Morgunblaðið - 24.04.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 24.04.2013, Síða 22
SVIÐSLJÓS Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það er alveg pottþétt að menn eiga eftir að fara til Mars. Ég held að framtíð mannkynsins liggi að miklu leyti á Mars. Spurning er bara hvort að menn hafi áhuga á að víkka út ríkidæmi mannkynsins. Þetta er alveg hægt. Það kostar um 100 milljarða dollara að koma á fót verkefni á borð við Apollo- verkefnið sem endar á Mars- ferð. Það hljómar rosalega mikið en það er um einn sjötti af þeim peningum sem banda- ríski herinn fær á hverju ári, þannig að þessir peningar eru alveg til,“ seg- ir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarn- arness, um hugsanleg ferðalög til rauðu reikistjörnunnar í framtíðinni. Slíkar ferðir hafa komið til umræða eftir að hollenskt fyrirtæki auglýsti eftir fólki til ferðast þangað eftir tíu ár. Um þau áform má lesa nánar hér til hliðar. Sævar segist ekki hafa nokkra trú á að það verkefni verði nokkru sinni að veruleika. Fyrir utan að ólíklegt sé að hægt sé að fjár- magna það með tekjum af sjónvarps- þætti, þá eigi ennþá eftir að finna upp tækni til þess að koma fólki og lífs- nauðsynjum á áfangastað. Áhuginn á Mars hefur aukist Mars hefur lengi skipað stóran sess í menningu jarðarbúa og á öld- um áður gerða menn sér hugmyndir um græna Marsbúa sem hefðu jafn- vel grafið umfangsmikið síkjakerfi í landslag reikistjörnunnar. Frá því á sjöunda áratug síðustu aldar hafa tugir könnunarfara þó leitt í ljós að Mars er eyðilegri staður en fyrritíðarmenn höfðu látið sig dreyma um. Áhuginn á reikistjörn- unni hefur þó ekki dvínað við það heldur þvert á móti aukist. „Mars er bæði nálægt okkur og til- tölulega auðvelt að komast þangað miðað við aðrar plánetur í sólkerfinu. Þar fyrir utan er Mars sú reikistjarna sem líkist jörðinni hvað mest. Á yf- irborðinu eru ótal ummerki um fljót- andi vatn, þar eru eldfjöll og setlög sem geta hjálpað okkur að lesa sögu plánetunnar. Fyrst að það var vatn þar er möguleiki á að það hafi einnig verið líf. Það er það sem dregur menn mest í að rannsaka þessa reiki- stjörnu,“ segir Sævar. Vatnið stærsta uppgötvunin Tveir könnunarjeppar eru nú á ferð á Mars, Opportunity, sem hefur verið þar síðan 2004, og Curiosity sem lenti þar í fyrra. Síðarnefnda far- ið er nú statt ofan í gömlum stöðu- vatnsbotni og segir Sævar að það sé líklega besti staðurinn sem menn vita um til þess að reyna að finna um- merki um líf á Mars. Það eru fyrst og fremst ummerkin um vatn sem er helsta uppgötvun könnunarfaranna tveggja að sögn Sævars. „Oportunity hefur kennt okkur ótrúlega margt og Curiosity hefur bætt ofan á það. Vatn hefur verið þarna alveg pottþétt og það hefur verið missúrt þannig að það hafa greinilega orðið töluverðar loftslags- breytingar. Þau hafa kennt okkur ótalmargt um efnafræði plánetunnar, Framtíð mannkynsins liggur á Mars  Ólíklegt þó að menn stígi fæti á rauðu plánetuna á næstu áratugum Sævar Helgi Bragason Auðn Það er eyðilegt um að litast á Mars. Víðmynd sem könnunarfarið Opportunity tók. 22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 www.nortek.is Sími 455 2000 Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu, miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á öryggiskerfum. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is FYRIRTÆKJAÖRYGGI • Aðgangsstýring • Brunakerfi • Myndavélakerfi • Innbrotakerfi • Slökkvikerfi / Slökkvitæki • Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur • Áfengismælar / fíkniefnapróf Marsfarar framtíðarinnar geta komið við í Grindavík, Reykholti og Vík á ferðalagi sínu um rauðu reikistjörnuna. Þrír gígar sem Vik- ing-geimförin uppgötvuðu á Mars heita eftir þessum íslensku bæjum. Sú hefð hefur skapast að litlir gígar á Mars sem eru innan við 60 kílómetrar að breidd eru nefndir eftir bæjum á jörðinni með um 100.000 íbúa eða færri. Hin marsneska Grindavík er til dæmis á Chryse-sléttunni á norðurhveli plánetunnar í næsta nágrenni við Calahorra-gíginn sem er nefndur eftir spænskum bæ. Grindavík í nágrenni við spænskan bæ NASA/JPL/University of Arizona Gígur Tvær mynd- ir af Grindavík á Mars. Engum sög- um fer af saltfisk- vinnslu þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.