Morgunblaðið - 24.04.2013, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 4. A P R Í L 2 0 1 3
Stofnað 1913 94. tölublað 101. árgangur
gerir grillmat að hreinu lostæti!
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
57
44
6
LEIKSÝNING
UM UNGT
RÓTTÆKT FÓLK
FRAMTÍÐIN Á MARS MIKILVÆGT AÐ SÝNA
BÖRNUM UNDUR
LEIKHÚSSINS
ÚTVÍKKUN Á RÍKIDÆMI MANNKYNS 22 LEIKLISTARHÁTÍÐ 11PÍSLARVOTTAR ÁN HÆFILEIKA 46
Vel veiddist í svokölluðu netaralli
Hafrannsóknastofnunar sem ný-
lega er lokið, en í því er safnað
upplýsingum á helstu hrygn-
ingarsvæðum þorsks. Aðeins met-
árið í fyrra fékkst meiri afli í
rallinu.
Á sunnudag lauk tímabundnu
veiðibanni, eða hrygningarstoppi,
á miðum víða við landið og hefur
afli verið góður það sem af er
viku. „Það er bara mok,“ sagði Ill-
ugi Jens Jónasson, skipstjóri á
Guðmundi Jenssyni SH frá Ólafs-
vík, í gærmorgun. Þeir eru á drag-
nót, reyna að drýgja kvótann og
lengja úthaldið eins og kostur er.
„Á mánudaginn vorum við með
rúmlega 20 tonn, en við gætum
veitt miklu meira, það er nóg af
fiski. Við veiddum þorsk fram að
hádegi, en fórum þá að leita að
kola og steinbít, bara einhverju
öðru en þorski,“ sagði Illugi.
aij@mbl.is
„Gætum veitt miklu meira“
Ljósmynd/Björn Gunnarsson
Mokafli Bátarnir sex sem tóku þátt í netaralli veiddu um 850 tonn af þorski, myndin er tekin um borð í Ársæli ÁR.
Næstmesti afli sem fengist hefur í netarallinu
„Það er bara mok,“ segir skipstjóri á dragnótarbát
MVeiða þorsk fram að hádegi »14
Björn Jóhann Björnsson
Ómar Friðriksson
Samkvæmt tölum Seðlabankans
um greiðslumiðlun var velta með
debetkort 4,4% minni í marsmán-
uði í krónum talið en í sama mánuði
í fyrra. Að teknu tilliti til kred-
itkortaveltu, sem jókst lítillega á
sama tíma, dróst kortavelta saman
um 2,3% að raungildi í marsmán-
uði.
Greining Íslandsbanka telur að
einkaneyslan hafi dregist saman
um 1-2% frá sama tíma í fyrra og
yrði það í fyrsta sinn frá 2. árs-
fjórðungi árið 2010 sem einka-
neysla myndi dragast saman á milli
gegnum kortin, meira en gengur
og gerist í nágrannalöndunum.
Ingólfur segir innflutningstölur
einnig benda til að hægt hafi á
vexti einkaneyslunnar, sbr. minni
innflutning á nýjum bílum í mars-
mánuði. Þá hefur sala á húsgögn-
um, stærri heimilistækjum og föt-
um dregist saman að undanförnu.
Undir þetta tekur Emil B. Karls-
son hjá Rannsóknasetri verslunar-
innar, sem bendir þó á að sala á
dagvöru, farsímum og tölvum hafi
verið að aukast lítillega. Staðan sé
hins vegar mismunandi eftir ein-
stökum sviðum verslunarinnar.
Minnkandi einkaneysla
Minnkandi debetkortavelta í mars gefur sterkar vísbendingar um samdrátt í
einkaneyslu landsmanna Minni sala á nýjum bílum, húsgögnum og fatnaði
MMinni eyðsla »6
ára. Endanlegar
tölur um einka-
neysluna liggja
þó ekki fyrir, en
Greining Ís-
landsbanka vek-
ur athygli á því
að páskafrí
landsmanna hafi
að mestu náð yf-
ir marsmánuð.
Ætla hefði mátt að heimilin gerðu
þá betur við sig en endranær.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslandsbanka, segir
kortaveltu eina skýrustu vísbend-
inguna um hvernig einkaneyslan
þróast. Stór hluti neyslunnar fari í
Ingólfur Bender
Orkuveita Reykjavíkur á í við-
ræðum við sjóðsstýringarfyr-
irtækið Landsbréf um mögulega
sölu Magma-skuldabréfs, en bréfið
var bókfært á 9,7 milljarða króna í
ársreikningi OR um síðustu ára-
mót.
Ingvar Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála hjá OR, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið að
vonir standi til að niðurstaða fáist í
málið á allra næstu vikum. OR eign-
aðist skuldabréfið haustið 2009
þegar kanadíska orkufyrirtækið
Magma Energy keypti hlut Orku-
veitunnar í HS Orku. »22
Vilja kaupa Magma-
skuldabréfið af OR
Morgunblaðið/Ómar
„Krónan hefur styrkst mikið og
það ætti að gefa tilefni til þess
að það verði talsverð lækkun á
verðlagi,“ segir Gylfi Arnbjörns-
son, forseti ASÍ. Nú reyni á að
verslunin skili 12% styrkingu
krónunnar frá áramótum í lækk-
un verðlags. „Núna er mjög
mikilvægt að fara að huga að
því að finna þann punkt að festa
niður gengið,“ segir Gylfi.
Nú reynir á
TILEFNI TIL VERÐLÆKKANA
Húsvíkingar hafa ítrekað vilja sinn
til að fá að sýna beinagrind steypi-
reyðar sem rak á land á Skaga árið
2010 en grindin sú er eftirsótt og hef-
ur m.a. verið rætt um að hún verði
hluti af fyrirhugaðri sýningu Nátt-
úruminjasafnsins í Perlunni. Bæj-
arráð Norðurþings hefur ályktað um
málið og á fundi með mennta-
málaráðherra í gær óskuðu Húsvík-
ingar eftir frekari staðfestingu
stjórnvalda á því að grindin færi
norður.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra minnti á að í bréfi til
Húsvíkinga fyrir um ári hefði rík-
isstjórnin lýst yfir vilja sínum til þess
að beinagrindin yrði sýnd á Húsavík,
enda hefðu bæjarbúar sýnt mikið
frumkvæði við undirbúning Hvala-
safnsins og uppbyggingu á hvala-
skoðun. Á fundinum í gær hefði verið
rætt um málefni Hvalasafnsins en
flutningur grindarinnar norður væri
auðvitað háður því að byggt yrði yfir
hana. „Því þetta er gríðarstór beina-
grind,“ sagði hún. Ekki væri búið að
ákveða endanlega hvernig staðið yrði
að byggingu safnsins og hver að-
koma ríkisins að því yrði. Fyr-
irhuguð sýning í Perlunni breytti
engu um að stjórnvöld myndu fara í
viðræður við Húsvíkinga um varð-
veislu grindarinnar. »4
Ítreka óskir um
grind steypireyðar
Vilja ekki að hún endi í Perlunni
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sund Steypireyður á Skjálfanda.