Morgunblaðið - 01.08.2013, Side 1
F I M M T U D A G U R 1. Á G Ú S T 2 0 1 3
Stofnað 1913 178. tölublað 101. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
GERA VATNS-
TANK AÐ
LISTAVERKI
KAUPHÖLL
FYRIR
LEIKJAGULL
SKRIFAR
LJÓÐIN SÍN
Í SANDINN
VIÐSKIPTABLAÐ ORT Í FJÖRUNNI 34LJÓSANÓTT 10
Vestmannaeyingar sprettu úr spori í Herjólfsdal í
gærkvöldi í árlegri keppni um tjaldstæði á þjóðhá-
tíð, sem að venju er haldin þar um verslunarmanna-
helgina. Hefð hefur skapast fyrir því, að síðdegis
miðvikudaginn fyrir hátíðina stilli bæjarbúar sér
upp við tjaldsvæðið og hlaupi síðan af stað þegar
klukkan slær sex til að tryggja sér ákjósanlegt stæði
fyrir hvítu tjöldin sín. Eyjamenn eru þekktir fyrir
keppnisskap og það var í fyrirrúmi í gærkvöldi en
ekki var annað að sjá en allir færu sáttir heim á leið
eftir að hafa merkt sér stæði.
Í dag verður hvíta tjaldborgin síðan reist í Herj-
ólfsdal en þjóðhátíðin sjálf hefst formlega á föstu-
dag.
Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson
Sprett úr spori í Herjólfsdal
Keyra þarf nemendur úr Sæ-
mundar-, Ingunnarskóla og Dal-
skóla í Grafarholti í skólasund upp í
Mosfellsbæ nk. vetur þar sem bæði
Grafarvogs- og Árbæjarlaug eru
fullnýttar. Þetta segir Marta Guð-
jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík. Í sam-
tali við Morgunblaðið staðfestir
Flosi Kristjánsson, verkefnastjóri
við skóla- og frístundasvið Reykja-
víkurborgar, að Varmárlaug í Mos-
fellsbæ hafi verið tekin á leigu
nokkra tíma í viku til að leysa
vanda skólanna í Grafarholti. »8
Leita til Mosfells-
bæjar með skólasund
„Þetta gengur bara vel. Það er
helst að það sem ræktað er úti kem-
ur seinna en áður af því að það var
svo kalt og dimmt í vor, en þetta er
allt að fara á fulla ferð núna,“ segir
Georg Ottósson, garðyrkjubóndi í
Jörfa, um grænmetisuppskeru sum-
arsins, en sólskinið síðustu vikur
hefur bjargað miklu.
Hann segir að ylræktin hafi einn-
ig gengið vel en hann hafi þó þurft
að nota ræktunarlampa meira en
undanfarin ár vegna lítils sólskins.
Búist er við að með hlýju hausti
geti upptakan varað fram í október.
Sólskinið síðustu
vikur bjargar miklu
Gunnar Dofri Ólafsson
Ágúst Ingi Jónsson
Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra
Færeyja, segir að Færeyingar gætu þurft
að auka enn síldarkvóta sinn komi til þess
að Evrópusambandið geri alvöru úr hót-
unum sínum um að setja löndunarbann á
síld og makríl frá eyjunum.
Ráðherrann lýsti í gær vonbrigðum sín-
um með ákvörðun fiskveiðinefndar ESB að
heimila framkvæmdastjórn þess að grípa
til refsiaðgerða gegn Færeyingum. Mikil
reiði er í Færeyjum vegna málsins, en lönd-
unarbannið gæti tekið gildi á næstu vikum.
Vestergaard sagði í færeyskum og
dönskum fjölmiðlum í gær að Færeyingar
hefðu góð viðskiptasambönd í löndum utan
Evrópusambandsins, svo sem Rússlandi og
í löndum Afríku og Asíu. Hins vegar fáist
lægra verð fyrir síldina á þessum mörk-
uðum en í Evrópu. Lægra afurðaverð gæti
kallað á aukinn síldarkvóta.
