Morgunblaðið - 01.08.2013, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
✝ HilmarBjarnason
fæddist á Gamla-
Bauk á Eskifirði 5.
nóvember 1916,
sonur hjónanna
Gunnhildar Steins-
dóttur og Bjarna
Marteinssonar.
Hann lést 23. júlí
2013.
Systkini hans
eru Herborg, f.
1908, d. 1985, Guðbjörg, f.
1909, d. 1976, Guðlaug, f. 1913,
d. 1998, Jóhanna, f. 1915, d.
1915, Steingrímur, f. 1919, d.
1997, Agla, f. 1924, Eðvarð, f.
1926 og Magnús, f. 1930.
Hilmar kvæntist 1. desem-
ber 1944 Sigrúnu Sigurð-
ardóttur f. 14. mars 1919. Börn
þeirra eru: 1) Sigurborg, f. 10.
júní 1946, gift Kristjáni Eiríks-
syni, f. 1945. Börn þeirra eru:
a) Steinn, f. 1974, var kvæntur
Hanne Höjgaard Viemose, þau
2007, og Kolbeinn Hallfreður,
f. 2012.
Hilmar stundaði sjómennsku
frá unglingsárum lengst á mb.
Björgu SU 9, 1945-1966. Á
henni var hann stýrimaður og
síðar skipstjóri og útgerð-
armaður, fengsæll og happa-
sæll. Á árunum 1964-1971 rak
hann ásamt Birni Kristjánssyni
síldarsöltunarstöðina Eyri á
Eskifirði. Árið 1966 lét Hilmar
af sjómennsku og gegndi eftir
það tveimur störfum samhliða,
sem heilbrigðisfulltrúi á Eskif-
iði til ársins 1982 og sem er-
indreki Fiskifélags Íslands á
Austurlandi til ársins 1989.
Hilmar var var lengi for-
maður byggðasögunefndar
Eskifjarðar og vann mikið í
starf þágu byggðasögu og Sjó-
minjasafnsins og Myndasafns-
ins á Eskifirði. Hann var virk-
ur félagi m.a. í Náttúruvernd-
arsamtökum Austurlands,
Leikfélagi Eskifjarðar og Fé-
lagi eldri borgara á Eskifirði.
Útför Hilmars verður gerð
frá Eskifjarðarkirkju í dag, 1.
ágúst 2013, kl. 14.
skildu. Synir
þeirra eru Björn,
f. 2009 og Dagur,
f. 2012. b) Eiríkur,
f. 1976. Kona hans
er Kolfinna Ýr
Ingólfsdóttir. Börn
þeirra eru Solveig
Rúna, f. 2003,
Borghildur Birna,
f. 2006, Hildigunn-
ur Sigrún, f. 2008
og Ingólfur Birkir,
f. 2011. c) Sigrún, f. 1985, gift
Ágústi Má Gröndal. Synir
þeirra eru Bjarni, f. 2007 og
Kristján, f. 2011. 2) Hilmar
Hilmarsson, f. 25. janúar 1955,
kvæntur Helgu Björnsdóttur,
f. 1956. Synir þeirra eru: a)
Páll, f. 1976, kvæntur Hildi
Lilliendahl. Sonur Páls og
Hönnu Guðmundsdóttur er
Hrappur Birkir, f. 2008. b)
Hilmar, f. 1977. Kona hans er
Salóme Hallfreðsdóttir. Börn
þeirra eru Hrafnhildur, f.
Tengdafaðir minn, Hilmar
Bjarnason, fæddist á Eskifirði
fyrir rúmum 96 árum og ól þar
nær allan sinn aldur. Hann byrj-
aði ungur að sækja sjóinn og fara
með byssu til að draga björg í bú
eins og þá var títt enda lífsbar-
áttan hörð í sjávarplássum á þeim
tíma. Á unglingsárum reri hann á
árabát frá Vattarnesi ásamt föður
sínum og frænda, Friðriki Jóns-
syni, og sautján ára fór hann á
sína fyrstu vetrarvertíð til Horna-
fjarðar.
Hilmar kvæntist 1. desember
1944 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Sigrúnu Sigurðardóttur sem eins
og hann er fædd og uppalin á
Eskifirði, og hafði þeirra farsæla
hjónaband varað í hartnær 69 ár
er hann lést.
