Morgunblaðið - 01.08.2013, Side 28

Morgunblaðið - 01.08.2013, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 ✝ Kristín Tóm-asdóttir fædd- ist á Akureyri 14. nóvember 1924. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 25. júlí 2013. Hún var dóttir hjónanna Marg- rjetar Þórðardótt- ur húsmóður og Tómasar Björns- sonar, kaupmanns á Akureyri. Bróðir Kristínar er Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, f. 26. maí 1928, kona hans er Stefanía María Pétursdóttir, f. 16. ágúst 1931. 24. desember 1952 giftist hún Árna Árnasyni, framkvæmdastjóra frá Vopnafirði, f. 26. nóvember 1924, d. 26. mars 2002. Þau bjuggu lengst af á Akureyri og síðan í Mosfellsbæ. Síðustu árin áður en Kristín fluttist á Skjól bjó hún í Hraunbæ 103 í Reykjavík. Börn Kristínar og Árna eru 1) Mar- grét, f. 8. júlí 1950, börn hennar eru Guðmundur Árni Þórisson, f. 19. júlí 1974, Sigurður Tómas Þórisson, f. 11. apríl 1977 og Kristín Ása Þórisdóttir, f. 19. september 1987. 2) Árni, f. 21. september 1953, kona hans er Birna Sveinsdóttir, f. 29. maí, 1951, dætur þeirra eru Guðríður Sigurðardóttir, f. 12. desember 1970, Þórunn Árnadóttir, 24. nóvember 1982 og Elísabet Aa- got Árnadóttir, f. 17. apríl 1988. 3) Auður, f. 17. ágúst 1954, í sambúð með Gunnari B.Þ. Gunnarssyni, f. 23. ágúst 1969, dætur hennar eru Vigdís Kristín Ebenezersdóttir, f. 16. desem- ber 1975 og Eva Þórdís Ebene- zersdóttir, f. 5. janúar 1982. 4) Anna Þórdís, f. 29. júlí 1961, maður hennar er Leif Joh- ansson, f. 13. apríl 1954, börn þeirra eru Tómas Árni Joh- ansson, f. 31. mars 1993 og Elín Auður Johansson, f. 7. ágúst 1996. Útför Kristínar verður gerð frá Áskirkju 1. ágúst 2013 og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Kristín amma er nú farin til afa. Þegar ég var lítil var mikið sport að fá að gista á Akureyri hjá ömmu og afa í sumarfríinu, yfirleitt í 1-2 vikur í senn, án for- eldra. Sá tími var mér mjög dýr- mætur því þar náði ég að kynn- ast ömmu og afa mjög vel. Í hverfinu mínu í Reykjavík var erfitt að láta sér leiðast, nánast í hverju húsi voru leikfélagar og ótal leikjanámskeið í boði og sumrin því sjaldan dauður tími. Mér fannst það góð tilbreyting að vera í rólegheitunum hjá ömmu og afa á Akureyri, að fá að vera með þeim og kynnast þeim. Amma mín fór líka oft með mér í föndurbúðina þar sem hún keypti fyrir mig ýmsa liti, fímóleir og dót til skartgripa- gerðar. Með fullan poka af fönd- urdóti fórum við svo í ísbúðina og ræddum saman um daginn og veginn. Ég man að ég var svo yndislega sæl með þetta allt saman, enda vógu bæði ís og föndur ansi þungt á hamingju- voginni hjá mér þá – og gerir það enn. Svo hófst framleiðslan. Amma stóð í ströngu við að baka fleiri, fleiri plötur af fímóleir-fígúrum fyrir mig á milli þess sem hún hjálpaði mér að mála silkiklúta eða bara sat við eldhúsborðið og fylgdist með mér föndra hitt og þetta úr pappír. Amma var mjög flink að mála og teikna en gerði lítið af því á seinni árum og var alveg ofboðslega hógvær og feimin með sína færni. Ég man í eitt skiptið þá sátum við við eld- húsborðið eins og svo oft áður og amma hafði lánað mér voðalega fína liti sem hún gróf upp ein- hvers staðar. Hún krotaði eitt- hvert blóm á blaðið, rétt eins og ekkert væri, og ég varð agndofa yfir því hvað amma væri