Morgunblaðið - 28.05.2013, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013
Nú er karlinn að fara út á sjó og þar verður afmælisdagurinnþví haldinn“. Aðspurður hvort afmælisterta verði á boð-stólum þegar á sjóinn er komið segist hann ekki telja að svo
verði og bætir við að hann voni að enginn viti af þessu.
Sjómennsku hefur Ólafur stundað í fimmtíu ár og var þar lengst
af skipstjóri. Afmælistúrinn heldur hann þó í sem stýrimaður í af-
leysingum á rækjubátnum Fönix ST 177, sem gerður er út frá
Hólmavík. Ólafur tók sér hlé frá sjónum fyrir um fimm árum er
hann veiktist af krabbameini, og er þetta fyrsti túrinn síðan þá. Frá
því Ólafur lét af sjómennskunni hefur hann starfað sem leigubíl-
stjóri á Ísafirði, þar sem hann keyrir undir nafninu „allir á ball með
Óla Hall“. Þar sem hann hefur nú tímabundið snúið aftur til sjó-
mennskunnar verður sumarið því bæði nýtt til vinnu á landi og sjó.
Ólafur er kvæntur Sigurlaugu Ingimundardóttur sem enn er
kornung að hans sögn, eða um 65 ára. „Við eigum helling af börn-
um, sex eru þau samtals sem við eigum, annað hvort saman eða sitt í
hvoru lagi. Þetta eru allt að verða gamalmenni, þrjú eða fjögur eru
að verða fimmtug. Sautján barnabörn eru komin, en þó engin barna-
barnabörn,“ segir Ólafur og grínast góðlátlega með hvort nátt-
úruleysi hrjái barnabörnin þar sem fimm þeirra séu komin yfir tví-
tugt og langafabörn vanti enn. sunnasaem@mbl.is
Ólafur Halldórsson er sjötugur í dag
Mottumars Á myndinni skartar Ólafur forláta yfirvaraskeggi sem
hann safnaði í tilefni af síðasta mottumarsátaki.
Vonar að enginn
viti af afmælinu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Guðrún S. Þórð-
ardóttir fagnar
níutíu og fimm ára
afmæli sínu í dag,
28. maí.
Árnað heilla
95 ára
Keflavík Jóna Sjöfn fæddist 12. sept-
ember kl. 6.59. Hún vó 3.730 g og var
50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru
Fríða Bergmann Hreggviðsdóttir og
Samúel Már Smárason.
Nýir borgarar
Akureyri Aðalsteinn Ísak fæddist 23.
september kl. 5.07. Hann vó 3.530 g
og var 51 cm langur. Foreldrar hans
eru Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir og
Þórir Ármannsson.
H
örður fæddist í
Reykjavík 28.5. 1928.
Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1948,
embættisprófi í lækn-
isfræði frá HÍ 1954, tók amcrískt út-
lendingapróf 1960, öðlaðist almennt
lækningaleyfi 1956 og sérfræðileyfi í
augnlækningum 1965.
Hörður var aðstoðarlæknir hjá
héraðslækninum á Hvammstanga
1954-55, kandídat á Landspítalanum
1955-56, héraðslæknir á Hvamms-
tanga 1956-61, staðgengill aðstoð-
arlæknis á augndeild Akademiska
sjukhuset í Uppsölum 1961-62, að-
stoðarlæknir þar 1962-64, staðgeng-
ill aðstoðarlæknis á Háskólasjúkra-
húsinu í Umeå, taugasjúkdómadeild,
1964, og staðgcngill yfirlæknis sama
ár, aðstoðarlæknir á Landspítala
1964 og Borgarspítala 1965 og dvaldi
við nám á Moorfields Eye Hospital
og Institute of Ophthalmology í
London 1961, 1971 og 1984.
Hörður var starfandi augnlæknir í
Reykjavík frá 1965, fór augnlækn-
ingaferðir til Víkur í Mýrdal 1965-
83, Kirkjubæjarklausturs 1965-94 og
til Vestmannaeyja 1965-94. Hann
var aðstoðarlæknir á Regionsjuk-
huset í Örebro í Svíþjóð 1966, augn-
læknir við sjúkrahúsið Sólheima í
Reykjavík 1966-67, sérfræðingur á
augndeild Landakotsspítala (síðar
Sjúkrahúss Reykjavíkur) 1969-96,
ráðgefandi augnlæknir á Hrafnistu í
Reykjavík frá 1965 og á Landspít-
alanum 1982-96.
Hefur unun af ferðalögum
Hörður var formaður byggingar-
nefndar Sjúkrahússins á Hvamms-
tanga 1957-60, sat í stjórn Lækna-
félags Reykjavíkur, var formaður
samninganefndar sérfræðinga 1968-
70, sat í stjórn Augnlæknafélags Ís-
lands 1978-79, formaður þess 1980-
81 og var ritari öldungadeildar
Læknafélags Íslands 1997-2001:
„Við erum einmitt nýkomin úr tíu
daga ferð til Ítalíu með Öld-
ungadeild lækna,“ segir Hörður
þegar hér er komið sögu. „Þetta var
frábær ferð en ég hef afskaplega
gaman af ferðalögum. Ég var 50
daga í ferðum á síðasta ári, geng enn
þá mikið um landið þó ég þrammi
ekki á fjöll eins og áður. Ef ég er
ekki á ferðinni þá er ég að dansa. Ég
hef dansað með dansfélaginu Kátu
fólki í 20 ár og á vegum Heiðars Ást-
valdssonar í 15 ár. Við erum við góða
heilsu og það er sjálfsagt að njóta
lífsins meðan heilsan leyfir.“
Fjölskylda
Fyrri kona Harðar var Hulda
Tryggvadóttir, f. 8.2. 1924, d. 22.10.
1987, húfreyja. Hún var dóttir
Tryggva Gunnarssonar, b. í Hausa-
staðakoti í Garðahreppi, og k.h.,
Lovísu Guðmundsdóttur húsfreyju.
Synir Harðar og Huldu eru Hjalti,
f. 19.3. 1951, rafmagnsverkfræð-
Hörður Þorleifsson augnlæknir - 85 ára
Við Gamla Uppsala Ungu hjónin, Hörður og Hulda í byrjun 7. áratugarins, með syni sína, Hjalta, Egil og Kjartan.
Við hestaheilsu í dansi
göngum og ferðalögum
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Trekking
(Petrol og Khaki)
Kuldaþol -20
Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm
Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg
Verð kr. 13.995,-
Tjaldasalur - verið velkomin
Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngu
tjöld
Savana Junior
(blár og rauður)
Kuldaþol -15°C
Fyrir líkamsstærð 150 cm
Þyngd 0,95 kg
VERÐ 11.995,-
Savana
(blár)
Kuldaþol -15°C
Fyrir líkamsstærð 195cm
Þyngd 1,45 kg
Verð kr. 13.995,-
Micra
(grænn og blár)
Kuldaþol -14°C
Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm
Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg
Verð kr. 16.995,-
FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem
hefur hafið göngu sína í Morgun-
blaðinu. Þar er meðal annars sagt
frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæð-
ingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón