Morgunblaðið - 24.04.2013, Síða 38

Morgunblaðið - 24.04.2013, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 ✝ SigríðurÁgústsdóttir fæddist í Reykja- vík 19. apríl 1941. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 12. apríl 2013. Hún var dóttir Sigríðar Hjörleifs- dóttur húsmóður, f. 3.2. 1909, d. 12.8. 1978 og Ágústs Óskars Guðmundssonar, inn- heimtugjaldkera hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, f. 2.8. 1906, d. 14.11. 1994. Bróðir Sigríðar var Atli, deildarstjóri hjá Vélamiðstöð Reykjavík- urborgar, f. 9.4. 1931, d. 11.6. 2006. Sigríður giftist árið 1963 eft- ingur. Birgir á tvö börn af fyrra hjónabandi, Arneyju Íris, f. 5.9. 2001 og Hrafnar Ísak, f. 6.2. 2004. Sigríður gekk í Barnaskóla Austurbæjar og síðar Kvenna- skóla Reykjavíkur þar sem hún lauk Kvennaskólaprófi árið 1958. Sigríður vann ýmis skrif- stofustörf um ævina, m.a. hjá Eimskip, á lögmannsstofu Ragnars Ólafssonar og seinna sem sölufulltrúi hjá Skrifstofu- vélum hf. Árið 1990 festu þau hjónin kaup á efnalauginni Kötlu á Laugarásvegi og ráku hana saman í 13 ár. Sigríður unni fögrum listum og ferða- lögum þar sem tungu- málaþekking hennar nýttist til fullnustu. Hún var einnig hæfi- leikarík handverkskona og liggur eftir hana fjöldi af hand- prjónuðum og hekluðum flík- um, dúkum og listsaumi. Útför Sigríðar Ágústsdóttur fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 24. apríl 2013, og hefst at- höfnin kl. 13. irlifandi eig- inmanni sínum Grími Brandssyni, f. 19. október 1942, skriftvélavirkja. Börn Sigríðar og Gríms eru: dr. Nína Margrét, pí- anóleikari, f. 12.5. 1965, maki Styrkár Hendriksson, við- skipta- og tölv- unarfræðingur, barn þeirra er Kjartan Örn, f. 3.7. 2002; Páll, f. 20.3. 1968, kvikmyndaleikstjóri, maki Dr. Melissa Ann Menendez, pró- fessor, barn þeirra Freyja Sage, f. 10.9. 2007; Birgir f. 26.4. 1973, iðnhönnuður/ frumkvöðull, unnusta hans er Björg Helgadóttir, landfræð- Elsku mamma. Núna ertu komin á betri stað og búin að fá nýtt hlutverk. Það sem þú skilur eftir þig er minn leiðarvísir til betri manns. Þú varst óhrædd við að segja hluti sem þurfti að segja og lagðir mikið uppúr að talað væri út um hlutina. Þú varst dugleg við að tala við okkur börnin, segja okk- ur frá því sem þú fréttir, vissir eða hvað þér fannst. Skondið, að svo varstu hissa á því að börnin þín hefðu skoðanir og væru óhrædd við að tjá sig. Þú kennd- ir mér að meta hið mannlega í fari fólks. Þú varst hlynnt því að nálgast lífið eins og það var og ekki skreyta það litríkari fjöðr- um en þörf var á. Þannig varstu mörgum stuðningur og hjálp þegar enginn annar var til taks, en gerðir sjálf lítið úr þínu hlut- verki og vildir litla viðurkenn- ingu. Þú varst með stórt og opið hjarta og lagðir mikið uppúr tengslum. Þannig sameinaðir þú bæði vini og frændfólk þegar enginn annar hugsaði um það. Það starf þitt var að ég held afar vanmetið af þeim sem þess hafa notið. Það var líka vegna þess að þú varst ekki nógu góð að láta fólk vita af því sem þú gerðir. Þú gerðir það bara og svo átti fólk bara að sjá það. En fólk sér bara svona hluti ekki, eða allavega fáir. En svo merkilegt sem það er, þá er það oft þannig að maður