Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 4
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Aðalheiður Jóhannesdóttir, eða Alla
eins og samstarfsmenn kalla hana,
vann í gær sinn síðasta starfsdag á
Morgunblaðinu eftir meira en 46
ára starf. Hún byrjaði á auglýs-
ingadeild blaðsins 17. mars 1967 og
vann þar til 1999. Þá fór hún að
vinna við myndasafn blaðsins og
síðast við aðsendar greinar og
greinasafnið.
„Þegar ég byrjaði á auglýs-
ingadeildinni voru ekki til nema
þrjár auglýsingastofur, Gísli B.,
AUK og Argus. Svo var einn með
auglýsingaþjónustu,“ sagði Að-
alheiður. Hún var í nánum tengslum
við fjölda auglýsenda, bæði auglýs-
ingastofur, fyrirtæki og ein-
staklinga.
Öskubakkar í röð á
afgreiðsluborðinu
Aðalheiður rifjaði upp þessa tíma
í kveðjubréfi til samstarfsmanna
sinna. „Þá var reykt í hverjum krók
og kima, bæði starfsfólk og við-
skiptavinir. Röð af öskubökkum var
á afgreiðsluborðinu og hafði maður
vart undan að losa þá. Þá voru þér-
ingar sjálfsagður hlutur. „Hvað get
ég gert fyrir yður,“ sagði maður við
viðskiptavinina. Svo handskrifaði
maður heil ósköp af texta sem fór í
setningu og þar á eftir var þetta
steypt í blý,“ skrifar Aðalheiður.
„Svo greip ég sjóðheitar línurnar og
fór með þær til þeirra sem unnu við
síðurnar og lét bæta við. Einnig sá
ég um dansauglýsingarnar og þá
komu heilu hljómsveitirnar til að
auglýsa. Ég man eftir Bjögga með
brotna tönn.“ Starfsfólkinu var
bannað að hafa kókflöskur uppi við
og stúlkurnar urðu að mæta til
vinnu í kjól eða pilsi á þessum ár-
um.
Viðskiptavinirnir kunnu vel að
meta Aðalheiði og fyrir jólin
streymdu til hennar risastórir kon-
fektkassar og jólagjafir. Hún lét
gefendur vita að þessar gjafir
breyttu engu um þjónustuna sem
þeir fengju. Þar sátu allir við sama
borð. „Það var aldrei hægt að kaupa
neitt hjá mér með gjöfum, enda er
ég naut og hef aldrei látið neinn
komast upp með neitt,“ sagði Að-
alheiður.
Þökkuðu fyrir árveknina
Hún passaði vel upp á við-
skiptavinina og oftar en ekki rak
hún augun í meinlegar villur í aug-
lýsingum sem þó höfðu farið um
hendur margra áður en þær voru
sendar til blaðsins. Viðskiptavin-
irnir voru þakklátir fyrir árveknina.
Auglýsandi sem hafði sent inn villu-
ríka auglýsingu, sem Aðalheiður lét
laga, sendi daginn eftir risastóran
kassa fullan af rauðum rósum í
þakklætisskyni um leið og hann
baðst fyrirgefningar á vitleysunni.
Morgunblaðið er ekki eini vinnu-
staður Aðalheiðar um ævina. Hún
byrjaði að vinna tíu ára gömul við
að pilla rækju vestur á Súg-
andafirði. Svo vann hún í frystihúsi
og í kaupfélaginu þar sem pabbi
hennar var kaupfélagsstjóri. Eftir
að Alla flutti suður vann hún í tæp
tvö ár í raftækjadeild og á auglýs-
ingadeild Sambandsins áður en hún
byrjaði á Morgunblaðinu. En hvers
vegna hættir hún núna?
Hættir sátt við Guð og menn
„Ég varð 67 ára í maí og sagði
upp í lok apríl, mér fannst að það
væri nóg komið. Ég ákvað að hætta
og hætti alveg sátt,“ sagði Aðal-
heiður. „Ég er við góða heilsu og
það er margt sem mig langar að
gera. Ef ég get lifað af eftirlaun-
unum, þótt þau séu ekki fýsileg, þá
vil ég ekki sleppa því að eiga smá
frí.“
Aðalheiður sagðist vita að hún
muni sakna samstarfsfólksins. „Mér
lyndir vel við fólkið hérna, það eru
allir vinir mínir. Ég hætti sátt við
Guð og menn.“
Morgunblaðið þakkar Aðalheiði
fyrir langt samstarf sem verið hefur
farsælt og ánægjulegt og óskar
henni velfarnaðar í framtíðinni.
