Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
✝ Stefán fæddistá Neðri-Svert-
ingsstöðum í Mið-
firði í V-Húna-
vatnssýslu 6. mars
1930. Hann lést á
líknardeild Kópa-
vogs 21. júlí 2013.
Foreldrar hans
voru Jón Eiríksson
frá Þverá í Vestur-
hópi, f. 22.6. 1885,
d. 10.2. 1975 og
Hólmfríður Bjarnadóttir frá
Túni í Flóa, f. 13.10. 1891, d.
22.4. 1981. Systkini Stefáns voru
Guðfinna, f. 23.4. 1917, d. 12.6.
2010, Ingunn, f. 3.1. 1919, d. 3.4.
1979, Eiríkur Óli, f. 27.2. 1922,
d. 10.1. 2008, Bjarni, f. 7.12.
1924, d. 31.3. 2012, Ingibjörg
Guðlaug, f. 1926, Snorri, f. 1928,
Eggert Ólafur, f. 1931, Gunn-
laugur, f. 1933, Ragnheiður, f.
1935.
Stefán kvæntist 30. desember
1960 Esther Garðarsdóttur ljós-
móður frá Fáskrúðsfirði, f.
29.3.1935. Foreldrar hennar
voru Garðar Kristjánsson frá
Búðum í Fáskrúðsfirði, f. 27.8.
1909, d. 6.2. 1964 og Guðbjörg
Erlín Guðmundsdóttir, f. 15.7.
1911, d. 24.3. 2003. Börn Stefáns
og Estherar eru: Rúna Gerður,
f. 23.11. 1964, kvænt Helga Ósk-
ari Víkingssyni, dóttir þeirra er
Nína Dagbjört, f. 24.8. 2000.
Fyrir á Rúna Gerður soninn
Georg Helga Hjartarson, f.
12.11. 1986 og Helgi á dótturina
Ingibjörgu Ósk, f. 9.9. 1995; Pét-
ur Hafsteinn, f. 26.3. 1962,
nam lungnalífeðlisfræði við há-
skólann í Gautaborg og lífeðl-
isfræði blóðrásar við
lífeðlisfræðistofnun háskólans í
Gautaborg 1970-1971, og í
lungnasjúkdómum og lungnalíf-
eðlisfræði við Cardiothoracic
Institude við Brompton-
sjúkrahúsið í Lundúnum 1977.
Stefán var aðstoðaryfirlæknir
við Sahlgrenska sjúkrahúsið í
Gautaborg og síðan við Central-
sjúkrahúsið í Vänersborg 1966-
69. Hann var viðurkenndur sér-
fræðingur í meinalífeðlisfræði
frá 1972, og vann á rannsókn-
ardeild Borgarspítala 1972-99.
Stefán var lektor í lífeðlisfræði
við læknadeild HÍ frá 1971, dós-
ent þar frá 1980, og stunda-
kennari í lífeðlisfræði við líf-
fræðiskor verkfræði- og
raunvísindadeildar HÍ, við
námsbraut í hjúkrun við HÍ,
Meinatæknaskólann og Nýja
hjúkrunarskólann. Stefán var
ritari Læknafélagsins Eirar
1973-75, sat í kennslunefnd
læknadeildar 1972-73, í deild-
arráði læknadeildar 1974-76, í
vinnuskyldunefnd, í nefnd um
breytingar á reglugerð lækna-
deildar, í nefnd um starfsreglur
vegna stöðuveitinga, í dóm-
nefnd vegna lektorsstöðu í inn-
kirtlasjúkdómum og í stöðu-
nefnd læknaráðs Borgar-
spítalans frá 1973. Stefán
starfaði að hjartarannsóknum
við Læknasetrið í Reykjavik frá
2001-2009 og hefur skrifað ýms-
ar greinar í erlend og innlend
læknarit.
Stefán verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag, 1.
ágúst 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
kvæntur Áslaugu
Sigurðardóttur,
sonur þeirra er Jón
Stefán, f. 14.7.