flink. Henni fannst þetta nú ekkert merkilegt, en ég man að ég sá það á henni hvað henni fannst nú samt ofsalega gaman að fá hrós. Amma kenndi mér líka að baka pönnukökur. Svona alvöru, örþunnar pönnukökur og að fleygja þeim upp í loftið til að snúa þeim við. Það var mikið fjör og ég upplifði þetta nánast eins og ég væri að læra ein- hverja sirkuslist. Svo hámaði ég í mig nánast allan staflann, því þær voru það besta sem ég gat fengið. Upprúllaðar með sykri, að sjálfsögðu. Seinna eftir að ég var orðin fullorðin fór ég í heimsókn til hennar og bað hana um að kenna mér að prjóna, enda amma algjör prjónameistari. Ég flutti svo reyndar til útlanda skömmu seinna svo við komumst því miður ekki langt með prjóna- skapinn, en hún minntist á prjónana lengi vel eftir það þeg- ar ég kom í heimsókn, þrátt fyr- ir að heilsa og hugur væru ekki í alveg nógu góðu formi til prjóna- kennslu. Elsku amma mín var lista- maður. Hún kenndi mér svo margt og mikið og ég átti afar dýrmætar og góðar stundir með henni. Ég mun sakna hennar sárt. Þórunn Árnadóttir. Fyrir ansi mörgum árum tók amma af mér loforð: að skrifa ekki minningargrein um hana sem væri full af mat. Bollur, snúðar, kjötbollur, gratín, ran- dalín, ananasbúðingur, jólaís, kransakaka eða annað matar- kyns verður því ekki til umræðu hér. Ég ætla hinsvegar að draga upp minningu sem er mér kær. Minningu sem segir margt um hvers megnug amma var í að skapa dásamleg hversdagsleg augnablik og tengja þau svo við efnislega hluti sem styrkja minningarnar og gera þær skýr- ar og stöðugar í hjartanu. Þegar ég var sjö ára, ein í heimsókn hjá ömmu og afa, dró amma fallegt stell innan úr skáp og sýndi mér. Þetta var ekkert venjulegt stell, það var henni einstaklega kært og hafði fylgt henni alla tíð og aðeins dregið fram við hátíðleg tækifæri. Þetta var nefnilega alvöru stell úr postulíni með myndum af börn- um við leik og störf, hver bolli með sinni mynd, smár og fín- gerður svo hann fellur fullkom- lega að barnshendinni og um leið er hann of lítill fyrir fullorð- inshendur. Þetta var dúkkustell sem ömmu hafði verið gefið þeg- ar hún var sex ára stelpuskotta, litlu yngri en barnabarnið sem hlustaði í andakt og handlék hvern hlut eins og dýrmætt gull- ið sem það sannarlega var, á meðan hún sagði frá. Svo stakk amma uppá að við hituðum súkkulaði og notuðum stellið til að halda okkar eigið súkku- laðiboð, ég varð enn uppnumdari við tillöguna og trúði því varla að það mætti nota svona fínt í al- vörunni. Súkkulaðið var hitað og lagt á borð. Sjáðu fyrir þér hornglugg- ann í stofunni á Eyrarlandsveg- inum, útsýnið yfir Pollinn, yfir í heiði, niður að kirkju, yfir bæinn og út fjörðinn. Fyrir innan gluggann er fallega þunga stein- borðið, sem var alltaf uppspretta ímyndunarafls og leikja, og við það tveir af útsaumuðu rauðu armstólunum. Við borðið sitjum við, amman og dótturdóttirin, og fyrir framan okkur er fagurlega lagt á borðið: súkkulaðikanna, bollar á undirskálum, mjólkur- kanna og sykurkar sem í eru Smarties-nammikúlur. Það er létt yfir okkur og spjallað um heima og geima á meðan súkku- laðið er drukkið. Á sama tíma er helgi yfir þessu súkkulaðiboði, enda minningin um það sterk. Þarna átti sér stað lítil hátíð í miðjum hversdeginum, hátíð sem var bara fyrir okkur tvær. Svo