Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 2
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Aðalskipulagið er náttúrlega unnið
langt fram í tímann og reynir að vísa
sem best leiðina en það er ekki þar
með sagt að það sé búið að ganga frá
öllum endum,“ segir Páll Hjaltason,
formaður umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjavíkur, um tillögu að nýju
aðalskipulagi borgarinnar til 2030.
Þar er haldið fast við þá stefnu að
Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur
úr Vatnsmýrinni.
Aðalskipulagið markar tímamót
þar sem gert er ráð fyrir að 90%
nýrra íbúða rísi innan núverandi þétt-
býlismarka og er sérstaklega litið til
þriggja svæða: Miðborgarinnar og
gömlu hafnarinnar, Elliðaárvogs og
Vatnsmýrarinnar. Páll segir að gert
sé ráð fyrir að uppbygging hefjist í
miðborginni, þá við Elliðaárósa og
síðast í Vatnsmýrinni, þar sem áætlað
er að um 3.600 íbúðir rísi á skipulags-
tímanum.
Þrátt fyrir að engin niðurstaða hafi
fengist um staðsetningu Reykjavík-
urflugvallar til framtíðar er gert ráð
fyrir að annarri af tveimur flug-
brautum í notkun verði lokað árið
2016 og hinni 2024. Páll segir fyr-
irhugaðan flutning flugvallarins úr
Vatnsmýrinni ekki ný tíðindi en borg
og ríki þurfi að komast að sam-
komulagi hvað þetta varðar og gerir
hann ráð fyrir að viðræður verði
teknar upp við nýskipaðan innanrík-
isráðherra.
Hann segir að þar sem ekki standi
til að uppbygging í Vatnsmýri hefjist
að verulegu leyti fyrr en í lok skipu-
lagstímans, eða jafnvel seinna, sé
rúmur tími til stefnu en menn hafi
ekki sett sér neinn tímaramma í
þessu samhengi.
Uppbygging háð samkomulagi
„Þetta er gríðarlega umfangsmikið
endurskipulag og það sést vel á
myndum hvar uppbyggingarmögu-
leikarnir eru,“ segir Páll um að-
alskipulagið almennt. „Þeir eru
út um allt og það er mjög erfitt
að tímasetja þessa hluti ná-
kvæmlega. Mikið af þessu landi
er ekki í eigu borgarinnar, þann-
ig að það krefst alltaf sam-
komulags og samninga hvaða
svæði fara fyrst í gang og hvar
uppbygging verður,“ segir
hann.
Páll segir að hvað flugvöll-
inn varði standi vonir til að
áætlanir um tímasetningar gangi eft-
ir og segist hann ekki sjá fyrir sér að
flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni til
frambúðar. Um framtíðarstaðsetn-
ingu segir hann að í fljótu bragði virð-
ist valið standa milli þess að skoða
Hólmsheiðina betur annars vegar og
tengingu til Keflavíkur hins vegar.
Spennandi og nútímalegt
Í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir
að 40% lands verði opin svæði og jafn-
an er stefnt að því að hlutdeild al-
menningssamgangna í ferðum til og
frá vinnu vaxi úr 4% í 12% og hlut-
deild gangandi og hjólandi vaxi úr
21% í 30%.
„Í heildina séð er þetta ofsalega
spennandi og nútímalegt að-
alskipulag og margar áherslur sem
eru nýjar og mjög þarfar,“ segir Páll
en hann segir að lögð sé áhersla á að
þétta byggðina til samræmis við
borgina eins og hún er í dag. „Það eru
mjög margir varnaglar og mörg leið-
arljós sem hægt er að nota til að
byggja borgina upp á mun mann-
eskjulegri og betri hátt en hefur verið
gert,“ segir hann.
Kynningarfundur um aðalskipulag
Reykjavíkur til 2030 verður haldinn í
Ráðhúsinu næstkomandi fimmtudag
kl. 17.15.
Verði farinn eftir tíu ár
Engin flugbraut í notkun í Vatnsmýri eftir 2024 samkvæmt aðalskipulagi
Reykjavíkur „Gríðarlega umfangsmikið endurskipulag“ Byggðin þétt
Morgunblaðið/ÞÖK
Reykjavíkurflugvöllur Páll útilokar ekki að aftur verði gengið til kosninga um framtíð flugvallarins en segir mikilvægt að uppbygging eigi sér stað á svæðinu.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kristján Davíðsson list-
málari lést í gær, 95 ára
að aldri. Kristján var
einn þekktasti listmálari
Íslands og brautryðjandi
í abstraktlist.
Kristján fæddist í
Reykjavík hinn 28. júlí
1917. Foreldrar hans
voru Sesselja Guðrún
Sveinsdóttir húsmóðir
og Davíð Friðlaugsson
trésmiður á Patreksfirði.
Kristján var við mynd-
listarnám í Reykjavík í tvo vetur og
var tvo vetur í Núpsskóla í Dýrafirði.
Hann stundaði nám í listaskólanum
Barnes Foundation og við Pennsylv-
aníuháskóla í Merion í Pennsylv-
aníuríki í Bandaríkjunum 1945-47 og
var við listnám í París veturinn 1949-
50. Eftir að hann kom utan úr listnám-
inu einbeitti hann sér að listsköpun.