1999, fyrir á Áslaug
dótturina Heiðrúnu
Gissunn Káradótt-
ur, f. 19.1. 1988; Ír-
is Alda, kjördóttir
Stefáns, f. 20.12.
1957, sambýlismað-
ur Heimir V.
Pálmason. Börn Ír-
isar Öldu eru Pétur Ingi, f. 4.3.
1983, sambýliskona Elva Ósk
Antonsdóttir, dóttir þeirra
Amelía Ósk, f. 3.8. 2012; Ingi-
björg Ragnheiður, f. 21.5. 1985,
sambýlismaður Þorsteinn Jóns-
son, sonur þeirra, Jón Metúsal-
em, f. 19.4. 2012; Stefanie Est-
her, f. 11.6. 1987, sambýlismað-
ur Heiðar Austmann; Atli
Fannar, f. 24.1. 1992 og Hugrún
Birta, f. 24.7. 1995.
Stefán lauk stúdentsprófi frá
MA árið 1951 og embættisprófi í
læknisfræði frá HÍ árið 1959.
Hann var námskandídat við
Fjórðungssjúkrahúsið á Ak-
ureyri 1959, við fæðingardeild
Landspítalans og Slysavarðstof-
una í Reykjavík 1960. Hann var
aðstoðarlæknir á Rannsóknar-
stofu HÍ 1960-61, héraðslæknir í
Ólafsfjarðarhéraði 1961-63.
Hann hlaut almennt lækn-
ingaleyfi hérlendis 1962 og var
aðstoðarlæknir við Borgarspít-
alann 1963-66. Stefán stundaði
nám í elektrokardiografi og
vektorkardiografi við háskól-
ann í Umeá í Svíþjóð 1969. Hann
Elsku pabbi, hjarta mitt er
brostið af söknuði, og ég trúi því
varla að þú sért farin frá mér. Það
er svo margs að minnast. Þegar
ég var 9 ára og við vorum í bíltúr,
þá baðstu mig alltaf um að syngja
fyrir þig. Ég söng hástöfum „Haf-
ið bláa hafið“ og þú tókst brosandi
undir. Þú sýndir ást þína og um-
hyggju á svo marga vegu. Ein
hlýjasta minningin er sú er ég var
einstæð móðir með hann Georg
minn lítinn, það var snjóþungur
vetur, og þegar ég kom út um
morguninn, hafðir þú skafið af
bílnum mínum. Þú sagðir „ég átti
hvort eð er leið framhjá“. Við
gerðum margt saman, fórum t.d
norður í réttir, í barnamessu með
Nínu og sund. Það var venjan að
þegar við fórum í sund, buðum við
þér með. Eftir að þú veiktist aft-
ur, hvatti ég þig áfram til að
synda. Þér fannst ég vera harður
húsbóndi, því ég gaf mig ekki fyrr
en þú syntir nokkrar ferðir. Þér
þótti samt vænt um það. Ég labb-
aði oft til ykkar, hringdi áður og
bað þig að labba á móti mér. Mik-
ið verður erfitt að labba þessa leið
núna án þess að mæta þér. Góðar
stundir áttum við í Birkilundi.
Þar fórum við í göngutúra og
höfðum það notalegt. Þegar að
mamma veiktist á Mallorca flaug
ég strax út til ykkar, það var erfitt
tímabil. Þarna stóðum við frammi
fyrir þeim möguleika að missa
mömmu. Þér leið vel að fá mig, við
fundum styrk hvort hjá öðru og
allt fór vel að lokum. Þegar ég
kynntist ástinni minni honum
Helga, fann ég að þú varst
ánægður með val mitt, enda
tókstu honum eins og þínum eigin
syni. Þú studdir mig í einu og öllu,
og hrósaðir mér fyrir vinnusemi
og dugnað en það virtir þú mest af
öllu. Þú talaðir um hve dugleg
húsmóðir ég væri, það þótti mér
alltaf svo vænt um. Þú og mamma
voruð oft hjá okkur á jólunum.
