Morgunblaðið - 01.08.2013, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
Tvísýn lífsbarátta Andarungar á Tjörninni í Reykjavík. Óvenjufáir andarungar komust upp við Tjörnina í sumar. Ástæðan er einkum skortur á fæðu, mikið afrán og skerðing á búsvæðum.
Styrmir Kári
Á síðustu árum hefur mikil
umræða átt sér stað um fjár-
hagsvanda heimilanna í landinu
og þá sér í lagi yngri barnafjöl-
skyldna. Í þessari umræðu
gleymist oft sístækkandi hópur
fólks sem ekki er jafngjarn á að
kvarta undan stöðu sinni, en það
eru aldraðir.
Margir aldraðir hafa lifað tím-
ana tvenna og búið við marg-
vísleg kjör á langri ævi. Öll er-
um við þó sammála um að
aldraðir eigi að njóta áhyggju-
lauss ævikvölds. Í lögum um
málefni aldraðra stendur meðal
annars að markmið laganna eru
„… að aldraðir geti, eins lengi
og unnt er, búið við eðlilegt
heimilislíf en að jafnframt sé
tryggð nauðsynleg stofnanaþjón-
usta þegar hennar er þörf“.
Einnig stendur að „við fram-
kvæmd laganna skal þess gætt
að aldraðir njóti jafnréttis á við
aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörð-
unarréttur þeirra sé virtur“. Eldri borgarar
hafa á langri ævi unnið hörðum höndum að
því að byggja upp samfélagið og því sjálfsagt
og eðlilegt að borgaryfirvöld hugi sér-
staklega að því hvernig koma megi til móts
við þennan hóp fólks.
Ég hef velt því fyrir mér hvernig borg-
aryfirvöld í Reykjavík geta stuðlað að aukn-
um lífsgæðum aldraðra, gert þeim lífið létt-
ara og hjálpað þeim að búa sem lengst á
heimili sínu, þar sem þeim líður vel og
þekkja umhverfið sitt. Í staðinn fyrir að
hækka þjónustugjöld aldraðra eigum við að
lækka þau eins og mögulegt er.
Þegar aldurinn færist yfir verður fólk
stirðara, óöruggara, hættir oft að geta ekið
sjálft og á þar af leiðandi erfitt með að kom-
ast á milli staða. Þegar svo er komið er
hætta á einsemd og auknu óöryggi. Reykja-
víkurbúar sem eru 67 ára og eldri geta nýtt
sér akstursþjónustu að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. Þetta er mikilvæg þjónusta en að
mínu áliti má breyta reglunum um þjón-
ustuna í þeim tilgangi að auka sjálfstæði
aldraðra. Í reglum um akstursþjónustu eldri
borgara í Reykjavík segir að þessi þjónusta
sé í boði á virkum dögum á milli kl. 9.00 og
17.00, 30 sinnum í mánuði. Eins og fram
kemur hér að framan stendur í lögum að
virða eigi sjálfsákvörðunarrétt eldri borgara
og í stefnu Reykjavíkurborgar stendur að
það sé „… ekki einungis aðgangur að þjón-
ustu sem hefur afgerandi áhrif varðandi líðan
og lífsgæði heldur að ein-
staklingurinn finni að hann sé
sjálfráða og geti átt innihaldsrík
samskipti við sína nánustu og
aðra.“ Af þessum sökum tel ég
að ekki eigi að ákveða fyrir
aldraðra á hvaða dögum og hve-
nær sólarhringsins þeir geta
notað þessa þjónustu. Þarna
getum við aukið lífgæði þeirra
með því að leyfa þeim að taka
sjálfir ákvörðun um hvenær
hentar best að nota þjónustuna.
Einnig væri miklu þægilegra ef
hægt væri að panta akstur rétt
fyrir brottför en ekki fyrir
klukkan 14.00 daginn áður eins
og reglurnar kveða á um.
