Morgunblaðið - 19.04.2013, Síða 37

Morgunblaðið - 19.04.2013, Síða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 sem ungur maður. Hann setti á mínar herðar ýmis verkefni sem ég er stoltur af að hafa fengið traust hans til að leysa. Árið 1984 var ákveðið að við færum í samstarf með verkefni okkar og varð það prófsteinn á vináttu okkar alla tíð. Í stuttu máli sagt varð okkur aldrei sund- urorða og segir það allt sem segja þarf um það umburðar- lyndi sem Siggi hafði til að bera. Er mér einnig minnisstætt er við fórum saman til Asíu árið 2000 í stórferð og áttum við þar frá- bæra lífsreynslu sem lifir í minn- ingu minni sem stór stund með þeim hjónum. Síðustu ár er hann hafði látið af störfum kom hann oft að máli við mig og ræddum við öll heims- ins málefni af festu. Dapurt er að vita af því að þau hjónin höfðu síðustu vikurnar hlakkað mikið til að flytja saman í nýtt húsnæði. Af því varð ekki. Siggi náði því miður ekki að upp- lifa það. Siggi var góður vinur að eiga. Það er mikill söknuður í huga að missa góðan félaga. Sendi ég Maríu, börnum og ættmennum öllum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Harald Isaksen. Elsku afi okkar er látinn. Hinn 1. apríl síðastliðinn varð afi okkar 87 ára gamall og það hvarflaði ekki að okkur að sá dagur yrði okkar síðustu sam- verustundir, svo hress var hann og glaður. Hann hafðir einstak- lega gaman af Dísu á afmælis- daginn sinn og henni fannst einn- ig mjög gaman þann dag líka, hún kallaði líka á eftir langafa sínum „namm namm“ því namm- ið var aldrei langt undan hjá afa eins og allir sem þekktu hann vissu. Ég var nú ekki alveg á því að vera gefa Dísu mikið nammi þar sem hún var þegar búin að fá alveg nóg, en afi lét orð mín sem vind um eyrun þjóta með glotti og með þetta afabros um að hann hefði fullan rétt á því að dekra við litlu langafastelpuna sína með nammi. Mínar fyrstu minningar um afa eru hvað hann var alltaf glað- ur og rólegur maður og hann var aldrei að flýta sér eða ana út í eitt eða neitt. Svo eins og ég hef þeg- ar sagt að það var alltaf til nóg af nammi þegar komið var í heim- sókn til hans og ekkert barn var svikið með það, svo var það líka alltaf þegar við vorum yngri að þá vissum við alltaf að á hverjum páskum myndum við fá tvö páskaegg og annað þeirra var alltaf frá afa og Maríu. Afi var líka allt til hins síðasta mjög hress enda líka ekki skrítið því hann fór út að labba næstum hvern einasta dag, arkaði þá um Seljahverfið með stafinn og fór oftast þegar ég vissi út í Krónu til að kaupa nammi handa gest- um. Mikið munum við sakna afa okkar, hann var okkur systkin- unum svo góður. Þegar við Siggi bróðir vorum að flytja inn fyrir neðan hann og Maríu kom afi oft í heimsókn til að sjá hvernig gengi að koma okkur fyrir, hann hjálpaðir okkur að mála og margt fleira. Alltaf mun ég geta hlegið að því hversu sparsamur og nýtinn hann var, til dæmis eins og með sparperurnar hans, í öllum ljós- um þurfti að vera sparpera og spara þurfti ljósin. Ekkert breytir þó þeirri stað- reynd að okkur þótti afar vænt um hann afa, og aldrei munum við gleyma þér og þeim góðu minningum sem við áttum saman og þær munum við halda fast í. Við þökkum þér, afi, þau góðu ár sem við áttum saman og þetta eina og hálfa ár sem þú gast átt með Dísu okkar þó að ég vildi að þau hefðu geta verið fleiri. Að lokum óskum við þér góðrar ferðar til nýrra heimkynna þar sem við trúum að fjölskyldan og gamlir vinir