Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.05.2013, Qupperneq 22
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is H lutfall þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en í eitt ár hef- ur aukist milli ára, sé tekið mið af fjölda at- vinnulausra. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs höfðu 25% atvinnulausra verið án vinnu í meira en ár, miðað við 21,8% á fyrsta ársfjórðungi 2012. Á sama tíma fækkaði hins vegar í þessum hópi um 200 manns, niður í 2.600 einstaklinga, þar sem nokkur breyting varð innan annarra hópa eftir lengd atvinnuleysistímabils. Þannig hefur þeim fjölgað nokkuð sem hafa verið án vinnu í einn til tvo mánuði. Þetta má lesa út úr nýrri vinnu- markaðskönnun Hagstofu Íslands fyrir aprílmánuð, en þá voru að jafn- aði 186.800 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 174.400 starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. At- vinnuþátttaka mældist 82,3%, hlut- fall starfandi 76,9% og atvinnuleysi var samkvæmt þessum tölum 6,6%. Fækkar hratt á skránni Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir könnun Hagstofunnar sýna jákvæð teikn á lofti á vinnumarkaði. Atvinnuþátt- taka hafi aukist og þannig séu að jafnaði 5.000 fleiri starfandi í janúar til apríl í ár en sömu mánuði í fyrra. Atvinnulausir séu að jafnaði um 2.000 færri þessa mánuði en í fyrra. Varðandi langtímaatvinnuleysið bendir Karl á að alltaf þegar fækkar á skrá fækki þeim hraðar sem hafa verið skemur atvinnulausir. „Það fækkar nokkuð hratt á skrá í heild þessi misserin og þó svo að þeim langtímaatvinnulausu fækki líka, þá hækkar hlutfall langtímaat- vinnulausra vegna þess að þeir sitja frekar eftir á skránni. Þetta gildir líka um skammtímaárstíðasveiflur; á vorin fækkar langtímaatvinnulaus- um líkt og öðrum, en þeir sitja þó frekar eftir og þess vegna eykst hlut- fall langtímaatvinnuleysis. Þetta snýst við á haustin, þá minnkar hlut- fallið þó svo þeim fjölgi eitthvað,“ segir Karl. Á vef Hagstofunnar segir að at- vinnulausir teljist þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku könnunar- innar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu sem launþegar eða sjálf- stætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast atvinnulausir. Vinnumarkaðskönnun Hagstof- unnar hefur sýnt aðra mynd af at- vinnuleysinu en skráning Vinnu- málastofnunar gefur til kynna. Skýrist það af ólíkum aðferðum við upplýsingaöflun og útreikning. Nýlega sendi Vinnumálastofnun frá sér tölur um atvinnuleysi í apríl sl., sem mældist 4,9%. Að jafnaði voru tæplega 8.000 manns án vinnu í apríl og fækkaði um tæplega 500 síð- an í mars. Frá janúar til apríl var at- vinnuleysið að meðaltali 5,3%, sam- kvæmt Vinnumálastofnun. Stofnunin er einnig með aðrar tölur en Hag- stofan um mannafla á vinnumarkaði, eða 164 þúsund í apríl, borið saman við 186 þúsund hjá Hagstofunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinnumarkaður Dregið hefur úr atvinnuleysi og atvinnuþátttaka aukist. Þó hafa margir verið án vinnu lengi. Jákvæð teikn á lofti  Hagstofukönnun sýnir aukna þátttöku á vinnumarkaði  Hlutfall langtímaatvinnulausra hefur hækkað milli ára Atvinnulausir eftir lengd atvinnuleitar Bú inn að fá vin nu se m he fst síð ar Inn an við ein n má nu ðu r 1 - 2 m án uð ir 3 t il 5 má nu ðir 6 t il 1 1 m án uð ir Ár eð a le ng ur 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1. ársfjórðungur 2012 1. ársfjórðungur 2013 70 0 10 0 3. 0 0 0 1. 70 0 2 .2 0 0 2. 80 0 2. 70 0 2. 10 0 1. 50 0 1. 0 0 0 2. 80 0 2. 