Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 34

Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 34
34 UMRÆÐANKosningar 2013 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Undarlegt er að upplifa hvernig kaupin ger- ast á eyrinni í aðdraganda kosninga. Annars vegar eru flokkarnir sem setið hafa á Alþingi með tæpar 400 milljónir frá almenningi í sjóð- um sínum til að reka áróður fyrir starfi sínu allt árið. Hins vegar eru nýju framboðin aura- laus á byrjunarreit. Stöðvar tvær og blað svindla Þegar boðað hefur verið til kosninga eru all- ir frambjóðendur umboðslausir, sitjandi þing- menn, ráðherrar og aðrir. Allir eiga að sitja við sama borð. Kosningunum má líkja við maraþonhlaup. En sökum lýðræðishalla og þjónkunar fjölmiðla hafa sumir forskot, þ.e. þeir sem hafa peningana og fjölmiðlana. Þegar framboðin hafa komið fram í Sjón- varpinu síðustu vikur er núverandi alþingismönnum, einkum úr 4-flokknum og nýfæddu viðhengi hans, boðið að tala. Svo fá smælingjarnir að tala. Ráðherrar eru teknir í drottningarviðtöl í byrjun þátta og svo gerast spyrlarnir einskonar ölmusugjafar gagnvart aumingj- unum. Á Stöð 2 eru menn svo ósvífnir að tala bara við fulltrúa þeirra framboða sem skv. nýjustu skoðana- könnum má ætla að nái mönnum á þing! Hinir eru ekki virtir viðlits. Þetta sama viðhorf hefur birzt í umfjöllun Fréttablaðsins þar sem flokksbundinn blaðamaður vill ekkert af nýju framboðunum vita nema því sem kennir sig við sjórán. Fjölmiðlafólk í umfjöllun um kosningarnar er upp til hópa sekt um þjónkun við skraut- fugla valdsins og þöggun gagnvart lýðræðinu. Hafi þessi orð mín einhver áhrif á fjölmiðla- fólk á það einkum þrjá kosti: 1. Að hunsa þessa grein, 2. bregðast ókvæða við eða 3. gera brag- arbót á dónaskapnum. Fjölmiðlafólk verður að svara þessari ádrepu en sá böggull fylgir þó skammrifi hvað það sjálft varðar að sama hvert svarið verður þá sannar það sektina. Ef ekkert gerist og greinarhöfundur verður látinn gjalda skoðana sinna og orða og Lýðræðisvaktin verður áfram hunsuð þá hef ég þetta að segja um fólk sem traðk- ar á lýðræðinu og opinni umræðu: Sýnið sómakennd og takið pokann ykkar. Finnið ykkur eitthvað annað að gera. Þjónkun og þöggun Eftir Örn Bárð Jónsson Örn Bárður Jónsson Höfundur er í 2. sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar í R-suður Það vantaði ekki bros- in og blíðuhótin þegar Jóhanna og Steingrímur fóru að leiða okkur upp fjallið, en Adam var ekki lengi í paradís. Í miðjum hlíðum þann 1. júlí 2009 spörkuðu þau okkur nið- ur að fjallsrótum þar sem við liggjum enn óbætt hjá garði með kjaraskerðingu en þau fóru á topp- inn og löguðu allar sínar skerðingar hjá ráðherrum og alþingismönnum, þrjá mánuði aftur í tímann ef ég man rétt, þeim veitir greinilega ekki af, þau hafa svo lág laun. Þeir mætu menn, Björgvin Guð- mundsson, formaður kjaranefndar eldri borgara, og Jón Kr. Óskarsson, formaður eldri borgara í Hafnar- firði, hafa skrifað merkar greinar í blöð um þessi efni og leyfi ég mér að vitna í þá. Björgvin spurði forsætisráðherra á fundi um afturköllun á kjaraskerð- ingu í desember 2011. Taldi hún öll tormerki á því, það má ekki mis- muna eldri borgurum og öryrkjum, samkvæmt lögum. Taldi Björgvin að Samfylkingin gæti ekki farið í kosn- ingar með þetta svikna loforð um afturköllun kjaraskerðingar á bak- inu en það er hún einmitt að gera. Jón telur aftur á móti að stjórnin í þessu máli sé margbúin að brjóta stjórnarskrá okkar