á erfiðara að sjá sjálfan sig í því ljósi sem aðrir sjá. Ég held að ég hafi þannig haft meiri trú á þér og þínum hæfileikum og þinni getu en þú sjálf. Þannig varst þú, að mínu mati, oft betri við aðra en þú áttir til að vera við sjálfa þig. Það er eitthvað sem ég held að við öll eigum að reyna að breyta. Það hef ég sjálfur reynt. Því þú veist afar vel að ef maður byrjar á sjálfum sér, er líklegra að mað- ur sé í betra standi til að sinna öðrum. Ég held að þú hafir séð það núna hin seinustu ár að þú skil- aðir af þér góðu lífstarfi og að þú hafir gert þér grein fyrir og ver- ið stolt af því að hafa komið okk- ur börnum vel til manns. Ég og þú áttum okkar erfiðu tíma og þú veist það í dag, að það sem þú kenndir mér, var það sem ég notaði til að koma okkur á rétta braut. Sú braut var okkur báð- um til blessunar og ég veit að þú sást það eftir á, að við vorum lík- ari en þú hélst. Okkar síðustu ár voru þess vegna í mínum huga betri, því við kunnum bæði betur að meta þá dýrmætu gjöf sem felst í því að eiga hvort annað. Þú varst þakklát og þú sýndir mér það og ég er afar þakklátur fyrir okkar síðustu stundir. Ég veit að þú varst ánægð með mig og ég veit að þú munt standa stolt með okkur Björgu í sumar, enda sástu það sama og ég sé, og veist og sagðir sjálf, að ég væri afar heppinn með hana og henn- ar fjölskyldu. Elsku mamma, minning þín lifir í okkur börnunum og barna- börnum, og þannig vildir þú hafa það. Þú hefur nú lokið þínu verk- efni hérna. Þú veist að ég mun sjá um pabba á líkan hátt og þú sást um afa. Við systkinin stönd- um þéttar saman, eins og þú vildir. Ég veit að þú og afi sitjið saman í hring og sendið góða strauma til okkar. Ég mun áfram mæta mínum verkefnum og veit að þú munt styðja mig á allan þann hátt sem þú getur. Þinn sonur, Birgir. Elsku Systa mín, þetta var alltof stutt. Ég var bara búin að þekkja þig í 6 ár og átti eftir að gera svo margt og læra enn meira af þér. Þú varst yfirleitt alltaf brosandi og húmorinn var alltaf til staðar, alveg til enda. Ég mun alltaf halda uppá allt það sem þú prjónaðir handa mér og Birgi og börnunum, verst að fleiri flíkur fá ekki að líta dags- ins ljós. Og ég mun gera mitt besta að gera súkkulaðikökuna og útbúa heimsins bestu síld á jólunum. Verð bara að nota rétt kókó í kökuna og prufa mig áfram með síldaruppskriftirnar, en ég veit að það verður aldrei alveg eins. Smákökuuppskriftirnar voru all- ar komnar og mér hefur nú tek- ist nokkurn veginn að gera þær eins og þú, eða það segir Birgir. Þið Grímur voruð svo dugleg að ferðast og alltaf komstu með töskurnar fullar af fötum og gjöfum handa börnunum. Og svo kom í ljós að þú varst ansi klár að velja líka alltaf flottar flíkur og skartgripi handa okkur Nínu og Lisu, sem sást nú vel sl. jól þegar fallegu kjólarnir komu í jólapökkunum til okkar. Ég mun alltaf halda sérstaklega uppá bláa kjólinn og fjólubláa háls- menið. Fjólublár mun líka alltaf tengjast þér, enda einn af þínum uppáhaldslitum. Þegar þið Grím- ur hélduð upp á stórafmælin og brúðkaupsafmælið í janúar, þá var allt í fjólubláu og ég mun halda uppá kertalugtirnar frá þeirri veislu. Mikið var það nú æðislegt að fá að njóta þeirrar veislu