Kristján var, ásamt þeim Svavari
Guðnasyni, Þorvaldi
Skúlasyni og Valtý Pét-
urssyni, frumkvöðull í
septembersýningunum
sem voru haldnar hér á
landi eftir heimsstyrj-
öldina síðari og var í for-
ystusveit módernista
eftir stríð. Hann hélt
fjölmargar einkasýn-
ingar, bæði innanlands
og utan, og tók þátt í
fjölda samsýninga víða
um heim. Hér á landi
voru verk hans meðal annars sett upp
á Kjarvalsstöðum og á Listasafni Ís-
lands. Hann var fulltrúi Íslands á
Feneyjatvíæringnum árið 1984 og
einnig í Sao Paulo í Brasilíu 1985, hann
tók þátt í farandsýningu Carnegie Art
Award 1998, sem sett var upp í höf-
uðborgum Norðurlandanna og í Lond-
on og í fjölmörgum öðrum sýningum
víða um heim.
Kristján hannaði kápur bóka Milans
Kundera fyrir alþjóðlega útgáfu þeirra
og einnig bókakápur fyrir nokkra ís-
lenska höfunda.
Kristján hlaut ýmsar viðurkenn-
ingar á ferli sínum. Meðal annars var
hann sæmdur heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu árið 1998 og fékk
heiðurslaun listamanna frá árinu 1988.
Hann var útnefndur borgarlistamaður
Reykjavíkur 2001.
„Það var ein mynd eftir Kjarval í
þorpinu og ég vaktaði það að sjá
hana,“ sagði Kristján í útvarpsviðtali
2008 spurður um myndir sem hefðu
haft áhrif á hann í æsku.
Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er
Svanhildur Marta Björnsdóttir rönt-
gentæknir og er sonur þeirra Björn
Davíð. Kristján átti dæturnar Ásthildi
og Silju frá fyrra hjónabandi og áður
átti Svanhildur dótturina Valgerði
Ólafsdóttur, sem var uppeldisdóttir
Kristjáns.
Andlát
Kristján Davíðsson
Íslendingurinn sem grunaður er um
morð í Noregi hefur verið úrskurð-
aður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Hann hefur staðfest flestar þær upp-
lýsingar sem lögreglan hefur aflað
um atburðarásina en segir minni sitt
gloppótt.
Fórnarlambið hét Helge Dahle og
var fimmtugur. Hinn grunaði er 38
ára og hefur verið búsettur í Noregi
síðan árið 2005. Aðalvitnið í morð-
málinu er milljarðamæringur að
nafni Knut Axel Ugland.
Atvikið átti sér stað í samkvæmi í
Valle en flestir gestanna voru farnir
þegar árásin átti sér stað. Ugland
segir í samtali við Agderposten að
fram að henni hafi allir skemmt sér
vel og Dahle og hinn grunaði hafi
verið í góðu skapi, spjallað saman og
hlegið.
Að sögn lögreglunnar hefur verið
rætt við vitni sem eiga erfitt með að
muna nákvæmlega hvað gerðist um
nóttina og hver aðdragandi árásar-
innar var, en Dahle var stunginn
nokkrum sinnum með hnífi. Frum-
skýrsla hefur verið tekin af mann-
inum en formleg yfirheyrsla mun
fara fram síðar í vikunni.
Staðfestir
atburða-
rásina
Í haldi vegna
morðs í Noregi
Innbrotum hefur fækkað um helm-
ing á landinu frá árinu 2010, eftir
því sem kemur fram í Afbrotatíð-
indum ríkislögreglustjóra sem gef-
in voru út í gær.
Á tímabilinu maí til og með apríl
árin 2010 og 2011 voru innbrot
2.527 en á sama tímabili 2012-2013
voru þau 1.249.
Eignaspjöllum hefur einnig
fækkað úr 2.748 í 1.941 á þessum
sama tíma.
Helmingi færri inn-
brot á landsvísu
„Frá mínum bæjardyrum séð þá
er alveg ljóst að við erum ekki
tilbúin að ganga til endanlegra
samninga um lokun brauta og
breytingu á aðstæðum flugsins
fyrr en við höfum heildstæða
yfirsýn yfir málið allt til fram-
tíðar,“ sagði Ögmundur Jón-
asson, þáverandi innanrík-
isráðherra, um framtíð
Reykjavíkurflugvallar í Morg-
unblaðinu 16. mars. „Ég get
ekki séð að það séu for-
sendur til að flytja
hann á næstunni og
málið því varla á dag-
skrá næstu árin,“
sagði Hanna Birna
Kristjánsdóttir, núver-
andi innanrík-
isráðherra, á Beinni
línu dv.is í októ-
ber síðast-
liðnum.
Ráðherrar á
bremsunni
FLUTNINGUR FLUGSINS
Páll
Hjaltason
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Heimilis
RIFINN OSTUR
ÍSLENSKUR OSTUR
100%
Könnun lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu á 46 veitingastöðum í
miðborg Reykjavíkur á fimmtudag
leiddi í ljós að yfirleitt eru atvinnu-
leyfi erlendra starfsmanna í lagi.
Gerðar voru þrjár athugasemdir.
Tveir voru með atvinnuleyfi en á
öðrum vinnustöðum og sá þriðji var
ekki með atvinnuleyfi.
Leyfismálin oftast í
lagi á veitingastöðum