60 0 5,3% 23,4% 17% 21% 11,5% 21,8% 0,6% 16,9% 27,3% 20,3% 9,8% 25% Hluti af öllum atvinnu- leitendum Heimild: Hagstofan 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýrri rík-isstjórn ílandinu hefur verið bæri- lega tekið. Hluti af þeim létti, sem fundið er fyrir, tengist auðvitað því að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. er loksins farin frá. En hinn hlutinn snýr að þeim væntingum sem bundnar eru nýjum herrum (af báðum kynj- um). Það er ekkert við því að segja þótt nýir ráðherrar séu dálítið fyrirferðarmiklir í fjöl- miðlaumræðu fyrstu dagana í nýjum embættum. En þó er rétt að gæta þess að ofgera ekki í neinu. Ríkisstjórnin þarf að kynnast innbyrðis, ná takti í sínum innri vinnubrögðum og leggja á ráðin um áhersluatriði og tímaröðun þeirra. Formenn- irnir einir komu að gerð stjórn- arsáttmála, ásamt aðstoð- armönnum sínum, en framkvæmd hans hvílir á herð- um ríkisstjórnar allrar og meirihluta hennar á Alþingi. Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald, en innan hennar deila menn þó óhjákvæmilega valdi sínu að nokkru með sam- starfsmönnunum. Stjórnarsáttmálinn er mjög almennt orðaður um nánast öll atriði og stappar stundum nærri því að vera fremur al- menn hugleiðing um hvernig mál mættu gjarnan vera vaxin en forskrift að ákvörðunum. Þau atriði sem virðast þar fast ákveðin eru mjög fá: Afnema á lágmarksútsvar, falla frá áformum um virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna, virkja til fulls lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008 (hvað sem það þýðir), skerðingar á frítekjumarki vegna atvinnutekna og fjár- magnstekna aldr- aðra sem tóku gildi árið 2009 verða aft- urkallaðar (aft- urkallaðar, ekki af- numdar, á því er munur), Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er (orða- lag að vísu óljósara en mein- ingin virðist vera þessi), og stefnt skal að því að millidóm- stig verði tekið upp, bæði í einka- og sakamálum og að Hæstiréttur starfi í einni deild. Nánast öll önnur umfjöllun í stjórnarsáttmálanum er mjög óljós, allt frá því að stefnt sé að einhverju sem almennt getur verið æskilegt, ofan í hugleið- ingar um að vel geti farið á að mál líti út með einhverjum til- teknum hætti. Jafnvel eru not- uð nýyrði við tilvísun til góðvilj- aðra yfirlýsinga. Þannig skal stuðla að uppbyggingu „sjáv- arklasans“ sem minnir vissu- lega á skerjaklasann, en er sennilega utar, og örva skal „samlegð“ fyrirtækja. Þýðingarmikið er að nýja rík- isstjórnin nýti sumarþingið sem fer í hönd aðeins til þess að fá brýnustu verkefnin frá og taki ekki of mikinn tíma í þau. Svo væri æskilegt ef sumarið yrði notað til að vinna afgerandi verkefnaskrá, skynsamlega raðaða, bæði varðandi tíma og forgang. Þannig getur rík- isstjórnin mætt vel skipulögð til leiks strax í haust. Eins og nefnt var, þá hefur stjórnin góðan byr um þessar mundir. Það er fagnaðarefni. En slíkur byr er lítils virði nema menn fangi hann með lagni í sín segl, komist því á góða siglingu og gott forskot og eftirtekt- arverður árangur náist, áður en vindur verður mótdrægari. Því það vill stundum henda. Þeir iðrast sem ekki nýta vel byr sem gefst} Brúka þarf byrinn Tveggja árastríðsátök í Sýrlandi sýna glöggt hve alþjóða- samfélagið svokall- aða er máttvana gagnvart slík- um vanda, en átökin hafa nú þegar kostað tugþúsundir lífið. Bandaríkjaforseti hefur hót- að aðgerðum noti Assad efna- vopn, en hefur ekki meiri áhuga á inngripum en svo að hingað til hefur hann gert kröf- ur um sönnunarbyrði um efna- vopnanotkun sem hlífa honum við að taka erfiða ákvörðun. Evrópusambandið á venju samkvæmt erfitt með að gera upp hug sinn þegar kemur að slíkum átökum og Rússar eru ekki áhugasamir um inngrip en hafa staðið með stjórnvöldum. Athygli vekur að hermenn á vegum Assads, þar með taldir stríðsmenn Hez- bollah, hafa sótt í sig veðrið að und- anförnu. Þar ræð- ur sennilega miklu að uppreisnarmenn hafa, þrátt fyrir takmarkaðan stuðning ut- an frá, þar með talið frá Sád- um, átt erfitt með að verða sér úti um vopn. Þetta kann að breytast á næstunni, meðal annars vegna