Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA IRONMAN33D KL.3:40-5:20-6:20-8-9-10:40-11:40 IRONMAN32D KL. 5:20 -8 -10:40 IRONMAN3VIP KL. 5:20 -8 -10:40 OLYMPUSHASFALLEN KL. 5:30 -8 -10:30 BURTWONDERSTONE KL.8 -10:10 SIDEEFFECTS KL.5:50 KRINGLUNNI IRONMAN3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 OLYMPUSHAS FALLEN KL. 5:30 - 8 - 10:30 OBLIVION KL. 10:10 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8 IRONMAN3 3D KL. 5:20 - 7 - 8 - 10:40 IRONMAN3 2D KL. 9:40 OLYMPUSHAS FALLEN KL. 5:30 - 10:30 OBLIVION KL. 5:30 - 8 - 10:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK IRONMAN 3 3D KL. 8 - 10:40 IRONMAN 3 2D KL. 10 THE CALL KL. 8 AKUREYRI IRONMAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 8 - 10:40 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 6  H.S. - MBL WALL STREET JOURNAL TIME STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI  T.K., KVIKMYNDIR.IS  H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ MÖGNUÐ GRÍNMYND STEVE CARELL JIM CARREY FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINING DAY OG HANDRITSHÖFUNDINUM KATRÍN BENEDIKT GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYND Í ANDA DIE HARD ROBERT DOWNEY JR. GWYNETH PALTROW BEN KINGSLEY GUY PEARCE FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR KEMUR FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Skóbúðin, Keflavík Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kristín Guðrún Jónsdóttir hlaut í gær Íslensku þýðingarverðlaunin, sem Bandalag þýðenda og túlka veitir árlega. Verðlaunin hlaut hún fyrir þýðinguna á Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Mon- terroso sem Bjartur gaf út í fyrra. Ólafur Ragnar Grímsson forseti af- henti verðlaunin á Gljúfrasteini, á fæðingardegi Halldórs Laxness. Fimm þýðingar voru tilnefndar. Auk sagna Monterrosos voru það Allt er ást eftir Kristian Lundberg í þýðingu Þórdísar Gísladóttur; Ari- asman eftir Tapio Koivukari í þýð- ingu Sigurðar Karlssonar; Hjalt- landsljóð, tvímála útgáfa ljóða eftir samtímaskáld frá Hjaltlandseyjum í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar; og Sá hlær best …! sagði pabbi eftir Gunnillu Berg- ström í þýðingu Sigrúnar Árnadótt- ur. Kristín Guðrún er aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands. Hún segist hafa þýtt hinar kunnu örsög- ur Monterrosos (1921-2003) að eigin frumkvæði og skrifaði einnig eftir- mála. Höfundurinn var frá Gvate- mala en starfaði aðallega í Mexíkó. Þekktur og virtur höfundur Kristín Guðrún kveðst ánægð með viðurkenninguna, ekki síst vegna þess að þetta sé „stutt, lítið klassískt verk, með stuttum sögum, og mér finnst ánægjulegt að slíkt verk hljóti viðurkenningu,“ segir hún. „Ég kynntist bókinni í Mexíkó snemma á námsárum mínum, lík- lega árið 1982, og hreifst strax af henni. Svo liðu árin og loks ákvað ég að þýða bókina, því mér fannst hún eiga erindi. Þetta er tímalaus bók, skemmtileg og tvíræð. Ég taldi að samlandar mínir kynnu að hafa gaman af þessu verki.“ Kristín segir Monterroso vera mjög þekktan og virtan höfund í hinum spænskumælandi heimi. „Margir góðir höfundar hafa orðið útundan og ekki komist inn á mark- aðinn í Evrópu eða í Bandaríkj- unum og hann er einn af þeim,“ segir Kristín. „Fólk veit ekki alltaf hvernig á að taka þessum stuttu textum, eins og sést á því að í sumum búðum eru sögurnar settar hjá ljóðabókum.“ Kristín hefur á undanförnum ár- um þýtt töluvert, einkum ör- og smásögur. „Það var sérstaklega erf- itt að þýða Svarta sauðinn, því sög- urnar eru svo margræðar. Í þeim er húmor og háð og það getur verið erfitt að ná tvíræðninni, auk þess sem stíll höfundarins er mjög knappur. Þá er Monterroso iðulega með margar innskotssetningar og það gat verið erfitt að koma því vel til skila,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þýðandinn Forseti Íslands afhenti Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur Íslensku þýðingarverðlaunin í gær, fyrir Svarta sauðinn og aðrar fabúlur. Kristín Guðrún hlaut þýðingarverðlaunin  „Þetta er tímalaus bók, skemmtileg og tvíræð,“ segir hún Bíó Paradís og sendiráð Póllands á Íslandi standa fyrir hátíðinni Pólsk- ir kvikmyndadagar sem hefst á morgun, 25. apríl og stendur í fjóra daga. Pólskir kvikmyndadagar eru nú haldnir í þriðja sinn og er frítt inn á allar myndir hátíðarinnar. Myndirnar á hátíðinni eru fjórar og verða sýndar með enskum texta. Opnunarmynd hátíðarinnar er Mój rower, eða Reiðhjól föður míns, frá árinu 2012 og mun hún vera grátbrosleg. Í henni segir af þrem- ur kynslóðum í sömu fjölskyldu sem fara í eftirminnilegt ferðalag. Um myndina segir á vef Bíós Paradísar að ferðalagið hafi ívið meiri áhrif á tilfinningalíf ferðalanganna en þá hafi áður grunað. Leikstjóri er Piotr Trzaskalski og í aðalhlut- verkum eru Michal Urbaniak, Art- ur Zmijewski og Krzysztof Chodo- rowski. Róza er frá árinu 2011. „Magn- þrungin saga sem fjallar um Rose, konu frá Masuriu, sem stendur ein eftir að þýskur eiginmaður hennar var drepinn í stríðinu. Hún lifði eft- ir í samfélagi þar sem lögmál frum- skógarins ríkti og rússneskir her- menn beittu nauðgunum í hefndarhernaði, þar sem pólskir íbúar stóðu uppi varnarlausir. Þeg- ar Tadeusz, fyrrverandi yfirmaður í pólska hernum, kemur til kast- anna reynist hann Rose mikil hjálp í lífinu,“ segir um þá mynd. Leik- stjóri hennar er Wojciech Smar- zowski og í aðalhlutverkum Marcin Dorocinski, Agata Kulesza og Mal- wina Buss. Piata pora roku, eða Fimmta árstíðin, er frá árinu 2012. Hún segir af bílstjóranum Witek og tónlistarkennaranum Barböru sem virðast ekki eiga neitt sameig- inlegt. Bæði hafa þau misst maka sína og liggja leiðir þeirra saman þegar Barbara ætlar að grafa ösku eiginmanns síns við sjávarsíðu Pól- lands og verður þeim Witek vel til vina. Leikstjóri er Jerzy Dom- aradzki og í aðalhlutverkum Ewa Wisniewska, Marian Dziedziel og Andrzej Grabowski. Fjórða myndin á hátíðinni, Jestes bogiem, eða Þú ert guð, er einnig frá því í fyrra. Í myndinni er fjallað um hipphopp-tónlistarhópinn Pak- tofonika sem breytti pólsku tónlist- arlífi. Sjónum er beint að rapp- aranum Magik sem svipti sig lífi 23 ára. Leikstjóri er Leszek Dawid og í aðalhlutverkum eru Marcin Ko- walczyk, Dawid Ogrodnik og Tom- asz Schuchardt. Iron Man 3 Þriðja kvikmyndin um teikni- myndasagnahetjuna Járnmanninn verður frumsýnd í dag. Auðjöf- urinn Tony Stark, þ.e. Járnmað- urinn, glímir að þessu sinni við stór- hættulegan glæpamann sem kallar sig Mandarínann. Árás er gerð á heimili Starks, hann leitar hefnda og hittir fyrir Mandarínann sem virðist með öllu ósigrandi. Stark þarf að taka á honum stóra sínum, í búningi Járnmannsins, til að ráða niðurlögum illmennisins. Leikstjóri myndarinnar er Shane Black og í aðalhlutverkum Robert Downey Jr., Gwyneth Paltrow, Ben Kings- ley, Don Cheadle, Guy Pearce, Jon Favreau og Rebecca Hall. Rotten Tomatoes: 100% The Guardian: 80/100 Óþokki Ben Kingsley fer með hlutverk Mandarínans í Iron Man 3. Bíófrumsýningar Pólskir dagar og Járnmaðurinn 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.