Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 12
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Stuttri en snarpri vinnulotu í makr-
ílvinnslunni hjá G.Run í Grundar-
firði lýkur á morgun. Síðustu tvær
vikurnar eða svo hefur verið staðin
sólarhringsvakt í vinnsluhúsi fyrir-
tækisins. Keyrt er á fullri ferð og
svo þarf líka að vera. „Þetta er góð
búbót, bæði fyrir okkar rekstur en
ekki síður starfsfólkið. Makríllinn
fyllir upp í eyðurnar hjá okkur,“
segir Guðmundur Smári Guð-
mundsson framkvæmdastjóri.
500 tonn á vertíðinni
„Þorskvótinn er því sem næst
uppurinn og við gerðum hlé á veið-
um og vinnslu snemma í júní. Hefði
makríllinn, þessi nýi nytjastofn Ís-
lendinga, ekki komið til hefðum við
verið stopp í allt sumar, en þetta
brúar bilið sem er öllum til bóta.“
Á sumarververtíðinni eru unnin
um 500 tonn af makríl hjá G.Run.
Togbátar fyrirtækisins, Hringur SH
og Helgi SH, eru þrjá til fjóra tíma
á miðin út af Breiðafirði. Hver veiði-
ferð tekur um sólarhring og þegar í
land er komið skiptir miklu að
vinnslan gangi greitt. Einnig vinnur
G.Run makríl frá Samherjaskipinu
Björólfi EA og Kaldbak EA sem
ÚA gerir út, auk þess sem keyptur
er afli frá minni bátum.
Rússarnir sólgnir í fitu
„Það er mikil áta í makrílnum og
hann því fljótur að þrána, sé ekki
rétt að málum staðið. Því þarf að
kæla aflann alveg niður að frost-
marki um leið og hann er kominn
um borð og eins hér í vinnslunni.
Vegna átunnar hausum við fiskinn
og slógdrögum og svo er hann fryst-
ur. Þetta skilar okkur verðmætri
vöru,“ segir Guðmundur Smári sem
reiknar með að tekjur fyrirtækisins
af makrílnum á þessari vertíð verði
75 til 80 millj. kr.
„Íslendingar borða ekki makríl,
sem fæstir raunar þekkja og þeim
sem bragðað hafa finnst of feitur.
Hins vegar gera margar þjóðir
makrílinn sér að góðu. Helstu
markaðirnir eru t.d. Rússland,
Georgía og Afríkuríki eins og t.d.
Egyptaland. Í þessum löndum er
rík hefð fyrir kolvetnaríkri fæðu.
Mín heimatilbúna kenning er sú að
fólk í þessum löndum sé sólgið í fit-
una.“
Stjórnvöld hentu sprengju
Heildarkvóti Íslendinga í makríl
á þessari vertíð er 123 þúsund tonn.
Við úthlutun er meginreglan sú að
70% aflans í pottinum fara til út-
gerða stærri uppsjávarskipa, það er
í krafti veiðireynslu. Hver netabát-
ur fær 20 t., ísfisktogarar 100 t. og
hverjum frystitogara eru eyrna-
merkt 800 t. í varanlegum kvóta.
„Þetta eru afleitar reglur og
skiptingin er ekki sanngjörn. Veiði-
reynslan hefði átt að gilda meira og
núverandi fyrirkomulag getur leitt
af sér allskonar æfingar í við-
skiptum. Menn á smábátum fara
varla í stórum stíl á makrílveiðar.
Að mér hefur læðst sá grunur að
fyrrverandi ríkisstjórn hafi ákveðið
að skipting kvótans skyldi vera
ruglingsleg til þess að skapa úlfúð
innan sjávarútvegsins, eins og alltaf
getur gerst þegar um mikla og ólíka
hagsmuni er að tefla. Tilgangurinn
var einfaldlega að henda sprengju
inn í greinina.“
Lækkun gjalda léttir róðurinn
Bolfiskvinnsla er hryggurinn í
starfsemi G.Run. Heildarkvóti skip-
anna tveggja, Hrings og Helga,
verður á næsta fiskveiðiári um 4.000
þorskígildistonn, það er rösklega
10% meira en á því kvótatímabili
sem lýkur 31. ágúst.
„Með auknum kvóta getum við
haldið úti vinnslu þremur vikum
lengur en á kvótaárinu sem nú er að
ljúka,“ segir Guðmundur Smári.
Hann bætir við að lækkun veiði-
gjaldsins svokallaða létti sjávar-
útveginum mjög róðurinn. Á síðustu
misserum hafi fyrirtækið greitt um
100 millj. kr. í kvótaskatt, sem nú
lækki um helming.
„Þessi skattur var þung byrði t.d.
á minni sjávarútvegsfyrirtækin hér
á Nesinu og einhver þeirra hefði
þrotið örendið að óbreyttu. Lægri
skattar skapa fyrirtækj-
unum svigrúm, til dæmis
til fjárfestinga í skipum
eins og mikil þörf
er á. Nú geta
menn horft til
framtíðar.“
Makríllinn fyllir í eyðurnar
Veiðar og vinnsla á makríl brúa bilið hjá G.Run í Grundarfirði Góð búbót sem skilar fyrirtækinu
80 millj. kr. í tekjur Lægri kvótaskattur skapar svigrúm Fjárfestingar er þörf í atvinnugreininni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Makrílmeyjar María Debiec, sem er fremst, Justyna Krynska og Joanna Sokolowska, sem eru pólskar, tóku rösklega til hendi, enda uppgrip á vertíðinni.
Sjósókn Hringur SH stefnir út Grundarfjörðinn. Makrílmiðin eru út af
Breiðafirði, svo ekki er langt á miðin og hver túr tekur um sólarhring.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
Til sjós og lands starfa um 85
manns hjá G.Run. Fólkið er á öll-
um aldri og útlendingarnir áber-
andi. „Við tökum alltaf nokkra
sumarkrakka sem hér læra að
vinna, segja foreldrarnir mér,“
segir Guðmundur. Meðal starfs-
manna í makrílnum er ung kona,
Rúna Ösp Unnsteinsdóttir. Hún
er með Downs-heilkenni og hefur
jafnframt glímt við ýmis veikindi.
„Í sjávarplássum fá yfirleitt allir
vinnu í fiski. Það er öllum óend-
anlega mikilvægt í lífinu að fá
hlutverk við hæfi þó hæfi-
leikar og geta hvers og
eins séu misjafnir og
ólíkir og fólkið er margt.
Hér á bæ er okkur mik-
ið metnaðarmál að
koma til móts við fólk
eins og Rúnu Ösp,
frænku mína, sem er
virkilega góður starfs-
maður.“
Allir fái hlut-
verk við hæfi
85 STARFSMENN
Vinir Guðmundur
Smári og Rúna Ösp.