Mikið var alltaf gaman að gefa
þér gjafir. Þú varst svo lítillátur
og þakklátur. Þú varst stríðinn og
tókst þér langan tíma í að taka ut-
an af pökkunum. Skemmtilegast
var að gefa þér fatnað, og um síð-
ustu jól gáfum við þér jakka og
buxur. Þú varst svo ánægður, og
fórst strax í fötin, dansaðir svo ör-
fá spor eins og flott fyrirsæta. Ég
get ekki lýst því hve mikið ég á
eftir að sakna þín á þessum
stundum. Þú varst yndislegur afi
og barngóður. Ég þakka þér fyrir
alla þá hlýju og ástúð sem þú
sýndir Georg, Nínu og Ingi-
björgu. Ég var stolt af því að vera
dóttir þín og þótti alltaf vænt um
hve fallega var talað um þig.
Í fyrra fórum við til Akureyrar
að hitta þau Georg og Jónu en það
var síðasta ferðalagið okkar sam-
an. Þér fannst gaman að gantast
og á ég skemmtilega mynd af þér
í rólu sem tekin var þar en marg-
ar myndir voru teknar, enda gulls
ígildi í dag. Elsku pabbi, við átt-
um innilegt samtal tæpum sólar-
hring fyrir andlát þitt. Þú ræddir
við mig um jarðarförina þína. Við
grétum saman, og ég fann hvað
þér þótti gott að ræða þetta. Ekki
grunaði mig að þú myndir kveðja
þetta líf, svo stuttu eftir. Það hef-
ur ekki verið sólríkt sumarið, en
21. júlí, daginn sem þú lést, opn-
uðust himnarnir og sólin fór að
skína.
Þá grét ég og sagði „pabbi
minn fór og náði í sólina til að
hugga okkur“. Ég elska þig meir
en nokkur orð fá lýst, og mun
ávallt sakna þín,
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar.
Aldrei var neinn, svo ástúðlegur eins
og þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn.
Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund.
Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson)
Rúna Gerður Stefánsdóttir.
Með miklum söknuði, virðingu
og þakklæti kveð ég í dag tengda-
föður minn og vin, Stefán Jóns-
son. Stefán hafði hlýjan faðm og
þægilega nærveru og tók hann
mér strax opnum örmum og ég
fann mig velkominn í fjölskylduna
er ég kynntist honum fyrir sextán
árum. Ég tók strax eftir því
hversu mikla ást og hlýju hann
hafði að gefa börnum sínum og
barnabörnum enda var hann dáð-
ur og elskaður af fjölskyldu sinni.
Hann sýndi okkur öllum mikinn
áhuga og var mættur fyrstur ef
einhverjir viðburðir áttu sér stað
hjá okkur. Hann sýndi mínu námi
og vinnu áhuga, studdi mig og
hvatti mig. Þegar ég lá á spítala í
tíu daga síðasta sumar kom hann
daglega að heimsækja mig til að
sjá hvernig ég hefði það.
Stefán var alltaf mjög heilsu-
hraustur og hugsaði vel um sig
þangað til örlögin tóku völd.
Margar sundferðir fórum við í
saman og gönguferðir. Stundum
hittumst við á miðri leið í Breið-
holtinu og þá setti Stefán upp
„kíki“ með lófunum þegar hann
nálgaðist okkur, það fannst okkur
skemmtilegt. Stefán og Esther
byggðu sér sumarhús við Gríms-
staði á Mýrum, „Birkilund“, þar
áttum við margar góðar samveru-
stundir, það stóð til að fara þang-
að í vor áður hann fór inn á spítala
en ekkert varð úr því. Stefán
hafði mjög gaman af tónlist og
söng í tveim kórum; Kór eldri
borgara í Reykjavík og Kátum
körlum í Skógarhlíð. Hann tók
sönghlutverk sitt alvarlega og
æfði sig við píanóið og stúderaði
lítillega tónfræði. Ég lék mér
stundum að því í bíltúrum með
honum að syngja fyrstu línuna í
einhverju lagi sem hann þekkti og
það var yfirleitt ekki við manninn
mælt; Stefán söng lagið til enda,
og voru það til dæmis lögin; „Vor-
vindar glaðir“ „Undir dalanna
sól“ og „Undir bláhimni“. Hann
sýndi líka áhugamáli mínu,
trommu- og hljómsveitastússi,
mikinn áhuga og spurði venjulega
„hvernig gekk?“, „mættu marg-
ir?“, „ertu ekki þreyttur eftir
þetta?“ Alltaf þótti mér vænt um
það.
