var glaðlyndur, stríðinn og vildi öllum vel. Hann var hjálpsamur og hugsaði vel um sína. Hann var litríkur í fatavali og þótti stundum gaman að vekja athygli á sjálfum sér án þess að láta orðskrúð koma þar nærri. Dætur mínar elskuðu hann og þótti mikið til hans koma. Við höf- um öll misst mikið en María þó mest sem þarf nú að sjá á eftir lífsförunaut sínum til síðustu 34 ára. Minning pabba lifir og mun gera það um ókomin ár. Guðjón L. Sigurðsson. Núna þegar Sigurður Leifsson er látinn langar mig til að minn- ast hans með nokkrum orðum. Siggi Leifs eins og hann var oft- ast kallaður á mínu heimili kom inn í líf mitt þegar hann kynntist móður minni að sumri til fyrir tæpum 37 árum. Hann var ólíkur öllum öðrum sem ég hafði kynnst, ók um á flottum bíl og virtist eiga nóg af peningum enda var hann kallaður Gullkálfurinn af móður vinkvenna minna. Þetta sumar voru þau mikið á ferðalög- um. Sváfu í tjaldi og nutu lífsins. Nokkrum árum seinna keyptum við með þeim tjaldvagn og ferð- uðumst með þeim í mörg sumur, þá var oftast farið á Laugarvatn, þar var farið í gufu, grillað og tekið í spil, þetta var góður tími. Mömmu og Sigga fannst gam- an að ferðast, ferðuðust þau um Ísland á sumrin en fóru til Kanarí á veturna, þeim þótti báðum gaman að dansa og ekki er langt síðan þau dönsuðu saman síðast, ekki eins hratt og á árum áður, en alltaf í takt. Siggi vann alla tíð mikið og fáa hef ég kynnst sem höfðu jafn gaman af að vinna og hann. Enda vann hann langt fram yfir aldurs- mörk. Hann var vinnusamur og vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni, hann starfaði sem rafverk- taki og lagði rafmagn í margar byggingar og virkjanir. Hann byggði og keypti mörg hús um ævina. Hans aðaláhugamál var að byggja, kaupa og selja fasteignir. Hann byggði Lækjarsel 13 og átti heima þar í 29 ár en í síðasta mánuði keyptu þau þjónustuíbúð í Árskógum þá 86 ára, hann var þá jafn töluglöggur og áður, þurfti enga hjálp og meira að segja leiðrétti fasteignasalann þegar hann var að lesa kaup- samninginn yfir. Hann var alveg ótrúlega skýr í hugsun fram á síðasta dag, hafði mikið peninga- vit, en það skrýtna var að Siggi var aldrei með peningaveski á sér heldur var hann með seðlabúntið í buxnavasanum. Það sem Sigga fannst gaman var að gefa börnum sem komu í heimsókn nammi. Siggi var mikill nammikarl, hann átti alltaf nóg af því og sparaði það ekki. Það þýddi lítið að vera að banna hon- um að gefa börnum nammið, þá var honum skemmt og bauð sem aldrei fyrr. Siggi var barngóður, gjafmildur, stríðinn og veitti rausnarlega. Siggi var laglegur maður með dökk augu og alltaf brúnn á hör- und og þegar hann klæddi sig upp var hann eins og „sjarmör“ frá suðrænum löndum, þá sér- staklega þegar hann fór í hvítu sérsaumuðu jakkafötin frá Taí- landi. Hann var ekki tilbúinn til að deyja, hann fór í sinn daglega göngutúr og var hress fram á síð- asta dag. Ég vil að lokum þakka fyrir það sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu og óska honum góðrar ferðar. Kristín (Stína) og fjölskylda. Stjúpi minn, hann Siggi fékk að fara á þann hátt sem við öll óskum eftir. Heima í uppáhalds- stólnum sínum með mömmu sér við hlið. Mikið er ég fegin fyrir hans hönd, hann hefði átt erfitt með að verða rúmliggjandi. Eins drífandi og hann var, vinnandi og eitthvað að starfa við alveg til hins síðasta. Hann var einhvern veginn aldrei neitt gamall, kannski síðustu árin. En alltaf fór hann sinn vanalega göngutúr á hverjum degi, sama hringinn um hverfið sitt. Mig langar að rifja upp okkar fyrstu kynni, þegar ég var 10 ára. Þá var ég í sveit hjá ömmu og afa og mamma á leiðinni með kær- astann. Mér leist ekkert of vel á einhvern kærasta og setti vel í brýrnar þegar þau mættu. Síðan liðu árin og mér líkaði nokkuð vel við kærastann. Sérstaklega síð- ustu árin, þar sem samgangurinn hefur verið mikill og góður. Það sem mig langar sérstaklega að minnast, er hversu þakklát ég er honum að hafa skapað hefð hjá mér, sem ég held í heiðri. Hann Siggi fór alltaf með mig á að- fangadag í kirkjugarðinn með kerti og mikið met ég þær stund- ir við hann. Jólin koma ekki hjá mér fyrr en ég heimsæki kirkju- garðinn. Elsku Siggi minn vonandi ertu kominn í einhvern business, á þeim stað sem þú ert á núna, það var nú einu sinni þitt líf og yndi. Ég kveð þig núna og kem með kerti til þín um jólin. Kveðja Rósa. Horfinn er á braut tengdafaðir minn. Siggi hafði verið