Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 47

Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Pétur Blöndal pebl@mbl.is Dúllaradagurinn var haldinn hátíðleg- ur sl. laugardag á Prikinu, Banka- stræti 12, en með því var heiðruð minning Guðmundar Árnasonar dúll- ara á 100 ára ártíð hans. Það var Dúll- arafélagið sem efndi til samkomunnar, en það er félagsskapur áhugamanna um verk og minningu dúllarans. Guðmundur dúllari fjármagnaði að hluta byggingu Bankastrætis 12, þar sem Prikið er nú til húsa. Það réð staðsetningu viðburðarins. Einar Árnason, forseti félagsins, flutti inngangsorð og annar fé- lagsmaður, Þórólfur Árnason, stýrði samkomunni. Hann las meðal annars valda kafla úr óbirtum æviminn- ingum dúllarans, sem gerði nokkrar atlögur að því að skrifa ævisögu sína í fagurlega rituðum minniskompum. Guðmundur Árnason (f. 7. júlí 1833, d. 20. apríl 1913) var þekktur fyrir dúllið, þar sem hann sönglaði eða söng lög með allsérstæðum hætti. Hann lét eftir sig nokkur rit þar sem hann segir frá ævi sinni og „reisum“ sínum um landið. Þekktur er kafli í ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem Þórbergur Þórðarson færði í let- ur þar sem séra Árni segir frá föð- urbróður sínum Guðmundi. Smári Ólason tónlistarmaður fræddi viðstadda um það að engar upptökur væru til af dúlli Guðmundar, en hann spilaði brot úr nokkrum við- tölum við fólk sem hafði heyrt til Guð- mundar og hermdi eftir dúlli hans. Þá hélt Sigurður Sigurðarson skemmti- lega tölu, þar sem hann rifjaði upp að móðir sín hefði heyrt Guðmund dúlla og haft lag á því sjálf, en þvertekið fyrir að láta taka það upp. Í lokin tók Sigurður smásyrpu fyrir viðstadda með miklum tilþrifum. Þórarinn Eldjárn sagði frá því að hann hefði lengi verið hugfanginn af sögu Guðmundar og flutti tvö ljóð sem hann orti í minningu hans. Annað nefnist Ráðstefna úr ljóða- bókinni Ydd sem kom út árið 1984 og hitt nefnist Í Hlíðarendakirkjugarði og birtist í ljóðabókinni Ort árið 1991, en það hljóðar svo: „Listamaðurinn er dúlla kunnir“ Ævisagan Ein af fagurlega rit- uðum kompum með æviminningum dúllarans sem hann letraði sjálfur. Í Hlíðarendakirkjugarði Hérna laukstu langri göngu þinni listamaðurinn er dúlla kunnir. Faðmar þig í sumarblíðu sinni sveitin er þú jafnan heitast unnir. Gvendur minn, svo margur fékk að heyra músík þína og vel í huga treindi þó hljómaði fyrir þínu innra eyra ennþá hreinni tónn en fólkið greindi. Sefurðu í náðum hér í háum garði Hlíðarenda, orpinn mold og torfi. Dúlla hér fuglar, fattur rís þinn varði finn ég nú einnig sem ég stend og horfi á hlíðina fögru, fljótið, hólmann, Dímon hve fjarskalega mikið skáld var Símon. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Dúllarinn Einar Árnason í pontu og ljósmynd af dúllaranum í öndvegi. Minningin lifir Margt var skrafað í selskap dúllarafélagsins á Prikinu.  Guðmundur dúllari heiðraður á 100 ára ártíð sinni Í kvöld klukkan 20, að kvöldi síð- asta vetrardags, verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi sumarsýningin „Úr djúpunum“. Titillinn vísar til þeirra furðuskepna sem Sigurjón tók að fást við eftir erfið veikindi um og eftir 1960, en í verkum hans frá þeim tíma má meðal annars finna tengingar við hugmyndir lista- manna þeirra tíma um súrrealisma og hið sjálfsprottna listform. Á sýningunni kallast skúlptúrar Sigurjóns á við málverk eftir nokkra samtímamenn hans og vini, þau Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Kristján Davíðsson og Guðmundu Andrésdóttur. Sýningin er sú fyrsta eftir sam- einingu Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar og Listasafns Íslands sumarið 2012. Við opnunina flytur Halldór Björn Runólfsson safnstjóri ávarp og þá opnar Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sýninguna. Úr djúpunum í Listasafni Sigurjóns Listamaðurinn Sigurjón Ólafsson í vinnustofu sinni í Laugarnesi árið 1979. Félag heimspeki- kennara gengst fyrir fræðslu- fundi í kvöld, miðvikudag klukkan 20, í Verzlunarskóla Íslands. Eyja Margrét Brynj- arsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Eddu - öndvegis- setri, mun þar ræða um spurn- inguna „Hvernig á að kenna gagn- rýna hugsun?