Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 30

Morgunblaðið - 01.08.2013, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Ég ætla að fá fjölskylduna í smákaffiboð í hádeginu og síðanætla ég að fara út að borða um kvöldið með Richard og vin-um á Ítalíu,“ segir Bára Ragnhildardóttir sem fagnar í dag 26 ára afmælinu sínu, en hún er ráðgjafi hjá Motus. Hún stefnir í meistaranám í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík í haust. Richard Ottó O’Brien er kærasti Báru og mun eflaust einnig koma henni á óvart í morgunsárið. Hún segist vera lúmskt mikið afmælisbarn sem hefur haldið upp á afmælið sitt nánast á hverju ári fyrir nánustu fjölskyldu og vini. „Ég óska mér hleðslutæki fyrir iphone símann minn,“ segir Bára, sem segist gera litlar kröfur um afmælisgjafir að þessu sinni. En hún lenti í því leiðinlega atviki að hlutum úr íbúð hennar var rænt fyrir stuttu og þar á meðal hleðslutækinu. Bára segir að stórafmælið hennar í fyrra hafi verið einn eft- irminnilegasti afmælisdagurinn hennar, en þá komu bestu vinkonur hennar í mat og drykk og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi. „Af- mælið mitt er alltaf fyrir verslunarmannahelgi, svo það er alltaf góð stemning í fólki,“ segir Bára, en stundum ber afmælisdaginn upp á helgina sjálfa. „Ég þoldi ekki þegar það gerðist þegar ég var lítil, en ég er búin að sætta mig við það núna.“ Bára hyggst eyða versl- unarmannahelginni í Reykjavík. aslaug@mbl.is Bára Ragnhildardóttir er 26 ára í dag Drangsnes Bára og Richard hafa ferðast um landið í sumar. Þau fóru í útilegu á Hólmavík fyrir stuttu og kíktu í sjópottana í Drangsnesi. Gerir litlar kröfur að þessu sinni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Þorsteinn Gísli Jónsson, Sigurður Kári Jónsson, Benjamín Ragn- arsson og Ragna Kamilla Ragnars- dóttir héldu tom- bólu fyrir utan 10- 11 í Grímsbæ. Þau söfnuðu 8.926 kr. sem þau færðu Rauða krossinum. Rögnu vantar á myndina. Hlutavelta Borgarnes Guðný Líneik fæddist 23. nóvember kl. 14.17. Hún vó 3.695 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Heiðdís Rós Svavarsdóttir og Guðjón Magnússon. Nýir borgarar Reykjavík Hugrún Anna fæddist 27. maí kl. 16. Hún vó 4.218 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Hildur Margrét Nielsen og Guðni Stein- arsson. G uðrún fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði: „Fyrstu árin mín bjuggum við í kjallaranum hjá ömmu og afa í Skála á Seltjarnarnesi sem þá var dásamlega falleg sveit. Ég man enn eftir túnunum, heysátunum, fjörunni, veiðiferðum í Hrólfs- skálavörina og sjósundi á sól- björtum sumardögum. Þetta voru yndisleg æskuár. Eftir stutta dvöl í Smáíbúða- hverfinu lá leiðin í Hafnarfjörð, þar sem ég eignaðist æsku- vinkonur fyrir lífstíð. Ég var svo 17 ára er við fluttum aftur á Sel- tjarnarnesið en síðan hef ég átt þar heima og í Vesturbænum.“ Guðrún Kristjánsdóttir, blaða- og búðarkona – 50 ára Vinkonur á Kaffi París Frá vinstri: Stefanía Ægisdóttir sálfræðingur; Hrafnhildur Þórðardóttir rekstrarstjóri; Guðrún Gísladóttir verslunarkona; Hildur Kristjánsdóttir kennari, afmælisbarnið og Ellý Steinsdóttir, flugfreyja og leiðsögumaður. Á myndina vantar Steinunni Hjálmtýsdóttur flugfreyju sem var upptekin þennan dag. Í blaðamennsku, lífs- speki og heilsufræði Kaupmaðurinn Guðrún í „heilsuhofi“ Systrafélagsins sem er í eigu hennar og Jóhönnu, systur hennar. Dermicore® Bylting í lífrænum sólarkremum brokkoli.is Inniheldur leynivopnið í brokkolí - sulforaphane ...efnið sem virkjar húðfrumurnar! Rannsóknir sýna að sulforaphane úr brokkolí virkjar húðfrumurnar til framleiðslu náttúrulegra andoxunarefna - það er ein áhrifamesta og langvirkasta leiðin til að verjast ótímabærri öldrun húðarinnar og stuðla að endurnýjun hennar. Dermicore er háþróuð húðvörulína frá sænska fyrirtækinu THE BROCCOLI, Lífrænar - Ekki erfðabreyttat – Engin rotvarnarefni (Engin parapen), Engin jarðolía - Húðsjúkdóma-og ofnæmisprófaðar, Pre Tan Creme a Undirbýr húðina fyrir útfjólubláa geisla sólarinnar. a Stuðlar að hraðari og jafnari sólbrúnku. Inniheldur andoxunarefni og sulforaphane sem verst sindurefnum og merkjum öldrunar. Sólarvörn (SPF 6 og 15) Tvöföld vörn, bæði gegn UVB og UVA geislum. Sérvirk innihaldsefni sem vernda húðina gegn hrukkum og ótímabærri öldrun. Inniheldur „Shea Butter“ og E-vítamín fyrir styrkjandi og rakagefandi áhrif. After Sun Creme Verst sólbruna, roða og flögnun – fyrir fallega brúnku sem endist lengur. Hjálpar að endurnýja raka- og salt jafnvægi húðarinnar. Meðal sérvalinna innihaldsefnia eru: • Aloe Vera – fyrir græðandi áhrif. • Agúrka, Chamomile og Menthol – fyrir kælandi og róandi áhrif. • Avókadó olía, Pro-vítamín B5 og E-vítamín fyrir rakagefandi áhrif. SÓLARVÖRURNAR FRÁ DERMICORE FÁST HJÁ: a a a a a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.