Samkvæmt upplýsingum frá
SVR borga 70 ára og eldri 350
kr. fyrir eina ferð í strætó en
115 kr. ef þeir kaupa 20 miða
kort. Í fyrsta lagi tel ég að eldri
borgara eigi ekki að þurfa að
borga fargjald í strætisvagna og
í öðru lagi er eðlilegra að SVR
miði við 67 ára aldurinn eins og
lög gera ráð fyrir þegar rætt er um þjónustu
við aldraða.
Þarfir aldraðra eru að miklu leyti ein-
staklingsbundnar og þess vegna mikilvægt
að koma á einföldum upplýsingaleiðum þar
sem auðvelt er að fá upplýsingar um hvaða
þjónusta er í boði. Í stefnu Reykjavík-
urborgar stendur að „… upplýsingar um þá
þjónustu sem eldri borgurum stendur til
boða í borginni eiga að berast þeim í gegnum
notendavænar heimasíður, með útgefnu upp-
lýsingaefni og betri ráðgjafaþjónustu“. Allar
upplýsingar um þjónustu við aldraða eiga að
koma fram á einfaldan og skýran hátt þannig
að sérhver einstaklingur geti kynnt sér hvað
í boði er, án þess að þurfa að leita í langan
tíma eða jafnvel að hringja til að fá frekari
upplýsingar. Einnig þarf að taka tillit til þess
að stór hluti eldri borgara hefur ekki aðgang
að netinu.
Með því að íhuga hvernig við getum bætt
þjónustu eldri borgara er hægt að finna leið-
ir til að auka lífsgæði þeirra. Oft er þessum
hópi fólks ekki gefin nægileg athygli en þessi
atriði skipta máli. Við eigum öll einhvern
tímann á lífsleiðinni pabba, mömmu, afa eða
ömmu sem við viljum að líði vel og njóti
áhyggjulauss ævikvölds. Svo megum við
heldur ekki gleyma því að einhvern tímann
verða allir gamlir.
Eftir Sigurjón Arnórsson
» Greinin er
um hvernig
borgaryfirvöld í
Reykjavík geta
stuðlað að aukn-
um lífsgæðum
aldraðra.
Sigurjón
Arnórsson
Höfundur er alþjóðlegur viðskiptafræðingur og
situr í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Skóga- og
Seljahverfi.
Lífsgæði aldraðra
Í sumar eru 50 ár liðin frá
vígslu Skálholtsdómkirkju hinnar
nýju og af því tilefni var haldin
vegleg hátíð á þessum forna höf-
uðstað þjóðarinnar. Auk afmælis
kirkjunnar var þess minnst að á
vígsludaginn afhenti þáverandi
dóms- og kirkjumálaráðherra
þjóðkirkjunni Skálholtsstað til
eignar og ríkið lagði staðnum til
fjárstuðning til vaxtar og við-
halds. Frá árinu 1952 höfðu verið
tekin ákveðin skref af hálfu lög-
gjafans til endurreisnar Skál-
holts því „sæmd söguþjóðarinnar
beinlínis krafðist þess að vegur
þessa fornhelga staðar yrði efld-
ur að nýju með einhverjum
hætti“, segir í bók séra Sveins
Víkings um Skálholtshátíðina
1956. Sú hátíð var haldin í níu
alda minningu biskupsdóms á Ís-
landi og í hornstein nýju kirkj-
unnar var m.a. skráð: „Guðshús
þetta er reist fyrir fé íslensku
þjóðarinnar og samkvæmt álykt-
unum Alþingis.“
Enginn fulltrúi þess Alþingis
sem nú situr sá ástæðu til að
sækja hátíðarsamkomuna 21. júlí
í ár né nokkur ráðherra nýrrar ríkisstjórnar
sem þó hefur skrifað í stefnuskrá sína að hún
hyggist efla og styðja íslenska þjóðmenningu.
