Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 31
UMRÆÐAN 31Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
- miðbæ Hafnarfjarðar -
Fjarðargata 13-15 I 220 Hafnarfjörður I www.fjordur.is
Vorið er komið
Er kominn tími á að
endurnýja innihurðina?
Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir
frá Grauthoff. Þær eru yfirfelldar með
samlokukörmum sem auka hljóðeinangrun
og brunavörn.
Margar útfærslur eru fáanlegar í öllum
viðartegundum.
Sjón er sögu ríkari.
Láttu drauminn rætast hjá okkur
Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is
Mál er að 70 ára sögu flugrekstrar
í hjarta höfuðborgar linni, enda
margt orðið lúið á svæðinu og á
skjön við kröfur nútímans og má
nefna eftirfarandi rök fyrir því að
völlur víki fyrir byggð, svo sem
þessi helzt:
1. Mikil hávaðamengun er frá
þessari starfsemi nótt sem nýtan
dag og heyrist það vítt og breitt
um borgarsvæðið og nálægar
byggðir.
2. Mörgum þykir eflaust sjón-
mengun að þessum fljúgandi ál-
fuglum.
3. Hætta getur skapast ef flug-
vél nauðlendir, en aðflug er t.d.
beint yfir alþingishúsinu.
4. Sífellt verður dýrara að fljúga
innanlands og fer farþegum fækk-
andi.
5. Eftir 10-20 ár verður stór
hluti bílaflotans knúinn rafmagni
og þar með mengunar- og hljóð-
laus og því mikil hagræðing og
sparnaður sem fylgir því að aka
milli staða.
6. Samgöngur á landi verða sí-
fellt betri, t.d. með lagningu var-
anlegs vegar um Kjöl, heils-
árssamgöngum við Vestfirði með
þverun fjarða og jarðgöngum, sem
og á Austfjörðum og væntanlega
varanlegum siglingum til Bakka
frá Vestmannaeyjum.
7. Strætó er farinn að aka um
nánast allt land.
8. Væntanlega verður þyrlukost-
ur þjóðar með meiri ágætum í
framtíð til að bregðast skjótt við
óhöppum og neyðartilfellum.
9. Flestir sem koma fljúgandi til
Reykjavíkur hyggja á framhalds-
flug til annarra landa og þurfa því
að greiða fyrir ferð frá Reykjavík
til Keflavíkur og til baka í stað
þess að lenda í Keflavík og þaðan
beint í næstu vél.
10. Menn kjósa í framtíð að fara
á rafbíl á milli staða og vera
hreyfanlegir á áfangastað í stað
þess að standa á vellinum og þurfa
svo að taka strætó og/eða leigubíl
til að komast á milli staða í höfðu-
staðnum, en 85% af þjóðinni eru í
minna en 80 mínútna akstri frá
miðbæ Reykjavíkur.
11. Skv. grein í „Lifandi vís-
indum“ er verið að þróa há-
hraðalestir, sem verða í lofttæmd-
um rörum, þar sem hraði er allt
að 600 km/klst. og tæki þá aðeins
örfáar mínútur að skjótast frá
Miðnesheiði til Reykjavíkur.
12. Tekjur af sölu lands í Vatns-
mýri nema kannski 150-200 ma,
sem myndi aldeilis minnka skulda-
mál ríkis og Reykjavíkur.
13. Mjög lítinn viðbótarkostnað
þyrfti til að bæta við innanlands-
flugi í Keflavík.
14. Völlur á Miðnesheiði er
miklum mun öruggari og öll skil-
yrði betri.
Er því ekki einsýnt að stefna
skuli öllu flugi framtíðar á bezta
staðinn, þ.e. Miðnesheiði, því
Reykjavíkurflugvöllur er barn síns
tíma og þarf miklu til að kosta svo
að hann uppfylli væntingar nú-
tímans, t.d. nýju flugskýli, nýrri
flugstöð o.s.frv.
RAGNA GARÐARSDÓTTIR
húsfreyja.
Rögnurök
Frá Rögnu Garðarsdóttur
Í grein Karls Lúðvíks-
sonar „Verða veiðimenn
í rusli 1. maí?“ sem birt-
ist á vef mbl.is hinn 8.4.
2013 kemur í hnotskurn
fram eitt helsta vanda-
mál sem við er að glíma
varðandi umgengni á
veiðislóð. Má eiginlega
segja að Karl hafi skotið
sig í fótinn með veiði-
stönginni sinni, hvernig
sem það er nú hægt! Það
er nefnilega þannig að reglur eru sett-
ar til þess að farið sé eftir þeim. Þær
eru ekki settar til þess að hver og einn
geti ákveðið upp á sitt eindæmi hvað
séu sanngjarnar reglur og hvað ekki
og brotið þær reglur sem viðkomandi
finnst ekki sanngjarnar. Þannig gæti
Karli þótt ósanngjarnt að banna mak-
ríl við veiðar, Kalla litla þótt klént að
mega ekki vera á flotvöðlum og Lúlla
þótt leiðinlegt að mega ekki bara
stinga sígarettustubbunum undir
næsta stein. Ég tek það fram að eftir
því sem ég veit best er Karl alls ekki í
hópi þeirra sem ganga illa um á veiði-
slóð.