muni taka vel á móti þér. Jóhanna Eva, Valdís Margrét Íva og Sigurður Svavar. Kveðja til afa Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakið yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur sen- dal Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth.) Kveðja Halla Sólrún Gunnarsdóttir. Elsku afi. Mig vantar orð til þess að lýsa því hversu sárt það er að missa þig, svona algerlega óvænt þó svo aldurinn hafi verið hár, en ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá okkur í öll þessi ár. Minningarnar streyma fram og ég sit og skoða myndir með tárvotu brosi – hlátur, ást og gleði skín úr þeim öllum. Nammiafinn minn og okkar allra, fyrsta minningin af stórum smartísstauk sem tveggja ára grísling tókst að troða í sig á fá- einum mínútum, skammaryrðin frá mömmu og hlæjandi afi. Stríðnisglottið, hrekkjapúki af guðs náð með glettni í augunum. Vitringurinn, maðurinn sem vissi allt og hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Þú varst sá sem gat leiðbeint manni í lífs- ins ólgu sjó af stakri ró og vissu. Í síðasta samtali okkar rædd- um við mikið um hvað það væri sem skipti máli í lífinu, þegar upp væri staðið væri það fólkið okkar sem skipti öllu máli og væntumþykjan sem við berum hvert til annars. Mér þykir sárt að hafa ekki getað fengið faðm- inn þinn, brosið, hláturinn og ástina sem þú sýndir mér í svo ótal mörg skipti, bara einu sinni enn, en ég bíð þolinmóð þar til minn tími kemur. Elsku María, mamma og allir sem eiga um sárt að binda við frá- fall stórbrotins manns; megi minning hans sameina ykkur og gefa ykkur styrk. Dætur mínar minnast þín með þeim orðum að þær viti að þótt þú sért farinn til Guðs þá verðir þú alltaf til í hjörtunum okkar. Ég ætla að gráta þig og fagna lífi þínu með gleði í hjarta og minn- ingarnar til að ylja mér. Ég elska þig ávallt, hvíldu í friði. Þóra Gunnur Ísaksen. Elsku afi minn. Ég kynntist þér sem glöðum og hressum „nammiafa‘‘ og aldrei var stríðnin langt undan. Hún skein úr augum þínum og það gleður mig mikið að sjá þennan sama glampa úr augum eldri son- ar míns Tristans Freys. Síðustu ár hef ég fengið þá ánægju að tala við þig um lífið og tilveruna. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að heyra um ævi þína frá þér og hvað þú lærðir í gegnum árin. Þú hefur kennt mér mikilvægan lær- dóm um lífið og hvað sé mikil- vægast í því. Takk fyrir að leyfa mér og minni fjölskyldu að vera partur af þínu lífi. Þín verður sárt saknað og ég mun alltaf elska þig, afi minn. Elsku María, mamma og aðrir ástvinir, ég votta ykkur samúð mína. Megi ljós og kærleikur fylgja ykkur á þessum erfiðu tím- um og um alla tíð. Salbjörg Tinna Ísaksen. Elsku langafi. Þegar mamma spurði okkur hvað kæmi fyrst upp í hugann þegar við hugsum um þig þá minnumst við þess að þú varst alltaf glaður, skemmtilegur og gott að koma til þín. Þú varst líka algjör nammikall og mamma lærði snemma að það þýddi ekk- ert að þræta við þig þegar þú gafst okkur nammi. Oft sagði hún við þig „ætlar þú að svæfa þá í kvöld?