Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 31

Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 ✝ Laufey Guð-brandsdóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1924. Hún lést á sjúkradeild hjúkrunarheimilis- ins Grundar 15. maí 2013. Foreldrar henn- ar voru Guð- brandur Gunn- laugsson frá Hákoti í Flóa, f. 23.6. 1900, d. 26.6. 1949, og Þuríður Ingibjörg Ámundadótt- ir frá Kambi í Flóa, f. 23.6. 1898, d. 17.9. 1991. Laufey var elst fjögurra systra. Þær eru Inga Þuríður, f. 13.2. 1927, d. 16.3. 2006, Auðbjörg, f. 1.4. 1930, d. 11.2. 2007, og Jóhanna Guðbjörg, f. 8.2. 1936, d. 28.6. 2011. Hinn 14. júlí 1949 giftist Laufey Berent Th. Sveinssyni, loftskeytamanni, f. 21.8. 1926. Laufey og Berent voru barnlaus. Að loknu gagnfræða- prófi frá Ingimars- skólanum 1940 fór hún til starfa hjá útgerðarfélaginu Hrönn í Reykjavík við bókhald og gjaldkerastörf. Starfaði þar þang- að til hún fór í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og lauk þar námi 1949. Þá flutti hún með manni sínum til Vestmannaeyja og hófu þau þar búskap. Þau fluttu aftur til Reykjavíkur 1954 og hóf hún gjaldkerastörf hjá Síld- ar- og Fiskimjölsverksmiðjunni að Kletti í Reykjavík og starf- aði þar allt til eftirlaunaaldurs. Útför Laufeyjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 28. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Elskuleg móðursystir mín er horfin á braut síðust þeirra fjög- urra systra. Þær ólust upp á Vitastíg 14, í Reykjavík við lítil efni og þótt húsnæðið væri þröngt og lítið um nútíma þæg- indi ríkti með þeim einlæg sam- heldni og hélst það alla ævi. Ég er elsta barnabarnið í fjölskyld- unni og naut þess að eiga þrjár móðursystur og ástkæra ömmu sem veitti mér ómetanlegan styrk til hinstu stundar. Minn- ingarnar um þessar sterku og glæsilegu konur þyrlast upp nú þegar Laufey kveður. Laufey var tíguleg í fasi og dró að sér athygli þrátt fyrir eðl- islæga hógværð. Hún var farsæl í starfi og gæfusöm í einkalífi en árið 1943 kynntist hún lífsföru- naut sínum, honum Berent, hjá vinafólki foreldra hans í Reykja- vík. Erfitt er að hugsa sér annað án hins, svo samhent voru þau í lífinu. Þau nutu þess að ferðast víða um lönd langt fram á efri ár. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en þegar ég eignaðist frumburð minn, Sigríði Þuríði, veittu þau okkur mæðgum mik- ilvægan stuðning og varð heimili þeirra griðastaður sem við báðar nutum góðs af. Allt síðan hafa böndin milli okkar verið einkar náin og við höfum glaðst saman á góðum stundum sem fjölskylda mín minnist af þakklæti. Laufey átti við vanheilsu að stríða síðustu árin en lagði jafn- an áherslu á að líta vel út og halda sinni reisn. Berent ann- aðist hana af mikilli umhyggju fram til hinstu stundar og kveð- ur hana, umvafinn minningum eftir langa og hamingjuríka sam- fylgd. Blessuð sé minning Laufeyjar Guðbrandsdóttur. Þuríður Jónsdóttir. Ég trúi á ljós, sem lýsi mér, á líf og kærleika, á sigur þess, sem sannast er, og sættir mannanna. Á afl sem stendur ætíð vörð um allt, sem fagurt er, á Guð á himni, Guð á jörð og Guð í sjálfum mér. (Ólafur Gaukur) Laufey móðursystir hefur fundið friðinn. Hún var elst sinna systra og sú síðasta í hópn- um til að skilja við. Ég á auðvelt að ímynda mér þær blíðu og kærleiksríku móttökur sem hún hefur fengið þegar hún mætti hinum megin. Á móti henni hafa tekið með opnum örmum hún mamma, Inga og Auðbjörg syst- ur hennar og álengdar hafa stað- ið amma Þura og Guðbrandur afi sem síðan hafa faðmað hana að sér full þakklætis að fjölskyldan væri sameinuð aftur í eilífðinni. Afi Guðbrandur dó frá þeim ung- ur af hræðilegum slysförum. Laufey var mér ekki bara móðursystir heldur var mér