Um tuttugu ára skeið gerði
Hilmar út Björgu SU 9, fyrst með
öðrum en síðan einn. Var fyrst
stýrimaður á henni en síðar skip-
stjóri. Hann var alla tíð fengsæll
og farsæll og hafði jafnan á að
skipa afbragðs mönnum. Hann
sótti sjóinn fast, var á síld fyrir
Norðurlandi á sumrum, þorsk-
veiðum á vetrarvertíðum austan-
lands og sunnan enda gjörþekkti
hann öll þau veiðarfæri og veiði-
aðferðir sem tíðkuðust við sjósókn
frá árabátaútgerð til nútímans.
Árið 1966 hætti Hilmar sjó-
mennskunni á Björgu og rak eftir
það um tíma söltunarstöð á síld-
arplaninu Eyri með Birni Krist-
jánssyni fram um 1970 þegar síld
hvarf af Íslandsmiðum.
Hilmar hafði stálminni sem
hann hélt uns yfir lauk. Hann
kunni skil á ætt sinni og sögu
hennar langt aftur svo og fjölda
annarra Eskfirðinga, þekkti sögu
byggðarlagsins öðrum betur og
lagði sig fram um að halda henni
til haga. Hann var hvatamaður að
varðveislu Gömlu búðar og Sjó-
minjasafns Austurlands og stjórn-
arformaður þess frá upphafi til
2001. Átti hann ásamt félaga sín-
um, Geir Hólm, mestan þátt í að
gera safnið jafn vel úr garði og
raun ber vitni. Þá eru þær stundir
ótaldar sem hann hefur eytt í að
safna og skrá gamlar myndir af
Eskifirði og Eskfirðingum og
bjarga þannig dýrmætum sögu-
legum heimildum frá gleymsku.
Hilmar unni landi sínu af heil-
um hug og naut margbreytileika
náttúrunnar á sjó og landi og tók
sárt þau óafturkræfu spjöll sem
unnin hafa verið á náttúru Aust-
urlands enda land og saga honum
nánast samgróin.
Hilmar var jafnlyndur og
skipti sjaldan skapi, íhugull og
flanaði ekki að neinu. Hann var
orðheldinn og traustur og gat
ekki hugsað sér að skulda neinum
neitt enda af þeirri kynslóð sem
glíma varð við harðræði krepp-
unnar, alinn upp í þeim anda að
sælla væri að gefa en þiggja. Og
fátt var honum fjær skapi en
hugsunin um hinn skammvinna
gróða.
Hilmar og Sigrún héldu heimili
allt þar til í febrúar síðastliðnum
en þá fluttust þau í dvalarheimilið
Hulduhlíð á Eskifirði.
Hilmar var ekki maður kirkju-
rækinn en trúði á það góða í
mönnunum, samvinnu og bræðra-
lag.
Alltaf var jafn gott að koma á
heimili tengdaforeldra minna,
þeirra Sigrúnar og Hilmars, í
Snæfelli þar sem kyrrðin og hlýj-
an réðu ríkjum.
Þökk sé Hilmari Bjarnasyni
fyrir öll okkar góðu kynni.
Gott er góðs að minnast.
Kristján Eiríksson.
Ellin hallar öllum leik
ættum varla að státa
hún mun alla eins og Bleik
eitt sinn falla láta
(Björg Sveinsdóttir.)
Hilmar Bjarnason fór oft með
þessa vísu síðustu árin þegar ellin
sótti að honum og þrekið þvarr.
Og nú er þessi góði maður geng-
inn, á nítugasta og sjöunda ald-
ursári. Við erum mörg sem eigum
honum gott að gjalda, fjölskylda
og vinir, ekki síst fyrir að vera
okkur svo lengi fyrirmynd um
manngæsku, hógværð og æðru-
leysi.
Við Harpa systir litum tak-
markalaust upp til hans þegar við
vorum litlar stelpur fyrir austan
og gáfum honum því til marks
tignarheitið bílapabbi. Okkur
þótti ekki bara merkilegt að hann
réði yfir kraftmiklum bíl, heldur
skynjuðum við líka hvað hann var
stór og afgerandi í sínu samfélagi.
Við vildum eiga hlutdeild í þess-
um manni sem virtust allir vegir
færir.
Hann hélt fast í höndina á mér
lítilli þegar gengið var fram á
bjargbrún við fossa og önnur
náttúruundur á Austurlandi. Og
enginn vakti mig jafn blítt til dag-
anna þegar ég fékk að vera með í
síldarævintýrinu og pækla og
salta á Eyrarplaninu.
