Morgunblaðið - 01.08.2013, Page 16
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Nú er stefnt að því að mála bæinn
rauðan! Enn er komið að Einni með
öllu, árlegri fjölskylduhátíð á Akur-
eyri um verslunarmannahelgi, og
aðstandendur fara þess á leit að
heimamenn skreyti hús og garða
með rauðu, í samræmi við hjartað
sem hefur sett svip á bæinn und-
anfarin ár, m.a. í götuljósum.
Fáir gestir voru á tjaldstæðum
bæjarins í gær, enda veðrið haust-
legt. Eflaust leggja þó margir leið
sína á Eina með öllu sem endranær.
Sólarvörn víkur að mestu fyrir
lopapeysunni næstu daga í höfuð-
stað Norðurlands og nágrenni, ef
marka má veðurspána. Margra
vikna sólarmont er að baki. En norð-
anmenn hugga sig við að fátt er
notalegra en klæðast lopapeysu í fal-
legu umhverfi og góðum félagsskap
á nöpru sumarkvöldi.
Fjöldi atburða er á dagskrá Einn-
ar með öllu; forskot verður tekið á
sæluna með tónleikunum í Skáta-
gilinu í kvöld og næstu þrjá daga
kemst líklega enginn hjá því að
verða einhvers var þótt viðkomandi
leggi sig allan fram, svo þéttriðið net
atburða verður í bænum.
Handhægast er að kynna sér
dagskrá helgarinnar á síðunni
www.einmedollu.is á vefnum en
nefna má Óskalagatónleika í Ak-
ureyrarkirkju annað kvöld – þar
sem bekkurinn hefur verið þétt set-
inn undanfarin ár – kirkjutröppu-
hlaup, skautadiskó og skemmti-
dagskrá í Skátagilinu um miðjan dag
og að kveldi.
Viðburðurinn Mömmur og
möffins er á sínum stað í Lystigarð-
inum, kl. 14 til 16 á laugardaginn og
nauðsyn að vekja athygli á. Þar eru
seldar þessar litlu kökur sem
„mömmurnar“ kalla möffins og pen-
ingarnir renna til fæðingardeildar
Sjúkrahússins á Akureyri. Sam-
koman komst í fréttir þegar yf-
irvaldið bannaði söluna á sínum
tíma, því kökurnar væru ekki bak-
aðar í viðurkenndu eldhús.
Tónlist verður leikin í Lystigarð-
inum á mömmu- og möffins-
stundinni. Hermann Arason og Inga
Eydal fremja þar músík og kalla dú-
ettinn Heilbrigðiseftirlitið …
Á sunnudaginn verður hefð-
bundin lautarferð við Iðnaðarsafnið í
innbænum, þar sem boðið verður
upp á eina með öllu, þar á meðal
rauðkáli, og kók í bauk (með áherslu
á k-in) með lakkrísröri!
Dansað verður á flestum
skemmtistöðum bæjarins á hverju
kvöldi og rúsínan í pylsuendanum;
þessarar einu, sönnu með öllu, eru
Sparitónleikar á sunnudagskvöldið
þar sem fjöldi listamanna stígur á
svið. Tónleikarnir fara að þessu
sinni fram á Akureyrarvelli á nýjan
leik.
Enn eitt vígið er fallið! Kona
varð í fyrsta skipti formaður á dög-
unum í Rótarýklúbbi Akureyrar.
Rannveig Björnsdóttir var kjörin til
embættisins og svo skemmtilega vill
til að stjórnin er einungis skipuð
konum; ritari er Soffía Gísladóttir og
gjaldkeri Ingiríður Ásta Karlsdóttir.
Framundan er síðasta sýning-
arhelgi á Réttardegi Aðalheiðar S.
Eysteinsdóttur í Listagilinu. Sýn-
ingin, sem Aðalheiður opnaði á
fimmtudagsafmæli sínu í sumar, er
án efa sú athyglisverðasta sem sett
hefur verið upp í höfuðstað Norður-
lands í háa herrans tíð.