“ og þá fórst þú bara að hlæja. Við nutum þess að koma í heimsókn til þín, fá faðmlagið þitt og kíkja í nammiskálina. Svo allt- af þegar við fórum heim eftir að hafa heimsótt þig þá fórum við með fulla vasa af nammi og oft án þess að mamma vissi af því. Við vorum svo heppnir að fá að hitta þig nokkrum dögum áður en þú kvaddir í afmælinu þínu og fá faðmlag frá þér og lifir sú minn- ing í hjarta okkar um ókomna framtíð. Elsku afi, hvíldu í friði, og við vitum að englarnir hugsa vel um þig. Þínir Grímur Freyr og Haukur Leifur. Hann Siggi er farinn til aust- ursins eilífa. Kóngur lífs á vonarvegi. Vættir góðar lýsi svein, svo hann hlaupi apríl eigi inn í þennan gleði heim. Þannig orti móðir hans um þennan unga svein, sem fæddist hinn 1. apríl 1926. Það má með sanni segja að þessar óskir henn- ar hafi fullkomlega ræst, þó að hann hlypi apríl á hverju ári. Siggi var ekki hár eða herða- breiður, hann þurfti ekki á því að halda, persónan var svo mikil. Siggi var ekki bara bróðir minn, hann var minn meistari og læri- faðir. Það er tíu ára aldursmunur á okkur, svo segja má að ég hafi fyrst kynnst honum þegar hann tók mig sem lærling í rafvirkjun 18 ára gamlan, jafnframt var ég hans fyrsti nemi. Það var ekki bara að hann tæki mig í nám, ég bjó einnig á heimili hans fyrsta árið, einnig deildum við herbergi einn vetur á Seyðisfirði. Hann var góður vinur en jafnframt strangur stjórnandi, það þýddi ekki að vera með neitt múður. Ég lærði mikið af honum á þessum árum en hans einkunn- arorð voru „það er enginn galdur til, þú verður bara að leysa þetta“. Þarna á ég við flókin raf- magnsverkefni, sem geta verið erfið fyrir nema að skilja. Þetta hefur síast það vel inn í mig að ég á alltaf erfitt með að gefst upp, þó að ekki gangi allt eins og það á að gera. Já, hann Siggi var enginn venjulegur maður, hann gat verið svo harður og fylginn sér en á sama hátt ákaflega sanngjarn og umfram allt heiðarlegur og góður vinur. Ég veit ekki hvernig þér geng- ur að hlaupa apríl í þínu nýja um- hverfi, en ég veit að óskin hennar mömmu okkar mun fylgja þér. Maja mín, við Anna óskum þér og öllum hans afkomendum og aðstandendum guðs blessunar. Grímur. ✝ Ingvar Ingv-arsson fæddist 17. september 1930 á Tjörn í Bisk- upstungum. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 11. apr- íl 2013. Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Eiríksson, f. 4. mars 1891 í Hross- haga, Bisk- upstungum, og Sigríður Ingv- arsdóttir, f. 3. apríl 1904 í Laugardalshólum, Laugardals- hreppi. Þau bjuggu lengst af á Efri-Reykjum í Biskupstungum. Bræður hans eru: Hlöðver, f. 11. september 1928, Eiríkur, f. 20. maí 1932, d. 29. ágúst 2008, og Gunnar, f. 7. febrúar 1934. Ingvar kvæntist 14. sept- ember 1995 Guðrúnu Sigurð- ardóttur, f. 24. ágúst 1937 á Þyrli í Hvalfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Helgason, bóndi á Þyrli, f. 13. nóvember 1904, d. 8. júní 1997, og Steinþóra Sigurbjörnsdóttir, f. 14. ágúst 1898 á Hólmavaði, Aðaldælahreppi, S-Þingeyj- arsýslu, d. 10. nóvember 1987. Ingvar og Guðrún eignuðust dótturina Ingu Sigríði, f. 3. maí 1978. Sambýlismaður hennar er Helgi Þröstur Guðbjartsson, f. Syðri-Reykjum við garðyrkju. Árið 1950 réði hann sig sem fjármann á fjárræktarbúinu á Hesti í Borgarfirði. Þar var hann til ársins 1955 og þá flutti hann að Hvítárbakka í Anda- kílshreppi, fyrst sem vinnumað- ur, síðar sjálfstæður, keypti sinn vörubíl og stundaði vöru- flutninga í héraðinu ásamt því að vera með fjárbú í Þingnesi í sömu sveit. Árið 1972 byrjuðu Ingvar og Guðrún sinn búskap á Múlastöðum í Flókadal og bjuggu þar til ársins 2005. Þau voru með blandaðan búskap og Ingvar stundaði jafnframt skólaakstur við Kleppjárns- reykjaskóla frá árinu 1968- 2004. Árið 2005 fluttu þau á Akranes. Ingvari brast heilsan árið 2010 og hefur síðan dvalist