Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 2
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Færeyingum vegna auk- inna síldveiða þeirra í ár gætu tekið gildi eftir nokkrar vikur. Í gær gaf fiskveiðinefnd Evrópusambandsins framkvæmdastjórninni heimild til að halda áfram að undirbúa aðgerðirn- ar. Heimildir herma að aðgerðirnar feli í sér auk löndunarbanns á síld og makríl (en makríll er óumflýjanlegur meðafli við síldveiðar Færeyinga) bann við innflutningi til aðildarríkja ESB á tilteknum afurðum tegund- anna. Mikil reiði er í Færeyjum vegna þessarar ákvörðunar. Jacob Vest- ergaard, sjávarútvegsráðherra Fær- eyja, segir í samtali við bt.dk í Dan- mörku að ákvörðunin sé furðuleg og ekki í samræmi við samskipti siðaðra þjóða. Hún sé ekki fallin til að stuðla að samkomulagi um skiptingu síldar- kvótans. Ein leiðin að auka kvótann Hann segir að þó að ESB-mark- aður lokist þá hafi Færeyingar við- skiptasambönd við aðra markaði sem þeir muni nýta sér. Hann nefnir í því sambandi Rússland, Asíu og Afríku. Hann viðurkennir hins vegar að ESB-löndin hafi borgað hæsta verðið fyrir síldina og ákvörðun ESB hafi því efnahagsleg áhrif í Færeyjum. Á vef Politikens er haft eftir Vester- gaard að ein leiðin til að mæta þeim sé að auka síldarkvótann enn frekar. Haft var eftir Mariu Damanaki um miðjan júlí að hún ætti von á að frétta væri að vænta af undirbúningi refsi- aðgerða gegn Íslandi vegna makríl- veiða fyrir lok mánaðarins. Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, aðstoðar- maður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegsráðherra, segir að engar slíkar fréttir hafi borist af fundinum í gær. Hins vegar hafi Íslendingar boðið til fundar strandríkja í byrjun sept- ember í Reykjavík og hafi öll strand- ríkin þegið boðið. Hún sagðist telja það mjög óeðlilegt ef á sama tíma væri verið að undirbúa viðskipta- þvinganir gagnvart Íslandi. Þvinganir stærri aðila gegn smærri ekki rétta leiðin Í samtölum við erlenda fjölmiðla hefur Sigurður Ingi lýst miklum von- brigðum með að Evrópusambandið velji að fara leið viðskiptaþvingana gegn Færeyjum. Þar kemur fram það mat ráðherrans að þvinganir stærri aðila gegn smærri aðilum líkt og ESB stefnir í gagnvart Færeyjum séu ekki leiðin til að leysa deilumál á milli vinaþjóða. Sama máli gegni um makríldeil- una, lausn í þessum deilumálum hljóti að byggjast á vísindalegum grunni og þurfi að nást við samninga- borðið. Til að svo megi verða þurfi Evrópusambandið og Noregur að viðurkenna breytingar á göngu- mynstri makríls inn í íslenska lög- sögu. Reiði vegna refsiaðgerða ESB Ljósmynd/Börkur Kjartansson Aflaskip Uppsjávarskipin Finnur Fríði frá Færeyjum og Aðalsteinn Jónsson SU frá Eskifirði ösla sjóinn undan Suðausturlandi á loðnuvertíðinni 2012.  Fiskveiðinefnd ESB heimilar þvinganir gagnvart Færeyingum vegna síldveiða  Markaðir annars staðar, segir Vestergaard  Íslendingar bjóða til makrílfundar í Reykjavík Jacob Vestergaard Sigurður Ingi Jóhannsson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Mikið hefur borið á skemmdum í stafafuru við Fossá í Hvalfirði. Þau eru mörg hver rauð að lit og illa leik- in. Bragi Michaelsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, sem á lundinn, segir líklegt að þetta stafi af skyndilegum veðrabreytingum síð- asta haust. „Eftir að hafa rætt við sérfræð- inga þá teljum við þessar skemmdir stafa að öllum líkindum af kulda- kastinu sem stóð yfir í september og í nóvember í fyrra. Þá kólnaði skyndilega og saltrok gerði það að verkum að nývöxturinn í trjánum náði ekki að jafna sig og nálarnar drápust en áætlað er að tréin jafni sig á þremur til fjórum árum,“ segir Bragi. „Við urðum vör við þetta í desember en síðan þá hefur þetta aukist smátt og smátt en við teljum að þetta hafi nú náð hámarki.“ Bragi hefur séð skemmdir sem þessar víða á Suðurlandi. „Þau tré sem fá yfir sig norðanáttina verða fyrir þessum skemmdum en það sér ekki á þeim sem eru í skjóli. Við er- um stúrin yfir þessu enda var ætl- unin að selja þessar furur sem jólatré en við vonumst þó til að eiga nóg af góðum trjám,“ segir Bragi. Kuldakast fór illa með furuna  Skyndilegar veðrabreytingar skemmdu furur við Fossá í Hvalfirði Morgunblaðið/RAX Kalt Snöggar veðrabreytingar fóru illa með stafafurur við Fossá í Hvalfirði. Sumarið er tími framkvæmda og víða er unnið hörðum höndum um land allt að mikilvægu viðhaldi vega. Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf. hefur um áraraðir unnið víða við malbikun og starfsmenn fyrirtækisins voru í gær við vinnu í Kollafirði. Umferð gekk eigi að síður greiðlega. Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir á hringvegi í Kollafirði Þar sem verkin eru látin tala Síðasta tímabil strandveiða sum- arsins hefst í dag og ef veður lofar gætu flestir þeirra 664 báta sem hafa nýtt leyfi sín í sumar róið í dag. Mjög misjafnlega hefur geng- ið á strandveiðunum í sumar. Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda kemur fram að jafnt strandveiðimenn og fiskkaup- endur hafi sett sig í samband við skrifstofu LS og hvatt til að félag- ið beiti sér fyrir því að dagurinn í dag, fimmtudagur 1. ágúst, verði ekki nýttur til strandveiða. Þeir benda á að fiskvinnslur séu al- mennt lokaðar þennan dag og því muni fáir verða til að bjóða í fisk- inn. Líklegt sé því að verð verði lágt. Einnig er bent á að líklegt sé að ekki þurfi marga daga á svæðum A og B til að klára „ágústskammt- inn“. Engin heimild er hins vegar í lögum til að banna veiðarnar í dag. aij@mbl.is Fjöldi báta til strand- veiða Strandveiðar Í mynni Eyjafjarðar. Ingvar Smári Birgisson var í gærkvöldi kjör- inn formaður Heimdallar, fé- lags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Ingv- ar hlaut 302 at- kvæði, en mót- frambjóðandi hans, Jórunn Pála Jónasdóttir, 276. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fráfarandi for- maður, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Ingvar Smári for- maður Heimdallar Ingvar Smári Birgisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.