Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 14

Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Tilkynnt var um 300 þjófnaði í júní eftir því sem fram kemur í skýrslu lögreglustjórans í Reykjavík um af- brotatölfræði í júní. Þetta er fjórð- ungs fækkun frá því í maí en á sama tíma á síðasta ári voru brotin um 400 talsins. Athygli vekur að fjöldi tilkynninga um þjófnaði á farsímum var tvöfalt meiri í maí en í júní auk þess sem reiðhjólaþjófnuðum fækkaði í sama hlutfalli. Reiðhjólaþjófnaðir hafa ekki verið færri í sumarmánuði síðan í júlí 2007 og voru þeir næstum þre- falt fleiri á sama tíma í fyrra. Færri innbrot en fleiri hnupl Í áðurnefndri skýrslu kemur fram að innbrotum fækkaði sem og þjófn- aði á eldsneyti, skráningarmerkjum og bensíni, en aftur á móti fjölgaði tilkynningum um hnupl. Tilkynnt var um 73 innbrot í júní sem er lítils- háttar fækkun frá því í maí en þess má geta að innbrot voru mun fleiri á sama tíma á síðasta ári. Þá fækkaði innbrotum á heimili, í ökutæki og fyrirtæki á sama tíma og þeim fjölg- aði í verslanir. Fjöldi tilkynninga um eignaspjöll stóð nánast í stað á milli mánaða og voru 102 talsins í júní og er það nokkur fjölgun miðað við á sama tíma á síðasta ári. Tilkynning- um um rúðubrot fjölgaði en tilkynn- ingum um veggjakrot fækkaði á milli mánaða. Þá voru 49 ofbeldisbrot skráð á höfuðborgarsvæðinu í júní, það er lítilsháttar fækkun frá því í maí. Sé miðað við markmið embættis- ins og tölur ársins 2013 bornar sam- an við sama tímabil 2010-2012 sést að þjófnuðum fækkaði um 20%, inn- brotum um 42,5%, eignaspjöllum um 27% og ofbeldisbrotum fækkaði um 4%. Þá hefur umferðarslysum fjölg- að um tæplega 1% á tímabilinu. Minna um þjófnað í júní síðastliðnum  Stuldur reiðhjóla ekki minni frá 2007 Morgunblaðið/Júlíus Þýfi Minna var um þjófnað í júní- mánuði sem og innbrot í heimili. María Margrét Jóhannsdóttir Heimir Snær Guðmundsson Sigurður V. Sigurðsson, skipstjóri, segir tjónið á fiskiskipinu Magnúsi SH, sem kviknaði í á þriðjudag í skipasmíðastöð á Akranesi, gríð- arlegt. „Ég gerði mér ekki grein fyrir umfangi tjónsins fyrr en ég skoðaði skipið. Það er allt ónýtt niðri í skip- inu, alveg út í millidekk auk þess sem brúin er ónýt. Þá brann allt niðri í íbúðum, eldhúsi og borðsal svo ekki sé minnst á allt vatnstjónið. Ekki er vitað um ástand vélarrúmsins en allt rafmagn í skipinu er ónýtt. Tjónið hleypur á hundruðum milljóna króna,“ segir Sigurður. „Við erum tryggðir og tryggingafélagið er nú að meta tjónið.“ Umtalsverðar endurbætur höfðu verið gerðar á skipinu síðustu misseri og átti það að fara til veiða nú í byrjun september og setur eldsvoðinn því strik í reikninginn hvað útgerðina Skarðsvík varðar. Aðspurður hvað taki við hjá þeim segir Sigurður það vera óljóst. „Við erum enn í áfalli og erum að átta okkur á stöðunni. Framhaldið ræðst svo af því hvað trygginga- félagið vill gera og hvort það ákveður að laga skipið eða ekki. Ef ekki þá þarf að leita að öðru skipi því við er- um ekki að fara að hætta. Við fáum væntanlega að vita um niðurstöður matsins í lok þessarar viku eða í þeirri næstu. Vonandi liggur það fyr- ir sem fyrst en það eru átta fjöl- skyldur sem hafa af þessu atvinnu allt árið og