Íslendinga og í grein sem hann skrifaði í Fjarðar- póstinn þann 17. janúar síðastliðinn sagði hann að það væri búið að ræna þau hjón um 1,8 milljónum frá því 1. júlí 2009, munar um minna. Þegar allir landsmenn fengu 11 þúsund króna launauppbót fengu ellilíf- eyrisþegar og öryrkjar skaffaðan rúmlega helming þeirrar upphæðar af þessum höfðingjum. Við, sem erum búin að borga í lífeyr- issjóð alla okkar tíð, til hvers var það, þegar allt er dregið frá hjá Tryggingastofnun ríkisins. Talið er að við þurfum 20-30% hækkun strax. Ef einhverjir af eldri borgurum eða öryrkjum ætlar að kjósa Samfylk- inguna eða Vinstri græna eru þeir ekki aðeins að svíkja sjálfa sig, held- ur alla félaga sína í sömu sporum. Þetta svikalið sem treður endalaust á sínum minnstu systkinum á ekkert erindi á Alþingi. Við erum með um 67.600 atkvæði. Þetta lið hefur skað- að okkur um hundruð þúsunda hvert og eitt, sópum þessu svikaliði út af Alþingi og sendum skýr skilaboð til næstu stjórnar og látum þau vita hvar Davíð keypti ölið. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar Eftir Svein Kjartansson Sveinn Kjartansson Höfundur er ellilífeyrisþegi. Strandveiðarnar hafa sannað gildi sitt frá því þeim var komið á fyrir fjórum árum. Fyrsta sumarið voru 500 strandveiðibátar á miðunum, þeim fjölgaði strax sumarið eftir og í fyrra voru þeir ríflega 700. Tugþús- undum tonna af fiski hefur verið landað á þeim tíma sem liðinn er, til mikilla bóta í sjávarplássum landsins, einkum þar sem fiskvinnslur höfðu áður þurft að loka yfir sumartímann vegna hráefnisskorts. Strand- veiðarnar gæddu hafnirnar lífi. Þær eru komnar til að vera. Það skýtur því skökku við hversu mikill andróður hefur verið viðhafður gegn strandveiðunum allt síðasta kjörtímabil. Sá andróður hefur einkum verið hjá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki en einnig hags- munaöflum innan LÍÚ sem fengið hafa liðsstyrk Sam- taka atvinnulífsins, valinna hagfræðinga og meira að segja einstaka aðila innan ASÍ. Þessir aðilar voru í upphafi andsnúnir strandveiðum þegar þeim var komið á. Hafa þeir síðan hvorki viljað greiða götu þeirra né bæta framkvæmdina í ljósi reynsl- unnar sem orðin er. Það kom m.a. í minn hlut sem þá- verandi varaformanns og um tíma starfandi formanns sjávarútvegsnefndar Alþingis að koma strandveiði- frumvarpi ríkisstjórnarinnar gegnum þingið. Það kost- aði átök og pólitíska pústra, en tókst. Síðar flutti ég frumvarp um breytta og bætta framkvæmd á strand- veiðunum. Það fól í sér að jafna þann aðstöðumun sem borið hefur á milli veiðisvæða, draga þar með úr svo- kölluðum ólympískum veiðum og tryggja að einungis raunverulegir eigendur strandveiðibáta geri út á þessar veiðar sem eru hugsaðar sem einyrkjaveiðar fyrir smá- báta. Framsóknar- og sjálfstæðismenn, ásamt hags- munaöflum LÍÚ o.fl. brugðu fæti fyrir málið og það náði ekki fram að ganga. En nú kveður við annan tón, ef marka má framboðs- fundi í Norðvesturkjördæmi að undanförnu. Nú þegar kosningar nálgast neyðast stjórn- málamenn til þess að hlusta á fólkið í landinu. Kemur þá ekki í ljós að almenn ánægja er með það að strandveiðum skyldi hafa verið komið á. Kemur þá ekki í ljós að strandveiðarnar hafa reynst mikil búbót í atvinnulífinu vítt um land. Kemur þá ekki í ljós að almenn samstaða er um það meðal landsmanna að viðhalda strandveiðunum þar sem þær hafa sannað gildi sitt fyrir löngu, útvegað fiskvinnslunni hráefni og gætt hafnirnar lífi. Kemur þá ekki í