Morgunblaðið - 24.04.2013, Síða 43
fyrir dönskukennara á vegum
KHÍ 1973-79, var deildarstjóri
fræðsludeildar Vinnueftirlits rík-
isins 1984-93 og framkvæmda-
stjóri Hagþenkis, félags höfunda
fræðirita og kennslugagna 1993-
2001.
Hörður sat í Stúdentaráði HÍ
1955-56, var formaður Félags rót-
tækra stúdenta 1956-57, sat í
stjórn Æskulýðsfylkingarinnar
1958-60 og Félags háskólamennt-
aðra kennara 1968-71, var í
fræðsluráði Reykjavíkur 1978-82
og fulltrúi Íslands í nefnd sem
stjórnaði norrænu grannmálaáætl-
uninni 1976-77.
Hörður var fyrsti formaður
Hagþenkis, félags höfunda fræði-
rita og kennslugagna, 1983-89 og
sat í stjórn Fjölís, samtaka rétt-
hafa, frá 1986-2002.
Hörður hefur ritað margt um
mennta- og þjóðmál og birt það í
blöðum og tímaritum. Þrjár bækur
um þróun þjóðfélags og lífshátta
liggja eftir hann: Umbúðaþjóð-
félagið – uppgjör og afhjúpun, nýr
framfaraskilningur, 1989, Þjóðráð
– haldbær þróun samfélags og lífs-
hátta, 1999 og Að vera eða sýnast
– gagnrýnin hugsun á tímum
sjónarspilsins, 2007. Hann hefur
samið, ýmist einn eða í samstarfi
við aðra, fjölda kennslubóka í
dönsku og íslensku auk kennslu-
leiðbeininga. Þá er hann höfundur
bóka og fræðsluefnis um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnu-
stað. Hann þýddi ritið Inngangur
að félagsfræði eftir Peter Berger,
ásamt Lofti Guttormssyni, 1968.
Það var lengi vel notað við
kennslu í framhaldsskólum.
Réttindi og hagsmunir höf-
unda fræði- og kennslugagna
Er eitthvað Hörður sem þér
finnst standa upp úr, öðru fremur,
þegar þú lítur um öxl yfir langan
og fjölbreyttan starfsferil?
„Já, mér þykir afar vænt um að
hafa átt þátt í að stofna Hagþenki
– félag höfunda fræðirita og
kennslugagna og verða fyrsti for-
maður þess. Það var bæði lær-
dómsríkt og ánægjulegt að takast
á við það verkefni að auka rétt og
virðingu höfunda sem félagið
starfar fyrir. Með stofnun þess og
starfi tókst að tryggja þeim við-
unandi hlutdeild í greiðslum sem
koma til rétthafa fyrir fjölföldun
úr útgefnum verkum, móta samn-
ingsgrunn fyrir höfunda náms- og
fræðirita og efna til uppörvandi
styrkveitinga og árlegrar við-
urkenningar fyrir vel unnin verk.
Svo þykir manni vitaskuld vænt
um að rekast á fólk sem vill ræða
þjóðmálabækurnar. Umbúðaþjóð-
félagið stendur þar upp úr þótt
næstum sé liðinn aldarfjórðungur
síðan sú bók kom út.“
Fjölskylda
Eiginkona Harðar var Dóróthea
Sveina Einarsdóttir, f. 21.2. 1932,
d. 16.8. 2011, leiðbeinandi. Hún
var dóttir Jónasínu Sveinsdóttur,
f. 21.2. 1890, d. 13.10. 1967, hús-
freyju, og Einars Jörundar Helga-
sonar, f. 7.6. 1896, d. 20.2. 1985,
bónda.
Börn Harðar og Dórótheu eru
Halldóra Björk Bergmann, f. 21.3.
1953, sálfræðingur; Atli, 31.12.
1958, sölufulltrúi; Jóhanna, f. 26.6.
1963, sérfræðingur hjá
Þjóðmenningarhúsinu og Helga
Lilja, f. 7.11. 1967, bókasafns- og
upplýsingafræðingur hjá Hafrann-
sóknastofnun. Barnabörnin eru
níu og þau eiga níu börn.
Bræður Harðar: Árni, f. 22.8.
1935, fyrrv. ritstjóri og rithöf-
undur; Stefán, f. 2.7. 1942, líffræð-
ingur og Jóhann, f. 16.10. 1946,
verkfræðingur.
Foreldrar: Halldóra Árnadóttir,
f. 13.10. 1914 í Keflavík d. 13.3.
2006, húsfreyja og Jóhann Berg-
mann, f. í Keflavík 18.11. 1906, d.
