Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 11
Vinna við tankinn hófst í síðustu
viku og áætlað er að vinnu ljúki í lok
þessa mánaðar og verkið þá tekið út.
Að því loknu verður tankurinn hjúp-
aður fram til föstudagsins 6. sept-
ember klukkan 18 þegar hann verð-
ur afhjúpaður við hátíðlega athöfn
við upphaf Ljósanætur í Reykja-
nesbæ.
Ísland fyrsti staðurinn
utan Hollands
Flest verk toyista er að finna í
Emmen í Hollandi, á heimaslóðum
upphafsmanns og höfundar toyisma.
Þar er m.a. að finna gastank sem
gengið hefur í endurnýjun lífdaga
með aðstoð listahópsins og fékk
þemað „The Dot“ eða doppan og
hótelið Ten Cate sem fékk þemað
„Dreams for Breakfast“ eða
draumar í morgunverð sem svo
sannarlega ætti að laða að litaglaða
gesti.
„Við íslensku toyistarnir kom-
um að hótelverkefninu og munum
fara aftur út á næstu árum til þess
að klára að mála þau herbergi sem á
að mála. Við erum búin að klára 7 en
6 eru eftir.“ Að sögn Qooimmee er
Ísland fyrsta landið utan Hollands
þar sem hópurinn vinnur að verk-
efni, en undirbúningur er hafinn að
verkefni í Rúmeníu.
„Það var auðsótt mál að fá að
vinna að þessu verkefni hér í
Reykjanesbæ. Árni Sigfússon bæj-
arstjóri tók vel í beiðni okkar og
Morgunblaðið/Dejo
Doppan Gas-
tankur í Emmen
í Hollandi fékk
þemað doppan
eftir listsköpun
toyista.
Verkefni sem þessi geta
aldrei orðið aðalstarf
toyista, heldur er þetta
aðallega hugsjónaverk-
efni og þátttaka byggist
m.a. á því hverjir geta
lagt því lið á vinnutím-
anum.
bauðst til þess að láta undirbúa
tankinn fyrir verkið og að útvega
okkur stillansa en við áttum sjálf að
standa straum af öðrum kostnaði
með styrktarsöfnunum.“
Saga á bak við
hvert verk
Nokkuð erfiðlega gekk að fá
styrki í fyrstu, að sögn Qooimmee en
9 mánuðum eftir að kynning á verk-
efninu hófst, barst fyrsti styrkurinn.
„Þá var líka eins og fljóðbylgja
opnaðist, því eftir að fyrsti styrk-
urinn var í höfn var eins og fleiri
hefðu trú á verkefninu og voru til-
búnir að styrkja það.“ Styrkirnir
gera það að verkum að hópnum
tekst að vera réttum megin við núll-
ið, m.a. smávægilegum launum sem
duga fyrir flugmiðum og uppihaldi
þeirra sem koma erlendis frá. Verk-
efni sem þessi geta aldrei orðið að-
alstarf toyista, heldur er þetta að-
allega hugsjónaverkefni og þátttaka
byggist m.a. á því hverjir geta lagt
því lið á vinnutímanum. Oftast kem-
ur hugmynd að verkefnum frá hópn-
um sjálfum, líkt og raunin varð í
Reykjanesbæ, en einnig er leitað til
hópsins með verkefni.
„Það er alltaf saga á bak við
hvert verk toyista, ef ekki er saga þá
er verkið tilgangslaust, segir í
stefnuyfirlýsingu Toyisma. Í upphafi
þessa verkefnis var fyrsta hugsunin
vatn og það leiddi okkur að upp-
sprettu. Leiðarvísirinn með sögunni
varð því sá að hann yrði að tengjast
vatni á einhvern hátt.“ Hægt er að
kynna sér hópinn betur á heimasíð-
unni uppspretta.com.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
NÝ ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
H
2
hö
nn
un
/
h2
h.
is
Síðasti viðburðurinn í tónleikaröð-
inni sem farið hefur fram kvik-
myndahúsinu Bíó Paradís í sumar
mun verða í kvöld. Um er að ræða
fjórðu tónleika sumarsins og munu
sveitin Samaris og tónlistarmað-
urinn Arnljótur stíga á svið.