einnig sem önnur móðir. Sem ungur drengur var ég hjá þeim hjónum Laufeyju og Berent um flestar helgar um langt árabil. Hún tók við mig miklu ástfóstri og kallaði mig aldrei annað en séra Árna. Það þótti mér mikill virðingarvottur. Þarna leið mér ávallt eins og prinsi og upplifði hjá þeim í fyrsta skipti að borða morgunmat í rúminu á sunnu- dögum. Einnig fór ég með þeim í sumarhús sem þau áttu skammt frá Reykjavík og átti þar mörg ævintýri úti í náttúrunni og með Berent úti á vatni að veiða. Laufey frænka var ekki skap- laus kona. Hún var sterk kona með ríka réttlætiskennd og frelsisvilja. En hafði líka til að bera einstaka hlýju, velvild og festu sem var ungum dreng gott veganesti útí lífið. Eftir minn tíma tóku önnur yngri börn við hlutverki helg- argesta til aukins þroska fyrir okkur og gleði fyrir þau Lauf- eyju og Berent sem voru barn- laus. Öllum þeim uppsafnaða, ómengaða og hreina kærleika var veitt í farveg til okkar sem nú kveðjum Laufeyju okkar hinstu kveðju. Árni Sigurðsson. Laufey Guðbrandsdóttir Elsku besti Gabbi minn, mikið ofboðs- lega var leiðinlegt að fá þær fréttir að þú værir fall- inn frá, elsku vinur minn. Mér hlotnaðist sá heiður að fá að kynn- ast þér árið 2006 þegar þú byrj- aðir að pípa með Sigurgeiri félaga mínum. Eftir að við kynntumst mynduðust mikil vinatengsl hjá okkur og síðustu ár hafa verið ógleymanleg með þér. Þú varst einn af þessum vinum sem voru alltaf hressir og alltaf stutt í hlát- urinn. Gaman var þegar þú komst með mér og Sigurgeiri heim í sveitina mína á gæsaveiðar. Þú ætlaðir aldeilis að kenna okkur þetta enda við nýkomnir með byssuleyfi. Þetta var, og er, einn af mínum stærri veiðitúrum í afla á gæs. Þú átt klárlega heiðurinn af því. Ég minnist þess líka þegar þú sagðir mér frá því þegar Helga væri ólétt að sólargeislanum Sæ- þóri Orra, þá var gleðiglampi í augum þínum alveg eins og þegar þú sagðir mér frá ófæddu barni ykkar Helgu. Gaman var að sjá hve vænt þér þótti um fjölskyldu þína. Kristínu minni fannst svo rosalega gaman að koma heim til ykkar í Vallarkórinn að leika í öllu dótinu sem Sæþór á. Mér þótti rosalega gaman að koma til ykkar um daginn og gefa Sæþóri Orra reiðhjól með hjálpardekkjum. Hann var pínu feiminn við það en eftir fimm mínútur var hann kom- inn á fullt og þú hljópst á eftir honum um íbúðina svo hann myndi ekki klessa á. Þegar þú varst í landi töluðum við allt að því daglega saman í síma eða hitt- umst. Þegar við fórum saman í partí varst þú alltaf hrókur alls fagnaðar og áttir yfirleitt hug Skarphéðinn Eymundsson ✝ SkarphéðinnEymundsson fæddist 6. mars 1979. Hann lést 16. maí 2013. Útför Skarphéð- ins fór fram frá Húsavíkurkirkju 25. maí 2013. allra með gaman- sögum og allskonar vitleysu. Menn muna varla eftir eins miklum kappsmanni og þér í hundaþjálf- un enda var metnað- urinn mikill hjá þér í þjálfuninni. Við átt- um alveg frábæran dag saman núna í mars ég, þú og Sig- urgeir þegar við skelltum okkur á skíði upp í Blá- fjöll. Þú varst með bakpokann fullan af stórum bjórum og sagð- ir: „Strákar, við drekkum einn saman alltaf í þriðju hverri ferð upp lyftuna,“ sem og við gerðum. Þegar þú komst með mér í jeppa- ferð upp í Þverbrekknamúla að vetri til tókum við grill með okkur til að grilla hamborgara. Við með sína fjóra borgarana hvor og ég spyr þig hvort við eigum bara ekki að grilla fjóra? Þú svarar: „Nei, við förum létt með fjóra hvor.“ Ég byrjaði að borða aðeins á undan þér og þegar ég var bú- inn með þrjá og hálfan sagði ég að ég væri að springa og þú sprakkst úr hlátri og sagðist vera búinn með tvo og værir búinn á því. Ég hef fengið ýmsar hugmyndir í gegnum tíðina um að gera hitt og þetta og ávallt bar ég þær undir þig, annað hvort voru þær góðar og þá sagðir þú að þér litist vel á þetta eða: „Þetta er alveg glóru- laust.