með þér og ykkur og ekki sá neinn á þér að þú værir sár- kvalin það kvöld, barst þig glæsilega og stóðst þig eins og hetja. Þá vissum við ekki að krabbameinið var tekið að herja á þig. Við munum ylja okkur við þessar minningar og svo margar aðrar. Þú elskaðir barnabörnin þín meira en allt annað og varst svo stolt af því að eiga svona fal- legan og hæfileikaríkan hóp. Ég veit að þú fylgir okkur í brúð- kaupinu í sumar og munt vera fyrst í veisluna og fara síðust. Við vitum að þú munt alltaf fylgja okkur og vera hjá okkur en við munum sakna þín mikið. Guð blessi minningu þína, elsku tengdamamma mín, við elskum þig öll og biðjum að heilsa öllum þarna hinum megin. Þín tengdadóttir, Björg. Elsku Systa, þú hvarfst alltof fljótt úr lífi okkar allra, og er þín sárt saknað af fjölskyldu og vin- um. Ég kom inn í fjölskylduna 18 ára gamall, eftir að hafa í nokk- urn tíma gengið með grasið í skónum eftir Nínu Margréti dóttur þinni. Mér var strax vel tekið, þó ég væri „úr Breiðholt- inu“ eins og ég hef verið minntur á síðan af þessari gamansömu fjölskyldu. Það varð fljótt ljóst að fjöl- skyldan hafði gaman af ferðalög- um innanlands sem utan ásamt útiveru, og voru sagðar margar sögur af tjaldferðalögum víða um land við frumstæð skilyrði. Systa hafði unun af náttúrunni og helst vildi hún vera úti á palli eða í brekkunni í kringum sum- arbústaðinn að njóta náttúrunn- ar og lynglyktarinnar sem um- lykur bústaðinn á góðum sumardegi. Við nutum þess að Systa var alltaf boðin og búin að aðstoða okkur og hjálpa. Hún bakaði pönnukökur fyrir öll tækifæri og súkkulaðiköku fyrir öll afmæli, sem var svo góð að afmælisbörn- in tímdu varla að gefa með sér. Við nutum þess einnig að fá heimagerðan ís við hátíðlegri til- efni og margar tegundir af heimalagaðri síld um jólin. Elsku Systa, nú ertu farin frá okkur en við munum alltaf njóta nærveru þinnar og hlýju með góðum minningum og fallegum flíkum sem þú prjónaðir fyrir okkur í fjölskyldunni. Styrkár Hendriksson. Við andlát tengdamóður minnar rifjast upp góðar minn- ingar úr sumarbústaðnum henn- ar, Birkiholti. Við sátum oft sam- an í mjúkum mosanum í kokteilstofunni, eins og hún kall- aði lautina í brekkunni, ræddum saman í fallegu kvöldbirtunni og nutum þess að hlusta á fuglana kallast á milli birkitrjánna. Systa var vön að segja mér sögur af börnunum sínum eða sjálfri sér og við lok hverrar sögu stækkaði brosið og smitandi hláturinn hækkaði jafnt og þétt. Hún sagði mér líka oft hvað henni fyndist hún vera heppin að hafa eignast tengdadóttur eins og mig, og um leið strauk hún mér um vangann og brosti hlýju brosi. Sumir hrósa öðrum á stundum en meina kannski ekki mikið með því, en Systa var ekki þannig gerð, ég vissi að hún meinti hvert orð af einlægni. Síðustu minningarnar eru frá því daginn, rétt áður en hún dó. Hún var á spítalanum og við töluðum sam- an í gegnum Skype. Við ræddum aðallega um dóttur mína og barnabarn hennar, Freyju Sage. Systa bað mig að kenna Freyju að hver og einn býr að bæði innri og ytri fegurð og óskaði að Freyja myndi temja sér að sjá fólk með þeim hætti. Þegar hún sagði þetta, minntist ég þess augnabliks þegar við hittumst fyrst árið 1995, á tíma