á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Ingvar var í björg- unarsveitinni Ok og í ung- mennafélaginu Dagrenningu. Hann var mjög virkur innan veiðifélags Flókadalsár og var í stjórn félagsins um árabil ásamt því að vera veiðivörður og var mörgum veiðimanninum innan handar við ána. Ingvar var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbs- ins Jökla, hann gegndi helstu trúnaðarstöfum innan klúbbsins og var meðlimur til dauðadags. Útför Ingvars fer fram frá Akraneskirkju í dag, 19. apríl 2013, og hefst athöfnin kl 14. Jarðsett verður í Akra- neskirkjugarði. 31. mars 1967. Börn þeirra eru: Ingvar Bragi, f. 24. ágúst 2001, og Dagbjört Lilja, f. 26. janúar 2004. Áður átti Guðrún tvö börn með fyrri manni sínum. Þau eru: 1) Barbara Guðrún Davis, f. 21. febrúar 1964, gift Þóri Guðna- syni, f. 10. desember 1956. Börn þeirra: Heiðar, f. 4. ágúst 1983, sambýliskona er Inga Jóna Evensen og sonur þeirra er Arnar Bent, f. 2010. Fyrir á Heiðar synina Árna Þóri, f. 2001, og Alex Mána, f. 2006. Ólafur Þór, f. 24. júní 1985, sambýliskona Karín Hera Árna- dóttir. Sonur hans er Samúel Örn, f. 2009, dóttir hennar Auð- ur Líf, f. 2009. Steinþóra Guð- rún, f. 14. febrúar 1989, sam- býlismaður Baldvin Kristjánsson. 2) Daniel Lee Davis, f. 21. apríl 1965. Börn hans eru Tómas Ingi og María, f. 22. desember 1995. Foreldrar Ingvars bjuggu lengst af á Efri-Reykjum í Bisk- upstungum og hann gekk í barnaskólann í Reykholti. Síðan stundaði hann nám í íþrótta- skólanum í Haukadal og vann á Elsku pabbi. Þegar ég sest niður og hugsa til baka, sé ég þig fyrir mér í vinnubuxum, í köflóttri skyrtu, slitinni peysu, í stígvélum og með húfu. Þú labbar niður hlaðið heima á Múlastöðum og ert á leiðinni til kindanna sem bíða spenntar eftir tuggunni. Við komum inn í fjárhúsin og ávallt var smá glott á þér þegar þú kíktir yfir kindurnar til að sjá hvort það væri ekki allt eins og það átti að vera og athugaðir hvar þyrfti að vatna. Einnig minnist ég þess hve mikið þú naust þess að vera í ná- lægð við veiðina í þinni ástkæru á, Flókadalsá. Nokkrum dögum áður en opnunin var í júní var farið og athugað með laxgengd, oftar en ekki kom Helgi bróðir mömmu og þið veiðifélagarnir kíktuð í hyljina til að sjá hvort laxinn væri farinn að ganga. Eft- ir það var farið heim, drukkið kaffi og talað um veiði í góðan tíma. Allt sumarið, á hverjum degi meðan veiðitíminn var, fórstu rúnt niður í veiðihús og kíktir á veiðimennina. Margir þeirra voru góðir vinir þínir sem komu ár eftir ár. Þú hafðir alla tíð gaman af að keyra og varst öruggur bílstjóri. Keyrðir skólabörn í 36 ár og margir höfðu það á orði að hægt hefði verið að stilla klukkuna eft- ir þér. Umfram allt hef ég alltaf dáðst að því hvað þú varst hjálp- samur, oftar en ekki var rokið til ef eitthvað bjátaði á og reynt að aðstoða með bestu getu. Kiwanis- klúbburinn Jöklar var ávallt of- arlega í þínum huga. Þú naust þess að starfa innan klúbbsins og síðast en ekki síst áttirðu þar góða félaga. Þú fannst það að orkan var ekki eins mikil og áður, enda orð- in slitin eftir mikið puð um ævina. Þá var ákveðið að flytja á mölina. Jörðin var seld og þið mamma fluttuð á Akranes. Þar áttir þú góð ár. Hélst áfram að keyra á fundi félags eldri borgara í Borg- arfjarðardölum og varst einnig duglegur fara á fundi hjá félagi eldri borgara á Akranesi. Einnig hélduð þið mamma áfram að veiða í Flókunni. Slóst ekki slöku við í að halda tengslum við vini og nágranna. En