„Ég man eftir Bjögga með brotna tönn“
Aðalheiður Jóhannesdóttir, Alla á Mogganum, er hætt að vinna eftir 46 ára starf á Morgunblaðinu
Hún vann lengst af á auglýsingadeild blaðsins þar sem viðskiptavinirnir voru sannarlega vinir
Morgunblaðið/Júlíus
Farsæll ferill Davíð Oddsson ritstjóri afhenti Öllu kveðjugjöf frá Morgunblaðinu og starfsfólki þess, ljósmynd eftir
Ragnar Axelsson sem tekin var í Landmannalaugum. Athöfnin var á léttu nótunum eins og sjá má.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
Flugvél Ice-
landair á leið frá
Keflavík til
Seattle í Banda-
ríkjunum var
snúið við í gær-
kvöldi eftir að
maður lét ófrið-
lega um borð í
vélinni. Að sögn
Guðjóns Arngrímssonar, upplýs-
ingafulltrúa Icelandair, var hegðun
farþegans með þeim hætti að ekki
var talið um annað að ræða en að
snúa vélinni við.
Flugvélin lagði af stað frá Kefla-
víkurflugelli um kl. 17.30. Fljótlega
eftir brottför þurfti áhöfn vélar-
innar að hafa afskipti af manninum.
Hann hlýddi ekki fyrirskipunum
áhafnar og var því ákveðið að snúa
vélinni við. Hún hafði þá verið á
flugi í um 40 mínútur.
Eftir lendingu var maðurinn af-
hentur lögreglunni í Keflavík.
Skipta þurfti um áhöfn flugvél-
arinnar, sem lagði því ekki af stað
aftur til Seattle fyrr en á níunda
tímanum í gærkvöldi.
Snúið við vegna
hegðunar farþega
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Víðast hvar á landinu er grænmetis-
uppskeran með góðu móti þrátt fyrir
mikla vætutíð megnið af sumri. Sól-
skinið síðustu vikur hefur bjargað
uppskerunni fyrir horn og eru bænd-
ur margir um viku á eftir áætlun
samanborið við upptöku fyrri ár.
„Það hefur ekkert sprottið en
þetta er að detta inn núna. Það hefur
rignt nánast hvern einasta dag þar
til þessi blíða kom fyrir 10 dögum
sem bjargar sumrinu,“ segir Friðrik
Rúnar Friðriksson, garðyrkjubóndi
hjá Flúðajörfa. Hann segir að vætan
og kuldinn í vor hafi gert það að
verkum að uppskeran sé minni og
seinna á ferð en hinsvegar hafi ekk-
ert skemmst ennþá.
Georg Ottósson, garðyrkjubóndi á
Jörfa, segir að uppskeran sé að fara
á fulla ferð um þessar mundir.
„Þetta er allt að koma inn á markað-
inn núna. Við hefðum viljað vera viku
fyrr en þetta er samt venjulegur tími
fyrir upptökuna, það verður ekki á
allt kosið á Íslandi. Ylræktin gengur
sinn vanagang og eina breytingin er
að núna fyrrihluta sumars hef ég
notað lýsinguna meira en vanalega
enda hefur verið lítið sólskin,“ segir
Georg.
Íslendingar vilja íslenskt
Georg segir að þegar íslenska
grænmetið kemur í verslanir séu Ís-
lendingar fljótir að taka við sér og
bókstaflega rífi grænmetið úr hillun-
um. „Fólki finnst munur á íslensku
grænmeti og því innflutta. Gulræt-
urnar eru gott dæmi og það er mjög
mikið sótt í þær um leið og þær koma
nýjar inn á markaðinn. Þetta er bara
svipað og þegar nýjar kartöflur
koma í verslanir. Þá eru þær ferskar
og góðar og það vill neytandinn.“
Undir þetta tekur Sigrún H. Páls-
dóttir sem rekur Garðyrkjustöð Sig-
rúnar á Flúðum. Hún segist verða
meira og meira vör við fyrirspurnir
um það hvenær íslenska grænmetið
komi í verslanir. „Ég finn mikið fyrir
stórauknum áhuga á íslenska græn-
metinu. Hann er auðvitað kominn til
vegna þess að grænmetið er ferskt
og alveg rosalega gott. Við garð-
yrkjubændur erum með mjög hreina
vöru.“
Henni finnst íslenskar verslanir
vera á eftir í þessari þróun og segir
neytendur vera meira áberandi og
gera frekari kröfu um að fá íslenska
vöru heldur en verslanir.