Sumarbjört er myndin af hon-
um endilöngum á stofugólfinu í
Snæfelli þar sem hann kastaði sér
í hádeginu þegar dagarnir urðu
langir í síldinni. Þar átti hann sína
helgistundir með millibörum og
breytilegum áttum á meðan við
hin læddumst um húsið.
Ég man hann líka á planinu
fyrir endann á færibandinu þegar
verið var að salta ísaða Norður-
sjávarsíld undir haust. Hann stóð
þar allan daginn og virtist aldrei
lýjast en velti við hverjum bakk-
anum af öðrum sem upp úr bátn-
um komu.
Hilmar var mikill mannkosta-
maður sem lét sér annt um sam-
ferðafólkið og heimahagana.
Hann lagði mikið af mörkum í rit-
un byggðasögunnar Eskju, ekki
síst með söfnun og skráningu ljós-
mynda, og hefði hans ekki notið
við væri Eskifjörður svo sannar-
lega fátækari af fallegum gömlum
húsum. Það var skemmtilegt að
vera með honum á Sjóminjasafn-
inu í Gömlubúð þar sem hann átti
drjúgan hlut í hversu vel tókst til
að endurgera húsið og setja þar
upp myndarlegt safn.
En Hilmar hreykti sér aldrei,
hvorki af verkum sínum né öðru
sem hann lagði til samferðafólks-
ins og framtíðarinnar með þekk-
ingu sinni og fróðleik. Hann var
hæglátur og hlýr maður sem
skipti aldrei skapi. Hann sagði
fátt án þess að hugsa sig um og
hagaði orðum sínum þannig að
þau fengju sem mesta vigt, hvort
heldur þegar þurfti að verjast eða
berjast. Ef hann átti eitthvert lífs-
mottó var það einfaldlega að láta
sér þykja vænt um fólk og sýna
það í verki. „Það marglaunar sig“,
sagði hann einu sinni þegar hann
vildi sem oftar gefa mér góð ráð.
Saman voru þau Sigrún
frænka mín sterk. Virðing þeirra
hvort fyrir öðru og væntumþykja
alla tíð var mér mikill lærdómur.
Fyrir nokkrum árum sá ég þau
tilsýndar á götu, hún lágvaxin og
kvik í hreyfingum og hélt undir
höndina á honum grönnum, há-
vöxnum, svolítið framlútum með
sjómannakaskeitið. Þau fóru sér
hægt og höfðu stuðning hvort af
öðru – og mér fannst þá – eins og
svo oft áður – að þau saman þarna
á kvöldgöngunni væru vegvísir
um allt það fallegasta í mannlíf-
inu.
Kyrrðin er kæna
sem gamall maður
stýrir inn fjörðinn
með sædrif í grábláum augum
gleymskusnjór
sem seytlar hægt í straumspegla
tekur aldrei upp
Hafðu þökk fyrir allt og allt
góði Hilmar!
Sigrún Björnsdóttir.
Ef Íslendingar hefðu komið sér
upp akademíu viturra manna til
ráðgjafar um mikilverðustu þjóð-
mál hefði Hilmar Bjarnason skip-
stjóri átt heima í þeim hópi. Ég
átti því láni að fagna að eiga hann
að og njóta samfylgdar hans og
Sigrúnar eftirlifandi eiginkonu
hans í fjóra áratugi eystra. Þegar
leiðir okkar fyrst lágu saman á
miðjum sjöunda áratugnum var
Hilmar að mestu kominn í land
eftir langt og farsælt starf við
skipstjórn og útgerð á Eskifirði.