4.2. 1996, bifvélavirki.
Úr frændgarði Harðar Bergmann
Hörður
Bergmann
Pálína Pálsdóttir
húsfr. í Merkisnesi
Halldór Sigurðsson
smiður í Merkisnesi í Höfnum
Bjarnhildur Helga Halldórsdóttir
húsfr. í Veghúsum
Árni Vigfús Magnússon
bátasmiður í Veghúsum í Keflavík
Halldóra Árnadóttir
húsfr. í Keflavík
Þorbjörg Vigfúsdóttir
f. húsfr. á Bolafæti
Magnús Árnason
b. á Bolafæti í Ytri-Njarðvík
Bergsteinn Jónsson
b. í Þinghóli, systursonur Jóhannesar, afa
Gunnars Bergsteinssonar, fyrrv. forstj.
Landhelgisgæslunnar, og systursonur
Þuríðar, langömmu Ólafs G. Einarssonar,
fyrrv. ráðherra og alþingisforseta
Guðlaug Bergmann
húsfr. í Keflavík
Stefán Bergmann
ljósmyndari í Keflavík
Jóhann Bergmann
bifvélavirki í Keflavík
Jóhanna Sigurðardóttir
húsfr. í Fuglavík
Magnús Bergmann
hreppstj. í Fuglavík
Árni Bergmann
rithöfundur og fyrrv. ritstj.
Stefán Bergmann
líffræðingur
Jóhann Bergmann
verkfræðingur
Guðrún Bergmann
húsfr. í Keflavík
Rúnar Júlíusson
hljómlistarmaður
Jónína
Bergmann
húsfr. í
Keflavík
Daníel
Bergmann
bakarameistari
í Rvík
Guðlaugur
Bergmann
forstjóri í
Karnabæ
Guðlaugur
Bergmann
yogakennari
Ólafur
Bergmann
grafíkmaður
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Jón Ísberg, sýslumaður Hún-vetninga og heiðursborgariBlönduóss, fæddist á Möðru-
felli í Eyjafirði 24.4. 1924, sonur
Árnínu Hólmfríðar Ísberg húsfreyju
og Guðbrands Ísberg sýslumanns.
Guðbrandur var sonur Magnúsar, b.
í Snóksdal í Miðdölum Kristjáns-
sonar, hreppstjóra á Gunn-
arsstöðum í Hörðudal Guðbrands-
sonar. Móðir Magnúsar var
Guðbjörg Hákonardóttir. Móðir
Guðbrands var Guðrún Gísladóttir,
b. á Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðudal
Þórðarsonar, og Arndísar Þorsteins-
dóttur. Systir Árnínu var Alexína,
amma Hjálmars Jónssonar, sókn-
arprests í Dómkirkjunni og fyrrv.
alþm..
Meðal systkina Jóns var Ævar
Hrafn Ísberg skattstjóri.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er
Þórhildur Guðjónsdóttir fyrrv. hér-
aðsskjalavörður. Þau eignuðust sex
börn: Arngrím dómstjóra, Eggert
Þór framkvæmdastjóra, Guðbrand
Magnús prentara, Guðjón hagfræð-
ing, Jón Ólaf sagnfræðing og Nínu
Ósk mannfræðing.
Jón lauk stúdentsprófi frá MA
1946 og lögfræðiprófi frá HÍ 1950.
Hann varð fulltrúi sýslumanns
Húnavatnssýslu á Blönduósi 1951 og
var sýslumaður Húnvetninga á ár-
unum 1960-94 við góðan orðstír.
Jón Ísberg gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir Húnvetninga
og íbúa Blönduóss. Hann sat í
hreppsnefnd Blönduósshrepps í ára-
tugi og var oddviti þar í níu ár. Þá
sat hann í bygginganefndum vegna
heilbrigðisstofnana, félagsheimilis,
skóla og bókhlöðu, svo fátt eitt sé
nefnt. Á námsárunum sat hann í
stjórn Vöku og var formaður
Orators og síðar varð hann formaður
Sýslumannafélags Íslands.
Í heimabyggð sinni var hann m.a.
formaður Skógræktarfélags A-
Húnvetninga, Lionsklúbbs Blöndu-
óss og Veiðifélags Laxár á Ásum og
var skátaforingi og safnaðarfulltrúi.
Þá sat hann í stjórnum fjölmargra
fyrirtækja. Hann var í framboði fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn og settist á
Alþingi sem varamaður árið 1967.
Jón lést 24.6. 2009.