Stefán var mjög gjafmildur
maður og hjálpfús og stundum
var það þannig að grasið var ný-
slegið hjá okkur þegar ég kom
heim. Hann kom yfirleitt óbeðinn
í hin ýmsu verkefni ef hann hafði
frétt að eitthvað stæði til. Við átt-
um margar skemmtilegar stundir
saman, hvort sem verið var að
mála, leggja parket, setja upp
miðstöðvarofna eða dytta að ein-
hverju, alltaf var Stefán mættur
með góða skapið og sló á létta
strengi. Eftir gott dagsverk var
svo kyrjað „nú erum við í góðum
málum“ að hætti Spaugstofu-
manna. Stefán var mjög glettinn
og spaugsamur með mikinn húm-
or sem ég kunni vel að meta.
Elsku yndislegi tengdapabbi,
ég þakka allt sem þú hefur kennt
mér með auðmýkt þinni og hlýju.
Einn daginn kemur að því að ég
hitti þig aftur, þá gengur þú á
móti mér með „kíki“ og faðmar
mig aftur. Þá verðum við í góðum
málum.
Þú starfaðir jafnan með umhyggju og
ást,
elju og þreki er sjaldan brást,
þér nýttist jafnvel nóttin.
Þú vannst fyrir besta vininn þinn,
þú vinnur nú með honum annað sinn,
með efldan og yngdan þróttinn.
Af alhug færum þér ástar þökk,
á auða sætið þitt horfum klökk,
heilsaðu föður og frændum.
Að sjá þig aftur í annað sinn
enn komast aftur í faðminn þinn
við eigum eftir í vændum.
(G. Björnsson.)
Þinn tengdasonur,
Helgi Ó. Víkingsson.
Hann þynnist óðum stóri
systkinahópurinn frá Svertings-
stöðum, sex þeirra horfin yfir
móðuna miklu. Þó Stefán bróðir
minn væri orðinn 83 ára fannst
mér hann alls ekki vera orðinn
gamall maður, ennþá grannur og
spengilegur, léttur á fæti og með
kímni og stríðnisglampa í augun-
um. Það breyttist ekki fyrr en síð-
ustu mánuðina þegar skyndilega
hallaði undan fæti. Á unglingsár-
um mínum var ég hreykin af að
eiga svona fallegan bróður, hann
var svo grannur og lipur og vel
vaxinn með sitt liðaða jarpa hár –
alveg laus við freknur sem mér
fannst öfundsvert. Við stríddum
honum stundum með að syngja
„Þegar hann Stebbi litli fæddist
var hann fagur á að sjá“. Og eins
og þeir vita sem þekkja vísuna er
hún um þann sem stúlkunum líst
vel á. En stríðni okkar hafði engin
áhrif á hann, aftur á móti þurfti
hann lítið fyrir því að hafa að
hleypa okkur upp, yngri systkin-
unum sínum, jafnvel bara með
svipbrigðum. Samt sem áður var
hann sá sem ég treysti alltaf best
til að bera ábyrgð á mér þegar ég
var lítil, ég vildi að hann stýrði
sleðanum mínum og það væri
hann sem bæri mig yfir ána.
Þó þessi stóri barnahópur á
Svertingsstöðum, ellefu alls, hafi
alist upp á tímum kreppu og
styrjaldar og sannarlega oft verið
þröngt í búi þá vorum við öll send
í skóla eftir barnaskólanám.
