Morgunblaðið - 01.08.2013, Page 7

Morgunblaðið - 01.08.2013, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti eða American Express vildarkorti. Einnig er hægt að safna punktum með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi ÓB eru á ob.is/vildarkerfi -10KR. ELD SNE YTIS AFS LÁT TUR MEÐ ÓB-L YKLI NUM Í DAG OG 4FALDIR VILDARPUNKTAR ICELANDAIR ALLA HELGINA! (1.–5. ÁGÚST) Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 600 Vildarpunkta. ef bílaleigubíll bilar. Sé bilun minni- háttar getur leigusali látið fram- kvæma viðgerð á ökutækinu með samþykki leigutaka. Geta fengið endurgreitt Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna gamalla bílaleigu- bíla, að sögn Kristínar H. Einars- dóttur, fulltrúa hjá kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustu samtakanna. Hún mundi eftir aðeins einu tilviki á þessu ári þegar leigutaki var rukk- aður um viðgerðarkostnað sem talið var að rekja mætti til eðlilegs slits. Þá sprakk slitið dekk og krafðist bílaleigan nýs dekks af leigutakan- um. Hún sagði meira um að fólk, sem hefur leigt gamla bíla, lendi í því að bílarnir bili og raski þar með ferða- áætlunum. Kvartanirnar þess efnis eru þó ekki margar. „Fólk er kannski að fara hringinn í kringum landið og bíllinn bilar þrisv- ar,“ sagði Kristín. „Úr því hefur ver- ið leyst og bílaleigan sent bílinn á verkstæði. En þetta þýðir töf fyrir þann sem á bílnum er og fólk hefur kvartað yfir því að hafa ekki getað notað bílinn og jafnvel ekki getað skoðað það af landinu sem það ætlaði að skoða.“ Kristín sagði að fólk hefði getað fengið leigugjaldið endurgreitt fyrir þá heilu daga eða hálfu sem bíllinn var úr leik. Morgunblaðið/Skapti Skúli Hansen skulih@mbl.is Síðustu samningarnir vegna áforma þýska fyrirtækisins PCC um að byggja kísilver á Bakka voru und- irritaðir í gærmorgun. Að sögn Bergs Elíasar Ágústssonar, bæjar- stjóra Norðurþings, voru samning- arnir undirritaðir rafrænt. Þannig undirriti hann samningana, skanni þá inn í tölvu og sendi á PCC í Þýskalandi með rafrænum hætti auk þess að senda þeim uppruna- lega eintakið í ábyrgðarpósti. Jafn- framt munu forsvarsmenn PCC undirrita samningana með sama hætti og senda þá síðan til Íslands með fyrrnefndum hætti. Aflétta þarf fyrirvörum „Annars vegar er um að ræða lóð- arsamninga og allt sem því fylgir og hinsvegar er um hafnarsamning að ræða. Þetta eru síðustu samning- arnir sem við göngum frá þannig að nú er öllum samningnum hvað þessi mál varðar lokið af hálfu sveitarfé- lagsins,“ segir Bergur Elías sem bætir við að eftir standi að aflétta þurfi ákveðnum fyrirvörum á orku- sölusamningum til að þeir virkist en auk þess þurfi að fylgja eftir í fjár- lögum þeim lögum sem samþykkt voru á síðustu dögum þingsins í vor um uppbyggingu innviða sem nauð- synleg er til að allt geti gengið upp. „Alveg við þröskuldinn“ „Þetta er stórt skref fyrir okkur og í sjálfu sér er framhaldið í hönd- um annarra en þetta gengur með ágætum og það er mikill kraftur í þessu,“ segir Bergur Elías og bætir við að óskandi sé að þetta gangi eft- ir enda sé þetta eina erlenda fjár- festingin sem er alveg við þröskuld- inn og sveitarfélagið þurfi svo sannarlega á fjárfestingunni að halda. Morgunblaðið/Eggert Húsavík Öllum samningum varðandi kísilver PCC á Bakka er lokið af hálfu sveitarfélagsins Norðurþings að sögn Bergs Elíasar Ágústssonar. Stórt skref fyrir Norðurþing  Síðustu samningarnir í tengslum við kísilver á Bakka voru undirritaðir í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.