Morgunblaðið - 28.05.2013, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
✝ GuðmundurÖrn Guð-
mundsson fæddist
17. júní 1954.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 18.
maí 2013.
Guðmundur var
sonur hjónanna
Lilju Magn-
úsdóttur, hús-
móður og skrif-
stofukonu hjá Loftleiðum,
síðar Flugleiðum, og Guð-
mundar Ástráðssonar, skrif-
stofumanns hjá Eimskip.
Bræður Guðmundar eru
Magnús Guðmundsson gigt-
arlæknir, giftur Jónínu Páls-
dóttur tannlækni. Ástráður
Karl Guðmundsson viðskipta-
fræðingur, giftur Hrefnu Guð-
mundsdóttur félagssálfræð-
ingi.
Eiginkona Guðmundar er
Auður Inga Einarsdóttir,
prestur á Grund, f. 29. sept-
ember 1953. Þau giftu sig 11.
september 1976.
hann nám við Uppsala Uni-
versited og útskrifaðist vorið
1983 með kandidatspróf í
lyfjafræði. Að námi loknu lá
leið fjölskyldunnar aftur heim
til Íslands og fór Guðmundur
að vinna hjá Andrési Guð-
mundssyni, apótekara í Háa-
leitisapóteki, sem yfirlyfja-
fræðingur. Hann varð
lyfsöluleyfishafi þegar Lyf og
heilsa eignuðust apótekið og
vann í Austurveri í 27 ár sam-
fellt. Í kjölfarið á því varð
hann lyfsöluleyfishafi í Apó-
tekaranum á Akranesi í eitt
ár. Að því loknu tók hann við
Lyfjum og heilsu í Kópavogi
sem lyfsöluleyfishafi og vann
þar þangað til í desember
2012. Guðmundur vann einnig
um tíma á vöktum í Lyfjum og
heilsu í JL húsi. Guðmundi var
margt til lista lagt. Hann lærði
á klassískan gítar á sínum
yngri árum og lauk 7. stigi frá
Tónskóla Sigursveins. Hann
var mikill dellukarl og var
m.a. áhugamaður um trjá- og
blómarækt og ræktaði skraut-
fiska til margra ára. Hann var
afburða smiður þó svo að hann
hefði ekki lært til þess.
Útför Guðmundar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 28.
maí 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
Börn þeirra eru:
1) Árni Kristján
Guðmundsson,
margmiðl-
unarfræðingur og
rithöfundur, f. 5.
júlí 1978. 2) Einar
Örn Guðmunds-
son, f. 16. janúar
1980. Dóttir hans
er Viktoría Mörk
Einarsdóttir en
móðir hennar er
Hulda Rún Jóhannesdóttir. 3)
Lilja Björk Guðmundsdóttir
kennari. Maður hennar er
Brynjólfur Guðmundsson raf-
virki. Börn þeirra eru Auður
Harpa og Guðmundur Ari.
Guðmundur ólst upp á Æg-
isgötu 26 í Reykjavík og gekk
í Landakotsskóla til tólf ára
aldurs. Þaðan lá leiðin í Haga-
skóla og síðar í Mennta-
skólann í Reykjavík, þaðan
sem hann lauk stúdentsprófi
1974. Guðmundur lauk ex-
ampharm-prófi frá HÍ vorið
1979 og vann eitt ár í Borg-
arapóteki. Haustið 1980 hóf
Aðfaranótt 18. maí dó elsku-
legur eiginmaður minn Guð-
mundur Örn Guðmundsson á
Landspítalanum við Hringbraut
eftir erfiða þrautagöngu. Að sjá
á eftir lífsförunaut sínum til 37
ára er erfiðara en ég gat nokk-
urn tíma ímyndað mér.
Við höfðum oft hent gaman
að því hversu vitlaus við vorum
þegar við ung og óreynd
ákváðum að gifta okkur eftir
einungis 11 mánaða kynni. Oft
reyndi á þolinmæðina en æv-
inlega komumst við að sameig-
inlegri niðurstöðu.