ljós, og rifjast upp fyrir mönnum, að sleggjudómar um slök aflagæði strand- veiðibáta voru hraktir með könnun sem Fiskistofa lét gera á kjörtímabillinu þar sem í ljós kom að aflagæði strandveiðibáta eru fyllilega sambærileg við gæði ann- arra dagróðrabáta, og aflameðferð fer batnandi. Kemur þá ekki í ljós, og rifjast upp fyrir mönnum, að Háskólasetur Vestfjarða vann skýrslu um reynsluna af strandveiðunum ári eftir að þeim var komið á. Sú skýrsla var strandveiðunum mjög í hag. Reynslan af þeim hefur batnað síðan. Þannig að nú hefur hljóðnað mjög í úrtölukórnum og samhljómur hans minnkað. Gott ef frambjóðendur eru ekki flestir með tillögur uppi, samhljóða frumvarpinu mínu frá í vetur, um það hvernig megi bæta strandveið- arnar. Þannig tala þeir núna, rétt á meðan þeir sitja meðal kjósenda sinna. Batnandi mönnum er best að lifa, skulum við segja. Hvort hljóðið breytist þegar þeir eru svo komnir suður aftur, inn á gólf hjá hagsmunaaðilum, er hins vegar spurning sem bíður svars. Hitt er óhagganleg staðreynd að strandveiðarnar hafa sannað gildi sitt víðast hvar á landinu. Þær eru komnar til að vera. Það er vel. Nú vilja allir strandveiðar Eftir Ólínu Þorvarðardóttur Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er þingmaður fyrir Samfylkingu í NV-kjördæmi Það er alltaf hollt, rétt fyrir kosningar, að átta sig á helstu þjóðhagsstærðum. Fráfarandi stjórnarflokkar hafa látið í veðri vaka, að nú sé kreppan búin og framundan séu bjartari tímar. Aðr- ir flokkar keppast við, hver í kapp við annan, að lofa nýjum út- gjöldum, lækkun húsnæðislána, hækkun útgjalda til heilbrigðis- og menntamála o.s.frv. Því er þarft að halda til haga að: Verg landsframleiðsla – það sem þjóðin hefur úr að spila – er um 5% minni 2012 en 2007. Verg landsframleiðsla á hvert mannsbarn er sem næst 9% minni 2012 en 2007. Við eigum því nokkuð í land til að komast upp úr kreppunni, og loforð stjórnmálamanna ber að taka trúanleg í samræmi við það. BJÖRN MATTHÍASSON hagfræðingur. Áminning til kjósenda Frá Birni Matthíassyni Fyrir fjórum árum ofbauð mér ástandið í þjóðfélaginu og ákvað að gera allt sem í mínu valdi stóð til að taka þátt í endurreisn lands- ins míns. Ég er ekki alls kostar sátt við margt sem hefur verið gert hér síðustu fjögur árin og oft hefur mér fundist forgangsröðunin röng. Ekki er þó allt neikvætt. Síðustu vikur hef ég verið í framboði fyrir Dögun og ég hef virkilega fundið mun á við- horfi fólks til breytinga frá því fyrir fjórum árum. Þá fannst mér margir vantrúaðir á að hægt væri að gera breytingar. Borgarahreyf- ingin mældist með lítið fylgi þangað til rétt fyrir kosningar og svo virtist sem margir hefðu talið að með því að kjósa nýjan flokk væru menn að kasta at- kvæði sínu á glæ og hætta væri á að það félli dautt niður. Raunin varð önnur. Nú er viðhorfið allt annað. Samkvæmt skoðanakönn- unum virðist fjórðungur kjósenda ætla að kjósa ný fram- boð og nóg er úr að velja. Fólk sem við frambjóðendur Dögunar hittum á förnum vegi virðist almennt jákvætt í garð nýrra framboða og þakklátt fyrir að einhver bjóði sig fram til að knýja fram breytingar. Fáir virðast líta á það sem móðgun að einhverjum detti í hug að stofna stjórnmálaflokk. Dögun var stofnuð fyrir rúmu ári en aðdragandinn er mun lengri. Í Dögun koma saman þrjár stjórnmálahreyf- ingar, auk fólks úr öllum áttum sem hefur starfað að stjórnmálum og þjóðfélags- umbótum eftir hrun, svo sem vegna skulda- vanda heimilanna, að lýðræðisumbótum