Merkir Íslendingar
Jón Ísberg
95 ára
Málfríður Pálsdóttir
90 ára
Lilja Þorgeirsdóttir
85 ára
Bergþór Sigurðsson
80 ára
Birgir Ólafsson
Guðmundur Eggertsson
Halldóra Jafetsdóttir
Jón Kristinn Gíslason
Kristín Jónasdóttir
Sveinbjörn Tryggvason
Þórunn Böðvarsdóttir
75 ára
Dóra Egilson
Emil Wilhelmsson
Guðríður Karlsdóttir
Hanna G. Ingibergsdóttir
Ingibjörg Vestergaard
Þórhalla Haraldsdóttir
70 ára
Christa Hauksson
Jacob Jacobsen
Lúther Olgeirsson
Ólafur Kristinn Sigurðsson
Ólöf Kristín Magnúsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir
60 ára
Ásdís Rafnar
Ásta Steinunn Thoroddsen
Elísabet Þórdís
Harðardóttir
Erla Þórhildur
Sigurðardóttir
Eyrún Björg Jónsdóttir
Finnur S. Kristinsson
Halldóra Þórarinsdóttir
Helgi Jónsson
Hrafnhildur Árnadóttir
Jóhanna Ingimundardóttir
Katarzyna Dabkowska
Kristbjörg Sigurfinnsdóttir
Kristín Björg Hilmarsdóttir
Ragnheiður Gunnarsdóttir
Rudolf Ágúst Jónsson
Sigurjón Símonarson
Þorsteinn Einarsson
50 ára
Angela Berthold
Angelique Butler
Anna Guðný Egilsdóttir
Bára Héðinsdóttir
Edda Antonsdóttir
Guðmundur Kristján
Sigurðsson
Hlynur Magnússon
Ingibjörg Elísabet
Jónsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Margrét Þórðardóttir
María Þórðardóttir
Markús Ómar Sigurðsson
Pétur Fjalar Baldvinsson
Ragnar Harðarson
Rakel Edda Ólafsdóttir
Valþór Brynjarsson
40 ára
Ásta Lín Hilmarsdóttir
Donald Cameron Corbett
Guðjón Óttarsson
Hannes Karl Hilmarsson
Haraldur Daði Ragnarsson
Hrund Harðardóttir
Kristinn Þór Ellertsson
Lilja Guðlaug Bolladóttir
Nína Jacqueline Becker
Ólöf Guðmundsdóttir
Ragnheiður Þóra
Ólafsdóttir
Sigrún Karlsdóttir
Þrúður Sigurðardóttir
30 ára
Anna Gígja Kristjánsdóttir
Guðrún Helga Schopka
Jónas Þór Sveinsson
Marta Kosewska
Marzena Zofia Kuc
Ngoc Gia Luu
Til hamingju með daginn
30 ára Sigríður ólst upp í
Vesturbænum í Reykjavík,
lauk MSc-prófi í iðn-
aðarverkfræði frá Uni-
versity of Minnesota og
starfar hjá Íslandsbanka.
Maki: Arnar Gauti Reyn-
isson, f. 1981, iðn-
aðarverkfræðingur.
Dóttir: Edda Björk Gauta-
dóttir, f. 2012.
Foreldrar: Halldór Jó-
hannsson, f. 1948, og
Nína Björg Ragnarsdóttir,
f. 1949.
Sigríður Vala
Halldórsdóttir
40 ára Sigursveinn ólst
upp á Vopnafirði og er
múrarameistari á Húsa-
vík.
Maki: Elín Pálmadóttir, f.
1978, grunnskólakennari.
Börn: Dagur Ingi, f. 1994;
Andri Már, f. 2005, og
Lena Björk, f. 2009.
Foreldrar: Hreinn Ár-
mannsson, f. 1939, fyrrv.
múrari á Vopnafirði, og
Ásta Sigurjónsdóttir, f.
1946, fyrrv. fiskvinnslu-
kona og húsfreyja.
Sigursveinn
Hreinsson
30 ára Rósa fæddist á
Akureyri, býr nú í Reykja-
vík, lauk stúdentsprófi frá
FÁ og síðar yogakenn-
araprófi, starfar hjá HPC
og rekur eigið sölufyrir-
tæki.
Sonur: Ívan Þór, f. 2008.
Foreldrar: Sigþrúður
Árnadóttur, f. 1964, ritari
hjá Landsbanka Íslands,
og Árni Jón Guðmunds-
son, f. 1964, fyrrv. við-
gerðarmaður. Þau eru bú-
sett í Reykjavík.
Rósa Björk
Árnadóttir