Elsku Guðmundur minn, það
er svo margt sem ég vildi segja
þér áður en þú varst tekinn frá
okkur. Allt hafði ég þó sagt þér
svo oft, svo oft, en aldrei of oft
samt. Aðallega það hversu heitt
og innilega ég elskaði þig og
hversu góður vinur þú varst
alla tíð. Hreinni og fallegri sál
hef ég aldrei kynnst.
Við höfum alla tíð verið lán-
samar manneskjur og sérstak-
lega lánsamar fyrir þær sakir
að Guð leiddi vegi okkar saman.
Ekkert skyggir á sameiginlegt
líf okkar og enginn getur tekið
frá okkur það sem Guð gaf okk-
ur. Guði séu þakkir fyrir þau
dásamlegu ár sem okkur voru
gefin. Ég hefði þó kosið að við
hefðum fengið lengri tíma sam-
an.
Ég er almættinu þakklát fyr-
ir það að þjáningu þinni er lok-
ið. Guði séu þakkir fyrir líf þitt
og allt það sem þú snertir. Guð
gefi að vegir okkar liggi saman
að nýju. Guð blessi þig, elsku
ástin mín.
Þín eiginkona,
Auður Inga.
Elsku pabbi minn. Ég get
ekki sagt þér hvað ég sakna þín
mikið. Þegar þú kvaddir okkur
fannst mér veröld mín hrynja
og finnst óhugsandi að ég muni
aldrei tala við þig aftur og aldr-
ei knúsa þig aftur.
Ég hef alltaf verið mikil
pabbastelpa og get ekki ímynd-
að mér líf mitt án þín. Allt of
snemma varst þú tekinn frá
okkur. Ekki óraði okkur fyrir
ári þegar við vorum að und-
irbúa fjölskylduferð til Svíþjóð-
ar að þú yrðir ekki með okkur í
dag. Minningin um ferðina í
fyrra mun lifa lengi. Mikið
óskaplega er ég fegin að við
fórum á gamlar slóðir og rifj-
uðum upp gamlar minningar og
bjuggum til nýjar.
Betri pabba er ekki hægt að
hugsa sér. Þú kenndir mér svo
margt í gegnum árin og varst
alltaf svo þolinmóður við mig.
Þegar ég var lítil elti ég þig
eins og skugginn og þú leyfðir
mér að hjálpa þér að mála og
smíða, sinna fiskunum þínum og
fara í veiðiferðir með þér, þó
við veiddum aldrei neitt. Mér
fannst þú alltaf geta gert allt.
Mikið fannst mér gaman að
hlusta á þig spila á kvöldin á
gítarinn þinn. Ég man ég bað
þig um að spila í brúðkaupinu
mínu þegar ég yrði eldri. Þér
fannst þú ekki vera nógu góður
gítarspilari en í mínum augum
varstu bestur.
Betri afa er ekki hægt að
hugsa sér og gleymi ég því ekki
þegar þú hringdir í mig og
kvartaðir yfir því að það væru
liðnir tveir heilir dagar og þú
ekki búinn að sjá afastelpuna
þína. Hvað það ætti eiginlega
að þýða? Auður Harpa dýrkaði
þig og dáði og það var svo sann-
arlega gagnkvæmt. Mikið var
gaman að sjá hvað þú hafðir
endalausa þolinmæði gagnvart
henni og hvað þú gast sprellað
með hana. Minningarnar um
ykkur tvö að borða ís með la-
vale sósu (jarðarberjasósu eins
og Auður Harpa kallar það)
mun seint gleymast og mun ég
reyna mitt besta að segja henni
sögur af ykkur tveimur og hvað
hún var heppin að fá að kynnast
þér þó ekki væri nema í stuttan
tíma. Mikið er ég glöð yfir því
að litli drengurinn minn heitir í
höfuðið á þér. Þú ljómaðir þeg-
ar þú heyrðir að þú værir að fá
nafna. Þú varst svo stoltur.