“ Ég gæti haldið endalaust áfram að segja góðar sögur af því- líkum vini eins og þér. Við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna, elsku vinur. Eitt er það sem aldrei gleymist, það er minning þín. Elsku Helga, Lilja, Sæþór og fjölskylda, við vottum ykkur alla okkar samúð. Guð verði með ykk- ur í gegnum þessa erfiðu tíma. Kveðja, Svavar, Ásdís og fjölskylda. Ég kynntist Gabba fyrir nokkrum árum þegar við byrjuð- um að vinna saman. Við urðum fljótt góðir vinir og áttum margt sameiginlegt. Gabbi var einstak- lega skemmtilegur strákur sem var oftast brosandi og var mjög stríðinn. Það vita þeir sem þekktu hann að fáir sögðu betur frá ýms- um prakkarastrikum og öðrum misgáfulegum hlutum sem hann hafði framkvæmt á lífsleiðinni. Og oftar en ekki grétu menn úr hlátri eftir sögurnar sem hann sagði. Við brölluðum ýmislegt saman, þó aðallega tengt veiði og jeppum. Það rifjast margt upp fyrir mér þegar ég horfi til baka, t.d. þegar við fórum í björgunarleiðangur að sækja bilaðan Hilux upp í fjöll í miklum sjó. Bíllinn fannst ekki sökum lélegs skyggnis og einhver hafði gleymt GPS tækinu heima sem bíllinn var merktur inn á. Bíllinn fannst þó daginn eftir og komst til byggða. Ferðin okkar austur á land að veiða hreindýr gleymist seint þar sem ýmislegt gekk á. Einnig ferðir okkar vest- ur á gæsaveiðar og fyrsta rjúpna- ferðin mín þar sem ég naut góðr- ar leiðsagnar þinnar. Við Silja minnumst þess er við komum í heimsókn til ykkar Helgu til Húsavíkur á Mærudaga fyrir nokkrum árum þar sem við áttum góðar stundir saman. Einnig var starfsmannaferðin okkar til Du- blin ógleymanleg. Skíðaferðir okkar vinanna upp í Bláfjöll og ótal margt annað geymi ég í huga mér. En ferðir okkar verða víst ekki fleiri og mun ég ávallt hugsa til þín með hlýhug og þakka fyrir stundirnar sem við áttum saman. Með sökn- uði kveð ég þig nú. Vertu sæll, elsku vinur. Elsku Helga, Lilja, Sæþór Orri og fjölskylda, við fjölskyldan vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Sigurgeir Valgeirsson og fjölskylda. Ýmsar vangaveltur leita á hug- ann þegar maður horfist í augu við þá staðreynd að ungur maður í blóma lífsins lætur lífið. Það eru þung spor sem ættingjar og vinir stíga þegar þeir fylgja sínum nán- ustu til grafar. Ekki síst þegar menn eru ungir og eiga allt lífið framundan. Skarphéðinn var glaðlyndur, skemmtilegur og allt- af stutt í húmorinn. Ég hafði gam- an af því að vera með honum hann var góður vinur og við gerðum svo ótal margt saman sem ég geymi í huga mínum. Minningin lifir um góðan dreng. Ég votta allri fjöl- skyldunni innilegustu samúð. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þinn vinur, Aðalsteinn Guðmundsson (Alli Bróa). VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann Blómasmiðjan Grímsbæ v/Bústaðaveg S: 588 1230 Samúðarskreytingar Útfaraskreytingar Það var fyrir tuttugu og sex ár- um sem við kynntumst Rúnu og Óla, þegar dóttir okkar og sonur þeirra rugluðu saman reytum. Þau heiðurshjón voru bæði hlý og góð heim að sækja og gestrisin með eindæmum. Við geymum fallegar minning- ar um samverustundir sem við áttum með Rúnu, Óla og fjöl- skyldu þegar við heimsóttum þau vestur á Ísafjörð í júlí á síðasta ári, en þá varð Rúna sjötug. Rúnu leið ætíð best í faðmi fjöl- skyldunnar og undi sér aldrei bet- ur, en þegar fólkið hennar var allt saman komið á góðri stundu og segja má, að það hafi best sýnt sig, að hún var ekki tilbúin að kveðja þennan heim fyrr en allir voru saman komnir við dánarbeðinn. Síðastliðin fimm ár barðist hún af miklu æðruleysi og jafnaðar- geði við illvígan sjúkdóm, sem hafði þó betur að