Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 41

Morgunblaðið - 28.05.2013, Page 41
AF TÓNLIST Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Tónlistarhátíðin ReykjavikMusic Mess var haldin nú umhelgina á farfuglaheimilinu Kex og skemmtistaðnum Volta. Mörgum hlýtur að vera það minn- isstætt þegar Deerhunter tróð upp á hátíðinni fyrir tveimur árum síð- an en þótt slík nöfn hafi ekki boðað komu sína í ár þá mátti kenna þar ýmissa grasa. Meðal þeirra sem spiluðu í ár voru áströlsku sveit- irnar DZ Deathrays og PVT, breska sveitin Withered Hand auk fjölda ís- lenskra sveita. Þar má nefna sveitir á borð við Sykur, Oyama og Muck sem allar stóðu sig sem skyldi. Há- tíðin í ár var fremur jarðbundin og heppnaðist vel. Lengi má þó gott bæta og það hefði mátt auglýsa hana betur en margir eru eflaust vonsviknir yfir því að hafa látið hana framhjá sér fara. Smiðshöggið var rekið á hátíð- ina á sunnudaginn á Volta en þar var það Logi Höskuldsson, betur þekktur sem Loji, sem steig fyrstur á stokk. Honum til halds og trausts voru gítarleikarinn Jón Þorsteins- son og trymbillinn Grímur Örn Grímsson. Þeir fluttu meðal annars nýtt efni sem kemur út á nýrri plötu nú í haust en þetta var í fyrsta skipti sem Loji spilar ásamt því fríða föru- neyti er þarna fylgdi honum. Það kom þó ekki að sök og útkoman virkilega góð. Athygli vakti að flutningurinn innihélt engan bassa- leik en hrár hljómur gítaranna var einkar ferskur og samspil þrímenn- inganna öðrum til eftirbreytni. Spennandi verður því að fylgjast með væntanlegri plötu.    Stafrænn Hákon spilaði bæði áKex á laugardaginn og á Volta á sunnudaginn og stóð sig með ein- dæmum vel. Það er reynslutröllið Ólafur Josephsson sem fer þar fremstur á meðal jafningja en með honum spilaði einvalalið tónlista- manna. Þeir spiluðu gamalt efni í bland við nýrra, voru virkilega þétt- ir og í raun synd að fleiri áhorf- endur hafi ekki verið á staðnum til að hylla hinn tölvutæka Hákon, þá Reykvísk tónlistarmessa Ljósmynd/Iona Sjöfn Huntingdon-Williams Góðir Ólafur Josephsson er hér til vinstri ásamt meðlimum Stafræns Hákons. sérstaklega á Volta. Gaman var þegar sveitin tók gamla slagarann „Sítrónudurgurinn“ af plötunni Eignast Jeppa frá árinu 2001. Lagið er einmitt eitt þeirra laga er opn- uðu dyrnar fyrir undirrituðum að draumkenndum heimi síðrokksins á sínum tíma. Stafrænn Hákon endaði síðan flutning sinn á hljóðbylgju- óskapnaði í anda My Bloody Valent- ine og kom það skemmtilega út. Fólksveitin Withered Hand var næst á svið með einskonar meló- dramatískt gleðipopp og stóðu þau sig sæmilega. Söngvari sveit- arinnar var þó greinilega þaul- vanur á sviði og hélt áhorfendum á tánum á milli laga. Reykvíska sveit- in Monotown lokaði svo tónleik- unum og hátíðinni í heild sinni. Þetta er þriðja árið í röð sem hátíð- in er haldin og ljóst að hún er komin með góðan hóp fastagesta. Nauð- synlegt er að hlúa að grasrót tón- listarinnar í Reykjavík og vonandi mun hátíðin því einungis fara vax- andi héðan í frá. » Athygli vakti aðflutningurinn inni- hélt engan bassaleik en hrár hljómur gítaranna var einkar ferskur og samspil þrímenning- anna öðrum til eft- irbreytni. Ljósmynd/Iona Sjöfn Huntingdon-Williams Loji Logi Höskuldsson er hér til hægri ásamt Jóni Þorsteinssyni. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2013 Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 Funahöfða 1 110 Reykjavík Sími: 567-4840 ERTUMEÐKAUPANDA?Skjalafrágangur frá kr. 15.080 Seljum allskonar bíla, langar þig í einn? Skráðu þinn frítt! Okkur finnst gaman að selja bíla, viltu selja þinn? SÖLULAUN frá kr. 39.9 00 KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA FAST&FURIOUS6 KL.5:10-8-10:40 FAST&FURIOUS6 VIP KL. 5:10 - 8 - 10:40 THEGREATGATSBY2D KL.5-8-10:55 STARTREKINTODARKNESS KL. 3D:5:10 - 10:10 2D:8 PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 2D KL. 5:10 - 10:40 KRINGLUNNI THE GREAT GATSBY 2D KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 5:50 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10:50 FAST & FURIOUS 6 KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE GREAT GATSBY 2D KL. 5:10 - 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 2D KL. 5:20 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:50 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK FAST&FURIOUS6 KL.8-10:40 THEGREATGATSBY2D KL.8 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 10:55 IRON MAN 3 2D KL. 5:20 THE CROODS ÍSLTAL2D KL. 5:50 AKUREYRI THE GREAT GATSBY 2D KL. 5:10 - 8 STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 10:55  NEW YORK OBSERVER  THE PLAYLIST J.J. ABRAMS ER MÆTTUR MEÐ BESTU HASARMYND ÞESSA ÁRS!  EMPIRE  FILM  T.V. - BÍÓVEFURINN  THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR” EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS “TOPPAR ALLA FORVERA SÍNA Í STÆRÐ,  H.K. - MONITOR  T.V. - BÍÓVEFURINN ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 7. júní 2013. SÉ RB LA Ð Tíska & förðun Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 3. júní. Í blaðinu verður fjallað um tískuna sumarið 2013 í fatnaði, förðun og snyrtingu auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.