Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Baldur Sigurðsson, knattspyrnumaður í KR, er 28 ára í dag. Aðsögn hans mun hann ekki halda upp á afmælið þar sem dag-urinn markast af próftöku og fótboltaæfingu. Hann mun hins vegar gera sér glaðan dag um kvöldið og fara í bíó. „Maður vaknar snemma og fer á lappir með nýfæddum syni, en svo fer mað- ur í próf,“ segir Baldur Sigurðsson sem er í meistaranámi í bygging- arverkfræði við Háskóla Íslands. Eftir æfingu ætlar Baldur að borða mat með fjölskyldunni en fer svo í bíó með „nördaklúbbnum“ í KR. ,,Við ætlum að sjá Iron Man 3. Við í nördaklúbbnum stílum inn á þessar Nexussýningar,“ segir Baldur. Hann er sonur Mývetningsins Sigurðar Baldurssonar og Húnvetningsins Sigríðar Soffíu Gunn- arsdóttur. Kærasta Baldurs heitir Pála Marie Einarsdóttir og sonur þeirra Baldurs heitir Baldur Ari Baldursson sem fæddist 16. janúar. ,,Ég er mikið afmælisbarn en 24. apríl er eiginlega hörmung- arafmælisdagur þar sem ég hef alla tíð verið í fótbolta og í skóla. Fótboltatímabilið hefst eftir tvær vikur og svo eru alltaf próf á þess- um tíma. Ég mun halda upp á svakalegt fertugsafmæli, það er ljóst,“ segir Baldur en þá gerir hann ráð fyrir því að vera búinn að leggja skóna á hilluna. Baldur hlakkar mikið til sumarsins eins og aðrir knattspyrnumenn. „Afmælið hefur alltaf verið vorboði og til marks um að stutt sé í tímabilið,“ segir Baldur. Baldur Sigurðsson er 28 ára í dag „Nördaklúbbur- inn“ ætlar í bíó Morgunblaðið/Ómar Afmælisbarn Baldur Sigurðsson er að eigin sögn mikið afmælisbarn. Hann ætlar meðal annars að taka próf og fara í bíó í tilefni dagsins. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Garðabær Margrét Sif fæddist 30. júlí kl. 0.17. Hún vó 3.270 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna S. Gunnarsdóttir og Jóhann K Guð- mundsson. Nýir borgarar Reykjavík Sigurður Bill fæddist 13. júlí kl. 1.11. Hann vó 3.315 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Lilja Sigurðardóttir og Arnar Bill Gunnarsson. H örður fæddist í Keflavík 24.4. 1933 og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá ML 1954, BA-prófi í dönsku, sögu og upp- eldisfræði frá HÍ 1956, stundaði nám í kennslufræði, uppeldissál- arfræði og dönsku við Kennarahá- skólann í Kaupmannahöfn 1971-72 og sótti auk þess ýmis námskeið í dönsku, málakennslu og kennslu- og uppeldisfræðum hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Englandi. Hörður var kennari við Gagn- fræðaskólann við Hringbraut 1956-58 og við Hagaskóla 1958-74, var námstjóri í dönsku við skóla- rannsóknadeild menntamálaráðu- neytis 1972-82 og endurskoðandi námskrár fyrir grunnskóla við sama ráðuneyti 1982-84 og ann- aðist endurmenntunarnámskeið Hörður Bergmann, kennari og rithöfundur - 80 ára Hvíldarstund í sveitinni Hörður og Einar njóta blíðunnar og taka sér hvíld frá störfunum við sumarbústaðinn. Vann að höfundarétti og öryggi á vinnustað Stórfjölskyldan Hörður og Dóróthea Sveina ásamt börnum, tengdbörnum og barnabörnum, árið 2001. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 STURTU- OG BAÐHURÐIR með hertu öryggisgleri ALMAR STURTUHAUSAR FJÖLBREYTT ÚRVAL STAR STURTUHORN ÁN BOTNS OASIS STURTUHURÐ ÁN BOTNS SKINNY handsturtuhaus SPRING sturtuhaus EMOTION sturtuhaus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.