nokkuð hress og því óvænt að fá símtal um að hann væri látinn. Ég minn- ist hans með þakklæti eftir rúm- lega 37 ára kynni. Það var margt sem Siggi hafði áhrif á í mínu lífi og má segja að hann hafi verið fyrirmynd að mörgu leyti. Hann hvatti mann til dáða þegar leitað var til hans og aldrei féll skuggi á okkar sam- skipti. Örlagavaldur var hann þegar hann kallaði mig og Fríðu á sinn fund og lagði til að við gift- um okkur. Við höfðum ekki hug- leitt það neitt, en hann fékk okk- ur fljótlega til að samþykkja það. Gaman var að ræða við Sigga um viðskipti, því þá fór hann á flug og hafði frá mörgu að segja. Gott var að geta leitað til hans með ráðleggingar og sérstaklega hér áður fyrr þegar við vorum að festa kaup á okkar fyrstu íbúð. Það var fyrir hvatningu hans að við festum kaup á íbúð. Hann benti okkur á fimm herbergja íbúð í miðbænum sem hægt var að skipta í tvær tveggja her- bergja íbúðir. Þetta reyndist góð byrjun fyrir okkur Fríðu. Siggi var okkur ómetanleg stoð og stytta þegar við þurftum að leita ráða hans. Stríðni hans er mér minnis- stæð og hafði hann gaman af því að koma manni í hálfgerða klemmu þannig að erfitt var að bregðast við. Hann var kröfu- harður á sjálfan sig í vinnu og fleiru. Það hefur örugglega verið hvatning til annarra að standa sig og verið góð fyrirmynd fyrir þá sem kynntust honum. Ekkert barna og barnabarna mun gleyma Nammiafa. Það var mikill spenningur hjá þeim að fara í heimsókn, enda tók hann alltaf brosandi á móti þeim. Þeg- ar þau fóru heim voru þau oftar en ekki með fullan poka af nammi. Við áttum góð samskipti og ávallt var hann í góðu skapi og hress. Ég kveð hann því með söknuði. Eggert Ólafsson. Látinn er nú tengdafaðir minn, vinnufélagi og góðvinur, Sigurð- ur Leifsson rafvirkjameistari. Siggi hóf rafvirkjanám sitt hjá Bræðrunum Ormsson. Var hann snemma á ferli sínum látinn leysa erfið verkefni sem ekki var alla jafnan að finna í kennslubókum, gerði hann það með vilja og þrá- kelkni sinni einni saman að ljúka þeim með sóma. Siggi var ávallt stórtækur á öllum sviðum, bæði sem rafveitu- stjóri á Seyðisfirði og svo og síðar í Reykjavík sem meiri háttar verktaki. Var hann um tíma með stærstu rafverktökum landsins. Meðal verkefna hans má nefna. Tollstjórahúsið, ýmsar bygging- ar Háskóla Íslands, Sjálfsbjarg- arheimilið og Borgarleikhúsið svo fátt eitt sé talið. Siggi Leifs var oft umdeildur vegna verka sinna. Það blés oft um hann þeg- ar hann hóf verktöku í Reykjavík og einnig þar sem hann sinnti erf- iðu starfi á Seyðisfirði. Ávallt stóð hann alla storma af sér og leysti hann öll sín mál með sóma og sátt. Það lýsir Sigga best hvað hann var góðvinur margra er áttu um sárt að binda. Má þar nefna að íbúar í Sjálfsbjargarhúsinu áttu margir traustan vin í Sigga. Siggi var að upplagi hress og glaðvær. Hann var ætíð með spaugsyrði á vörum og tók jafnan þátt í umræðum um margvísleg málefni, en vissulega var til al- varleg hlið á honum sem sýndi einnig hvað hann hafði að bera. Um Sigga er hægt að fullyrða að orð hans stóðu og það er hafið upp yfir allan vafa að hann var viðræðugóður, ráðagjarn og sanngjarn. Reyndist hann mér og minni fjölskyldu frábærlega, bæði sem góður faðir, vinur, afi og langafi. Í heimsóknum okkar til hans og Maríu bæði með börn og barnabörn var alltaf hægt að sjá smá púka í honum er hann sótti fulla skál af sætindum okkur for- eldrum til armæðu en börnunum til mikillar gleði. Ég hóf störf hjá Sigga 1979 Sigurður Leifsson HINSTA KVEÐJA Siggi var alltaf svo góður við alla, þegar ég hugsa til baka þá gæti ég ekki ímyndað mér betri afa. Siggi var algjör nammigrís, hann elskaði kökur og alls kyns sætindi. Alltaf þegar einhver kom í heimsókn var hann fljótur að ná í namm- iskálina og bjóða öllum upp á. Siggi afi var mjög mikill partur af lífi mínu og hann kenndi mér margt. Ég var mjög náin honum og ég veit að ég mun sakna hans ávallt. Hvíldu í friði. Þín Signý. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HELGI JENS ÁRNASON frá Refshöfða, Jökuldal, til heimilis að Ártröð 8, Egilsstöðum, sem lést fimmtudaginn 11. apríl, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 20. apríl kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Auður Jónsdóttir, Bjarni Helgason, Anna María Snorradóttir, Gyða Árný Helgadóttir, Sigfús Þór Ingólfsson, Jón Helgason, Anna Guðný Helgadóttir, Sigurður Arnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.