Reykjaskóli var hernuminn á
stríðsárunum, en þegar hann tók
aftur til starfa 1945 þá fóru þang-
að þrjú af systkinunum, Stefán þá
nýfermdur, smávaxinn og yngst-
ur og af nemendunum. Þá tók
brytinn Pétur Stefánsson, sem
var fjölskylduvinur, hann undir
sinn verndarvæng og hafði í her-
bergi með sér. En hann þurfti svo
sem enga sérstaka vernd þótt
smávaxinn væri, hann varð vin-
sæll og stóð sig vel í öllu. Þar að
auki var hann sterkur og snarpur
og útsmoginn í áflogum og sigraði
oft sér stærri og eldri stráka,
enda þrautþjálfaður af sínum
stóra bræðrahópi. Þess ber að
geta að á þessum tíma þótti eðli-
legt að strákar tuskuðust sér til
gamans, það var viðurkennt sem
leikur. Á þessum tveim vetrum
breyttist drengurinn í myndar-
legan ungan mann. Hann fór svo í
Menntaskólann á Akureyri. Pét-
ur Stefánsson, hans góði vinur,
sleppti ekki af honum hendinni
þegar hann eltist, heldur gerðist
fóstri hans og studdi hann til
náms. Hann var einhleypur og
barnlaus maður sem naut þess að
eiga hlutdeild í lífi þessa unga
manns og milli þeirra ríkti alla tíð
einlæg vinátta. Eftir menntskól-
ann fór Stefán í læknisfræði í Há-
skóla Íslands og síðan lá leið hans
til Svíþjóðar, kom svo heim ríkari
af menntun og reynslu, vann svo
lengst af sinni starfsævi við Borg-
arspítalann. Ég er fullviss um að
þar vann hann afar gott starf,
hann var skarpur, athugull og
vandvirkur og svo hafði hann
framkomu sem einkenndist af
kyrrlátri hlýju. En nú er hann
horfinn þessi bróðir minn sem
reyndist mér alla tíð svo traustur
og góður vinur og svo hygg ég að
hafi verið með alla sem kynntust
honum að einhverju ráði. Ég kveð
hann með ástúð og söknuði.
Ragnheiður Jónsdóttir.
Stefán læknir fannst mér alltaf
mjög hlýr maður. Hann var faðir
Péturs og Rúnu sem eru kærir
æskufélagar mínir. Þannig var að
fjölskyldan bjó lengi vel í Mel-
gerðinu í Kópavogi, sömu götu og
ég bjó líka við fram að unglings-
árum. Þegar ég kynntist Pétri og
Rúnu minnir mig að þá hafi fjöl-
skyldan verið nýflutt heim frá
Svíþjóð þar sem þau Stefán og
Esther höfðu verið í námi. Hann
nam lækninn og hún til ljósmóð-
ur. Þau bjuggu sér heimili í Mel-
gerði 12 í mjög reisulegu og tign-
arlegu húsi. Þau hjónin voru alltaf
sérstaklega almennileg við okkur
krakkana, vini Péturs og Rúnu,
þegar við komum í heimsókn til
þess að leika í garðinum eða inni í
þessu stóra og fallega húsi. Ekki
fannst manni minna til koma þeg-
ar foreldrarnir töluðu sænsku við
börnin. Í minningunni var Stefán
alltaf mjög rólegur og tillitssamur
í mannlegum samskiptum. En
hann var ákveðinn, og þau bæði
hjónin, þegar að ræða þurfti ein-
hver prakkarastrik okkar krakk-
anna sem farið höfðu yfir strikið.
Mig langar til að ljúka þessum
stuttu minningarorðum um Stef-
án Jónsson lækni á því að minnast
þess þegar faðir minn var svo lán-
samur að vera í eftirliti hjá Stef-
áni í stuttan tíma á Borgarsjúkra-
húsinu í Fossvogi vegna vinnu
sinnar. Það var greinilegt að
pabbi hafði gaman af þessum tím-
um hjá Stefáni ekki síður en gagn.
Þeir náðu greinilega vel saman.
Ég heyrði það á pabba að hann
bæði virti og treysti Stefáni
lækni.