þegar ís- lenskt þjóðfélag var enn að að- lagast nýjum innflytjendum, sem margir, eins og ég, eru ekki eins og flestir Íslendingar í útliti. Systa mætti mér brosandi, faðm- aði mig þétt að sér, og ég vissi um leið að ég var velkomin í fjöl- skylduna. Það var þessi eigin- leiki sem ég elskaði mest í fari Systu, hún var með stórt hjarta og kom til dyranna eins og hún var klædd. Hennar verður sárt saknað. Melissa Ann Menendez. Hún amma Systa bjó til lang- besta grjónagraut í heimi, og svo góðan að fólki sem ekki borðaði graut vanalega fannst hennar grautur bestur. Hennar mesta ástríða var að prjóna húfur og peysur handa okkur og hekla þess í milli. Eitt vildi hún þó ekki og það var að prjóna sokka, því þá þyrfti hún að prjóna tvo alveg eins. Amma Systa bjó einnig til æðislegar pönnsur og bestu jólasíld í heimi. Hún var vön að kalla okkur Hrafnar og Kjartan Jósafat, og Arneyju Jós- efínu og svo var Freyja frænka yngst og fékk hún viðurnefnið Jósefína Baker. Okkur þykir afar vænt um það að amma skyldi biðja afa um að smíða Systukot, en það er litla húsið í sumó sem við höfum leikið okkur svo mikið í. Kassa- bíllinn hefur einnig verið mikið notaður og þykir okkur jafnvænt um hann og Systukot. Við eigum kærar minningar úr bústaðnum með ömmu og afa. Elsku amma, vonandi líður þér betur, hvar svosem þú ert núna. Við trúum þó að þú sért hjá okkur öllum stundum, labbir við hliðina á okkur og fylgist með, jafnvel þó við sjáum þig ekki. Kannski hefur þú eignast nýja vini og hitt gamla vini, en við söknum þín alveg ofboðslega mikið. Þegar við komum til þín og afa varstu alltaf brosandi, eins og þú værir svo glöð með að fá okkur í heimsókn. Við vissum að það var vegna þess að þér þótti svo vænt um okkur. Hvíldu í friði, elsku amma, við elskum þig af öllu hjarta. Eftir ár og aldir, ég var heppin að kynnast þér. Nú æskubrunnarnir kaldir, ég veit þú fylgist með mér. Og vonandi þér líður vel, þú lifðir tímana tvenna, ljósið lokast inni í skel og yfir hana fer að fenna. Elsku besta amma mín, vaktu öllum yfir. Ég veit að góða sálin þín, með minningunni lifir. (Arney Íris – 12.4. 2013) Arney og Hrafnar. Það er maímánuður á Spáni. Ég er stödd á spænskunám- skeiði og bý á heimavist. Einn daginn er kallað upp til mín að ég sé komin með gesti. Í anddyri hússins standa Systa og Grímur skælbrosandi. Þetta var óvænt ánægja. Þennan eftirmiðdag fyr- ir rúmum 20 árum gengum við um götur Sevilla og nutum góða veðursins. Í einni götunni sat gítarleikari og spilaði undurfal- legt lag á hljóðfærið sitt. Systa stoppaði, lokaði augunum og andvarpaði. Tónlist var henni af- ar hugleikin og hún naut hennar út í ystu æsar. Það sem einkenndi þessa góðu konu var hversu mikinn metnað hún lagði í fjölskyldu sína sem ég var hluti af um nokkurra ára bil á unglingsárum. Systa hafði mikinn metnað gagnvart börn- um sínum bæði í námi og einka- lífi og þreyttist aldrei á að leggja þeim lífsreglurnar. Þau Grímur veittu börnum sínum gott og gjöfult uppeldi, kenndu þeim að meta tónlist og aðra góða hluti. Þótt leiðir okkar hafi skilið sýndi hún mér alltaf mikla vináttu. Ég minnist Systu með mikilli hlýju og þökk fyrir allt. Ég votta Grími, Páli, Nínu