lauk hátíðinni, stellið þvegið og því pakkað niður á ný. Augnablikið var liðið en minn- ingin orðin til. Næst þegar ég átti afmæli var þetta allra dýr- mætasta stell í pakkanum mín- um frá ömmu og afa. Hún kunni svo sannarlega að gleðja barna- barnið í augnablikinu og sniðug að lesa í viðbrögðin, hún þekkti sína því gjöfin var mér kærari en orð fá lýst. Stellið er varð- veitt, jafn fallegt, heilt og dýr- mætt og það var þegar amma var sex ára og ég átta ára. Það var akkeri minninga ömmu og það er akkeri minninga minna. Alla tíð síðan áttum við þessa minningu, næstum eins og leyndarmál. Hún var skemmti- lega lúmsk og sniðug hún amma mín og minning hennar lifir í hversdeginum mínum. Eva Þórdís Ebenezersdóttir. Í dag kveðjum við Kristínu mágkonu, hún var góður hlekkur í okkar stóru fjölskyldu. Ég átti margar gleðistundir með henni, fyrst á búskaparárum þeirra Árna á Akureyri. Tjaldað var í garðinum, fyrst á Hamarsstíg og síðar á Gilsbakkarvegi. Þar komst sonur minn fyrst í snert- ingu við blásturshljóðfæri sem hafði mikil áhrif á hann. Við fór- um með krakkana í Ljósavatns- skarð þar sem við sváfum öll á flatsæng í hálfsmíðuðum sum- arbústað og síðar vöktum við saman vornótt í Grímsnesi, það voru indælar samverustundir. Erlendis var fagnað á Spáni, glasi lyft á útskriftardegi einka- sonarins sem stúdents. Þar fór- um við líka í „asnaferð“ í fjöllin og allt var það skemmtilegt. Þau hjónin voru bæði höfðingjar heim að sækja og héldu stór fjöl- skylduboð, þau létu sig ekki muna um að koma frá Akureyri suður til okkar með veisluborðið. Eftir lát Árna fór ég með Stínu til Svíþjóðar, þar höfðu þau hjónin búið sér fallegt heim- ili sem þeim auðnaðist ekki að njóta því Árni kvaddi allt of fljótt. Við áttum góða daga þarna í nágrenni við Önnu dótt- ur þeirra sem dekraði við okkur. Þetta vildi ég allt þakka á kveðjustund. Hvíldu í friði, elsku Stína og Guð blessi þig. Valborg Árnadóttir. Það er gaman að eiga nöfnu. Kristín Tómasdóttir var föður- systir mín, frænkan sem átti heima á Akureyri og gaman var að heimsækja. Mér fannst spennandi sem lítilli stúlku að fara norður en ennþá skemmti- legra að fá að þekkja Kristínu sem fullorðin. Við áttum góðar stundir saman og gaman að tala við hana um allt frá prjónaskap til ferðalaga innanlands sem ut- an. Spjalla um æsku þeirra pabba, ferðir í berjamó, lautar- túra og um ömmu Margéti. Kristín hafði góða nærveru og var svo fín dama. Hún bjó yfir kímnigáfu og stutt í fallegt bros- ið. Síðasta samverustund okkar var á Landspítalanum í vor. Ég kvaddi hana, sneri mér við í hurðinni til að vinka henni og þá sendi hún mér einlægt og bjart bros sem fylgir mér áfram. Takk fyrir samfylgdina, hlýju og væntumþykju elsku Kristín frænka – hvíl í friði. Kristín Anna. Kristín Tómasdóttir ✝ Theódór Magn-ússon fæddist 30. janúar 1929 í Innri Fagradal í Dalasýslu. Hann lést 26. júlí 2013. Theó- dór var sonur hjónanna Aðalheið- ar Loftsdóttur, f. 16.5. 1910, í Asp- arvík, d. 25.6. 2002, og Magnúsar Sig- valda Guðjónssonar, f. 5.7. 1894, í Sunnudal í Stranda- sýslu. Systkinin voru 13 og Theó- dór var elstur, síðan Gróa, f. 1930. Loftur, f. 1931. Guðjón, f. 1932. Þuríður, f. 1934, d. 16.1. 1968. Þórólfur, f. 1935. Ólafur, f. 1936, d. 11.7. 