Morgunblaðið - 01.08.2013, Side 8

Morgunblaðið - 01.08.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Vef-Þjóðviljinn bendir á eft-irfarandi:    Einn af hverj-um tuttugu skattframtelj- endum stendur ekki undir þeirri nafnbót og telur ekki fram. Skatt- stjóri áætlar því tekjur þessa hóps þegar hann gefur út álagning- arskrá sína í júlílok ár hvert.    Hluti framteljenda gerir svomistök af ýmsu tagi sem verða ekki leiðrétt fyrr en síðar í haust.    Þúsundir manna hafa tekið útséreignarsparnað sinn á liðn- um árum. Hann kemur fram í álagningarskrá sem hverjar aðrar tekjur. Maður sem hefur 400 þús- und á mánuði í laun í vinnu sinni en leysti út 2,4 milljónir króna af séreignarsparnaði sínum á síðasta ári lítur því út fyrir að vera með 600 þúsund í laun á mánuði þegar skattstjóri leggur fram skrá sína.    Margir hafa tímabundnartekjur vegna sölu á eignum og lenda á sérstökum „hákarla- lista“ skattstjórans þótt ævitekj- urnar séu ekki endilega glæsi- legar.    Eins ótrúlegt og það kann aðhljóma þá eru gefin út „tekjublöð“ þar sem þessar óáreið- anlegu tölur úr álagningarskránni eru matreiddar og seldar fólki sem gagnlegar upplýsingar um kaup og kjör manna í landinu.“    Við þetta er að bæta að margurskammtar sér tekjur að smekk úr einkahlutafélagi sínu og sú skömmtun er fyrirvaralaust borin saman við tekjutölur skatts- ins! Er þetta boðlegt? STAKSTEINAR FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA HUMARSALAT “á la Café Paris” með klettasalati, papriku, fetaosti, sultuðum rauðlauk, cous-cous og hvítlaukssósu RISARÆKJUR MARINERAÐAR í chili, engifer og lime, bornar fram með spínati, klettasalati, rauðlauk, tómötum, mangó og snjóbaunum BARBERRY ANDAR ,,CONFIT” SALAT með geitaosti, brenndum fíkjum, fersku salati, rauðrófum, melónu, ristuðum graskersfræjum, rauðlauk og appelsínufíkjugljáa Veður víða um heim 31.7., kl. 18.00 Reykjavík 12 heiðskírt Bolungarvík 12 heiðskírt Akureyri 9 skýjað Nuuk 13 skúrir Þórshöfn 13 skýjað Ósló 16 þrumuveður Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 16 léttskýjað Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 23 skýjað Brussel 25 léttskýjað Dublin 15 alskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 22 skýjað París 27 léttskýjað Amsterdam 20 skýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 23 heiðskírt Vín 26 skýjað Moskva 20 skýjað Algarve 30 heiðskírt Madríd 37 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 32 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 22 skýjað New York 26 heiðskírt Chicago 20 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:36 22:33 ÍSAFJÖRÐUR 4:20 22:59 SIGLUFJÖRÐUR 4:02 22:43 DJÚPIVOGUR 4:00 22:08 Skúli Hansen skulih@mbl.is Keyra þarf nemendur úr Sæmund- ar-, Ingunnarskóla og Dalskóla í Grafarholti í skólasund upp í Mos- fellsbæ næstkomandi vetur þar sem bæði Grafarvogs- og Árbæjarlaug eru sprungnar. Þetta segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og fulltrúi flokksins í íþrótta- og tóm- stundaráði borgarinnar. „Mér finnst það dálítið aumt að stærsta sveitarfélag landsins og það sveitarfélag sem á að vera leiðandi í öllum málaflokkum þurfi að leita til annarra sveitarfélaga til að geta sinnt sinni lögboðnu þjónustu,“ segir Marta. Hún bendir einnig á að Reykjavíkurborg hafi fengið kvört- un frá menntamálaráðuneytinu sök- um þess að skólar innan borginnar hafa ekki getað uppfyllt lögbundna skyldutíma í sundi og því hafi verið brugðið á það ráð að leita til annarra sveitarfélaga til að sinna skólasund- inu. „Vesturbæjarskóli hafði líka hugmyndir um að fara með skóla- sundið út á Seltjarnarnes,“ segir Marta og bætir við að borgin sé ekki að sinna sínum skyldum. Þá undrar Marta sig á því að bygging nýrrar sundlaugar í Úlfars- árdal hafi ekki verið sett í forgang hjá borgaryfirvöldum enda séu Grafarholtið og Úlfarsárdalur stór barnahverfi auk þess sem foreldrar hafi kvartað yfir þessu vandamáli áður. Hún segir það skjóta skökku við að meirihlutinn í borginni ætli að bæta útilaug við Sundhöll Reykja- víkur áður en hafist verður handa við byggingu sundlaugar í Grafar- holti og Úlfarsárdal. Áhersla lögð á miðbæinn „Það eru einhverjar áætlanir um að byggja sundlaug þarna núna en hvenær verður hún tilbúin? Eftir tvö ár? Borgarmeirihlutinn ræður ekki einu sinni við það að byggja eina litla kennslusundlaug í stóru barnahverfi á þessu kjörtímabili,“ segir Marta sem bendir á að mun meiri áhersla hafi verið lögð á að viðhalda þjón- ustu í miðbænum heldur en í út- hverfum borgarinnar. Þá bendir hún á til samanburðar að þegar að Sjálandsskóli var byggð- ur í Garðabæ fyrir nokkrum árum hafi kennslulaug verið komið fyrir innanhúss í skólanum. Í samtali við Morgunblaðið stað- festir Flosi Kristjánsson, verkefna- stjóri við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, að Varmárlaug í Mosfellsbæ hafi verið tekin á leigu nokkra tíma í viku til að leysa vanda skólanna í Grafarholti. Morgunblaðið/RAX Skólasund Grunnskólanemendur í Grafarholti verða næsta vetur keyrðir í skólasund í Varmárlaug uppi í Mosfellsbæ. Myndin er tekin í Árbæjarlaug. Útvista skólasundi til Mosfellsbæjar  Borgin fékk kvörtun frá ráðuneyti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.