Margréti, Birgi og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Ingibjörg Þórisdóttir. Fallin er frá Sigríður Ágústs- dóttir, eiginkona systursonar míns Gríms Heiðars Brandsson- ar. Systa skilur eftir sig stórt skarð, en missirinn er auðvitað mestur fyrir eiginmann hennar og afkomendur. Var hún mörg- um kostum búin og þau hjónin, Systa og Heiðar, eins og þau voru oftast kölluð, óvenjulega samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau eignuðust hlýlegt heimili og börn sem sómi er að. Systa var mjög vel gerð kona, hrein og bein og fór aldrei í felur með skoðanir sínar, sem voru ætíð tærar og skýrar. Systa og Heiðar urðu ástfang- in mjög ung og var hjónaband þeirra traust og farsælt, svo að erfitt er að lýsa öðru þeirra ein- göngu, því að þau voru svo sam- rýmd. Systa var aðstoðarstúlka á tannlækningastofu minni um nokkurn tíma og reyndist þar frábær starfskraftur sem annars staðar. Hún var ósérhlífin og sjálf- stæð í öllu sínu starfi. Sýndi hún sjúklingunum nærgætni, sér- staklega börnum og öldruðum. Systa var þægileg í umgengni og varð hún oft að sýna þolinmæði þegar eiginmaðurinn, sem er bæði laghentur og hálfgerður töframaður á heimilistæki var beðinn um að lagfæra slík tæki fyrir vini og ættingja. Enda eru hjónin bæði tvö bóngóð. Þeir sem eignast mikið á lífsleiðinni missa að sjálfsögðu mikið að lok- um. Heiðar og fjölskylda þeirra Systu eiga mikið að þakka fyrir. Vonandi gefur það þeim styrk. Magnús R. Gíslason. Við sátum hjá Systu á spít- alanum sunnudaginn fyrir andlát hennar og spjölluðum um daginn og veginn, hún var heldur hress- ari en fyrr og ekki grunaði okk- ur að þetta væri kveðjustundin. Systa og Grímur og við kynnt- umst fyrir tæpum 40 árum, ung og með lífið framundan. Grímur og Lúlli unnu saman hjá Skrif- stofuvélum hf. og tíminn flaug áfram, börnin fæddust, mikið var brallað, farið í ferðalög, farið á árshátíðir, farið til útlanda. Alltaf var Systa hress og kát, elskaði lífið, með skoðanir á flestu og stóð á sínum hugsjón- um, en hlustaði á alla hina og virti þær skoðanir líka. Hún og Grímur ferðuðust mikið á yngri árum og svo var það tjaldvagn- inn, heimasmíðaði. Þau fóru allar helgar með börn og farangur og skoðuðu landið og nutu náttúr- unnar. Við vorum ekki þetta úti- legufólk sem þau voru og fórum því ekki með þeim í þessar helg- arferðir með börnin. Síðan kom sumarbústaðurinn í Svínadal,og fóru þau alltaf eftir vinnu á föstudögum og nutu þess að vera saman í helgarfríi. Stundum heimsóttum við þau þar, borð- uðum góðan mat og gistum. Þegar börnin flugu úr hreiðr- inu fóru þau að fara meira til út- landa og sl. 15 ár vorum við ferðafélagar í nokkrum ferðum með Lionsklúbbnum Tý sem Grímur og Lúlli voru í. Alltaf var jafngaman að hitta Systu og hún naut þessara ferða. Það var al- veg sama hvort það var Barce- lona, Svíþjóð, Bilbao eða Borg- arfjörðurinn, Hesteyri eða bara dagsferð um Suðurlandið. Alltaf var Systa glöð og með í öllum ferðum og veisluhöldum. Ekki má gleyma að í fjölda ára höfum við og Systa og Grím- ur farið í bæinn á Þorláksmessu, borðað góðan mat, hlustað á tón- list og skálað fyrir jólum og ára- mótum. En sl. Þorláksmessu- kvöld sáum við að Systa