Morgunblaðið - 28.05.2013, Síða 21

Morgunblaðið - 28.05.2013, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Dresden. AFP. | Gömul fórnarlömb viðamikilla njósna austurþýsku ör- yggislögreglunnar Stasí og einn af samstarfsmönnum hennar hafa sett á svið sjónleik þar sem þau reyna að kveða niður drauga njósnastofn- unarinnar tæpum aldarfjórðungi eftir fall járntjaldsins. Áhugaleikhópur hefur sett upp „Skjalið mitt og ég“ í Stadt- schauspiel Dresden (Þjóðleikhúsið í Dresden) og segir þar frá reynslu sinni af Stasí innan um skjalahillur úr járni. Sýningarnar hafa fengið mikla umfjöllun í þýskum fjöl- miðlum. „Ég sat í tvö og hálft ár í fangelsi fyrir aðstoð við flótta úr landi,“ seg- ir einn leikaranna, Gottfried Dutschke, sem starfaði við Frie- drich-Schiller-háskólann í Jena á valdatíma austurþýskra komm- únista. Þótt hann hefði aldrei ætlað að flýja yfir járntjaldið var hann dæmdur í fangelsi vegna þess að nokkrir af vinum hans höfðu flúið til Vestur-Þýskalands. „Ég gerði ekk- ert af mér, neitaði aðeins að svíkja vini mína en í augum kerfiskarlanna taldist það svik við kerfi komm- únismans.“ Dutschke segir leiksýninguna mikilvægan lið í því að segja unga fólkinu frá því sem gerðist. „Fleiri af þeim sem þjónuðu ríkiskerfinu þyrftu að koma fram og viðurkenna að þeim hafi orðið á mistök. Það er engin skömm að því. En það gerist ekki.“ „Brjálæði“ Einn leikaranna játar að hafa veitt Stasí upplýsingar. Annar leik- ari, gamall prófessor, segir frá því að hann hafi komist að því að einn nemenda hans veitti Stasí upplýs- ingar um hann. Stasí reyndi að fá prófessorinn til að njósna um annan kennara sem var talinn vera andófs- maður. Þegar prófessorinn skoðaði Stasí-skjöl um sjálfan sig komst hann að því að hinn kennarinn hafði einnig veitt Stasí upplýsingar. „Brjálæði,“ segir Dutschke um óhugnanlegt njósnabákn Stasí. Vilja kveða niður drauga Stasí  Fórnarlömb njósnabáknsins lýsa reynslu sinni AFP Njósnabákn Gottfried Dutschke og Ilona Rau, forstöðumaður safns Stasí-skjala í Dresden. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Skeifunni 8 og Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is Sparibaukur 5.590,- Sparibaukur 4.990,- Bjórglas 2.990,- Snafsaglas 1.990,- Mokkabolli 2.990,- Kaffikrús 2.990,- Vatnskarafla 7.890,- Vatnsglas 2.490,- Bjórglas 2.990,- Útskriftargjöfin fæst hjá okkur Kaffibolli 3.990,- Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 Ílát sem brotna hratt niður í náttúrunni Vegware framleiðir vottaðar vistvænar umbúðir sem mega fara beint í moltukassann eftir notkun Vistvænar lausnir í einnota umbúðum raestivorur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.