Hvað er að?
Ég hef veitt við Þingvallavatn í 20
ár og undanfarin ár hafa þetta verið
15-20 skipti á sumri á þremur til fjór-
um mismunandi stöðum við vatnið.
Ekkert er yndislegra en að standa úti
í vatni í ljósaskiptunum og hlusta og
finna þegar dagar á ný og lífríkið í og
við vatnið tekur við sér. Ég hef mikið
til hætt veiði í þjóðgarðinum bæði
vegna mikils ágangs (maður vill jú
nefnilega líka fá frið) og vegna öm-
urlegrar umgengni sem maður verður
vitni að þegar maður mætir niður að
vatnsbakkanum. Með tilkomu veiði-
kortsins versnaði ágangurinn og um-
gengnin mikið og hefur raunar smitað
út frá sér út á önnur svæði við vatnið.
Síðustu ár hef ég tekið með mér rusla-
poka niður að vatni, því ég get bara
ekki hugsað mér að byrja veiðar með
sígarettustubba liggjandi um allt við
bakkann og fljótandi í vatninu. Þar
finnur maður líka um-
búðir utan af spúnum,
plastpoka og veiðigarn
liggjandi út um allt,
leifar af makríl og ann-
arri beitu, bjór- og gos-
dósir sem jafnvel hefur
verið troðið ofan í ein-
hverja hraungjótuna.
Þessi umgengni ber
veiðimönnum ekki vel
söguna og segir okkur
að til eru veiðimenn
sem er algerlega sama
um umhverfi sitt.
Hvað er til ráða?
Ég er alfarið á móti bönnum eins og
Þingvallanefnd hefur boðað, því það
kemur eingöngu niður á þeim sem
vilja fara eftir almennum reglum um
umgengni við veiðar. Hinir sem ekki
kunna almennar umgengnisreglur
munu bara halda áfram sinni iðju
enda fara þeir ekki eftir neinum
reglum nema sínum eigin. Þessi
„banntilraun“ hefur hins vegar von-
andi þau áhrif að veiðimenn fari að
ræða þessi mál af alvöru og koma
þeim í eðlilegt horf án þess að líta á
okkur ruslakallana sem tuðara.
Hér þarf að koma til samstarf allra
sem að stangaveiðum koma. Þessi
umgengni er ekki bundin eingöngu
við Þingvallavatn heldur á hún við á
flestum stöðum. Aðilar veiðikortsins,
ásamt stangveiðifélögum, ættu að
taka sig saman og hvetja til bættrar
umgengni við veiðislóð, bæði með
bæklingum og í allri umræðu á fund-
um og á netinu. Þá skiptir einmitt
máli að allir fari eftir þeim reglum
sem settar eru, ekki bara sumum.
Göngum vel um landið okkar í sum-
ar og skiljum umhverfið eftir í sama
eða betra ástandi en það var þegar við
komum. Þannig njótum við þess best.
Verða veiðimenn bara að
hlíta reglum þegar þeim
finnst það sanngjarnt?
Eftir Hans Guttorm
Þormar
Hans Guttormur
Þormar
» Bætt umgengni við
umhverfið er hagur
okkar allra.
Höfundur er líffræðingur og áhuga-
maður um stangveiði.
Sautján borð í Gullsmára
Spilað var á 17 borðum í Gull-
smára, mánudaginn 22. apríl.
Úrslit í N/S:
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 334
Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinsson 318
Ragnh.Gunnarsd. - Sveinn Sigurjónss. 312
Þórður Jörundss. -
Jörundur Þórðarson 282
A/V:
Guðrún Gestsd. - Gunnar Hansson 343
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 301
Haukur Guðmss. - Stefán Ólafsson 299
Bergljót Gunnarsd. - Oddur Jónsson 297
Ekki verður spilað næsta fimmtu-
dag, sumardaginn fyrsta.
Eldri borgarar Stangarhyl
Fimmtudaginn 18. apríl var spil-
aður tvímenningur hjá Bridsdeild
Félags eldri borgara, Stangarhyl 4,
Reykjavík. Keppt var á 12 borðum.
Meðalskor 216. Þessir urðu efstir í
N/S:
Ágúst Helgason - Haukur Harðars. 272
Helgi Samúelss. - Sigurjón Helgason 267
Valdimar Ásmundss. - Björn Péturss.242
Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 241
A-V
Unnar A. Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 282
Bjarni Guðnas. - Guðm. K Steinbach 246
Bergur Ingimundars. - Axel Láruss. 229
Helgi Hallgrss. - Kristán Guðmss. 228
Mánudaginn 22. apríl var spilaður
tvímenningur. Keppt var á 13 borð-
um. Meðalskor var 312 stig. Þessir
urðu efstir í N/S:
Óskar Karlsson - Ragnar Björnss. 389
Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 376
Örn Ísebarn - Hallgrímur Jónsson 371
Valdimar Ásmundss. - Björn Péturss. 349
A/V
Jón Þ Karlsson - Björgvin Kjartansson 370
Albert Þorsteinss. - Friðrik Hermannss. 366
Örn Ingólfsson -
Steinn Lárusson 343
Bergur Ingimundars. - Axel Láruss. 328
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is