Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Ætli sé ekki auð-
veldast að lýsa
ömmu á þann hátt að hjá henni
komst þú aldrei að tómum kof-
unum. Hvort sem um var að ræða
andlegs eða veraldlegs eðlis.
Aldrei fór ég frá henni með tóm-
an maga, því síður gekk maður
frá henni öðruvísi en stútfullur af
allskonar fróðleik, frásögnum og
vísdómi. Ögn upplýstari, aðeins
betur að sér. Aldrei rakstu ömmu
á gat með nokkur málefni. Það
var einfaldlega ekki nokkur
skapaður hlutur sem hún amma
vissi ekki upp á hár. Ekki nokk-
ur. Enski boltinn, eðlisfræði-
rannsóknir CERN, pólitík,
mannkynssagan, hvað sem var.
Alltaf gastu treyst á að amma
væri með hlutina á tindrandi
tæru. Afmælisdagar hjá börnum,
barnabörnum og barnabarna-
börnum? Upp á hár. Það mátti
stilla klukkuna eftir henni ömmu.
Þegar ég var lítið barn var
Hvassaleiti 105 mitt annað heim-
ili. Eða jafnvel mitt fyrsta heim-
ili. Sem barn var tilvera mín í dá-
litlu róti, mikið um flutninga og
breytingar. Frá Svíþjóð, í Breið-
holtið, út í Hafnarfjörð, inn í
Fossvog. Út um hvippinn og
hvappinn. Í þessu alltumlykjandi
róti færði amma mér það sem
Katrín María
Ármann
✝ Katrín MaríaÁrmann fædd-
ist á Hellissandi 29.
júní l923. Hún lést á
Landspítalanum 3.
apríl 2013.
Útför Katrínar
Maríu fór fram frá
Bústaðakirkju 11.
apríl 2013.
mig vantaði. Stöð-
ugleika. Sá stöðug-
leiki var í raun
nokkurs konar birt-
ingarmynd af því
sem hún amma var.
Hrein og bein,
hreinskilin, föst fyr-
ir en ávallt kurteis.
Að mörgu leyti var
hún kjölfestan í lífi
mínu á þessum
tíma. Slíka kjölfestu
óska sér allir og leita eftir. Og
það var gott að vera hjá ömmu.
Allar sögurnar og frásagnirnar af
endalausum ferðalögum, niður
Níl, upp til Indó-Kína, inn til mið-
ríkjanna. Um alla Evrópu, allt frá
fimleikasýningum í Finnlandi til
fjölskylduferða á Kanarí. Það var
ótrúlega margt sem á daga
þeirra ömmu og afa dreif. Eða
kannski voru þau bara sérstak-
lega dugleg að segja okkur frá
því. Oft tók afi þátt í umræðunni
en var jafnan miskunnarlaust
leiðréttur:
„Nei, Halli minn, hvað held-
urðu að þú munir þetta ekki?
Þetta var ekkert á þriðjudegi,
heldur á miðvikudegi í september
1955.“
Eitthvað sem enginn gat á
nokkurn hátt áttað sig á hvort
rétt væri eða ekki. Nema hún.
Nema amma. En þannig var ein-
mitt hún amma. Svo blátt áfram
akkúrat að það var ekkert sem
slapp undan vökulum augum
hennar. Allt fram á síðasta dag.
Þegar við barnabörnin hennar
vorum að ræða þetta nú fyrir
stuttu, þá veltum við því fyrir
okkur hvort hún amma gæti hafa
verið beintengd við internetið…
áður en internetið kom til sög-
unnar.
Elegansinn, glæsileikinn, fest-
an og fegurðin hvarf aldrei frá
ömmu. Skarpskyggnin ekki held-
ur. Fram á síðustu andartökin
var hún ennþá svo falleg. Svo
glæsileg. Og við síðasta andar-
dráttinn mátti ennþá svo auð-
veldlega greina þetta allt.