2013. Ingibjörg Magnea, f. 1938. Z. Einar, f. 1939. Jón Anton, f. 1939. Anna Valgerður, f. 1946, Ásbjörn, f. 1948, og síðust Gíslína Guðbjörg, f. 1953. Fyrstu árin bjuggu þau í Innri Fagradal og síðan í Miklagarði þar til fjölskyldan flutti í Hrappsey á Breiða- firði 1940. Bjuggu þau þar í fimm ár og fluttu síðan að Innra Ósi í Steingrímsfirði. Þá fór Theódór að stunda sjóinn og vann hann við sjó- mennsku mestan hluta ævi sinnar. Hann bjó í nokk- ur ár í Kópavogi og flutti síðan að Drangsnesi 1983 og bjó þar með- an heilsan leyfði. Síðustu ár hans dvaldi hann á Heilsustofnun Hólmavíkur. Útför Theódórs fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 1. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl 13. Jarðsett verður frá Drangs- neskirkjugarði. Teddi að öllu sínu bjó með elju og stakri prýði ef hann ekki sá á sjó sótti að honum kvíði. Föðurland vort hálf er hafið hamrar víkur ægi vafið. Eyjan fagra þín og mín morgunsólar ljósatrafið lífgar sjó og blóma blaðið allt þá grær er sólin skín. Hálf öld á höfum úti hélt um stýri stundum stúti störfin mat hann ætíð mest. Þó sérhver sinni löngun lúti hann létt fór að rétta út sjóðakúti höndum tók hann til við flest. (G.M.) Teddi bróðir verður borinn til grafar í dag. Hann var fæddur 30. janúar 1929 í Innri Fagradal á Dalasýslu, hann var elstur af okkur 13 systkinunum. Ungur var hann liðtækur til allra starfa, vandist allri sveitavinnu. Eftir fermingu fór hann oft á sjóinn með Pétri Einarssyni, þekktum sjómanni á Breiðafirði, þá áttum við heima í Hrappsey. Vorið 1945 fluttist fjölskyldan að Innra Ósi í Strandasýslu, þá var Teddi send- ur á undan okkur hinum til að sinna verkum þar. Fyrstu árin á Innra Ósi var hann heima og vann við búskapinn en uppúr 17 ára aldri fór hann að stunda sjó- mennsku, fyrst á Hólmavík og síðan margar vertíðir suður með sjó, eins og sagt var. Mörg ár var hann á millilandaskipum og sigldi þá um öll heimsins höf, hann var alltaf eftirsóttur sjómaður. Gunnar Guðmundsson skipstjóri á Hólmavík sagði hann vera með bestu sjómönnum sem hann hefði haft. Teddi var stór maður og sterkur og lá ekki á liði sínu ef á þurfti að halda. Síðustu árin gerði hann út bát frá Drangsnesi, Sundhana, ásamt Ásbirni bróður okkar og fórst það vel. Þegar ald- urinn færðist yfir dró hann sig í hlé, hann bjó á Drangsnesi í mörg ár, hann byggði sér hús sem hann bjó í, þar til heilsan bil- aði. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu á Hólmavík þar til yfir lauk, það átti illa við hann að vera verklaus og geta ekki tekið til hendinni, dagarnir urðu langir. Við þökk- um fyrir líf hans, störf og um- hyggju alla. Það hvarflar í hug mér lítið ljóð ég les það við hvíluna þína. Því þú varst hetja svo sönn og góð það háleita vildirðu sýna. Þú trúðir á lífið, land og þjóð og ljós sem í myrkrinu skína. (Snorri frá Geitafelli) Hann hvíli í friði. Guðjón Magnússon. Í dag kveðjum við kæran bróð- ur, Theódór, sem lést 26. júlí á Heilbrigðisstofnuninni á Hólma- vik . Theódór var elstur af okkur systkinunum, við vorum þrettán og nú erum við orðin tíu eftir. Margs er að minnast þegar ég hugsa um Tedda en svo var hann alltaf kallaður. Með fyrstu minn- ingunum um hann var þegar hann fermdist en þá áttum við heima í Hrappsey á Breiðafirði. Þá fóru mamma, pabbi og elstu systkinin okkar yfir að