Árstíðabundin matarmenning
Bæði Georg og Sigrún segja að
neytendur sæki í ferskleikann öðru
fremur og því sé alltaf eftirspurn eft-
ir nýrri uppskeru. „Fersleikinn selur
og nú eru afurðir vinsælar sem eru
aðeins ferskar eða fáanlegar í stutt-
an tíma á ári, kannski bara í einn
mánuð,“ segir Georg.
Hann segir að árstíðabundin mat-
armenning sé að færast hingað til
lands í auknum mæli en slíkt sé vel
þekkt erlendis. „Tökum Holland sem
dæmi, en þar er spergill mjög vin-
sæll. Þegar hann kemur upp
snemma á vorin er hver einasti veit-
ingastaður með hann á matseðlinum,
bæði í forrétti, aðalrétti og eftirrétti.
Það er gríðarleg sala á þessu tíma-
bili, þegar hann er nýr og ferskur.“
Þessu er Sigrún sammála: „Það er
mikið beðið eftir blómkáli og spergil-
káli á vorin, en það telst árstíðabund-
ið grænmeti. Svo er grænkálið að
verða mjög vinsælt núna og það hef-
ur verið aukning á sölu þess und-
anfarin ár. Það hefur ekki verið
ræktað mikið en var ræktað áður
fyrr, ég man eftir ömmu að gera
grænkálsjafning, en grænkálið er al-
gjört ofurfæði.“
Grænmetisuppskeran er góð
Þrátt fyrir vætutíð í sumar og kalt vor gengur uppskeran víðast hvar vel
Árstíðabundin matarmenning að hasla sér völl Neytandinn velur íslenskt
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Upptaka Vandað var til verks hjá SH Grænmeti á Flúðum við upptöku og pökkun á grænmeti úr uppskeru sumars-
ins. Uppskeran á Flúðum hefur verið með besta móti þrátt fyrir mikið vætutímabil megnið af sumrinu og kalt vor.
„Veðráttan hefur breyst og nú
eru vorin kaldari en áður. Aftur á
móti fáum við betri haust og er-
um því með uppskeru lengur á
hverju ári,“ segir Georg Ott-
ósson. Hann bætir við: „Nú get-
um við gert ráð fyrir því að taka
upp og vera með góða vöru í
október, þó að það geti alltaf
komið vont veður. Við búum á Ís-
landi og verðum að gera okkur
grein fyrir því,“ en hann býst við
því að að öllu óbreyttu verði tek-
ið upp grænmeti fram í október.
Upptaka
fram á haust
BREYTT VEÐURFAR
Íslendingarnir fjórir sem róa á sér-
stökum úthafsróðrarbát frá Noregi
til Íslands komu að landi í Þórshöfn
í Færeyjum í gær eftir tveggja daga
róður frá Porkeri á Suðurey. Til
Porkeri reru þeir frá Orkneyjum
og er sú vegalengd 190 sjómílur í
beinni línu. Þeir eru núna búnir
með 70% af leiðinni til Íslands.
Ef þeim tekst ætlunarverk sitt að
róa frá Noregi alla leið til Íslands
kemst afrekið væntanlega í heims-
metabók Guinness. Leiðin sem áætl-
að er að róa er um tvö þúsund kíló-
metrar í beinni línu. Leiðangurinn
hófst 17. maí í Kristiansand í Nor-
egi og 17. júní sl. komu þeir til
Orkneyja. Mesti hluti tímans hefur
farið í að bíða eftir hagstæðu veðri.
Næsti viðkomustaður sæfaranna
er Ísland.
Sæfarar komnir til
Þórshafnar