Morgunblaðið - 24.04.2013, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar
100%made in Italy
www.natuzzi.com
Við bjóðum velkomna ítalska hönnun
Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar.
Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi.
Staður þar sem fólki líður vel.
Stuttar fréttir ...
Ónákvæmni gætti í frétt sem birtist
á viðskiptasíðu Morgunblaðsins á
mánudag um skýrslu Íslandsbanka
um sjávarútveg á N-Atlantshafs-
svæðinu.
Var þar haft eftir Rúnari Jónssyni á
þann hátt að skilja mætti að það
væri niðurstaða skýrslunnar að lítið
svigrúm væri eftir til að auka virði
þess afla sem fiskveiðiskip færa í
land. Hið rétta er að í skýrslunni
kemur fram að mikil tækifæri eru til
frekari fullvinnslu í sjávarútvegi.
Eru hlutaðeigandi og lesendur beðn-
ir velvirðingar á þessum mistökum.
Mikil tækifæri til staðar
LEIÐRÉTT
í 151,1 milljón evra í lok fjórðungsins
borið saman við 189,4 milljónir evra í
lok fyrsta ársfjórðungs í fyrra.
Marel gerir ráð fyrir hóflegum
vexti árið 2013 að því gefnu að að-
stæður á helstu mörkuðum batni á
seinni hluta ársins. Með aukinni sölu
á stöðluðum vörum og áherslu á
rekstrarhagkvæmni á öllum sviðum
væntir Marel þess að ná 10-12%
EBIT markmiði sínu. agnes@mbl.is
56% minni hagn-
aður hjá Marel
Fyrirtækið gerir ráð fyrir hóflegum vexti á þessu ári
Morgunblaðið/RAX
Marel Theo Hoen, forstjóri Marel, segir að fyrsti fjórðungur þessa árs hafi
verið í samræmi við væntingar. Stefnt sé að 10-12% EBIT.
Marel hagnaðist um 5,7 milljónir
evra, jafnvirði 868 milljóna íslenskra
króna, á fyrsta árfjórðungi. Þetta
jafngildir 56% samdrætti á milli ára
því á fyrsta fjórðungi í fyrra nam
hagnaður fyrirtækisins rúmlega 131
milljón evra. Fram kemur í uppgjöri
Marel sem birt var síðdegis í fyrra-
dag að tekjur á fyrsta ársfjórðungi
námu 158 milljónum evra, og hafa
tekjur þannig dregist saman um
14,8% á milli ára. Hagnaður á hlut
nam 0,78 evrusentum samanborið
við 1,8 evrur á fyrsta ársfjórðungi í
fyrra.
Í uppgjöri félagsins á heimasíðu
Marel, er m.a. haft eftir Theo Hoen,
forstjóra Marel: „Ársfjórðungurinn
var í samræmi við væntingar okkar.
Tekjur voru í lægri kantinum sem
endurspeglar tiltölulega lága stöðu
pantanabókarinnar í upphafi árs.
Umtalsverð aukning á nýjum pönt-
unum og meira líf á mörkuðum okk-
ar á tímabilinu gefa þó tilefni til
bjartsýni.
Enn sem fyrr mun Marel leggja
ríka áherslu á hagræðingu og kostn-
aðaraðhald en við erum ekki að
minnka umsvifin og erum í góðri
stöðu til að auka sölu og markaðs-
hlutdeild á næstunni. Eins og við til-
kynntum í lok síðasta fjórðungs þá
væntum við þess að ná 10-12% EBIT
markmiði okkar á seinni hluta ársins
2013.“
Fram kemur í uppgjörinu á fjórð-
ungnum að rekstrarhagnaður fyrir
skatta, afskriftir og gjöld (EBITDA)
nam 16,9 milljónum evra, sem er
10,7% af tekjum. Til samanburðar
nam hagnaðurinn 27,4 milljónum
evra á fyrstu þremur fjórðungum
síðasta árs.
Þá segir að pantanabók hafi staðið
Óleiðréttur launamunur kynjanna á
Íslandi reiknaður samkvæmt að-
ferðafræði evrópsku hagstofunnar
Eurostat var 18,1% árið 2012. Mun-
urinn var 18,5% á almennum vinnu-
markaði en 16,2% hjá opinberum
starfsmönnum. Þetta kemur fram í
nýjum tölum Hagstofu Íslands.
Frá árinu 2008 hefur óleiðréttur
launamunur farið minnkandi og
var lægri árið 2012 en 2008. Á al-
mennum vinnumarkaði fór launa-
munurinn minnkandi til ársins 2010
en hækkaði aðeins árið 2011. Óleið-
réttur launamunur hjá opinberum
starfsmönnum minnkaði allt tíma-
bilið.
Útreikningar á óleiðréttum
launamun kynjanna byggjast á að-
ferðafræði launarannsóknar evr-
ópsku hagstofunnar Eurostat. Sú
rannsókn er framkvæmd á fjögurra
ára fresti, síðast árið 2010.
Í evrópskum samanburði var
óleiðréttur launamunur á Íslandi sá
níundi mesti árið 2010 í samanburð-
arhópum eða tæplega 18%. Það er
svipaður launamunur og að með-
altali í Evrópusambandinu. Árið
2010 var mestur launamunur í Eist-
landi eða rúmlega 27% en minnstur
í Króatíu. Nánar á mbl.is
Launa-
munur
18,1%
Mestur munur
milli kynja í Eistlandi
● BankNordik og Eik Banki í Færeyjum
heyja nú vaxtastríð sín á milli, en íbúða-
lánavextir bankanna hafa lækkað um
meira en eitt prósentustig síðan í fyrra-
dag.
Eik byrjaði með að lækka vexti á
íbúðalánum úr 5,25% niður í 4%. Í
kjölfarið hefur BankNordik tilkynnt að
hann hyggist bjóða lán allt niður í
3,95%. Þetta kemur fram á færeyska
fréttavefnum Aktuelt.
Færeyskir bankar að
lækka íbúðalánavexti
Vaxtastríð Janus Petersen, forstjóri
BankNordik í Kauphöll Íslands.