Dagverð- arnesi. Við fimm yngstu vorum eftir hjá gamalli konu sem pass- aði okkur. Þá kom svo vont veður að þau urðu veðurteppt í 3 til 4 daga, en allt fór þetta á besta veg og Teddi fermdist. Teddi var mikill sjómaður, byrjaði snemma á sjó með Pétri Einarssyni í Hrappsey. Eftir að við fluttumst að Innra-Ósi 1945 byrjaði hann að róa frá Hólmavík á línubátum og síðan fór hann á vertíð. Hann var margar vertíðir með Gunnari Guðmundssyni á Sæljóninu og Hrólfi syni Gunnars. Þá var hann í siglingum á Dísarfellinu og Hamrafellinu. Eftir að hann flutti á Drangsnes um 1983 var hann með mér í útgerð og síðan með Bjössa bróður. Við systkinin litum mjög mikið upp til stóra bróður og engum duldist að hann var hægri hönd pabba og mömmu og hjálpaði þeim mikið að færa björg í bú. Til dæmis man ég eftir því þegar hann fór að sækja eplin til Hólmavíkur á aðfangadag og þegar hann kom heim með sköt- una í vertíðarlok. Hann var stór og sterkur maður. Síðustu árin var hann á Heilbrigðisstofnun- inni á Hólmavík og viljum við þakka starfsfólkinu fyrir góða umönnum. Við þökkum þér Teddi fyrir allan þann tíma sem við fengum að njóta með þér. Hvíl í friði. Jón bróðir og Auður. Föðurbróðir okkar, Teddi, er dáinn og viljum við systkinin kveðja hann með nokkrum línum. Teddi var góður maður og sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann og eins og ævinlega þá lík- ar öllum vel við þannig menn. Teddi frændi var stór og sterkur sjómaður og eftirminnilegt hversu stórar og þykkar hend- urnar og fingurnir voru, enda voru þar hendur sem þurftu frá barnæsku að taka á því. Oft heyrði maður tröllasögur af Tedda, þar sem hann beitti afl- smunum í baráttu sinni á sjó, við net og línu og hafði ætíð betur. Teddi hafði líka ferðast mikið um heiminn bæði sem sjómaður og ferðamaður og sagði hann okkur að hann hefði ekki tölu á því hversu mörg lönd hann hefði heimsótt. Á unglingsárunum okkar þótti það síðan merki um dug að geta blandað vodkað jafn sterkt og Teddi, enda var slíkt þá kallað að fá sér Teddara. Þó Teddi frændi hafi verið stór og sterkur, þá átti hann sínar mjúku hliðar. Sem dæmi þá varð hann mjög feginn þegar hann heyrði að strákurinn hér í hópi undirrit- aðra var að stofna fjölskyldu, því ekki sá hann mikla framtíð eða gleði í því að vera einn alla ævi eins og hann var. Við eigum líka góðar minningar af því þegar hann var hjá okkur á aðfanga- dagskvöldum á Holtagötu 3 það var svo gaman að hafa hann. Blessuð sé minning þín elsku frændi. Bylgju sogar súgurinn, silfruð togar gára, kletta logar kvöldroðinn, kyssir voga, bára. Himnarjáfur hristir brá, hljóðnar mávakvakið, dropar skrjáfa, detta á, doppótt sjávarlakið. (HBJ) Anna Heiða, Höskuldur Búi, Elísabet Snædís og Unnur Sædís. Theódór Magnússon ✝ Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra HALLGRÍMS SÆMUNDSSONAR kennara, Goðatúni 10, Garðabæ. Lovísa Óskarsdóttir og fjölskylda. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför BRYNJU BJARGAR BRAGADÓTTUR, Tjarnarmýri 13, Seltjarnarnesi, sem lést miðvikudaginn 10. júlí. Ragnar Imsland, Ómar Logi Imsland, Birgir Imsland, Arnar Imsland, Alexandra Unudóttir, Sigurlaug Sveinsdóttir, Bragi Þ. Sigurðsson, Styrmir Bragason, Halla Helgadóttir, Margrét Bragadóttir, Karl Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.