Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur meira sjálfstraust en áður.
Gefðu sjálfum þér gaum. Þú hefur næga orku
til þess að nenna að eyða orðum í fólk sem
hefur arfavitlausar skoðanir.
20. apríl - 20. maí
Naut Óvæntur gestur veitir þér nýja sýn á
mál sem þú hefur lengi verið að glíma við.
Haltu áfram að gefa af þér og vertu tillits-
samur við fólkið í kringum þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú verður að standast allar freist-
ingar um að segja frá leyndarmáli, jafnvel
þótt það kynni að ýta undir stöðu þína.
Leggðu til atlögu og framtíðin er þín.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér er óhætt að tjá þig ef þú heldur
þig innan ákveðinna marka. Láttu ekki á
neinu bera þótt ýmislegt komi þér á óvart,
allt fer á besta veg í lokin.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert eitthvað viðkvæmur og þarft um-
fram allt að halda sjálfsstjórn innan um aðra.
Upp koma tilfinningamál sem þú verður að
leysa.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þig langar mikið til þess að eyða pen-
ingum í dag, kaupa eitthvað fallegt handa þér
eða ástvinum. Taktu samt vel á móti ráðum
ættingja þíns því þau munu reynast þér gott
veganesti.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sá sem þú síst áttir von á skýtur nú upp
kollinum og réttir fram sáttarhendi. Þú ættir
að kynna þér eitthvað nýtt og framandi í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt þér finnist heimurinn vera
að hrynja, er það ekki svo. Allt sem er skrýtið,
og forvitnilegt togar í þig. Hertu upp hugann;
hún/hann er kannski ekki svo slæm/ur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér liggur sitthvað á hjarta sem
þú skalt láta það flakka. Staðfastir ein-
staklingar hafa breytt gömlum og úreltum
hefðum með því að neita að fara eftir þeim.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Í stað þess að einblína á trén
sérðu loks skóginn. Farðu beint til þeirra,sem
róginum dreifa og komdu þínum málum á
hreint gagnvart þeim.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það gefur lífinu lit að upplifa eitt-
hvað nýtt og spennandi. Hafðu það í huga
þegar þú veltir því fyrir þér hvað skal gera um
helgina.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt hart sé gengið eftir svari frá þér,
skaltu taka því rólega og velta hlutunum fyrir
sér. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
Stundir í einrúmi færa þér frið og ró.
Enn líður að kosningum. Eins oggeta má nærri eru margir hag-
yrðingar með hugann við það. Einar
Baldvin Pálsson kastar fram óborg-
anlegri slitru:
Flokks- er -forma- Sturla -ður
frekar svekk- hann Jónsson -tur
-dæmi rangt fór karl í kjör-
klaufi alg- er þessi -jör.
Og hann orti fyrir fáeinum vikum:
Heldur mun Hekla víst gjósa
en Helvíti þar undir frjósa.
En fréttnæmast væri
ef þjóðin nú færi
Framsóknarflokkinn að kjósa.
Jón Karl Einarsson orti á afmæl-
isdegi séra Hjálmars Jónssonar í lið-
inni viku:
Ekkert tálmar andans dug,
oft hann sálma kveður.
Einn kann Hjálmar orðsins flug,
aðrir mjálma tómum hug.
Séra Hjálmar svaraði með hring-
hendu og bætti við innan sviga að
orðið varla væri rímsins vegna og
þýddi „alls ekki“.
Gamall karl að gæðum bý,
glaður harla matast.
Og Jóni Karli jafnvel í
éljum varla fatast.
Kristján Runólfsson lagði orð í
belg:
Elska flestir ljóðalestur,
ljóst það sést ef að er gáð.
Hér er bestur Hjálmar prestur,
hann er mestur Guðs af náð.
Séra Hjálmar svaraði að bragði:
Ekki hnígur andlegt fjör
né eykur ríg um trúna.
Kristján flýgur eins og ör,
ögn þó lýgur núna.
Hjálmar orti í vetur að gefnu til-
efni:
Hnyttinn breskur húmor deyr,
horfið bros af flestum.
Nú í vetur neyta þeir
nautakjöts af hestum.