það er ekki á þær leggj- andi að bíða lengi,“ segir Sigurður. Húsnæðið slapp vel Húsnæði skipasmíðastöðvar Þor- geirs & Ellerts á Akranesi slapp ótrúlega vel. Framkæmdastjórinn, Þorgeir Jósefsson, segir að ein- hverjar skemmdir séu á húsnæðinu en einungis af völdum reyks, sóts og vatns og þá eigi skemmdir á vélum og tækjum hugsanlega eftir að koma í ljós. Þorgeir segir það kraftaverki líkast að engar brunaskemmdir hafi orðið á húsinu og vill meina að slökkvilið hafi unnið mikið afrek með því að ná að verja húsið fyrir eldinum. Lítil truflun varð á starfsemi fyrir- tækisins vegna eldsvoðans og starfs- menn þess voru mættir til vinnu í gærmorgun. Draga þurfti skipið út úr skipa- smíðastöðinni til að slökkvilið gæti at- hafnað sig betur og þá þurfti að gera göt á skipsskrokkinn til að dæla inn froðu. Ekki tókst að slökkva eldinn fyrr en kl. eitt eftir miðnætti aðfara- nótt miðvikudags en þá hafði logað í skipinu frá því í hádegi á þriðjudag. Rannsóknarlögregla rannsakaði skipið í gær en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnsbúnaði og úti- lokað er talið að kviknað hafi í út frá annars konar búnaði eins og logsuðu- tæki eða rafhlöðu. Enginn grunur er um íkveikju. Búið er að staðsetja eldsupptök en þau voru í borðsalnum, stjórnborðsmegin í skipinu. Miklar skemmdir á Magnúsi SH  „Erum enn í áfalli“  Framhaldið óljóst  Hefur áhrif á átta fjölskyldur Morgunblaðið/Rósa Braga Eldsvoði Eldur kviknaði í Magnúsi SH-205 inni í húsnæði skipasmíðastöðv- arinnar Þorgeirs & Ellerts. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Skrifstofu sendi- fulltrúa Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins (AGS) á Íslandi verður lokað nú um mánaðamótin. AGS opnaði skrifstofu hér á landi í mars 2009 samkvæmt sam- komulagi ís- lensku ríkisstjórnarinnar og sjóðs- ins. Í tilkynningu segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, að skrifstofan hafi verið opnuð í kjölfar samkomulags að- ilanna frá 2008 sem Ísland hafi nú framfylgt. Nú sé íslenskt efnahagslíf óðum að jafna sig. „AGS hlakkar til að viðhalda nánu samstarfi við Ís- land í gegnum höfuðstöðvar sínar,“ segir í tilkynningunni frá Franek Rozwadowski. AGS lokar skrifstofu Franek Rozwadowski  Segir efnahags- lífið í bata og vill viðhalda samstarfi Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Ertu að taka til í … … garðinum … geymslunni Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! NÝTT hjá Jónínu Ben www.nordichealth.is Margir eiga ekki heimangengt eða geta af öðrum ástæðum ekki ferðast erlendis. Ég hef hannað 4 vikna námskeið á netinu þar sem ég hef dagleg afskipti af meðferðinni og vinn í samráði við lækni um lyf og líðan. Þú getur byrjað hvenær sem er með því að skrá þig hjá mér á joninaben@nordichealth.is eða í síma 822 4844 og greiða námskeiðsgjaldið sem er 35.000 kr. fyrir 4 vikur. Innifalið: Ítarlegt námsefni sem varðar hreyfingu,• mataræði, hugarfar, lífsstílssjúkdóma og lyf. 2 einkafundir• 3 fyrirlestrar• Eftirfylgni• Matardagbók• Uppskriftir• Verkefnið Í form á 40 dögum.• Hreinsaðu líkamann með 4 vikna netnámskeiði Frábært prógam fyrir alla sem vilja heilbrigða sál í hraustum líkama.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.