Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 4

Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bæjarráð Norðurþings skorar á mennta- og menningarmálaráðherra, sem æðsta vald safnamála hér á landi, að lýsa því yfir að beinagrind steypireyðar sem rak á land á Skaga síðsumars 2010 verði sett upp á Húsavík. Nýlega kom fram í Morg- unblaðinu að gert sé ráð fyrir því að beinagrindin verði hluti af nátt- úruminjasýningu í Perlunni, vilji hönnuðir fyrirhugaðrar sýningar þar fá beinagrindina. Bæjarráð Norðurþings fjallaði um samstarfssamning Hvalasafnsins ses. og Garðarshólma ses. þann 18. apríl sl. Stofnanirnar hafa nýlega undir- ritað yfirlýsingu um sameiginlega uppbyggingu safna-, menningar- og fræðastarfsemi á lóð Hvalasafnsins á Húsavík. Í fundargerð bæjarráðs segir m.a. að Norðurþing hafi lengi horft til þess að koma upp menning- arsal sem geti hýst hina ýmsu við- burði. Við uppbyggingu og hönnun á byggingarreit Hvalasafnsins hafi komið fram hugmyndir um að sam- þætta menningarsal þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á lóðinni. Hvalasafnið á Húsavík hefur nú á þriðja ár unnið að því að fá grindina af steypireyðinni. „Einsýnt er að slíkur gripur á heima á Hvalasafninu, eina sérhæfða hvalasafni landsins. Steypireyðar- grind myndi auka aðdráttarafl og ímynd Húsavíkur sem áfangastaðar til hvalaskoðunar og sýning hennar innan veggja sameiginlegs húsnæðis Hvalasafnsins og Garðarshólma myndi því falla vel að þeirri uppbygg- ingu sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélag hafa unnið að á Húsavík í tengslum við hvalaskoðun, sýningu, fræðslu og rannsóknir á hvölum síð- ustu tvo áratugi,“ segir í fundargerð- inni. „Því er mikilvægt að stjórnvöld styðji uppsetningu grindarinnar á Húsavík til framtíðar með afgerandi hætti. Fellur það einnig vel að yfir- lýstu markmiði stjórnvalda um aukna dreifingu ferðamanna um landið.“ Beinagrindin er 25 metra löng og allt að átta metra breið. Til að hægt verði að ganga í kringum beina- grindina þarf því um 200 fermetra gólfpláss. Morgunblaðið/Ómar Stórbeinótt Þorvaldur Þ. Björnsson, starfsmaður á Náttúrufræðistofnun, við beinin úr steypireyðinni. Hvalasafnið á Húsavík vill hýsa beinagrindina. Einnig hefur verið rætt um að hún verði hluti af sýningu Náttúruminjasafns. Húsvíkingar vilja fá steypireyðargrindina  Skorað á mennta- og menningarmálaráðherra Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er síðbúinn áhugi hjá ríkis- stjórninni. Ég er búinn að vera að biðja um þessar upplýsingar í hátt í tvö ár og á þeim tíma hefur ríkis- stjórnin komið sér hjá því að grennslast fyrir um þetta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Tilefnið er bréf sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu 15. apríl sl. þar sem „óskað er eftir upplýs- ingum frá stofnuninni um það hvort laun eða þóknanir slitastjórnar- manna eða viðskipti þeirra við tengda aðila séu í samræmi við reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur“. Óskaði ráðuneytið eftir að svarið bærist eigi síðar en 24. apríl. Hafi lengi haft tækifæri Guðlaugur Þór segir að ríkis- stjórnin hafi haft tækifæri til þess að afla sér þessara upplýsinga. „Steingrímur J. Sigfússon [at- vinnuvega- og nýsköpunarráð- herra] útlistaði það ágætlega í febr- úar 2010 hvernig ríkisstjórnin gæti aflað þessara upplýsinga. Það er því ekki sannfærandi, nú þegar rík- isstjórnin býr sig undir að yfirgefa stjórnarráðið, að hún sé að fara fram á þetta. Ég vek jafnframt athygli á því að ég er ekki sá eini sem hefur beðið um þessar upplýsingar. Árni Þór Sigurðsson lagði fram skýrslu- beiðni um þetta, en Árni Páll Árna- son, þáverandi ráðherra viðskipta- mála, svaraði ekki þeirri beiðni þó að honum bæri skylda til þess.“ Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að FME skuli hafa eftirlit með starfsemi slitastjórna og tryggja þannig að farið sé að reglum. Ekki náðist í Steingrím vegna málsins í gærkvöldi. Segir „síðbúinn áhuga“ stjórnar ekki sannfærandi  Atvinnuvegaráðuneytið óskar eftir gögnum frá FME um kjör slitastjórna Morgunblaðið/Styrmir Kári Beiðni Atvinnuvegaráðuneytið hef- ur óskað eftir svari frá FME í dag. Fulltrúar Hvalasafnsins ses. og Garðarshólma ses. á Húsavík hittu í gær Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og starfsmenn ráðuneytisins til að kynna þeim samstarf stofnananna. Einnig var óskað eftir frekari staðfestingu ráðuneytisins á því að Hvalasafnið fái grindina af steypireyðinni til sýningar. „Við höfum unnið að undirbúningi þess að taka á móti steypireyðinni í á þriðja ár, alveg frá því hana rak á land,“ sagði Einar Gíslason, framkvæmdastjóri Hvala- safnsins. Hann sagði beinagrindina vera safngrip og því á forræði menntamálaráðherra. Hvalasafnið fékk bréf frá ráðuneytinu 31. ágúst 2012 þar sem fram kom að ráðuneytið kanni kosti þess að semja við Hvalasafnið um uppsetningu og varðveislu beinagrindarinnar þar til Náttúruminjasafn Íslands komist í framtíðarhúsnæði. Hvalasafnið vill steypireyðina FULLTRÚAR HVALASAFNSINS OG GARÐARSHÓLMA Á HÚSAVÍK HITTU MENNTAMÁLARÁÐHERRA VEGNA BEINAGRINDARINNAR Einar Gíslason Ármúla 38 | Sími 588 5011 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 Kimmidoll Junior sumargjafir í úrvali Töskur 2.900 kr. Kimmidoll Verð frá 2.490 kr. Lögreglan hefur nú um sextíu vænd- iskaupamál til rannsóknar en frá því í haust hefur verið unnið að því að kortleggja brotastarfsemi tengda vændi og mansali. Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamanna- fundi sem lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hélt í gær um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Á fundinum var m.a. sagt frá því að staða vélhjólagengja á borð við Hells Angels og Outlaws hefði veikst undanfarin misseri en það bæri m.a. að þakka starfi stýrihóps ríkislög- reglustjóra sem skipaður var af inn- anríkisráðuneytinu árið 2011. Þá kom fram að Vítisenglar, Hells Ang- els á Íslandi, hefðu lent í vandræðum gagnvart móðursamtökunum er- lendis, m.a. vegna afskipta lögreglu hér á landi, og að tekist hefði að koma í veg fyrir fullgildinu mótor- hjólagengisins Outlaws. Tilkynnt var í gær að ríkisstjórnin hefði ákveðið að verja 25 milljónum af ráðstöfun- arfé sínu til áframhaldandi baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, sagði frá því á fundinum að vændiskaupendur væru á aldrinum 16-70 ára en að konurnar sem lögregla hefði rætt við vegna rannsókna á vændi og mansali væru á aldrinum 32-45 ára. Um væri að ræða sjö konur og væru tvær þeirra íslenskar. Eftirspurnin umtalsverð Fyrir liggur ítarleg greining á um- fangi vændis og birtingarmyndum þess en það er mat rannsóknarteym- isins að umfang vændis á netinu sé umtalsvert og eftirspurnin hérlendis sömuleiðis. Karl Steinar sagði að skoða þyrfti fleiri birtingarmyndir vændis og mansals heldur en á net- inu, sérstaklega í tengslum við skemmtanaiðnaðinn. Hann sagði jafnframt að sérstak- lega væri til skoðunar milliganga um vændi, sem er ólögleg. Þegar um- hverfi þeirra vændiskvenna sem rætt hefði verið við væri skoðað kæmi í ljós ákveðin samsvörun við það sem þekktist erlendis. Konurnar hefðu ferðast um Evr- ópu með stuttum stoppum og nokkr- ar þeirra hefðu komið hingað til lands nokkrum sinnum frá því í sept- ember þegar skoðun þessara mála hófst. Ýmislegt benti til þess að kon- ur sem hefðu stundað vændi hér á landi tengdust að einhverju leyti skipulagðri glæpastarfsemi sem væri að mestu leyti stýrt frá útlönd- um. 60 vændismál í rannsókn  Vændiskaupendur á aldrinum 16-70 ára  Hafa rætt við sjö konur vegna rann- sókna á vændi og mansali  Staða Hells Angels og Outlaws veikst síðustu misseri Morgunblaðið/Rósa Braga Rannsóknir Frá blaðamannafundi lögreglunnar í gær. Samkvæmt ársskýrslu Stíga- móta dvöldu 20 konur með 9 börn í Kristínarhúsi í fyrra en húsið er ætlað konum sem eru á leið úr vændi og/eða mansali. Steinunn Gyðu- og Guðjóns- dóttir, verkefnisstýra Krist- ínarhúss, segir að að öllu jöfnu sé dvalið í fjórum herbergjum hússins af fimm en dvölin sé mislöng. Sumar kvennanna sem þangað leita séu ekki tilbúnar að þiggja hjálp og dvelji stutt. „En þær sem eru virkilega að vinna í sínum málum stoppa hjá okkur í sex eða jafnvel níu mánuði,“ seg- ir Steinunn. Hún segir erfitt að segja til um árangurinn af starf- inu þar sem húsið hafi aðeins verið opið í eitt og hálft ár. Leiðin úr mansali taki mun lengri tíma. Leiðin úr mansali löng KRISTÍNARHÚS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.