Þá gafst honum tími til að sinna
öðrum áhugamálum jafnframt því
sem hann miðlaði áfram af
reynslu sinni á vettvangi Fiski-
félags Íslands og deilda þess
eystra. Áhugamál okkar Hilmars
fóru saman á mörgum sviðum og
má þar nefna vörslu menningar-
minja og náttúruvernd. Hann var
brautryðjandi á þessu sviði í
heimabyggð, m.a. sem formaður í
byggðasögunefnd Eskifjarðar og
óþreytandi stuðningsmaður mágs
síns, Einars Braga, við ritun hans
á Eskju. Verndun gamalla húsa í
heimabyggð og tilkoma Sjóminja-
safnsins á Eskifirði er sprottin
upp úr sama jarðvegi í farsælu
samstarfi við Geir Hólm. Við und-
irbúning að Safnastofnun Austur-
lands nutum við leiðsagnar Hilm-
ars, m.a. að því er varðaði
verkaskiptingu safna í fjórðungn-
um. Í aðdraganda að myndun
Náttúruverndarsamtaka Austur-
lands var hann í hópi þeirra sem
komu á undirbúningsfund vorið
1970 og sendu út hvatningu til
Austfirðinga um stofnun
NAUST. Saman gengum við um
Hólmanes, þar sem Hilmar vísaði
til minja, og nokkru síðar var
svæðið friðlýst. Ótaldar eru
margar sumarferðir um fjórðung-
inn þar sem þau hjón voru með í
för. Á opnum stjórnmálafundum
sem Alþýðubandalagið boðaði
reglulega til á Eskifirði eins og í
öðrum byggðarlögum eystra var
Hilmar oftast mættur og lagði
gott til mála, með sjálfstæðar og
yfirvegaðar skoðanir, m.a. á sjáv-
arútvegsmálum og um nýtingu
landhelginnar. Allir máttu vita
hvar hjarta hans sló þegar kom að
því að varðveita og treysta full-
veldi Íslands og yfirráð yfir auð-
lindum þess til lands og sjávar. Á
tvísýnum tímum er hollt að halda
á lofti minningu þeirrar kynslóðar
sem ruddi brautina. Í þeim hópi
var Hilmar Bjarnason í fremstu
röð.
Hjörleifur Guttormsson.
Hilmar Bjarnason
✝ GuðbrandurKristjánsson
frá Hólum í Helga-
fellssveit, fæddist
7. mars 1943 í
Stykkishólmi, lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 26. júlí.
Foreldrar hans
voru Kristján
Sveinsson, f. 1908,
d. 1962 og Jóhanna
Þórunn Þorsteins-
dóttir, f. 1913, d. 1998. Guð-
brandur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Halldóru Krist-
insdóttur, 22. nóvember 1969 á
Búrfelli í Grímsnesi. Börn
þeirra eru: 1. Kristinn Helgi,
fæddur 7. október 1969, sam-
býliskona hans er Steindóra
Steinsdóttir, fædd
3. mars 1972. Stein-
dóra á tvö börn úr
fyrra sambandi,
Daníel Hjörvar, f.
1998 og Maríu Mist,
f. 2001. 2. Bryndís,
fædd 26. janúar
1972, sambýlis-
maður hennar er
Ingimundur Kára-
son, fæddur 5. febr-
úar 1973. Börn
þeirra eru Birta Rún, f. 1999,
Orri Freyr, f. 2002, og Halldóra
Björt, f. 2008. Fyrir átti Ingi-
mundur Ísak Mána, f. 1998. 3.
Kristján, fæddur 16. febrúar
1977, sambýliskona hans er Íris
Ósk Jóhannsdóttir, fædd 18. maí
1983. Börn þeirra eru Aron
Freyr, f. 2009 og Rebekka
María, f. 2011. Guðbrandur var
fimmti í röð sjö systkina. 1.
Stúlka fædd andvana 1935 2.
Sveinn Geir, f. 1937, d. 1986. 3.
Þóra Guðrún, f. 1939, d. 1971. 4.
Helgi Már, f. 1941, d. 2003. 5.
Guðbrandur, f. 1943, d. 2013 6.
Stúlka fædd andvana 1950. 7.
Stúlka fædd 1954, lést 1954.
Guðbrandur ólst upp í Hólum í
Helgafellsveit til ársins 1958
þegar fjölskyldan flutti til Kefla-
víkur. Guðbrandur vann ýmis
verkamannastörf í landi og við
sjómennsku fyrstu árin í Kefla-
vík. 1970 hóf hann störf sem
sjálfstætt starfandi vörubílstjóri
á Vörubílastöð Keflavíkur, en
seinni hluta stafsævinnar starf-
aði hann sem vaktmaður í olíu-
stöðinni í Helguvík og síðan sem
starfsmaður í Holtaskóla. Árið
2005 lét Guðbrandur af störfum
vegna veikinda.
Útför Guðbrandar fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag, 1.
ágúst 2013, og hefst athöfnin kl.
14.
