Morgunblaðið - 28.05.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 28.05.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing & útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is V ið vorum álitnir skrítnir í upphafi þegar við ákváðum að hjóla þetta. Það var í raun mjög lítill og afmark- aður hópur sem fannst þetta ekki skrítið,“ segir Albert Jakobsson hjólareiðakappi og einn af skipu- leggjendum Bláalónsþrautarinnar en hann hefur stundað hjólreiðaí- þróttina frá upphafi níunda áratug- arins. „Við vorum tólf sem byrj- uðum með þetta árið 1996 og svo jókst þátttakan smám saman með árunum. Árið 2006 varð sprenging og þá voru hundrað þátttakendur. Árið 2009 voru þeir þrjú hundruð, í fyrra fjögur hundruð og við reikn- um með milli fimm og sex hundruð þátttakendum í ár. Þetta hefur dafnað og er orðin stærsta keppnin okkar og er mesti spenningurinn í kringum þessa keppni.“ Vel búið fjallahjól nauðsynlegt Lagt er af stað frá íþróttahús- inu á Ásvöllum í Hafnarfirði og er mælst til að keppendur mæti klukkutíma áður en ræst er. Hóp- urinn leggur af stað klukkan 15 og hjólar saman suður að hesthús- unum og þar er keppnin ræst form- lega. „Við hjólum fyrst á smá- malbiki þar til við komum að malarkafla sem liggur framhjá hesthúsunum inn á Krísuvíkurveg og þá er malbikað. Svo kemur fjallahjólakafli þegar komið er inn á Djúpavatnsleið, en þar skiptir mestu máli að vera á vel búnu fjallahjóli. Þetta eru 55 kílómetrar Bláa lóninu lokað fyrir hjólreiðamenn Árið 1996 skipulögðu tólf ungir hjólreiðaáhugamenn um 55 kílómetra langa keppni, þar sem hjólað var frá Hafnarfirði í Bláa lónið. Furðaði fólk sig svo mjög á uppátækinu að eflaust átti enginn von á því þá að árið 2013 yrði keppnin enn í fullum gangi og þátttakendur rúmlega 500. Albert Jakobsson er einn af upphafs- mönnum Bláalónsþrautarinnar sem haldin verður laugardaginn 8. júní. Fjöldi Í fyrra voru fjögur hundruð þátttakendur í Bláalónsþrautinni og er von á að í ár verði þeir á milli fimm og sex hundruð. Kraftur Þátttakendur gefa allt sem þeir eiga í keppnina og breytir engu þótt tveir þriðju hlutar leiðarinnar séu á möl. Næstkomandi laugardag stendur góð- gerðarfélagið Meðan fæturnir bera mig fyrir fimm kílómetra víðavangs- hlaupi í Öskjuhlíð klukkan 12. Allir eru hvattir til að mæta, jafnt þaulreyndir hlauparar sem gönguglatt fólk. Vegleg útdráttarverðlaun verða veitt að loknu hlaupi og Jón Jónsson spilar nokkur lög. Skráningargjald er 1.000 krónur og rennur allur ágóði af hlaupinu í sjóðinn Blind börn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er að styrkja blind og sjón- skert börn allt að átján ára aldri til kaupa á ýmsu því sem getur orðið þeim til aukins þroska og ánægju í líf- inu. Þeir sem ekki treysta sér í hlaupið geta stutt málefnið með því að hringja í síma 901 5001 (1.000 krónur), 901 5003 (3.000 krónur) eða 901 5005 (5.000 krónur). Hlaupið er tileinkað hinni fjögurra ára gömlu Leu Karen Friðbjörnsdóttur sem hefur verið blind frá fjögurra ára aldri. Vefsíðan www.mfbm.is Meðan fæturnir bera mig Fimm kílómetra víðavangshlaup verður haldið í Öskjuhlíðinni næskomandi laugardag til styrktar blindum börnum. Stutt við blind börn á Íslandi Götuþríþraut verður haldin í fjórða sinn á Eskifirði laugardaginn 1. júní. Allir geta verið með, bæði börn og fullorðnir. Um er að ræða einstakl- ingskeppni eða lið með tveimur eða þremur þátttakendum. Einnig geta fullorðnir og börn keppt sem lið. Fullorðnir synda 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra en börn synda 400 metra, hjóla 10 kílómetra og hlaupa 2,5 kílómetra. Synt er í Sundlaug Eskifjarðar og hjól og hlaup eru innanbæjar á Eskifirði. Frábært fyrir alla fjölskylduna, vinnu- staði, vinahópa, venjulegt og óvenju- legt fólk að taka þátt. Endilega … … taktu þátt í götuþríþraut Morgunblaðið/ÞÖK Þraut Keppt í sundlaug Eskifjarðar. Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður haldið í tuttugasta og annað sinn næstkomandi fimmtudag klukk- an 19. Hlaupið hefst við hús Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð 8 og er hægt að velja um tvær vegalengdir, þriggja kílómetra og tíu kílómetra. „Þetta er skemmtileg hlaupaleið og gott hlaup til að byrja sumarið á, hvort sem fólk er nýbyrjað eða er búið að hlaupa lengi og stefnir á góða tíma í sumar. Það ættu allir að geta komist þrjá kílómetra,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, einn af tals- mönnum hlaupsins. Fjölskylduvæn dagskrá verður fyr- ir hlaup og meðan á því stendur. Skólahreysti mun setja upp æf- ingabraut fyrir yngri þátttakendur klukkan 18:20 og hefst síðan al- menn upphitun klukkan 18:40. Happ býður síðan hlaupurum upp á súpu að erfiðinu loknu. Forskráning er hafin á hlaup.is. Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening og veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í báð- um vegalengdunum, Asics- hlaupabúnaður og Oakley-hlaupa- gleraugu auk þess sem veitt verða fjölmörg vegleg útdráttarverðlaun. Hlauparar á Vesturlandi þurfa ekki að bruna í bæinn til að vera með því einnig verður hlaupið í Stykkishólmi á sama tíma. „Þetta er ekki fjár- öflun heldur til að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar þegar kemur að góðri heilsu og forvörn gegn ótalmörgum sjúkdómum, þar á með- al krabbameini,“ segir Elísabet. Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins Hreyfing mikilvæg fyrir heilsu og forvörn gegn sjúkdómum Hlaup Byrjaðu hlaupasumarið á Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst LAGNAEFNI FYRIR TÖLVUR OG NET Digitus net lagnaefnið hefur verið á markaðnum um allan heim síðan 1994 við góðan orðstír. Frá þeim fáum við allt sem þarf til að gera gott netkerfi fyrir heimili eða fyrirtæki. Mótari sem sendir mynd frá myndlykli um húsið með loftnetslögnum sem eru fyrir í flestum húsum. TRI AX TFM 001 MÓ TAR I NÝJUNG HJÁ OKKUR 25ÁRA 1988-2013

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.