og vegna Icesave, svo eitthvað sé nefnt. Dögun er hvorki eins máls flokkur né eins manns flokk- ur og hefur breiða stefnu sem unnin er á lýð- ræðislegan hátt þar sem öllum hefur verið heimil þátttaka. Við setjum þrjú mál á oddinn fyrir þessar kosningar. Það fyrsta er lausn á skuldavanda heimilanna, afnám verðtrygg- ingar og nýtt, sanngjarnt húsnæðiskerfi, hvort heldur sem menn vilja eiga eða leigja heimili sitt svo landsmenn þurfi ekki að vera eins og hamstrar á hjóli til að ná endum sam- an. Því næst eru það auðlindamálin en við viljum tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum og að arð- urinn renni í sem mestum mæli til hennar. Það þriðja eru lýðræðisumbætur, ný stjórnarskrá og það sem hún inni- ber, svo sem jafnt vægi atkvæða, persónukjör og betri stjórnsýslu. Þá leggjum við áherslu á að forgangsraðað verði í þágu þjónustu við fólk um allt land í stað yf- irbyggingar eða steypu. Við í Dögun erum venjulegt fólk af öllum sviðum þjóð- lífs sem viljum bjóða fram krafta okkar fyrir fólkið í landinu. Ekki fyrir fjármagnseigendur eða stórfyr- irtækin, heldur venjulegt fólk eins og þig. Fyrir fólk eins og þig Eftir Margréti Tryggvadóttur Margrét Tryggvadóttir Höfundur er í 1. sæti á lista Dögunar í SV-kjördæmi. Það er merkilegt hvað aðrir flokkar forðast að tala um þá aðferð sem XG Hægri grænir, flokkur fólksins, ætlar að nota til að leiðrétta lánin okkar. Eins og kunnugt er leggja Hægri grænir til að íbúðalánin verði leiðrétt með aðferð sem þegar hefur verið framkvæmd með mjög góðum árangri t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi og Jap- an. Hún felst í því að Seðlabankinn kaupir öll íbúðalán í sérstakan sjóð og eignast þar með öll íbúðalán í landinu. Svo skiptir þessi sjóður á gamla íbúðalánsbréfinu þínu fyrir nýtt íbúðabréf með allt að 45% leið- réttingu ef miðað er við vísitölu neysluverðs 278,1 stig hinn 01.11. 2007 og verður nýja bréfið óverð- tryggt. Fólk getur stillt afborgunum sínum þannig að þær verði aldrei hærri en 20% af útborguðum laun- um eftir skatta. Þannig myndi af- borgun af 20 milljóna krónu láni nema um sextíuþúsundum á mánuði. Þessi lausn kostar skattgreiðendur ekki neitt og annað gott við þessa lausn Hægri grænna er að hún kemst strax til framkvæmda. Ef skoðuð er leið Framsókn- arflokksins virðist vera að það eigi setjast niður með hrægammasjóðunum og fara í samningaviðræður sem guð einn veit hve langan tíma muni taka eða takast. Fólkið í landinu getur ekki beðið eftir úr- lausn þessara mála. Þegar við framkvæmum þessa aðgerð afnemum við í leið- inni almenna verðtrygg- ingu, skiptum um gjald- miðil, tökum upp ríkisdal og tengjum hann við Bandaríkjadal. Þannig náum við stöðugleika fyrir atvinnulífið og neysla heimilanna tekur við sér sem þýðir að hjól efna- hagslífsins fara strax af stað. Þegar við afnemum verðtrygginguna og tengjum gjaldmiðilinn við Banda- ríkjadal verður það ekki lengur hag- ur fjármálastofnananna og annarra fjármagnseiganda að hér sé há verð- bólga heldur þvert á móti munu þessir aðilar keppast við að hjálpa ríkisvaldinu við að halda verðbólg- unni niðri því há verðbólga er nú orðin þeirra tap. Leið Hægri grænna er því leiðin sem allir græða á. Settu því X við G kosningunum. Leiðrétting húsnæðis- lána sem kostar ríkissjóð ekki neitt Eftir Helga Helgason Helgi Helgason Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 4. sæti Hægri grænna í Suð- vesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.