var ekki söm og áður og fór í bæinn meira á þrjóskunni en getunni. Þá héldum við að hún væri með slæma gigtarverki sem hægt væri að laga. Annað kom í ljós. Elsku Grímur og fjölskylda, Nína Margrét, Páll, Birgir, mak- ar og barnabörn. Við samhryggj- umst ykkur nú þegar Systa er farin og munum sakna hennar, en mestur er söknuður ykkar allra í fjöldskyldunni. Lúðvík og Guðný. Hún Systa hélt okkur við efn- ið, klúbb skyldum við halda, hvort sem okkur væri það ljúft eða leitt. Nú væri nauðsynlegt að standa saman. Eftir því sem árunum fjölgar, fækkar þeim sem þekkja okkur frá barnæsku. Sumar okkar hafði Systa þekkt frá þeim tíma en flestar frá því í Kvennaskólanum í Reykjavík. Klúbburinn var ekki formlega settur á laggir fyrr en árin fóru að telja. Við höfðum nóg með að koma okkur fyrir í lífinu, mennt- ast, vinna og eignast fjölskyldur. Alltaf vissum við hver af annarri, og stundum var blásið til bekkj- arklúbba. Svo fór í hönd síðsum- ar og haust, börn uxu úr grasi, leiðir sumra skildi, veikindi hrjáðu aðrar, dauðinn fór að banka upp á. Þá var það hún Systa sem tók stjórnina og festi í sína bók hver, hvenær og hvar átti að halda klúbb, sú sem ekki gaf sig fram í gestgjafahlutverk þegar röðin var að henni komin, datt út af listanum. Við þessi ströngu skilyrði myndaðist þétt- ur kjarni skólasystra sem fylgd- ist að í gleði og í sorg eftir því sem lífið bauð. Nú er það okkar að sjá til þess að halda áfram eins og hún Systa lagði upp með. Hún Systa átti hann Grím og hann átti Systu, saman áttu þau þrjú mannvænleg börn og fjögur yndisleg barnabörn. Samhentari hjón eru vandfundin. Þau studdu hvort annað algjörlega og nutu lífsins saman eða börðust saman. Kom það best í ljós þegar órétt- lætið dundi yfir og áratuga þjón- usta þeirra álitin óþörf nýjum eigendum fyrirtækis, þar sem tækniþekking og starfsvettvang- ur Gríms hafði verið lengstan hluta starfsaldurs hans. Þau höfðu safnað til ferðalaga og æv- intýra. Nú var sá sjóður tekinn og fyrirtæki keypt. Kauplaus voru þau fyrstu árin en gáfust ekki upp fyrr en þau náðu að borga sér laun og komust í ferðalög, en dýrkeyptur var sá þrældómur þeim báðum heilsu- farslega. Þau nutu saman lífsins á ferðalögum, í sumarhreiðrinu, í félagsskap barnanna og barna- barnanna hér heima og erlendis, en þau nutu líka þess að vera saman tvö, „Systa og Grímsi“. Snarpri og kvalafullri baráttu við krabbamein er lokið. Við hlið Systu var Grímur og börnin þeirra sem umvöfðu þau ást og umhyggju til síðustu stundar Systu, nú styðja þau Grím sem misst hefur besta vin sinn og eiginkonu. Við minnumst sam- kvæmisins sem þau buðu til í janúar í tilefni væntanlegs gull- brúðkaups. Það lýsti þeim vel að klára sitt, njóta lífsins sem best þrátt fyrir veikindi. Stolt tóku þau á mót rétt um sextíu manns á heimili dóttur sinnar, tónlistin ómaði, falleg orð barna og sam- leikur barnabarna gleymist seint. Við þökkum Systu samfylgd- ina og vonum að hún hafi bókina tilbúna þegar við mætum og segi okkur hver, hvenær og hvar við höldum saman klúbb. Þangað til höldum við áfram eins og hún lagði fyrir. Fyrir hönd Bekkjarklúbbsins, Þórdís. Sigríður Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.