Elsku afi, ef ég bara gæti gert
mér í hugarlund hversu mikill
missir þinn er og hversu sorg þín
er djúp. En ég get það ekki. Ég
get bara reynt að ímynda mér að
sorgin endurspegli það hversu
dásamleg samvera ykkar hefur
verið öll þessi ár. Hve sterkt sam-
band ykkar hefur verið í gegnum
alla þessa áratugi. Hversu stór-
brotnu lífi þið hafið lifað. Hversu
stórkostlegan lífsförunaut þú
hefur valið þér. Ég vona að þú
finnir styrk í þeirri hugsun.
Þórhallur Ágústsson.
Katrín María Ármann amma
okkar var hinn mesti kvenskör-
ungur. Hún var merkileg og fal-
leg kona sem vissi og mundi alla
mögulega og ómögulega hluti.
Hjá henni var hægt að fá svör við
nánast öllu og ekkert var henni
óviðkomandi.
Eitt af hennar aðaláhugamál-
um var að ferðast og ber heimili
afa og ömmu vel þess merki. Þar
má finna muni frá hinum fjarlæg-
ustu heimshornum. Það var líka
ótrúlegt hvað hún man úr þess-
um ferðalögum og gat hún lýst
heilu borgunum af slíkri ná-
kvæmni að halda mætti að hún
hefði verið þar í gær.
Ekki aðeins var amma klár, vel
gefin og myndarleg kona heldur
var hún einnig ákaflega hjartahlý
og ræddi ávallt við okkur á jafn-
ingjagrundvelli. Við lærðum
margt af ömmu en það mikilvæg-
asta er líklega að lenda í ævintýr-
um, bera höfuðið hátt, vera stolt-
ur, brosa framan í heiminn og
segja sína meiningu.
Ást ömmu og afa var sönn og
þau unnu mjög hvort öðru í þau
mörgu ár sem þau voru gift.
Margar af okkar bestu stundum
hafa verið með ömmu og afa en
heimsóknir okkar til þeirra ein-
kenndust ávallt af gleði og virð-
ingu.
Kærleikur og viska ömmu
mun fylgja þeim sem þekktu
hana um ókomna tíð. Við kveðj-
um þig nú elsku amma okkar og
biðjum Guð um að vera með þér.
Valentínus Þór Valdimars-
son, Ari Freyr Valdimarsson,
Hafdís Erla Valdimarsdóttir,
Þórir Ármann Valdimarsson.
Vorið 1947 var ég nýútskrifuð
úr Kvennaskólanum í Reykjavík.
Þá 17 ára gömul tók ég við starfi
Katrínar Ármann hjá H. Bene-
diktssyni og Co. Hún var einnig
Kvennaskólastúlka, en yfirmenn
fyrirtækisins leituðu eftir stúlk-
um úr skólanum til starfa. Þar
voru fyrir Unnur Magnúsdóttir,
nú látin, og Halldóra Sigurjóns-
dóttir og Guðrún Thorarensen,
báðar níræðar í dag. Við bund-
umst allar vináttuböndum sem
aldrei hefur fallið skuggi á.
Katrín og Þórhallur urðu ná-
grannar okkar Ásgeirs í Hvassa-
leiti í mörg ár og var vinátta á
milli okkar hjónanna afar góð. Er
ég full þakklætis fyrir þann góða
tíma.
Katrín var einstök kona. Hún
var greind, falleg, heilsteypt, vel
lesin, fróð, mikil dama og fim-
leikastjarna. Við vorum nánar og
var ómetanlegt að eiga hana fyrir
vinkonu í áratugi. Ég minnist
hennar með þakklæti og hlýhug
og sendi Þórhalli vini mínum og
sonum þeirra, Ágústi, Helga og
Valdimar og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Margrét Halldóra.
Hún Lilja systir
mín er látin, kraftarnir voru
búnir hjá þessari athafnasömu
húsfrú á Grund í Reykhóla-
sveit. Ég var stödd í útlöndum
er andlátið bar að og við hjónin
rétt náðum vestur fyrir kveðju-
stundina. Það varð mikil seink-
un á heimflugi frá Tenerife,
vont veður og ófærð á leiðinni
vestur. En það tókst. Fólk lét
hvorki veður né færð stoppa sig
til að geta kvatt mína kæru
systur.
Lilja var húsmóðir á Grund
og það nafn bar hún með sóma.