heilsan brást fyrir 3 árum og þú þurftir að flytja á Dvalarheimilið Höfða. Það var erfitt fyrir þig að gera þér grein fyrir því að þú gætir ekki munað allt sem þú mundir fyrir. En þú tókst á við þetta eins og allt ann- að, með þrjóskunni og bros á vör. Þér leið vel á Höfða og starfsfólk- inu þar vil ég sérstaklega þakka, þið eruð yndisleg. Takk fyrir að vera yndislegur pabbi og afi. Við söknum þín mjög mikið og minnumst yndis- legu stundanna sem við höfum átt með þér. Inga Sigríður Ingvarsdóttir, Helgi Þröstur Guðbjartsson og börn. Elsku afi. Ég á þér svo margt að þakka. Þú hefur alltaf verið mér mikil fyrirmynd í lífinu. Ég hef alltaf átt mér þann draum að verða eins og þú. Ég veit ekki hversu oft ég hef hugsað um að verða sveitakarl eins og afi, geta labbað út, sinnt mínum rollum og öllu sem því fylgir. Vera veiðikarl eins og afi, ná öllum þessum löx- um. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig, afi. Í hvert einasta skipti sem ég var í sveitinni hjá ykkur ömmu, þá gat ég aldrei beðið með að vakna á morgnana og bíða eftir að þú vaknaðir til að geta farið út í fjárhús með þér, gefið rollunum hey. Þegar ég var að gefa þeim reyndi ég alltaf að gera eins og þú, gefa þeim jafnmikið hey og þú gerðir. Ég varð alltaf að vita hvað þú værir að gera og hvort ég gæti örugglega ekki tekið þátt í því með þér. Þú máttir ekki opna bílhurð án þess að ég vildi koma með þér. Enda eru ófáir bíltúrarnir sem ég fór með þér, inn á Eyri, yfir í Brúsholt, hring- inn í dalnum eða niður í Bæjar- sveit. Ég reyndi eins og ég gat að fylgja þér eins og skugginn, því ég vildi verða eins og þú. Þú ert mín fyrirmynd, kapp- samur dugnaðarforkur. Ég er samt rosalega sáttur með þá síðustu stund sem við átt- um saman, þó að hún hafi verið við erfiðar aðstæður, þegar þú hélst í hendur mínar og horfðir djúpt í augun mín. það þurfti engin orð því við skildum hvor annan, afi. Mun aldrei gleyma þegar þú vinkaðir mér bless. Afi, þú munt alltaf lifa í hjarta mér og ég mun aldrei gleyma þér. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað núna, ég sakna þín. En allar okkar góðu minningar munu lifa áfram. Litlu strákarnir mínir eiga líka eftir að sakna langafa síns, en ég á eftir að halda áfram að segja þeim hversu frábær þú ert. Mér finnst ég eiga þér svo margt að þakka og því mun ég aldrei gleyma. Farðu vel með þig, afi minn, og ég vona að þú vakir yfir mér og mínum. Heiðar Þórisson. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku afi. Þér fannst svo gaman að veiða fisk, man vel eftir því þegar ég var 4 ára. Margir hafa sagt mér sögur af þér þegar þú hjálpaðir öðrum og mér finnst það gott hjá þér. Ég ætla að vera dugleg að hjálpa öðrum eins og þú. Ég sakna þín mjög mikið, þú varst svo góður við mig. Það er svo leiðinlegt að þú ert farinn. Þín Dagbjört Lilja. Til afa. Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn. Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn. Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn. Við kvöddum þig í hinsta sinn. (Þursi) Ég sakna þín, afi minn. Þinn nafni, Ingvar Bragi Helgason. Ingvar Ingvarsson HINSTA KVEÐJA Afi, Góðar minningar skal varðveita. Allir ættu að eiga sérstaka manneskju sem þeir virða og dá, manneskju sem þeir læra af, einhverja sem þeir elska. Þess vegna ættu allir að eiga afa eins og þig. Sofðu vel. Árni Þórir, Alex Máni og Arnar Bent.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.