“ Ræða um gagn- rýna hugsun Eyja Margrét Brynjarsdóttir Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Mið 24/4 kl. 19:00 Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Fim 6/6 kl. 19:00 Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Fim 16/5 kl. 19:00 Fös 7/6 kl. 19:00 Lau 27/4 kl. 19:00 Fös 17/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 19:00 Sun 9/6 kl. 13:00 Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Fim 23/5 kl. 19:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 3/5 kl. 19:00 Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 4/5 kl. 19:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 5/5 kl. 13:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 9/5 kl. 14:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Fös 10/5 kl. 19:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 11/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 12/5 kl. 13:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Mið 24/4 kl. 20:00 19.k Fös 3/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 20.k Lau 4/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Lau 27/4 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00 Þri 30/4 kl. 20:00 Fös 10/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma. Núna! (Litla sviðið) Sun 28/4 kl. 20:00 5.k Þri 14/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00 Þri 7/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu Tengdó (Litla sviðið) Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Fim 9/5 kl. 20:00 aukas Lau 25/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Fös 10/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Lau 11/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Fim 2/5 kl. 20:00 aukas. Fim 16/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Fös 17/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Lau 18/5 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur! Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið) Fim 25/4 kl. 20:00 3.k Fim 9/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Sun 28/4 kl. 20:00 4.k Sun 12/5 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 5.k Mán 20/5 kl. 20:00 Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki Mary Poppins –HHHHH – MLÞ, Ftíminn Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Mið 24/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 Aukas. Lau 1/6 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 7/6 kl. 19:30 Sun 28/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 8/6 kl. 19:30 Fim 2/5 kl. 19:30 Aukas. Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 14/6 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 15/6 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð Kvennafræðarinn (Kassinn) Mið 24/4 kl. 19:30 4.sýn Lau 4/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30 Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum? Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 14:00 Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 4/5 kl. 15:00 Lau 25/5 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 15:00 Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 15:00 Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka Karma fyrir fugla (Kassinn) Lau 8/6 kl. 19:30 aukas. Sun 9/6 kl. 19:30 aukas. Síðasta sýning 7.apríl Hvörf (Kúlan) Fös 3/5 kl. 19:00 Aðalæf Mið 8/5 kl. 19:00 Sun 12/5 kl. 19:00 Lau 4/5 kl. 19:00 Frums. Fös 10/5 kl. 19:00 Sun 5/5 kl. 19:00 Lau 11/5 kl. 19:00 Lab loki í samstarfi við Þjóðleikhúsið Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 15:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn Nýjustu fréttir fjalla um samband okkar við fréttir á myndrænan og gamansaman hátt. Sýnt í Norðurpólnum Seltjarnarnesi Sýningar: 19. apríl kl 20:00 20. apríl kl 20:00 21. apríl kl 15:00 26. apríl kl 20:00 27. apríl kl 15:00 27. apríl kl 20.00 Miðaverð: 2.200 kr Miðasala: www.midi.is, s: 7725777 midasala@nordurpollinn.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.