Ég hef alltaf verið óróleg
þegar þú hefur farið eitthvað í
burtu. Ég var alltaf eirðarlaus
þegar þið mamma fóruð til út-
landa því mér fannst þið vera
alltof langt í burtu frá mér og
var alltaf hrædd um að eitthvað
myndi koma fyrir ykkur. Ég
varð ekki rórri fyrr en þið vor-
uð komin heim. Nú ert þú far-
inn einn í ferðalag og vona ég
heitt og innilega að við munum
hittast aftur. Ég mun sakna
þess að heyra ekki lengur fim-
maurabrandarana þína, að
horfa ekki á geimverumyndir
eða Merlin með þér. Eins að
geta ekki lengur leitað ráða hjá
þér með svo margt.
Þú varst yndislegur eigin-
maður, faðir og afi. Þú skilur
eftir þig stórt tómarúm í hjört-
um okkar. Nú þarftu ekki leng-
ur að þjást og samgleðjumst við
þér að þú sért laus við alla
þjáningu. Guð geymi þig þar til
við hittumst að nýju.
Eins og við sögðum alltaf
hvort við annað: „I love you to
pieces you meeces.“
Þín dóttir,
Lilja Björk.
Í dag kveð ég elskulegan föð-
urbróður minn hann Guðmund
Örn sem mun þó alltaf í hjarta
mínu vera Luggur frændi.
Luggur var litli bróðir hans
pabba og ég hef þekkt hann frá
því að ég fæddist. Þá kynntist
ég einnig Auði strax í barnæsku
og tel ég mig ríka að hafa feng-
ið að hafa þau í mínu lífi frá
byrjun.
Við fjölskyldan fluttumst til
Gautaborgar þegar ég var lítil
og ekki löngu seinna fluttu
Luggur og Auður með Árna
Kristján til Uppsala þar sem
Luggur fór að læra lyfjafræði.
Það var mikill samgangur á
milli þegar við vorum öll í Sví-
þjóð. Ég hugsa með hlýhug til
allra þeirra skipta sem annað-
hvort við keyrðum til Uppsala
eða þau til okkar. Stuttu seinna
bættist Einar Örn í hópinn, svo
Atli Páll, litli bróðir minn, og
loks hún Lilja Björk. Þessi fjög-
ur, Árni, Einsi, Atli og Lilja,
urðu sterkur og samheldinn
hópur. Þegar við fluttum til Ís-
lands vildi svo vel til að við
keyptum hús í sömu götu og
Auður og Luggur og þá urðu
þessir gríslingar óaðskiljanleg-
ir.
Ég hafði gaman af að fylgjast
með Lugga og því sem hann var
að sýsla við. Hann var mikill
dundari og þegar hann fékk
áhuga á einhverju þá var farið
með það alla leið. Ég man þeg-
ar hann fór að smíða flugvéla-
módel. Hann sökkti sér af öllum
krafti í það og ég fékk að fara
með honum og pabba og sjá
þegar hann flaug einni vélinni.
Mér fannst þetta rosalega flott.
Einnig fylgdist ég með af mikl-
um áhuga þegar hann fór að
rækta fiska. Það var svo gaman
að ræða við hann um það, hann
var svo fróður og mér fannst
hann vita allt um fiska.
Það var milli jóla- og nýárs
að okkur var sagt að Luggur
væri mikið veikur. Við héldum
þó öll að Luggur ætti alla vega
einhver ár eftir en því miður
var raunin önnur og hann fór
allt of fljótt.
Ég er þakklát fyrir að fjöl-
skyldan náði að hittast nánast
öll einu sinni rétt fyrir páska.
Við vorum ekki viss um hvort
Luggur mundi komast, en þeg-
ar mamma talaði við Auði þá
sagði hún okkur til mikillar
ánægju að Luggur vildi endi-
lega að við hittumst. Þá átti
hann erfitt með að tala en leit
vel út. Ég náði aðeins að spjalla
við hann og hann bar sig vel.
Þegar við kvöddumst þá faðm-
aði hann mig svo innilega. Núna
eftir á er ekki frá því að maður
hugsi að hann hafi vitað hvað
var í vændum. Ef svo er þá er
ég honum þakklát að hafa gefið
okkur eina fallega minningu
enn.