Ábyrgð þings og þjóðar
Fjarvist núverandi valdhafa á Skál-
holtshátíð leysir hvorki þing né þjóð undan
þeirri ábyrgð sem á henni hvílir gagnvart arfi
kynslóðanna. Margt hefur verið vel gert á hin-
um endurreista Skálholtsstað. Kirkjan sjálf er
undrafögur utan sem innan og laðar að sér
gesti til staðarins hvaðanæva að, einkum að
sumarlagi þegar hún nýtist sem eitt besta tón-
listarhús landsins þar til þjóðin eignaðist
Hörpu. Skólabyggingin er einnig fögur smíð,
þótt ekki hafi tekist að halda lífi í hinni upp-
haflegu hugmynd um lýðháskóla að norrænni
fyrirmynd. Hún hefur um árabil einkum þjón-
að sem gististaður fyrir aðstandendur og gesti
Sumartónleikanna í Skálholti, guðfræðistúd-
enta, fornleifafræðinga, pílagríma, ferming-
arbörn og þátttakendur á málþingum og
Kyrrðardögum. Aðrar byggingar á staðnum
eru umdeilanlegri bæði hvað varðar útlit og
staðsetningu og er skemmst að minnast mik-
illa deilna sem hafa orðið um „tilgátuhúsið“
sem byggt var á fornum veggjatóftum við hlið
kirkjunnar. Húsið er þó að dómi undirritaðrar
fallegt í sjálfu sér með sitt fag-
urgræna torfþak og gulbrúnu
timburþil undir bláum sum-
arhimni. Það minnir á liðna tíð og
húsakynni þeirra sem fyrr
byggðu staðinn.
Helgir menn og syndarar
Það eru ekki aðeins helgir
menn og dýrlingar sem hafa
gengið um stéttir í Skálholti,
heldur allar gerðir af fólki, þótt
vissulega væri það stundum und-
ir strangara siðferðislegu eftirliti
en þorri manna. Þannig varð
Skálholt vettvangur einnar líf-
seigustu og harmþrungnustu
ástarsögu 17. aldar milli Ragn-
heiðar Brynjólfsdóttur og Daða
Halldórssonar og dramatískra
átaka föður og dóttur. Skálholt
er eitt helsta sögusvið Íslands-
klukkunnar, þar sem Halldór
Laxness lætur handritasafn-
arann Arnas Arneus og Snæfríði
Íslandssól eiga endurtekna ást-
arfundi. Í Skálholti var barist til
úrslita þegar lútherskan tók við
af katólskunni og Jón Arason og
synir hans tveir voru teknir af
lífi án dóms og laga, eins og hinn
aldni leikari Gunnar Eyjólfsson
minnti kirkjugesti á 21. júlí.
Æðstur staður og
dýrligastur á Íslandi
Um Skálholt segir í fornu riti: „Þar er æðst-
ur staður og dýrligastur á Íslandi.“ Slík full-
yrðing leggur skyldur á herðar núlifandi Ís-
lendingum að viðhalda reisn og virðingu
staðarins sem biskupsseturs, en þar þarf einn-
ig að efla fræðasetur og búa í haginn fyrir iðk-
endur bókmennta og lista, fornleifa og sögu. Í
Skálholti bjó löngum fjölmenni á fyrri tíðar
mælikvarða, fjöldi ferðalanga, innlendra sem
erlendra, átti að auki leið þar um. Það voru er-
lendir ferðamenn sem máluðu fyrstu myndir
sem til eru af staðnum, það voru erlendir vinir
Skálholts sem gáfu nýju kirkjunni orgelið og
klukkurnar, skírnarfont, þakviði og gólfflísar
og kostuðu uppsetningu Kristsmyndarinnar
yfir altarinu og steindu glugganna eftir lista-
konurnar Nínu Tryggvadóttur og Gerði
Helgadóttur. Skálholt þarf stöðugt á nýjum
hollvinum að halda, innan lands sem utan. Það
mun því framvegis sem hingað til heyra undir
hlutverk og skyldur Skálholtsstaðar að taka
vel á móti gestum og gangandi.
Eftir Steinunni
Jóhannesdóttur
» „Þar er æðst-
ur staður og
dýrligastur á Ís-
landi.“ Fullyrð-
ingin leggur
skyldur á herðar
núlifandi Íslend-
ingum að við-
halda reisn og
virðingu stað-
arins.
Steinunn
Jóhannesdóttir
Höfundur er rithöfundur og
félagi í Skálholtsfélagi hinu nýja.
Skálholt í sögu og samtíð