lokum. Það voru forréttindi að fá að kynnast þessari yndislegu og sterku konu sem Rúna var. Hnípinn vinur harmi sleginn hugann lætur reika. Kannski er hún hinum megin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran) Guðrún Þórðardóttir ✝ Guðrún Þórð-ardóttir fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 8. júlí 1942. Hún andaðist á kvennadeild Land- spítalans 17. maí 2013. Útför Guðrúnar fór fram frá Ísafjarð- arkirkju 25. maí 2013. Elsku Óli og fjölskylda, megi hæsti himnasmið- ur himins og jarð- ar styrkja ykkur í sorginni. Axel og Anna. Það er sárt að kveðja æskuvin- konu mína Guð- rúnu Þórðardótt- ur sem lést eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein sem hún tókst á við af dugnaði og æðru- leysi þótt hún vissi alltaf hvert stefndi. Ég man ekki svo langt aftur að við höfum ekki verið vinkonur, sagt var að við hefðum verið á þriðja aldursári þegar við fórum að leika okkur saman fyrst. Alla tíð hefur þessi vinátta haldist þótt við höfum búið mestan hluta æv- innar hvor í sínu byggðarlaginu. Hún var frábær námsmaður en hugur hennar stóð ekki til að fara í langskólanám enda var það lang- sótt á Vestfjörðum á þeim tíma. Það ríkti alltaf góð vinátta á milli fjölskyldna okkar og naut ég ekki síst góðs af því. Síðan skildi leiðir þegar við kynntumst eiginmönnum okkar og Rúna fluttist með Óla sínum á Ísafjörð þar sem þau bjuggu allan sinn búskap ásamt börnum sínum Lúðvík og Margréti og dóttursyni sínum Magnúsi sem þau ólu upp sem sinn eigin son. Elsku Óli, þú hefur staðið eins og klettur við hlið Rúnu í veik- indum. Ég og fjölskylda mín send- um þér og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Kristín Gissurardóttir. Hilmar G. Jónsson, rithöfundur, er allur. Þeim er nú óðum að fækka, rit- höfundunum er settu svip sinn á samfélagið þegar ég var að byrja. En Hilmar var einn af þeim. Ég kynntist honum eftir að ég gekk í Rithöfundasamband Íslands árið 1996; en um hann segir nú í Félagatali þess: að hann hafi geng- ið þar inn árið 1974, og sé skráður þar sem: ljóðskáld, leikskáld, sagnaskáld og ævisagnahöfundur. Í mínum huga var hann greina- höfundur með tilfinningaþrungna vinstrisinnaða afstöðu, sem var umhugað að koma skoðunum sín- um að í ræðu og riti. Taldi ég að hann hefði þar sérstöðu sem ís- lenskum ritvelli væri fengur að. Hann mundi greinilega eftir mér, og fylgdist með skrifum mín- um, af því það hefur gerst oftar en einu sinni í starfi mínu á elliheim- Hilmar Guðlaugur Jónsson ✝ Hilmar Guð-laugur Jónsson fæddist í Fögruhlíð í Jökulsárhlíð 12. maí 1932. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 12. maí 2013. Útför Hilmars fór fram frá Kefla- víkurkirkju 21. maí 2013. ilinu Grund, að sam- starfsstúlkur mínar þar hafa skilað per- sónulegri kveðju hans til mín, er við höfum rætt um rit- höfunda. Er ég lít yfir ljóð mín í leit að einhverju sem minnir á rödd Hilmars, staldra ég við eitt í þrettándu ljóðabók minni, Líf- ljóðum (2013), sem heitir: Þið ve- sælu blekberar Alexandríu. En þar læt ég þaggaðan rithöfund vera að telja upp þau yrkisefni sem fram- tíðin fer á mis við, vegna klíkuskap- ar bókmenntastofnunarinnar; á ár- unum kringum Krists burð. En þar segir meðal annars: Þetta tal bægir andrúmsloftinu frá skáldunum frá eyjum og borgum sem hefði getað bjargað þeim til eilífðar í minningum ókominna kynslóða með skrifum um persónulega sýn stráklinga á ströndum, og ungra manna á götuhornum, eða jafnvel gleðikvenna eða trölla. Skammir séu ykkur halaklippendum skólaspekinnar sem afskrifuðuð söguljóðaskáld á eftir Hómer en verðið nú að viðurkenna Virgil, latínskan arftaka okkar Grikkja! Tryggvi V. Líndal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.