Ég votta Esther, Rúnu, Pétri
og Öldu mína dýpstu samúð.
Helgi Helgason,
Kópavogi.
Eg sendi Stefáni frá Svertings-
stöðum, hinstu kveðju mína.
Við vorum skólabræður og vin-
ir, eins og vinátta verður til hjá
kornungum mönnum, sem stefna
að sama marki.
Við kynntumst fyrst að hausti
lýðveldisársins, 1944, á Reykja-
skóla í Hrútafirði. Mér fannst
hann þá mun yngri mér enda
hafði hann ekki tekið út fullan
vöxt þegar hann hóf skólagöngu.
– Við ræddum þetta fyrir nokkru
og kom í ljós að aldursmunur okk-
ar var aðeins hálft ár. – En hann
óx sem annar viður.
Við vorum tvo vetur í Reykja-
skóla en að þeim loknum var
stefnt til frekara náms við
Menntaskólann á Akureyri. – Við
ætluðum að ganga menntaveginn,
eins og það var hátíðlega orðað þá
enda fóru ekki eins margir (eink-
um úr sveitum) í framhaldsskóla
og nú er. – Gissur Þorvaldsson,
herbergisfélagi minn, ætlaði líka í
skólann en hætti við á síðustu
stundu vegna bágra kjara for-
eldra sinna.
Um miðja síðustu öld réði get-
an til náms ekki ferðinni heldur
það að fá að læra. – Við Stefán
þreyttum prófið um vorið og gekk
vel. Við vorum orðnir menntskæl-
ingar.
Um haustið l946 byrjaði svo
hin eiginlega menntaganga. Við
Stefán fengum inni hjá frænku
minni, Halldóru Karlsdóttur, sem
bjó í Hafnarstræti 102, en það var
í gamla bænum. Við þurftum því
að arka upp Spítalastíginn í skól-
ann. Herbergið sem við bjuggum
í var mjög lítið, aðeins fyrir tvo
bedda og eitt borð. Gallinn við það
var sá að inngangurinn í það var í
gegnum baðherbergið. Þarna
vorum við saman í tvo vetur.
Aldrei bar á ósætti. Við hjálpuð-
umst að. – Minningar mínar eru
góðar úr þessari samvist.
Svo tók við lærdómsdeildin
eins og þrír efstu bekkirnir voru
kallaðir. Stefán fór í máladeild en
ég í stærðfræðideild. Við bjugg-
um ekki lengur saman og sam-
bandið varð slitrótt.
Þessi saga okkar verður ekki
rakin frekar. Hún er táknræn um
menntunarþrá, því að mikið var
lagt á sig. En markmiðið náðist,
við urðum báðir læknar.
Ég sendi Esther og börnunum
þeirra og fjölskyldu kveðju mína.
Brynleifur Steingrímsson.
Stefán Jónsson HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn, þegar þú
fórst þá leið mér mjög illa
og grét mikið, en mér leið
líka vel af því að nú er þér
ekki illt lengur og núna líð-
ur þér vel. Núna færð þú að
hitta langömmu og langafa
sem ég hef aldrei hitt og
núna er allt betra hjá þér.
Mig langaði að segja að ég
elska þig mjög mikið og ég
mun sakna þín.
Bless elsku afi minn.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Þín
Nína.
Fleiri minningargreinar
um Stefán Jónsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ELÍN ODDNÝ KJARTANSDÓTTIR,
lést föstudaginn 26. júlí.
Valdís Jóhannsdóttir, Gauti Alexandersson,
Bjarki Jóhannsson, Hafdís Haraldsdóttir
og barnabörn.
✝
ÞÓRARINN KAMPMANN,
Orri,
verkfræðingur,
búsettur í Danmörku,
lést föstudaginn 26. júlí.
Útför hans verður gerð frá Bagsværd kirke
föstudaginn 2. ágúst.
Bente Neidhardt,
Edda Vibeke Kampmann,
Nina Malene Kampmann
og fjölskyldur,
Ólafur H. Flygenring,
Edda Flygenring.