Vinsæl kona, góð, greiðvikin,
rausnarleg við gesti og gang-
andi. Við áttum margt sameig-
inlegt eins og ást á hestum og
kindum. Lilja átti alltaf hesta
og líka notaði hún reiðhesta
pabba. Þeir voru fremur stygg-
ir en Lilja náði þeim alltaf. Í
engjaheyskap var það lengi
verk Lilju að sjá um hestana og
fara á milli, það er að flytja hey
á klakki heim á tún. Ég fékk
það verk á eftir Lilju. Ólafur
mágur lenti í því að þassa mig
á skipi á leið frá Reykjavík.
Mamma var sjóveik en ég úti
um allt skip. Eftir það þótti
mér Óli með albestu mönnum
sem ég hef kynnst. Kynni
þeirra voru orðin alllöng þegar
þau giftu sig. Óli var mjög
heimakær og kom sér það vel
Kristín Lilja
Þórarinsdóttir
✝ Lilja Þórarins-dóttir fæddist á
Reykhólum 12. júlí
1922. Hún lést 3.
apríl 2013 á Dval-
arheimilinu Barma-
hlíð.
Útför hennar fór
fram frá Reykhóla-
kirkju 12. apríl
2013.
fyrir systur mína,
því oft þurfti að
skreppa á hestbak
og hitta fólk á öðr-
um bæjum, því
konan var ákaflega
félagslynd. Ég
hafði þá ánægju að
taka á móti Unn-
steini Hjálmari 23.
janúar 1957 og síð-
an úr snjóflóðinu,
sem féll á útihúsin
á Grund 18. janúar 1995 en þeir
feðgar fundust um kl. sjö að
morgni 19. janúar. Vegna
ófærðar og óveðurs komust að-
eins fimmtán manns, konur og
karlar, til aðstoðar við leitina
að þeim feðgum og allir stóðu
sig eins og hetjur. Þessa hræði-
legu nótt upplifði ég með syst-
ur minni. Það var léttir, bæði
gleði og sorg, þegar þeir feðgar
voru komnir í hús, bóndinn lát-
inn og sonurinn á lífi. Gleði-
stundir voru líka margar, af-
mæli, útreiðartúrar,
smalamennska, leitarkaffi á
Grund o.fl.
Mikill gleðidagur var 9. apríl
2004, fimmtíu ára afmæli Guð-
mundar og Ásta Sjöfn og Guð-
mundur gengu í hjónaband.
Okkur Mána veittist sú ánægja
að vera með fjölskyldunni
þennan dag. Ásta Sjöfn kom
með fallega dóttur, hana Heklu
Karen, inn í fjölskylduna og svo
komu ömmudrengirnir þrír,
Tindur Ólafur, Ketill Ingi og
Kristján Steinn. Lilja var ákaf-
lega hamingjusöm með þessi
börn.
Lilja kvaddi mig ákaflega vel
eftir heimsóknir og spurði hve-
nær hún fengi að sjá mig aftur.
Síðasta kveðjan var ekki síst.
Svana mín hjálpaði okkur að ná
símasambandi við Lilju á
páskadaginn en ég heyrði lítið í
henni þar til ég sagði: „Mig
langaði bara til að heyra í
henni Lilju á Grund.“ Þá hló
mín kona. Það var góð kveðja.
Út um græna grundu
gakktu, hjörðin mín.
Yndi vorsins undu.
Ég skal gæta þín.
(S.T.)
Ég kveð kæra systur og
þakka af alhug liðna tíð. Sendi
sonum hennar, tengdadóttur og
börnum innilegar samúðar-
kveðjur frá okkur Mána.
Í Guðs friði.
Kristín Ingibjörg Tóm-
asdóttir (Dídí systir).
Elsku Lilja mín, nú hefur þú
kvatt þetta tilverustig. Það er
svo margs að minnast og þakka
fyrir. Þú varst einlægt nátt-
úrubarn, gafst svo mikið af þér
og varst hreinskiptin og heið-
arleg. Samband þitt við dýrin
var einstakt.