Í dag kveðjum við föður okk-
ar. Það er margs að minnast
fyrir okkur systkinin þegar hug-
urinn er látinn reika aftur í tím-
ann. Samvera fjölskyldunnar,
sveitaferðirnar í Miðengi, ferð-
irnar vestur á Snæfellsnes svo
eitthvað sé nefnt.
Pabbi var sérstaklega vinnu-
samur og ósérhlífinn í alla staði.
Alltaf var hann tilbúinn að rétta
öllum hjálparhönd. Fjölskyldan
var alltaf í fyrsta sæti hjá hon-
um og hélt hann vel utan um
hana.
Draumur pabba var alltaf sá
að geta notið lífsins í þægilegri
og ljúfri elli. Hann hafði oft orð
á því hve gaman væri að getað
ferðast um landið, verið í sum-
arbústaðnum með fjölskyldunni
og ferðast erlendis. En það ræt-
ast ekki allir draumar.
Veikindi settu svip á líf pabba
seinustu árin, pabbi sem alltaf
hafði verið hraustur og aldrei
kveinkað sér þurfti þá að berj-
ast við erfið veikindi. Framtíð-
aráform um ljúfa elli, ferðalög
og góðar þægilegar stundir í
sumarbústaðnum hurfu jafnt og
þétt.
Við erum þakklát fyrir það
veganesti sem pabbi færði okk-
ur inn í lífið, dugnaður, sam-
viskusemi, snyrtimennska og
góðmennska eru gildi sem pabbi
lifði eftir. Seinustu ár hvatti
pabbi okkur endalaust að huga
að heilsufari okkar, fara varlega
og njóta lífsins. Enda ekkert
gefið í þeim efnum.
Síðustu mínúturnar okkar
með pabba báru þess glögg
merki að hann er nú kominn á
góðan stað sem hann þráði að
fara á, slíkur var friðurinn og
róin á svipbrigðum hans. Við er-
um sannfærð um að nú er hann
sáttur í faðmi foreldra sinna og
systkina, sem hann saknaði svo
sárt alla tíð.
Hvíldu í friði elsku pabbi, við
munum sakna þín.
Kristinn, Bryndís
og Kristján.
Elsku afi minn, nú ertu farinn
frá okkur, ég sakna þín rosalega
mikið. Því verður seint gleymt
þegar ég var minni og þú sóttir
mig í leikskólann og fórst með
mig á sundæfingu. Eftir hverja
einustu sundæfingu fórstu svo
með mig í bakaríið og keyptum
við okkur alltaf eitthvað góm-
sætt. Oft fórum við svo saman í
Samkaup og Olís. Þar keyptum
við okkur nammi og ís enda
varstu mikill ískarl. Mamma var
aldrei ánægð með allar þessar
ferðir í nammi- og ísbúðir en
þér var alveg sama og þú gerðir
bara það sem þú vildir með mér.
Oft á sumrin fórum við og amma
saman í sveitina og á leiðinni
þangað þurftum við svo að
stoppa í fjölmörgum búðum til
að kaupa inn nammi og annað
gott fyrir þessa sveitaferð. Oft
kom það nú fyrir að við földum
nammið fyrir ömmu og öllum
hinum svo við gætum borðað
það saman, bara við tvö. Ég get
ekki lýst ánægju minni yfir því
að þú fékkst að sjá mig fermast
núna í vor. Ég er líka óend-
anlega þakklát fyrir að ég kom
til landsins í tæka tíð og gat
kvatt þig. Hvíldu í friði elsku afi
minn, ég mun ávalt elska þig.
Þín
Birta Rún.
Guðbrandur
Kristjánsson
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK SIGFINNSSON,
lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn
28. júlí.
Útförin fer fram föstudaginn 2. ágúst frá
Víðistaðakirkju kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið eða Hjartavernd.
Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN H. KVARAN,
Kleifarvegi 1,
lést laugardaginn 27. júlí á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 9. ágúst kl. 13.00.
Karítas Kvaran, Baldur Guðlaugsson,
Gunnar E. Kvaran, Snæfríður Þ. Egilson,
Einar G. Kvaran, Tinna Grétarsdóttir,
Ólafur Hrafnkell Baldursson, Charlotte Gerd Hannibal,
Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir,
Þórhildur Baldursdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Faðir minn,
THEODÓR NÓASON,
lést föstudaginn 5. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Gunnar Theodórsson.