Samaris þarf vart að kynna fyrir
lesendum en þau gáfu út plötu fyrir
skemmstu sem hefur fengið glimr-
andi dóma. Draumkennd raftónlist
þeirra mun eflaust koma vel út í
kvöld. Arnljótur hefur að sama skapi
komið víða við en samkvæmt upp-
lýsingum mun hann galdra fram
hljóðheim sem einkennist af spuna-
kenndri síkadelíu. Ekki er nóg með
að tónleikagestir fái að njóta ljúfra
tóna heldur mun reykvíski listamað-
urinn Klængur Gunnarsson
skemmta viðstöddum með sjón-
rænum brellum á meðan á tónleik-
unum stendur.
Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og
sökum þess að um síðustu tónleika
sumarsins er að ræða fara þeir
fram í stærsta sal bíósins. Frítt er
inn og allir velkomnir.
Samaris og Arnljótur koma fram í Bíó Paradís í kvöld
Tónleikar Síðustu tónleikar sumarsins í Bíó Paradís verða klukkan 22 í kvöld.
Síðustu tónleikar sumarsins
Fjarðarkaup
Gildir 1.-3. ágúst verð nú áður mælie. verð
Svínalundir, kjötborð................................... 1.698 2.398 1.698 kr. kg
Svínahnakki, kjötborð ................................. 1.298 1.598 1.298 kr. kg
Hamborgarar m/brauði, 2x115 g ................. 420 504 420 kr. pk.
Fjallalambs skyndigrill................................. 1.898 2.379 1.898 kr. kg
Fjallalambs fjallalæri .................................. 1.398 1.398 1.398 kr. kg
Nautainnralæri, kjötborð ............................. 2.798 3.398 2.798 kr. kg
FK kjúklingabringur ..................................... 1.998 2.398 1.998 kr. kg
Ali hunangskótil. reyktar/beinl. .................... 1.998 2.398 1.998 kr. kg
Hagkaup
Gildir 1.-5. ágúst verð nú áður mælie. verð
Hagkaup grill lambalæri .............................. 1.819 2.598 1.819 kr. kg
Holta bbq vængir, 800 g ............................. 418 697 418 kr. pk.
Holta bbq vængir, 800 g ............................. 418 697 418 kr. pk.
Ísfugl kalkúnasn. m/lemongras.................... 1.539 2.199 1.539 kr. kg
Ísl. lamb innralæri ...................................... 2.998 4.997 2.989 kr. kg
Baguette brauð .......................................... 199 269 199 kr. stk.
Epla og kanilhringur .................................... 999 1.399 999 kr. stk.
Heilkornabrauð........................................... 329 489 329 kr. stk.
Helgartilboðin
Toyismi er listastefna sem upprunnin er í Hollandi.
Listamaðurinn Dejo var hrifinn af ismum og fannst
auk þess of mikil persónudýrkun í list og stofnaði
því sinn eigin myndlistarhóp, þegar hann lauk
myndlistarnámi fyrir 22 árum. Markmiðið var að
isminn væri ein heild og þátttakendur væru eins og
ein stór fjölskylda þar sem hver einstakur lista-
maður væri aðeins brot af heildinni. Einungis 26
aðilar geta verið toyistar í einu,
því það er fjöldi stafa í hinu al-
menna stafrófi. Hver þátttakandi
velur sér toyistanafn og það má
ekki vera hægt að finna það með
Google-leit. Hann fær því eins
konar hliðarsjálf, því sitt eigin-
nafn notar þátttakandinn ekki inn-
an hópsins.
Inngangan í toyismann veltur svo á því hvernig
umsækjandi kemur út úr starfsviðtali og hversu vel
hann getur samlagast stefnuyfirlýsingu toyisma,
ásamt því að leika sér með hana á skapandi hátt.
Engrar sérstakrar menntunar er krafist en þó er
æskilegt að einstaklingurinn sé listrænn með list-
námsgráðu, og er bakgrunnur þátttakenda margs-
konar. Allir toyistar hylja andlit sín með grímum
enda persóna þeirra aukaatriði þegar
þeir vinnan innan stefnunnar.
Eins og nafnið gefur til kynna
snýst stefnan um leik; lífið er til
að leika sér og maður á að glæða
lífið litum. 3 Íslendingar eru hluti
af hópnum, allir búsettir í Reykja-
nesbæ. Nánar má lesa um lista-
stefnuna á vefsíðunni toyism.com.
Toyismi er einskonar fjölskylda
STEFNA FRÁ HOLLANDI
Grímur Toyistar í hvíld.
Grímur í geymslu.