Kanna stöðu sína
Færeyingar hafa í tilefni fyrirhugaðra
refsiaðgerða sambandins kannað hvort
þeir geti leitað réttar síns fyrir Alþjóðlega
hafréttardómnum, Alþjóðaviðskiptastofn-
uninni (WTO) og Evrópudómstólnum. Ves-
tergaard segist þó hafa litla trú á Evrópu-
dómstólnum, auk þess sem málsókn fyrir
hvorum tveggja dómstólanna sé afar lang-
dregin og tímafrek.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs-
ráðherra, hefur í samtölum við erlenda fjöl-
miðla lýst miklum vonbrigðum með að ESB
velji að fara leið viðskiptaþvingana gegn
Færeyjum. Þar kemur fram það mat ráð-
herrans að þvinganir stærri aðila gegn
smærri aðilum líkt og ESB stefnir í gagn-
vart Færeyjum séu ekki leiðin til að leysa
deilumál á milli vinaþjóða.
Lægra verð
gæti kallað
á aukinn
síldarkvóta
Refsiaðgerðir ESB
gegn Færeyingum
MMikil reiði »2
Gunnar Dofri Ólafsson
María Margrét Jóhannsdóttir
Geislafræðingar og forsvarsmenn
Landspítalans komust undir mið-
nætti að samkomulagi í kjaradeilu
sem hefur staðið svo vikum skiptir.
Um tveir þriðju geislafræðinga
hafa sagt upp, og tóku uppsagnir
þeirra gildi á miðnætti. „Ég reikna
með að þeir sem semja fyrir félagið
hafi trú á því að stór hluti þeirra
dragi til baka uppsagnir sínar í
kjölfar þessara samninga,“ sagði
Björn Zoëga, forstjóri Landspítal-
ans, eftir að samkomulagið náðist.
„Við höfum náð því fram að það
verði ákveðnar breytingar sem við
teljum geislafræðingum til góða,“
sagði Katrín Sigurðardóttir, for-
maður Félags geislafræðinga. „Ég
vil meina að við höfum náð að þoka
málum áfram á öllum þeim sviðum
sem við óskuðum eftir.“
Katrín sagði ýmsa þætti koma
inn í samkomulagið, til að mynda
vaktafyrirkomulag og uppbyggingu
launakerfis stéttarinnar. „Þannig
að kjörin batna á heildina litið, þó
svo að það dreifist misjafnlega milli
einstaklinga eftir líf- og starfs-
aldri.“
Aðspurð hvort hún telji að geisla-
fræðingar mæti til vinnu í dag
sagðist hún ekki reikna með því.
Hver og einn verði að taka ákvörð-
un um hvað hann gerir nú eftir að
samningar tókust. Fyrirhugað sé
að kynna þeim samninginn eins
fljótt í dag og mögulegt verður.
Til hagsbóta fyrir
starfsmenn og spítalann
Björn Zoëga sagði að í endurnýj-
uðum stofnanasamningi fælist
hækkun vegna jafnlaunaátaks rík-
isins og breytinga á vinnuframlagi
og vaktakerfi sem væri til hagsbóta
fyrir starfsmenn og spítalann og
báðir aðilar mættu vel við una. „Þá
er ákveðin viðbótarumbun fyrir
meiri menntun sem er öllum til
góða til lengri tíma litið,“ sagði
Björn.
„Þetta er það sem við getum gert
til þess að koma til móts við þessa
einstaklinga. Við vonum að fleiri
geislafræðingar muni koma aftur til
starfa til þess að styðja við starf-
semina. Þá má reikna með því að
starfsemi spítalans komist á eðli-
legt ról eftir því sem líða tekur á
daginn en búast má við einhverri
bið til að byrja með.“
Samið við geislafræðinga
Enn er eftir að bera samkomulagið undir geislafræðinga til samþykkis