Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 15
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hundruð einstaklinga hafa leitað til Umboðsmanns skuldara og spurt hvort þeir eigi rétt á endurreikningi gengislána á grundvelli gengislánadóma Hæstaréttar. Að sögn Hjörleifs Gíslasonar, lög- fræðings á skrif- stofu Umboðs- manns skuldara (UMS) hefur bor- ist fjöldi fyrir- spurna um gengislán. Flest- ar varði gengistryggð lán sem Hæstiréttur hafi dæmt ólögmæt og viðkomandi lánastofnun hafi viður- kennt að séu ólögmæt. Lántakar vilji vita hvenær endurútreiknings sé að vænta og hvort viðkomandi lána- stofnun geti stöðugt tafið endur- útreikning. Horft til „kvittanadóma“ Margar fyrirspurnir komi frá ein- staklingum sem fengu gengislán endurreiknuð eftir að Hæstiréttur dæmdi slík lán ólögleg og að miða skyldi við óverðtryggða vexti Seðla- banka Íslands. Hófst sá endur- útreikningur eftir setningu svo- nefndra Árna Páls-laga í desember 2010. Síðan hafa fallið svonefndir kvittanadómar í gengislánamálum fyrir Hæstarétti og segir Hjörleifur marga hafa samband og spyrjast fyrir um hvort þeir eigi ekki rétt á öðrum endurútreikningi á grundvelli umræddra kvittanadóma. „Þessir einstaklingar hafa þá að jafnaði fengið þau svör frá sinni lána- stofnun að sökum óvissu liggi ekki fyrir hvort endurreikna beri viðkom- andi lán og e.t.v. með hvaða hætti. Þar sem greiðsluflæði láns sé ekki með sama hætti og þau lán sem dæmt hefur verið um í svokölluðum kvittanadómum, liggi ekki fyrir hvort skylda til frekari endur- útreiknings sé til staðar.“ Með því vísar Hjörleifur til þess að í Hæstarétti hafa verið rakin ákveðin skilyrði fyrir beitingu undan- tekningarreglu um fullnaðarkvitt- anir og einhverjar lánastofnanir hafi ekki enn fallist á það að þessi skilyrði séu uppfyllt varðandi ákveðin lán. Má í því efni rifja upp að tekið er fram í kvittanadómum Hæstaréttar að ekki megi hrófla með íþyngjandi hætti við skuldbindingum afturvirkt á kostnað neytenda. Þýðir það til ein- földunar að ef notkun óverðtryggðra vaxta í stað samningsvaxta leiðir til hárrar viðbótarkröfu á tímabilinu sem deilt er um sé óheimilt að krefja um seðlabankavexti, heldur skuli miðað við samningsvexti fram að fyrri endurútreikningi. Hjörleifur segir að ef gengislán hafi farið í greiðslufrestun, eða „frystingu“, lántakendur lent í van- skilum um hríð eða eftir atvikum þegið ýmis greiðsluúrræði hafi ein- hverjar lánastofnanir endurreiknað lán fyrir þessi tímabil með seðla- bankavöxtum, ýmist að hluta eða í heild, í stað þess að miða við samn- ingsvexti. Margar fyrirspurnir snú- ist um misræmi sem fram komi þeg- ar lántakar sjá misræmi í viðmiðunarútreikningi á stöðu láns- ins, samkvæmt reiknivél á vef UMS, og endurútreikningi lánastofnana. Að sögn Hjörleifs snýst deila lántaka og lánastofnana þegar nýr endur- útreikningur hefur verið birtur þannig um það hvenær sé heimilt að endurreikna lán með lægstu óverð- tryggðu vöxtum Seðlabankans. Sum lánin álitin vera lögleg Hjörleifur segir einnig að embætt- inu hafi borist fjöldi erinda og fyrir- spurna í kjölfar þess að lánastofn- anir hafa tilkynnt lántökum að lán þeirra séu lögmæt erlend lán og verði því ekki endurreiknuð að nýju. Eftir atvikum hafi lántakar óskað eftir hlutlausu áliti UMS á höfnun lánastofnana á frekari endur- útreikningi vegna þessa. Að mati Hjörleifs er ljóst að mikill fjöldi lán- taka er í þeirri stöðu að vera með gild erlend lán. Embættinu hafi bor- ist tugir erinda sem varði lögleg er- lend húsnæðislán Íslandsbanka og svonefnd SPRON-lán. Bílalán virðist hverfandi hluti hinna löglegu lána. Mikið spurt um endurgreiðslu lána  Fjöldi fólks hefur leitað til Umboðsmanns skuldara vegna synjunar á endurútreikningi gengislána  Einnig spurt um misræmi í útreikningi lánastofnana og útreikningi reiknivélar á vef embættisins Morgunblaðið/Ómar Úr Hallgrímskirkjuturni Fjöldi fólks tók gengislán fyrir hrunið. Hjörleifur Gíslason FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Að sögn Hjörleifs hefur embætt- inu borist fjöldi fyrirspurna í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Lýsingar gegn Bjarnþóri Erlends- syni 24. apríl 2013. Dómurinn varði leiðréttingu á ísl. hluta blandaðs lánasamnings Lýsingar, 50% í erlendri mynt og 50% í ísl. krónum. Spurt sé m.a. hvort það geti staðist að kröfur séu fyrndar að hluta, líkt og Lýs- ing hafi tilkynnt einhverjum lán- tökum. Hjörleifur tekur fram að þótt notast sé við samheitið lánastofnanir um fyrirtæki sem hafi með gengistryggð lán að gera, sé misjafnt hvernig þessi mál snúi að hinum ýmsu fyrir- tækjum. Hann segir dæmi um að lántakar leiti til embættisins vegna þess að þeir fái ekki endurútreikning á gengislánum sem þeir hafi greitt upp, ýmist skv. Árna Páls-lögunum eða skv. kvittanadómum. Þar í hópi séu viðskiptavinir sem greiddu upp lán sín í tíð hinna föllnu fjármála- fyrirtækja og fólk sem hafi greitt upp lánin fyrir setningu Árna Páls-laganna í des. 2010. Horft til máls Lýsingar KRÖFUR SAGÐAR FYRNDAR Þú ert í leit að ævintýrum, við erum í leit að tæknilegri fullkomnun. Allar aðstæður eru kjöraðstæður fyrir BMW XDrive fjórhjóladrifskerfið. Þótt veðrið sé óútreiknanlegt er akstursánægjan í X línunni eitthvað sem þú getur treyst á.        E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 9 8 6 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 ÞETTA ER BÍLLINN SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SKOÐA. DÍSIL xDRIVE 1,8d – 143 HESTÖFL 5,5 L/100 KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI. VERÐ FRÁ 6.090.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.