Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 18

Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 18
BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Það er lykilatriði að það verði staðið að uppgjöri búa föllnu bankanna og í kjölfarið afnámi fjármagnshafta með þeim hætti að íslenska ríkið verði ekki skuldsett upp í rjáfur í erlendri mynt. „Mikilvægt er að fylgja því grundvallaratriði að breyta ekki einkaskuldum í ríkisskuldir,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í erindi sem hann flutti á morgun- verðarfundi Eyjunnar í gær um hinn títtnefnda snjóhengjuvanda sem fylgir 800-1.000 milljarða krónueign erlendra aðila hér á landi. Fram kom í máli seðlabankastjóra að það þyrfti að halda áfram að reyna að opna á aðgang að erlendum lána- mörkuðum fyrir einkaaðila, lengja í eða endurfjármagna 300 milljarða erlend skuldabréf Landsbankans og ljúka uppgjöri búa gömlu bankanna þannig að fjármálastöðugleika yrði ekki ógnað. Róbert Wessman, forstjóri lyfja- fyrirtækisins Alvogen og forsvars- maður snjóhengjuhópsins svo- nefnda, lagði áherslu á það í erindi sínu að hvernig til tækist að leysa þessi mál myndi ráða úrslitum um lífskjör Íslendinga næstu áratugi. Því væri mikilvægt að stjórnvöld gripu til þeirra aðgerða sem þeim væri fært til að styrkja stöðu sína frekar gagnvart búum bankanna. Á meðal þeirra úrræða sem Ró- bert lagði til er að stjórnvöld setji inn ákvæði í löggjöfina um að takist ekki að klára nauðasamninga fyrir ára- mót þá verði búin sett í greiðsluþrot. Samtímis ættu yfirvöld að skerpa á gjaldþrotalöggjöfinni þannig að ein- ungis verði heimilt að greiða úr þrotabúum til kröfuhafa í krónum og auk þess ætti tafarlaust að afnema undanþágu sem heimilar vaxta- greiðslur til aflandskrónueigenda í gjaldeyri. Rétt eins og greint var frá í Morgunblaðinu sl. laugardag þá hefur lögfræðistofan Íslög unnið álit sem sýnir að stjórnvöldum er fært að grípa til slíkra aðgerða. Róbert varaði hins vegar við því að stjórnvöld gerðust viðsemjendur við erlenda kröfuhafa. Fremur eigi að skapa lagaumhverfi og afnema und- anþágur sem verði til þess að erlend- ir kröfuhafar sjái hag sínum borgið að hafa frumkvæði að því að koma sjálfir með tillögur að ásættanlegri lausn fyrir íslenska hagsmuni. Skattlagning og jafnræði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tók undir með Ró- berti og sagði að það væri ekki verk- efni stjórnvalda að koma að slíkum viðræðum heldur fremur að gera þær ráðstafanir sem þyrfti svo kröfuhafar sjái sér hag í að ganga til viðræðna um lausn á krónueign þeirra. Fram kom í máli Sigmundar að það væri einnig mikilvægt að setja fram nýja áætlun um afnám hafta enda tæki núverandi áætlun – sem var sett fram í mars 2011 – aðeins til svokallaðra kvikra krónueigna er- lendra aðila í ríkistryggðum skulda- bréfum og á innlánsreikningum. Forsætisráðherra taldi þær hug- myndir sem Róbert setti fram um tímafrest nauðasamninga og út- greiðslur í krónum „áhugaverðar“. Hann sagði ljóst að ekki væri hægt að una við óbreytt ástand og ef kröfuhafar myndu ekki hafa frum- kvæði að því að kynna hugmyndir að lausn vandans þá muni íslensk yfir- völd ganga eins langt og nauðsynlegt þykir til að verja efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Sigmundur nefndi sérstaklega í erindi sínu að mögulega væri hægt að skattleggja bú gömlu bankanna. Nú um stundir væri staðan sú að starfandi fjármálafyrirtæki greiði háa skatta og gjöld til ríkissjóðs en hins vegar eigi slíkt ekki við um fjár- málafyrirtæki í slitameðferð, líkt og bú gömlu bankanna, og það vekti spurningar um jafnræði. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðhera, sagði að það væri mikilvægt að viðhalda þeirri póli- tísku samstöðu sem náðst hefði um þessi mál. Hún benti á að það þyrfti í öllu þessu ferli að tryggja að það myndist ekki skaðabótaskylda á ís- lenska ríkið. Katrín lýsti ennfremur áhyggjum yfir því að ríkisstjórnin ætli að slíta aðildarviðræðum við ESB á sama tíma og verið sé að vinna að uppgjöri föllnu bankanna og afnámi fjármagnshafta. Að hennar mati gæti slíkt orðið til þess að setja stjórnvöld í erfiðari stöðu vegna þeirra skuldbindinga sem Ísland hef- ur gengist undir með EES-samn- ingnum um að fjármagnshöft megi aðeins vera tímabundin. Ríkið verði ekki skuldsett upp í rjáfur í erlendri mynt  Forsætisráðherra segir hugmyndir um tímafrest nauðasamninga „áhugaverðar“ Framsögumenn Már Guðmundsson, Róbert Wessman, Katrín Júlíusdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson, fundarstjóri. Fundað um lausnir á snjóhengjuvanda » Seðlabankastjóri segir lykil- atriði við uppgjör búa föllnu bankanna að íslenska ríkið verði ekki skuldsett upp í rjáfur í erlendri mynt. » Að mati Róberts Wessman er mikilvægt að íslenska ríkið beiti löggjafarvaldinu til að styrkja stöðu sína enn frekar gegn búum bankanna. » Forsætisráðherra telur hug- myndir um tímafrest nauða- samninga og útgreiðslur úr þrotabúum í krónum „áhuga- verðar“. 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um 3% í gær. Smávægileg hækkun varð á vísitölunni á föstudag, eftir að hún hafði fallið um 7,3% á fimmtudag, sem er mesta fall á einum degir í rúm fjögur ár. Lækkunin í gær er skýrð með styrk- ingu jensins gagnvart Bandaríkjadal. Frá áramótum hefur jenið fallið um 16% gagnvart Bandaríkjadal og Nikkei- vísitalan hækkað um 36%. Japansbanki hefur gefið fyrirheit um að allt að 1.400 milljörðum jena verði dælt inn í japanska hagkerfið til að blása lífi í það á ný og til að veikja jap- anska jenið. Enn fellur Nikkei ● Danska ríkisstjórnin hefur dregið verulega úr hagvaxtarspá sinni fyrir ár- ið, vegna til samdráttar efnahagslífsins um heim allan. Samkvæmt danskri þjóðhagsspá sem birt var í gær er spáð 0,5% hag- vexti í ár en í desember var spáð 1,2% hagvexti. Samdráttur hefur verið við- varandi í Danmörku undanfarin ár og hefur fasteignaverð lækkað um 20% frá því efnahagskreppan hófst árið 2008. Þá eru danskir bændur afar skuldsettir vegna óhagstæðra lána sem þeir tóku á sínum tíma. Hagvaxtarspá í Dan- mörku lækkuð til muna Jean-Marie Sander, stjórnarformað- ur franska bankans Crédit Agricole, sagði í gær að horfur væru á því að bankinn yrði rekinn með hagnaði á nýjan leik á þessu ári. Þetta kom fram í máli stjórnarformannsins á aðalfundi Crédit Agricole, sem hald- inn var í gær. Bankinn mun ekki greiða út arð til hluthafa í ár en Sander segir að hlut- hafar muni vonandi sjá breytingu á því á næstunni. Fyrr í mánuðinum greindu stjórnendur bankans frá því að hagnaður hans hefði aukist um- talsvert á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við síðasta ár. Í febrúar á þessu ári var gerð op- inber afkoma Crédit Agricole á árinu 2012 og reyndist hún vera skelfileg – bankinn tapaði á liðnu ári 6,47 millj- örðum evra, sem nemur yfir 1.000 milljörðum íslenskra króna og reyndist það vera mettap bankans frá upphafi. Við það tækifæri var einnig greint frá þriggja ára hagræð- ingaráætlun upp á 650 milljónir evra. AFP Umskipti Jean-Marie Sander, stjórnarformaður Crédit Agricole, og Jean- Paul Chifflet bankastjóri telja að horfur bankans hafi vænkast á ný. Crédit Agricole bætir stöðu sína  Tapaði yfir 1.000 milljörðum í fyrra                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./- +01.2 ++2./2 ,+.33, ,+.+0+ +0./2, +,0.3+ +.,,-, +03.1+ +/2.0- +,-.0, +04.-/ ++2.23 ,+./5/ ,+.,3- +0.131 +,0.44 +.,,10 +0/.+1 +15.,0 ,+0.50-1 +,3.++ +04.0 +,5.,2 ,+./10 ,+.-5/ +0.4 +,2.+- +.,-53 +0/.4+ +15.4- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Heimsins öflugasta Hersluvél 1057Nm 20Volt Iðnaðarvélar fyrir fagmenn Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is W7150 ½ Rafhlöður 2* 3,0 Ah Li-Ion Létt og þægileg aðeins 3,1 kg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.