Það var alltaf svo gott að
koma upp á Grund. Ég var allt-
af velkomin en þú settir jafnvel
ofan í við mig ef ég mætti ekki
í árlegt réttarkaffið þitt. Hjá
þér fékk ég sem barn að kynn-
ast sauðburði, hvernig þú hlúð-
ir að líflitlum lömbum og þau
brögguðust. Það þætti eflaust
ekki fínt í dag að taka lítið
lamb inn í eldhús, setja það fyr-
ir framan AGA-eldavélina svo
það fengi ylinn og hlýjuna, en
þannig gast þú komið lífi í lítið
lamb, þvílík gleði sem því
fylgdi. Ótalmargar ljúfar æsku-
minningar á ég frá Grund.
Seinna fengu börnin mín einnig
að kynnast því og það er þeim
ómetanlegt. Heimili ykkar Óla
stóð þeim ætíð opið. Fyrir það
er ég endalaust þakklát. Þú
varst sem amma barnanna
minna og varst ætíð kölluð
Lilja amma, það er svo gott að
geta sagt amma.
Líf þitt var ekki átakalaust.
Hvernig þú vannst úr sorginni
þegar hann Óli þinn fórst í
snjóflóðinu var aðdáunarvert.
Þá sást glöggt hversu sterk þú
varst.
Elsku Lilja mín. Samferða-
fólk þitt hefur lært mikið af þér
og marga hefur þú gert að
betri manneskjum. Þú varst
einstök kona. Takk fyrir að
vera þú sjálf.
Sonum þínum, tengdadóttur
og barnabörnunum fjórum
sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Steinunn Ó. Rasmus.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
MARÍA JÓNÍNA SIGURÐARDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
Þórunnarstræti 91,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
föstudaginn 19. apríl.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. apríl
kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Öldrunarheimili
Akureyrar eða Oddfellowregluna á Akureyri.
Gunnar Jónsson, Svanhildur Daníelsdóttir,
Daníel Gunnarsson,
Sigurður Þorri Gunnarsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR,
Nykhól Mýrdalshreppi,
síðast til heimilis á dvalarheimilinu
Hjallatúni í Vík,
andaðist miðvikudaginn 17. apríl.
Útförin fer fram frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal laugardaginn
27. apríl kl. 13.00.
Hörður Þorsteinsson,
Guðjón Harðarson, Jóhanna Jónsdóttir,
Jóhanna Þórunn Harðardóttir,Guðmundur Oddgeirsson,
Guðbjörg Klara Harðardóttir, Hlynur Björnsson,
Sigurlaug Linda Harðardóttir, Gunnar Vignir Sveinsson,
Steina Guðrún Harðardóttir, Jóhannes Gissurarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR
frá Stóru-Hildisey,
til heimilis að Engjavegi 14,
Selfossi,
lést þriðjudaginn 16. apríl.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 13.30.
Guðjón Jónsson,
Auðbjörg Guðröðardóttir,
Jón Pétur Róbertsson,
Baldur Már Róbertsson, Jill Renea Róbertsson,
Guðmundur Þór Róbertsson, Þórdís G. Magnúsdóttir,
Halldór Ingi Róbertsson,
Rúnar Valur Róbertsson, Ragnheiður Arnardóttir,
Róbert Benedikt Róbertsson, Diljá Mist Einarsdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR ÞORBERGUR HANNESSON
málmsmíðameistari,
Eiðismýri 30,
Seltjarnarnesi,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 20. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún Sigurðardóttir,
Sigurður Gunnarsson, Ólöf G. Ásbjörnsdóttir,
Helga Árnadóttir,
Óli Ragnar Gunnarsson, Ragnheiður Júlíusdóttir,
Heimir Gunnarsson, Ragnhildur Birgisdóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR
frá Helgavatni,
Þverárhlíð,
síðast til heimilis að Borgarbraut 65a,
Borgarnesi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi,
sunnudaginn 21. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 2. maí
kl. 14.00.
Diðrik Vilhjálmsson,
Halldóra Jónsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson,
Pétur Diðriksson, Karítas Þ. Hreinsdóttir,
Jón Diðriksson, Sonia Didriksson,
Kristjana Borchmann, Dieter Borchmann,
Jóhanna M. Diðriksdóttir, Vilhjálmur M. Manfreðsson,
Vilhjálmur Diðriksson, Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir,
Ebba S. Meehan, Neil S. Meehan,
ömmu- og langömmubörn.