Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 19
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
Íbúar Zimbabwe létu ekki hráslagalegt veðrið á sig fá í
gærmorgun, heldur stóðu í röðum við kjörstaði til að
kjósa næsta forseta. Valið stóð milli sitjandi forseta,
Robert Mugabe, og forsætisráðherrans Morgan
Tsvangirai en 20 ára framhaldsskólanemi sagðist í
samtali við AFP aðeins vilja „gott Zimbabwe“, þar sem
væri vatn, rafmagn og störf. Ásakanir um kosningasvik
voru þegar komnar fram í gær, þar sem nokkur fjöldi
fólks reyndist ekki á kjörskrá þegar það ætlaði að
greiða atkvæði. Til að tryggja að hver og einn kysi að-
eins einu sinni var kjósendum víða gert að dýfa fingri
sínum í blek áður en gengið var til kjörklefa.
AFP
Kosið til forseta í Zimbabwe
Rithöfundurinn
J.K. Rowling
samþykkti í gær
að lögfræðistofan
Russels léti „um-
talsverða“ fjár-
hæð af hendi
rakna til góð-
gerðarmála, fyrir
að hafa lekið því
að hún hefði
skrifað skáldsög-
una The Cuckoo’s Calling undir dul-
nefninu Robert Galbraith.
Einn meðeigenda stofunnar, Chris
Gossage, uppljóstraði leyndarmál-
inu við vinkonu sína, sem kom upp-
lýsingunum áfram til blaðamanns
Sunday Times. Upphæðin mun
renna til styrktarfélags hermanna.
BRETLAND
Borga fyrir að hafa
afhjúpað Rowling
Rowling skóp
Harry Potter.
Sture Bergwall,
sem lengi var tal-
inn einn afkasta-
mesti raðmorðingi
Norðurlanda, hef-
ur verið hreins-
aður af ákæru í
átta morðmálum.
Hann hafði játað á
sig morðin, sem
framin voru á ár-
unum 1976-1988,
og tuttugu sem hann var aldrei sak-
felldur fyrir, en dró játningarnar til
baka 2008. Sagði Bergwall að hann
hefði þráð athygli og verið undir
áhrifum lyfja þegar hann játaði og
hafa saksóknarar komist að þeirri
niðurstöðu að fyrirliggjandi sönn-
unargögn dugi ekki til sakfellingar.
SVÍÞJÓÐ
Hreinsaður af ákæru
í átta morðmálum
Bergwall hefur
dvalið á stofnun.
Tvö stúlkubörn
voru meðal verð-
launa í vinsælum
spurningaþætti í
Pakistan á dög-
unum, þar sem
áhorfendur eru
leystir út með
gjöfum fyrir að
svara spurn-
ingum um Kór-
aninn. Foreldrar
stúlknanna yfirgáfu þær en þátta-
stjórnendur hafa verið harkalega
gagnrýndir fyrir að fara með börnin
eins og verðlaunagripi. Pörin sem
„hrepptu“ stúlkurnar höfðu skráð
sig sem fósturforeldra hjá mann-
úðarsamtökum en vissu ekki hvað til
stóð þegar þau þáðu boð í þáttinn.
PAKISTAN
Börn í verðlaun í
spurningaþætti
Næst verður
strákur í verðlaun.
Opið mánudaga-föstudaga
frá kl. 12:30-18
nora.is
facebook.com/noraisland
Opið: má-fö. 12:30-18 | Dalvegi 16a
Rauðu múrsteinshúsunum | Kóp. 201
S. 517 7727 | nora.is | facebook.com/noraisland
Tilly diskur kr. 2.100,-
Hanastellið,
diskur kr. 1.790,-
Stólsessur frá kr. 3.200,-
20% afsláttur af öllum pottum og pottahlífum