efnavopnanotk- unar Assads, og þá gæti taflið snúist á ný. Ólíklegt er þó að utanaðkom- andi afskipti verði í bráð svo af- gerandi að þau muni ráða úr- slitum. Að sama skapi er fátt sem bendir til að friðarumleit- anir muni verða árangursríkar í náinni framtíð. Allt bendir þess vegna til að Sýrlendingar muni þurfa að búa við hörm- ungar stríðsátaka lengi enn. Útlit er fyrir áfram- haldandi ófriðarbál}Slæmar horfur í Sýrlandi Eðli góðra kvikmynda, bóka ogblaðagreina er að efnið hreyfi viðfólki svo það sjái lífið í nýju ljósi.Sögumennirnir geta þó sjaldanvænst þakklætis, því heimurinn er nú einu sinni þannig að yfirleitt felast hags- munir ráðandi afla í óbreyttu ástandi. Það er sama hvert málið er; ef umfjöllun veltir við steinum þá verður allt vitlaust. Og eftir því sem meiri hagsmunir eru undir, þeim mun stærri verða hnullungarnir sem grýtt er. Fyrir nokkrum vikum var myndin In me- moriam eftir Ómar Ragnarsson sýnd í Bíó Paradís. Myndin vakti mig til umhugsunar um áhrifamátt. Þar eru sýndar myndir af svæðinu norðan Vatnajökuls, svipmikilli náttúru sem fór undir Hálslón. Þá er rifjað upp hvernig fulltrúar sjónarmiða tókust á um hvort verj- andi væri með tilliti til fórnarkostnaðar að reisa eystra. Í minni margra er sjálfsagt aðeins farið að fenna yfir hve mikið gekk á þegar virkjunarmálin eystra voru í deiglu – svo sem hve sjónvarpsfréttir Ómars Ragn- arssonar um þessi mál voru umdeildar. Meðal fólks aust- ur á landi þótti glæpurinn m.a. felast í því að skoða málið út frá ýmsum sjónarmiðum, fallegar myndir af svæðinu voru sagðar falsaðar og skoðanir þeirra sem ekki studdu framkvæmdir stöppuðu nærri glæp. Engin afstaða verð- ur hér tekin til þess hver hafði rétt fyrir sér, en þeim sem gagnrýndu fréttaflutninginn á sínum tíma væri þó enginn sérstakur greiði gerður með upprifjun á eigin orðum. Fyrir nýafstaðnar kosningar vantaði ekki að fjöldi spámanna sté fram á sviðið og sagði að fengju þeir til umboð ætluðu þeir sér að breyta æði mörgu og hreinlega hespa því af fyrir hádegi. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn falla að nokkru leyti í sömu gryfju, þeir boða umskipti í samfélaginu en sleppa því – jafnvel vitandi vits – að geta þess að þjóðfélögum verður ekki breytt. Þau þróast á löngum tíma. Og bara örfáir menn ná einir og sjálfir að breyta einhverju. Í hvundagsumræðu er hættulegt að nota stór viðmið, en hér skal þó voga hátt. Barna- skólasagnfræðin segir frá Ingólfi Arnarsyni sem fyrstur Norðmanna kom til Íslands og Kristófer Kólumbus fór yfir Atlantshafið í leiðangri sem markaði upphaf landnáms evr- ópskra manna vestra. Og það var Neil Arm- strong sem fyrstur sté fæti á tunglið. Kannski er hjákátlegt að tilgreina Íslending í þessu samhengi en ekki er úr vegi að nefna Ómar Ragnarsson. Myndin In memoriam er þó bara einn steinn í stórri vörðu sem Ómar hefur hlaðið. Hinir eru lifandi myndir af landinu og sögur af lífi og starfi fólks út um allt land. Fréttir Ómars í tímans rás hafa satt að segja stækkað Ís- land. Slíkt er afrek sem auðvitað hefur verið andæft því margir eiga allt sitt undir kyrrlátri umræðu og jákvæðri ímynd. Í því ljósi stækkar þó sigur Ómars – mannsins sem hefur stækkað Ísland með fréttum og fróðleik. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Maðurinn sem stækkaði Ísland STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hagstofan birtir einnig árstíðaleiðréttar tölur um fjölda fólks á vinnu- markaði, sem var 185.200 í apríl eða 82% atvinnuþátttaka, en var 184.400 í mars 2013 eða 80,8%. Fjöldi atvinnulausra í apríl 2013 var samkvæmt þessu 10.700 eða 5,8% en var 11.700 eða 6,3% í mars 2013. Eru árstíðaleiðréttu tölurnar mun nær skráningu Vinnumálastofnunar. Eru nær skráningu VMST ÁRSTÍÐALEIÐRÉTTAR TÖLUR HAGSTOFUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.