Morgunblaðið - 01.08.2013, Side 17

Morgunblaðið - 01.08.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Verkfæri og öryggisvörur Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Kaupfélag Skagfirðinga opnaði nýja verslun félagsins eftir end- urbætur á húsnæði þess á Suð- urbraut á Hofsósi um miðjan síð- asta mánuð. Eldur kom upp í húsnæðinu í maí 2011 og í millitíð- inni var útibú Kaupfélagsins í bráðabirgðahúsnæði Björgunar- sveitarinnar Grettis. Húsnæðið fór mjög illa í elds- voðanum og að sögn Árna Bjarka- sonar, útibússtjóra var í raun allt hreinsað út úr byggingunni, meira að segja hafi útveggir verið steypt- ir upp á nýtt. Kostnaður við upp- bygginguna fæst ekki uppgefinn en ljóst má vera að hann hleypur á tugum milljóna króna. Straumur ferðamanna Spurður um viðtökurnar segir Árni að þær hafi verið mjög góðar og heimamenn séu í skýjunum með nýju verslunina. „Bæði er þetta stærri og bjartari verslun og vöru- úrvarlið er meira heldur en var í gömlu versluninni,“ útskýrir Árni. Þá er búið að lengja afgreiðslutím- ann og í sumar verður opið til 22 á virkum dögum og til 21 um helgar. Í nýju versluninni er einnig veit- ingasala þar sem hægt er að fá pylsur og pitsur og er því tilvalinn viðkomustaður fyrir ferðalanga. Árni segir einmitt að þónokkur straumur innlendra sem erlendra ferðamanna hafi verið í verslunina síðan hún var opnuð 21. júní. Þakkar hann ferðamannastraum- inn hinni nýju sundlaug á Hofsósi sem og Vesturfarasetrinu sem ávallt sé vel sótt. Hraðbanki í skoðun Í bráðabirgðahúsnæði Kaup- félagsins var hraðbanki en athygli vekur að eftir flutninginn er eng- inn hraðbanki á Hofsósi. Næsti banki er í 40 km fjarlægð á Sauð- árkróki en eina bankaútibúinu á Hofsósi var lokað fyrir nokkrum árum. Árni segir að bæði heima- menn og ferðamenn spyrji mikið um hraðbanka. Jóel Kristjánsson, útibússtjóri Arion banka á Sauðárkróki segir að til standi að bæta úr. Hinsvegar hafi dregist að fá niðurstöðu í það hvort bankinn fái inni í hinu nýja húsnæði Kaupfélagsins. Jóel á von á því að málið leysist á næstunni en aðspurður segir hann að kvart- anir hafi borist frá íbúum á Hofs- ósi vegna þessa. Hann skilur kvartanirnar mjög vel en vonar að málið leysist fyrir sumarlok. Ólafur Sigmarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Kaupfélags Skagfirðinga, segir að málið sé í skoðun. Ekki hafi komið til greina að flytja hraðbankann sem var í bráðabirgðahúsnæðinu í það nýja, sá hafi einfaldlega ekki hentað. „Við höfum fengið senda hugmynd að nýjum hraðbanka frá Arion og við erum að skoða hvort hann komist fyrir, þannig að vel fari,“ segir Ólafur og tekur fram að sú gerð hraðbanka sé minni. Nýtt og betra kaupfélag á Hofsósi  Kaupfélag Skagfirðinga komið í „nýtt“ húsnæði  Byggðu upp húsnæðið sem varð eldi að bráð 2011  Viðtökur heimamanna og ferðalanga með miklum ágætum  Vantar hraðbanka í plássið Ljósmynd/Björn Björnsson Verslun Árni Eyþór Bjarkason, útibússtjóri í Kaupfélaginu á Hofsósi, segir íbúa ánægða með nýju verslunina sem var opnuð 21. júní síðastliðinn. Enginn banki hefur verið á Hofsósi síð- an Nýi Kaupþings- banki lokaði útibúi sínu í plássinu í árslok 2009. Í kjölfarið var hrað- banka komið fyrir og stóð hann m.a. í bráðabirgða- húsnæði Kaupfélagsins allt þangað til 21. júní síðastlið- inn. Síðan þá hafa íbúar á Hofsósi og nágrenni þurft að sækja þjónustu hraðbanka eða banka 40 km leið á Sauð- árkrók. Ljóst má vera að íbúar á Hofsósi og nærsveitum búa við annan veruleika heldur en íbúar í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt óformlegri könnun blaðamanns er að finna að minnsta kosti 10 hraðbanka í miðbæ Reykjavíkur. Þá er vert að minna á að allir stóru bankarnir eru með útibú í miðborginni. 40 km í hraðbanka ÓLÍKAR AÐSTÆÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.