Ég er þakklát Auði, Árna,
Einsa og Lilju að þau gáfu mér
tækifæri að koma á spítalann
rétt áður en hann kvaddi. Þessi
stund verður mér kær minning.
Elsku Luggur, takk fyrir
yndislegar stundir og minning-
ar og ég trúi í hjarta mínu að
þetta eigi við um þig núna:
Ég er frjáls eins og fuglinn, flogið
næstum ég gæti.
Mér er ekkert til ama flest nú eykur
mér kæti.
Alsæll er ég nú orðinn, ekki kann ég
mér læti.
Ég er frjáls.
(Pétur Bjarnason.)
Að lokum viljum við fjöl-
skyldan þakka ykkur fyrir allar
skemmtilegu stundirnar sem
við fengum að deila með ykkur.
Elsku Auður, Árni, Einsi,
Lilja, Binni, Viktória, Auður
Harpa og Guðmundur Ari megi
Guð geyma ykkur og styrkja í
sorginni.
Magnús (Maggi) bróðir,
Nína, Guðrún Lilja og Atli
Páll.
Aðfaranótt 18. maí lést mág-
ur minn, Guðmundur Örn Guð-
mundsson, eftir harða baráttu
við krabbamein. Það er erfitt að
gera grein fyrir hátt í fjörutíu
ára samleið í fáum orðum, fjöl-
skyldurnar hafa gengið í gegn-
um svo margt saman í gleði og
sorg.
Guðmundur var lyfjafræðing-
ur að mennt og starfaði sem
slíkur, en var þar að auki margt
annað til lista lagt. Ekki held ég
að oft hafi þurft að kalla til iðn-
aðarmann á heimili þeirra
hjóna, þótt brjóta hefði þurft
niður eða setja upp veggi til að
bæta við herbergjum, sem
þurfti tvisvar að gera, þegar
börnin voru orðin þrjú. Hann
skipti um eldhúsinnréttingar,
skápa og smíðaði húsgögn, lagði
parket eða flísar, allt eftir þörf-
um.
Guðmundur var einstakt ljúf-
Guðmundur Örn
Guðmundsson
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Þegar andlát ber að höndum
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn,
HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Birkigrund 40,
Selfossi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 19. maí.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtu-
daginn 30. maí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning
586-26-180392, kt. 030172-5669.
Kristín Björk Jóhannsdóttir, Guðmundur Björgvin Gylfason,
Jóhann Gylfi Guðmundsson,
Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir,
Viktoría Kristín Guðmundsdóttir,
Jóhann V. Helgason, Ragnheiður Jónsdóttir,
Gylfi Sigurðsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, dóttir, systir, mágkona
og frænka,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR HAMMER,
Suðurhópi 10,
Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 22. maí.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 31. maí
kl. 14.00.
Teitur Níelsson,
Fríða Níelsdóttir,
Jóna Níelsdóttir,
Sigríður Sigurðardóttir,
Sigurður Jónsson, Arna Ýr Sæþórsdóttir
og börn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
GRÉTAR LEVÍ JÓNSSON,
lést á Sólvangi föstudaginn 24. maí.
Helga Jóna Ásbjarnardóttir,
Jón Leví Grétarsson,
Elvar Grétarsson,
Björn Rósberg Grétarsson,
Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir Leví,
Ásbjörn Leví Grétarsson,
Þórbergur Egilsson,
Jórunn Anna Egilsdóttir,
Gunnlaugur Egilsson.
✝
Okkar yndislegu, ástkæru foreldrar, tengdaforeldrar, afi
og amma,
ALEXANDER G. ÞÓRSSON
og
EDDA Þ. SIGURJÓNSDÓTTIR,
verða jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
30. maí kl. 13.00.
Þórunn Alexandersdóttir, Hjörleifur Harðarson,
Hafdís Alexandersdóttir, John Patrick Toohey,
Sigurjón Alexandersson, Signý Traustadóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ELÍNBORG REYNISDÓTTIR,
lést í Noregi föstudaginn 24. maí.
Aðstandendur.