Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafasýnt afar ríkan vilja til yfirlýs-
inga að undanförnu. Svokölluðum
viljayfirlýsingum er dælt út úr ráðu-
neytum í þeirri von
að almenningur hafi
gleymt því að fram-
undan eru kosningar
til Alþingis og í ráð-
herrastólunum þing-
menn sem hafa yf-
irlýstan vilja til að
halda því starfi
áfram.
Vandi ráð-herranna þegar
kemur að þessum
viljayfirlýsingum og
öðrum ámóta áform-
um er þó sá að al-
menningur veit vel af
því hvað framundan er og að vilja-
yfirlýsingar og annar fagurgali skýr-
ist alfarið af þeim en ekki af umbóta-
vilja.
Kjörtímabilið hófst fyrir fjórumárum og ráðherrarnir hafa haft
allan þann tíma til að sinna þeim
verkum sem þeir segjast nú hafa
fengið sérstakan áhuga á.
Hefðu ráðherrarnir haft raun-verulegan vilja til að fram-
kvæma það sem í viljayfirlýsingunum
segir hefðu þeir vitaskuld gert það
þegar þeir höfðu tök á í stað þess að
tala um það skömmu fyrir kosningar.
Viljayfirlýsingarnar eru þessvegna í raun aðeins áminning
um það sem stjórnarflokkarnir áork-
uðu ekki á kjörtímabilinu vegna þess
að þeir voru of uppteknir af ýmiskon-
ar sérviskumálum, óþarfa og óþurft-
arverkefnum.
Sú áminning er í sjálfu sér þakk-arverð því að full ástæða er til að
minna á verk núverandi rík-
isstjórnar.
Katrín
Júlíusdóttir
Vilji til marklausra
yfirlýsinga
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Sigfússon
Veður víða um heim 23.4., kl. 18.00
Reykjavík 3 rigning
Bolungarvík 1 alskýjað
Akureyri 2 rigning
Kirkjubæjarkl. 4 rigning
Vestmannaeyjar 5 skýjað
Nuuk -7 skýjað
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló 11 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 heiðskírt
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 5 skúrir
Lúxemborg 13 skýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 16 léttskýjað
Glasgow 12 skýjað
London 18 heiðskírt
París 17 léttskýjað
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 13 léttskýjað
Berlín 16 skýjað
Vín 21 skýjað
Moskva 11 heiðskírt
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 22 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 17 skýjað
Winnipeg -1 heiðskírt
Montreal 8 heiðskírt
New York 6 alskýjað
Chicago 14 alskýjað
Orlando 24 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:23 21:30
ÍSAFJÖRÐUR 5:15 21:47
SIGLUFJÖRÐUR 4:58 21:31
DJÚPIVOGUR 4:49 21:02
Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari og
margmiðlunarhönnuður, er látinn
42 ára að aldri. Hann greindist með
bráðahvítblæði í byrjun október á
síðasta ári.
Ingólfur Júlíusson fæddist 4. maí
1970 og ólst upp fyrstu árin í
Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal en
síðan frá 5 ára aldri í Breiðholti í
Reykjavík.
Hann starfaði við flesta fjölmiðla
á Íslandi frá árinu 1996, fyrst sem
umbrotsmaður á blöðum og tímarit-
um, bæði fastráðinn og sem verk-
taki, og síðan sem tökumaður
fréttamynda í sjónvarpi. Ingólfur
fór snemma að taka myndir fyrir
blöð. Í nokkur ár starfaði hann sem
ljósmyndari Reuters-fréttastof-
unnar á Íslandi og sjálfstætt frá
árinu 2008.
Ingólfur hlaut margvíslegar við-
urkenningar, til dæmis var ein
mynda hans meðal fréttamynda
ársins hjá Reuters árið 2010 og árið
2011 var ein mynd hans valin ein af
óvæntustu myndum ársins hjá
Time Magazine.
Hann hélt nokkrar ljósmynda-
sýningar og tók þátt í samsýn-
ingum.
Ingólfur fékkst við margt annað,
svo sem myndbandagerð, tónlist,
útskurð og fjallamennsku. Árið
2011 tók hann myndir í bókina
Ekki lita útfyrir, þar sem Eva norn
skrifaði textann.
Ingólfur var kvæntur Monicu
Haug og eignuðust þau tvær dætur,
Hrafnhildi 11 ára og Söru 9 ára.
Andlát
Ingólfur
Júlíusson
Reykjavík • Skútuvogi 1 • Sími: 562 4011
Akureyri • Draupnisgata 2 • Sími: 4600 800
Reyðarfjörður • Nesbraut 9 • Sími: 470 2020
KÆLI/FRYSTISKÁPUR
VIKUTILBOÐ
KR: 97.900.-
TILBOÐ
ÁÐUR KR: 139.900.-
30%
AFSLÁTTUR
Litur: Hvítur
Hæð: 180 cm.
Stærð kælis: 230 lítrar
Stærð frystis: 92 lítrar.
Hljóðstig: 40 dB(A)
Orkunýtni: A+
RK61810W