Viðfangsefni Aðalheiðar er ís-
lensk bændamenning og menning
tengd sauðkindinni. Þúsundir hafa
séð sýninguna á undanförnum vik-
um og sannarlega ástæða til að
hvetja þá sem ekki hafa gert sér ferð
í Listagilið að drífa í því.
Dagbjört Brynja Harðardóttir
myndlistarmaður opnar sýninguna
Píkublóm í sal Myndlistarfélagsins á
laugardaginn. Hún sýnir málverk
unnin með olíu og akrýl ásamt inn-
setningu á píkublómum úr hekluð-
um pottaleppum og dúllum.
„Sýningin mín er lofgjörð til
kvenleikans, lífs og vaxtar en er um
leið ádeila á öfgafull fegurðarviðmið
sem m.a. birtast í aukinni tíðni á
lýtalækningum á píkum,“ segir
Brynja, sem vonast til að sýningin
skapi umræðu m.a. um skaðsemi
„öfgafullra fegurðarviðmiða sem
geta bjagað sjálfsmynd og líðan
kvenna sem og karla og dregið úr
lífsgæðum þeirra“.
Rauð ein með öllu – líka rauðkáli
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mömmur og möffins Ungir sem aldnir hafa undanfarin ár girnst kökurnar litlu sem seldar eru í Lystigarðinum.
Sögulegt Ný stjórn Rótarýklúbbs Akureyrar; Soffía Gísladóttir ritari,
Rannveig Björnsdóttir formaður og Ingiríður Ásta Karlsdóttir gjaldkeri.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
Laugardaginn 3. ágúst verður Inn-
djúpsdagur haldinn í þriðja skipti,
en þá verður efnt til fjölskylduhá-
tíðar með miðaldaívafi við inn-
anvert Ísafjarðardjúp.
Inndjúpsdagurinn er samstarfs-
verkefni fræðimanna sem starfað
hafa við fornleifauppgröft í Vatns-
firði, aðila í ferðaþjónustu við inn-
anvert Ísafjarðardjúp og Súðavík-
urhrepps. Hægt verður að fræðast
um forna frægð Vatnsfjarðar undir
leiðsögn fræðimanna og staðkunn-
ugra. Í Heydal á laugardag verður
frumsaminn leikþáttur um Gull-
kistuna í Djúpinu, hlaðborð hlaðið
kræsingum úr Djúpinu og miðalda-
dansleikur. Allt er þetta í boði fyrir
4.500 krónur á mann.
Undanfarin ár hafa farið fram
umfangsmiklar fornleifarann-
sóknir í Vatnsfirði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vatnsfjörður Fornleifar hafa verið grafnar
upp frá 2005 og þar er nú kennsla í boði.
Margt verður í boði
á Inndjúpsdeginum
Þorgrímur Daní-
elsson, sóknar-
prestur á Grenj-
aðarstað, hyggst
ganga á þrjátíu
fjöll og/eða tinda
í ágúst til að
vekja athygli á
Landspítala-
söfnun þjóðkirkjunnar.
Sem kunnugt er hefur þjóð-
kirkjan hrundið af stað söfnun til
kaupa á geislatæki, svonefndum
línuhraðli, sem notaður er við
krabbameinslækningar á Landspít-
alanum. Hægt verður að fylgjast
með ferðum sr. Þorgríms á Face-
book-síðunni 30 Tindar í ágúst.
Þorgrímur mun ganga á fjöll víða
um land og hægt verður að slást í
för með honum.
Gengur á þrjátíu
fjöll og safnar fé
Samstöðuhópur öryrkja og eldri
borgara efnir til baráttufundar við
Stjórnarráðið við Lækjartorg í dag,
fimmtudag, kl. 13-14. Efnt var til
sams konar fundar við velferðar-
ráðuneytið í síðustu viku.
„Markmið fundarins er að fá
stjórnvöld til að standa við loforð
um tafarlausar hækkanir á al-
mannatryggingum afturvirkt til
2009, á bótum til eldri borgara og
öryrkja,“ segir í tilkynningu.
Baráttufundur við
Stjórnarráðið
STUTT
Lyftarar í öll verkefni
Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík
Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is
Brettatjakkar
Háhillulyftarar
Staflarar
Tínslutæki