Sigurgeir Jónsson sendi Vísna-
horninu hugleiðingu: „Á dögunum
tjáði íslenskufræðingur nokkur
skoðun sína á því að taka ætti upp
sögnina „að læka“. Eiður Svanberg
Guðnason fann því allt til foráttu í
Molum sínum og einhverjir fleiri
líka og færðu m.a. þau rök fyrir því
að ekki væri rímorð að finna í ís-
lensku móti sögninni að læka. Þá
varð þetta til.
Það var talað við alla tiltæka
sem til stóð að gera brottræka
þegar eilítil hæka
ákvað að stræka
á öndvegissögnina að læka.“
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af slitru, afmæli
og rímorðinu „læka“
Í klípu
„GÓÐ TILLAGA. VIÐ HÖFUM SAMBAND
VIÐ ÞIG. VIÐ EIGUM BARA EFTIR AÐ
HEYRA TILLÖGU KATTARINS.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„REYNDAR LAGÐI ÉG ALLT ÞETTA
Á MIG TIL ÞESS EINS AÐ GETA
SAGT „NEI“ Í DAG.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að færa stærstu
fórnina.
ÖRYGGI
VARÐ-
HUNDUR
KOSTNAÐUR
FRÚ, ÉG ER
ÖGMUNDUR
LÖGMAÐUR ...
... OG ÉG ER FULLTRÚI MANNSINS
ÞÍNS Í MÁLAREKSTRINUM SEM VARÐAR
ÓÚTSKÝRÐA ÞRIGGJA TÍMA SEINKUN Á
KVÖLDMATNUM.
ÉG GET EKKI
ÁKVEÐIÐ MIG.
ÆTTI ÉG AÐ
GERA EITTHVAÐ?
EÐA BYRJA Á EIN-
HVERJU OG HÆTTA
ÞVÍ SVO?
Víkverji átti sér á árum áðurdraum um að verða geimfari.
Þegar fyrstu mennirnir stigu fæti á
tunglið hélt hann innblásinn af
ódauðlegum bókmenntum á borð
við bækurnar um unga uppfinninga-
manninn Tom Swift að það væri
upphafið á óstöðvandi landnámi
mannsins í geimnum. Fyrst yrðu
reistar borgir á tunglinu, síðan
Mars og Venus og síðan koll af kolli
vítt um alheiminn. Hann grunaði
ekki að tunglferðirnar yrðu aðeins
nokkrar og eftir þær myndi mað-
urinn að mestu halda sig við jörðina
og gufuhvolfið ef frá er skilin rúss-
neska geimstöðin Mír og nokkrir
skottúrar í geimskutlum.
x x x
En nú er kominn fram nýr ofur-hugi, sem ætlar að nema land á
Mars. Hann er hollenskur verk-
fræðingur og ber nafnið Bas Lans-
dorp. Lansdorf er byrjaður að leita
að sjálfboðaliðum til fararinnar.
„Það verður ekki auðvelt, en það
mun ganga,“ segir hann. Fyrir
Lansdorp vakir að stofna nýlendu á
Mars. Í fyrsta umgangi ætlar hann
að senda fjóra menn til rauðu plán-
etunnar. Þeir eiga að leggja í hann
2022 og vera sjö mánuði á leiðinni.
Sá böggull fylgir skammrifi að að-
eins er boðið upp á ferð aðra leið.
Marsfararnir munu ekki fá far til
baka. Fyrst eiga þeir að búa í
þröngri geimstöð, síðan að smíða
„varanlega byggð“ og að lokum að
stofna nýja siðmenningu. Verður þá
loks með réttu hægt að tala um
Marsbúa.
x x x
Lansdorp hefur reyndar enga pen-inga til að fjármagna fyrirtækið,
en hann hefur ekki áhyggjur af því.
Hann ætlar að leyfa jarðarbúum að
fylgjast með ævintýrinu í raunveru-
leikasjónvarpi. Munu áhorfendur
velja þá sem fara. Lansdorp heldur
að fyrirtækið muni kosta sex millj-
arða dollara (rúmlega 700 milljarða
króna), en aðrir telja líklegra að
hann muni fara yfir 1.000 milljarða
(117.000 milljarða króna). Hann tel-
ur að raunveruleikaþátturinn muni
fjármagna ferðina til Mars: „Bók-
staflega allir jarðarbúar munu vilja
fylgjast með.“ víkverji@mbl.is
Víkverji
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp
í nauðum. Því óttumst vér eigi þótt
jörðin haggist og fjöllin steypist í djúp
hafsins. (Sálmarnir 46:2-3)