Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 34
– –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám í haust. Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Pöntunartími Auglýsinga: Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. ágúst Skólar & námskeið Þann 16. ágúst gefur Morgun- blaðið út sérblað um skóla og námskeið SÉRBLAÐ Fjaran Svandís sækir í fjöruna til að slaka á og semja ljóðin sín. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Allir þurfa sitt afdrep til að skipu- leggja hugsanir sínar og safna krafti til að takast á við hverfulan veru- leikann. Fjaran er griðastaður ljóð- skáldsins Svandísar Ívarsdóttur en þangað leitar hún til að semja og fullmóta ljóð sín sem hún færir okk- ur nú í fyrstu ljóðabók sinni, Skrifað í sandinn. Ljóðunum hefur Svandís ort og safnað saman um nokkurt skeið og er elsta ljóð bókarinnar, Lífsins ljós, tileinkað fæðingu dóttur hennar. Önnur ljóð hafa komið eitt og eitt til hennar og við ákveðin tækifæri að hennar eigin sögn. „Ljóðið Líf samdi ég þegar tengdamóðir mín kvaddi þennan heim og er það eitt þeirra ljóða sem ég hef samið við ákveðinn viðburð í lífinu. Síðan koma þau upp í hugann eitt og eitt,“ segir Svandís. Skrifar ljóðin sín í sandinn Andagiftin kemur til fólks á ólík- legustu stöðum. Meðan sumir þurfa næði hjálpar kliður hversdagsleik- ans öðrum að semja og setja niður hugsanir sínar. Svandís sækir í margbreytileika fjörunnar, sem sjórinn og vindar hafa mótað og eru enn að móta, til að sækja sér efnivið í ljóð sín og fullmóta þau. „Í fjörunni líður mér vel, ég sótti hana töluvert sem barn með fjölskyldu minni og á góðar minningar af fjöruferðum. Fjaran róar hugann og gefur mér skýra sýn á verkefni sem eru fyrir höndum og hún veitir mér styrk og vellíðan til að takast á við það sem framundan er á hverri stundu,“ seg- ir Svandís og má því með sanni segja að hún skrifi ljóð sín í sandinn. Eitt þeirra ljóða sem er Svandísi hjartfólgnast fullmótaðist hjá henni í fjörunni á Seltjarnarnesi úti við Gróttu en það heitir Hamingjufræ. „Ljóðið lýsir augnablikinu og stund- inni hér og nú þegar ég geng um fjöruna.“ Ljóðið hljómar svo: Ljóstillífun minna óútsprungnu fræja sem innra með mér dvelja hve kært væri að finna kjarna þeirra og velja þeim stað á meðal hinna. Tileinkar bókina móður sinni Svandís sótti námskeið hjá Ragn- ari Inga Aðalsteinssyni hjá Náms- flokkum Hafnarfjarðar og námskeið hjá Önnu Heiðu Pálsdóttur hjá Endurmenntun Háskóla Íslands en það var henni hvatning til að halda áfram að skrifa og gefa út eigið efni. „Námskeiðið hjá Ragnari hét Bragfræðinámskeið – Lærum að yrkja rétt og þar fór hann yfir grunnatriði hefðbundinnar brag- fræði, hrynjanda, braglínumynd, ljóðstafi o.fl. Námskeið Önnu var hins vegar kennsla í að finna neista í nýja bók, þ.e. kenna ritlistina en bæði námskeiðin voru hvatning að halda áfram að skapa skrif.“ Í kjölfar námskeiðanna tók Svan- dís ákvörðun um að færa móður sinni ljóðabók í áttræðis afmælisgjöf og tileinka henni bókina. „Ég setti mér það markmið að ljúka ljóðabók- inni fyrir afmæli móður minnar og gefa henni í afmælisgjöf.“ Á sinn griða- stað í fjörunni  Fyrsta ljóðabók Svandísar Ívarsdóttur kom út á þessu ári Ljóðalestur Svandís las úr ljóðabók sinni á þjóðhátíðardaginn og klæddi sig að sjálfsögðu upp í tilefni dagsins og áritaði bók sína fyrir áhugasama. 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Djasstríóið Ungút heldur auka- tónleika í tónleikasalnum Hljóðbergi í Hannesarholti í kvöld klukkan 20. Flutt verður efni af nýútkominni plötu tríósins, Blástjörnunni. Um er að ræða íslensk þjóðlög í útsetningu og flutningi djasspíanistans Peters Arnesen. Peter á að baki langan og farsæl- an feril og hefur m.a. spilað með Ian Hunter, Mick Ronson og verið með- limur hljómsveitanna The Hollies og Rubettes svo fátt sé nefnt. Rósa Kristín Baldursdóttir syngur en hún var einn af meðlimum Tjarn- arkvartettsins en gegnir í dag kenn- arastöðu í óperusöng við tónlist- arháskólann Mozarteum í Salzburg. Með þeim leikur Einar Sigurðsson á kontrabassa en hann leikur einnig með South River Band. Hljómsveit Djasstríóið Ungút. Djasstríóið Ungút verður með auka- tónleika í Hannesarholti í kvöld Leikkonan Eileen Brennan, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í gam- anmyndinni Private Benjamin, lést á sunnudaginn 80 ára að aldri. Brennan var tilnefnd til Óskars- verðlauna fyrir hlutverk sitt í Priv- ate Benjamin en hún lék eftir- minnilega á móti Goldie Hawn í myndinni. Brennan lést á heimili sínu í Los Angeles. Verðlaun Brennan fékk óskarstilnefn- ingu fyrir leik sinn í Private Benjamin. Leikkonan Eileen Brennan dáin Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað um Magnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi Virkar strax • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.